Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Maður slasaðist í umferðarslysi sem varð í Kópa- vogi í gærkvöldi. Ökumaður var einn í bílnum. Að sögn lögreglu er talið að ökumaðurinn hafi verið í kappakstri við annan og hafi í kjölfarið misst vald á bílnum. Bíllinn lenti á ljósastaur og valt. Slysið varð á Hafnarfjarðarvegi við Kópa- vogslæk, í norðurátt, og þurfti að loka Fífu- hvammsvegi um tíma vegna slyssins. Að sögn læknis á bráðadeild Landspítala bendir flest til að áverkar hans séu minniháttar. Guðbrandur Sigurðsson, varðstjóri í lögregl- unni, segir alvarlegt þegar ökumenn missi stjórn á bílum sínum í kappakstri. Sem betur fer séu þessi mál ekki algeng og hann segir að þessum málum sé heldur að fækka. egol@mbl.is Ökumaður slasaður eftir umferðarslys í Kópavogi Morgunblaðið/Eggert Grunur um að kappakstur hafi valdið slysinu Egill Ólafsson egol@mbl.is Áður en viðræður Íslands og Evr- ópusambandsins um landbúnað- armál geta hafist þurfa íslensk stjórnvöld að leggja fram áætlun um hvenær þau ætla að gera breytingar á lögum og stofnunum sem snerta landbúnað. Landbún- aðarráðherra telur að það þurfi að liggja ljósar fyrir að sú áætlunar- gerð sem ESB krefst feli ekki í sér aðlögun né breytingar á lög- um eða regluverki, áður en aðild hefur verið samþykkt. Jan Tombinski, fastafulltrúi Pólverja, sendi í gær bréf til ís- lenskra stjórnvalda þar sem fram kemur að Ísland sé ekki nægilega búið undir samninga um landbún- aðarmál í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra hafði fyrr á þessu ári sagt að hann vildi að í samningaviðræðum við ESB um aðild að sambandinu yrði strax farið að ræða erfiðustu mál- in, þ.e. sjávarútvegs- og landbún- aðarmál. Þurfa að breyta löggjöf Í skýrslunni kemur fram að skipulag landbúnaðarmála á Ís- landi, stofnanakerfi og eftirlit sé talsvert frábrugðið sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB. Gangi Ísland í ESB skuldbindi landið sig til að framfylgja þeim lögum sem gilda um landbúnaðar- og byggðamál. Þetta snerti einkum kerfi beingreiðslna til bænda og sameiginlegs innri markaðar. Til að þetta sé hægt verði að gera breytingar á löggjöf og stofnun- um sem sinna landbúnaðarmál- um. Í skýrslunni segir að Ísland hafi ekki gefið neinar vísbending- ar um hvenær þessar breytingar á lögum og stofnunum verði gerðar eða hvernig verði staðið að und- irbúningi þeirra. „Slíkar áætlanir eru hins vegar ómissandi grunnur að viðræðum um þennan kafla,“ segir í skýrslunni, sérstaklega í ljósi þess að Ísland ætli sér ekki að gera breytingar á stefnu sinni eða löggjöf fyrr en aðildarsamn- ingur hafi verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að í rýni- skýrslunni setji ESB skilyrði fyrir því að farið sé í samningaviðræður við Ísland um landbúnaðarmál. „Af þeim sökum telur sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra nauðsynlegt að fulltrúar ESB skýri með fullnægjandi og tæmandi hætti hvað átt er við með þeim skilyrð- um sem fram koma í erindi ESB. Ráðherra sjávarút- vegs- og landbúnaðar- mála mun hér eftir sem hingað til leggja áherslu á að fylgja samþykkt alþingis um aðildarviðræður.“ Vill fá tímaáætlun frá Íslandi  Evrópusambandið telur að Ísland sé ekki nægilega búið undir samninga um landbúnaðarmál  Landbúnaðarráðherra vill ekki gera breytingar fyrr en afstaða hefur verið tekin til aðildar Kristján Jónsson kjon@mbl.is Kínverski auðkýfingurinn Huang Nobu hyggst meðal annars koma upp golfvelli á Grímsstöðum á Fjöll- um ef hann fær leyfi til að kaupa jörðina. Nóg er landrýmið á jörðinni en ljóst er að aðstæður munu að sumu leyti verða erfiðar til golfiðk- unar. Á veturna getur gert mikil óveður sem standa dögum saman og ekki er hundi út sigandi. Þarna hefur líka mælst einhver mesti kuldi á Íslandi, mínus 38 stig á Selsíus. Ársmeð- alhitinn er á bilinu 0 til 1,5 stig. Stór golfvöllur kostar hundruð milljóna króna. Hæð yfir sjávarmál á Grímsstöðum er um 380 metrar og veðurfar er með því þurrasta sem þekkist á landinu. Talsverður gróður mun vera fyrir á svæðinu, að sögn heimildarmanna, ýmis mýrargróður en einnig snarrótarpuntur sem golf- urum þykir reyndar erfiður á flöt- unum vegna þess hve þétta og sterka kolla hann getur myndað. Kúlurnar skjótast þá í ýmsar áttir þegar þær lenda. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir sumrin styttri þarna en víðast hvar á láglendi í byggð en ekki sé þar sérlega snjóþungt. Hins vegar geti snjór legið yfir í marga mánuði. Þurrt og kalt en ekki snjóþungt „Það snjóar þarna oftast eitthvað í september og sömuleiðis á vorin eitthvað fram á mánaðamótin maí/ júní, stundum eitthvað lengur,“ seg- ir Trausti. Aðalvandinn á golfvöll- unum sé oft frostlyftingurinn á flöt- unum. Þá þarf að losna við vatnið sem frýs og þiðnar á víxl og raskar landslaginu. Menn verði því að leggja drenlagnir sem geti verið rán- dýrar en það sé vafalaust hægt líka á Grímsstöðum ef menn „eigi nóg af peningum,“ segir Trausti. Völlur Golfklúbbs Akureyrar er um 100 metra fyrir ofan sjávarmál. Þar hefur stundum borið á smávegis kali en tjónið aldrei verið meira en eftir sl. vetur, segir Halla Sif Svav- arsdóttir, framkvæmdastjóri klúbbsins. „Elstu menn muna ekki annað eins, þetta var líka mjög sér- stakur vetur. Það voru flatir og teig- ar sem skemmdust en brautirnar náðu sér mjög fljótt.“ Hún sagði að ekki væri búið að meta heildarkostn- aðinn af kalskemmdunum. Golfið á Grímsstöðum gæti orðið dýrt  Hæð yfir sjávarmál nær 400 metrar og sumrin eru stutt en veturnir kaldir og byljóttir  Svæðið er hins vegar með þeim þurrustu á Íslandi en veita yrði vatni af mýrlendi með dreni Morgunblaðið/Árni Sæberg Grafarholt Ekki er ljóst hve stór völlur á að vera á Grímsstöðum. Umferðin á hringveginum dregst stöðugt saman, að sögn Vegagerð- arinnar. Sé tekið mið af 16 lyk- ilteljurum þá dregst umferðin í ágúst saman um 3,2 prósent frá sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári mælist upp- safnaður samdráttur 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri síðan að minnsta kosti árið 1975. Nú stefnir í að samdrátturinn verði milli fimm og sex prósent á árinu. kjon@mbl.is Bílaumferðin á hringveginum minnkar enn Hægt Teppur eru þó ekki úr sögunni. Lögreglan í Kópavogi fékk í gær tilkynningu um að tveir menn hefðu reynt að lokka dreng upp í bíl með því að bjóða honum sælgæti. Drengurinn þáði ekki sælgætið heldur hljóp í burtu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en nokkuð hefur verið um sams konar tilkynningar á höf- uðborgarsvæðinu þar sem tveir menn reyna ýmsar leiðir til að lokka börn upp í bíl hjá sér. Málin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur verið handtekinn enn sem komið er. Reyndi að tæla dreng upp í bíl Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í utanrík- ismálanefnd og sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd hafa óskað eftir sameiginlegum fundi þingnefndanna með utanrík- isráðherra og sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra til að ræða skýrslu ESB um landbúnaðarmál. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, segir ljóst að ESB geri verulegar kröfur til Íslands áður en eiginlegar samningaviðræður hefj- ast. Þetta þurfi að ræða, m.a. með vísan til svars sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Vilja fund í þingnefndunum SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Ólöf Nordal Jón Bjarnason Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.