Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011
Sigrún Dag-
bjartsdóttir, tengdamóðir mín,
var minnisstæð kona. Á yfirborð-
inu var hún hæglát og hógvær,
raunar afar lítillát og otaði sér
aldrei fram, samt varð hún alltaf
miðpunktur hvar sem hún kom.
Ég kynntist Seldalsheimilinu
snemma, kom þangað fyrst til að
heimsækja kærustuna 1972 og
mjög oft síðar. Við fyrstu sýn var
þetta venjulegt sveitaheimili.
Blandaður búskapur að meðal-
stærð, húsakostur þokkalegur og
vélvæðing líka. Heimilið var
stórt, bændurnir voru þrír (sem
var nú kannski ekki vanalegt) og
húsfreyjan ein. Börnin voru níu
og þótt helmingur þeirra væri
floginn úr hreiðrinu þegar ég
kom þar fyrst voru þau með ann-
an fótinn heima. Barnabörn,
frændfólk, vinir og kunningjar
sóttu mjög í að koma í heimsókn.
Seldalur var miðpunktur og
sterkt aðdráttarafl dró fólkið að.
Þegar betur var að gáð kom í ljós
að eldhúsið var þungamiðja
Sigrún
Dagbjartsdóttir
✝ Sigrún Dag-bjartsdóttir
fæddist 29. apríl
1918 á Hjalla á
Vestdalseyri, Seyð-
isfirði. Hún lést 14.
ágúst 2011.
Útför Sigrúnar
fór fram frá Norð-
fjarðarkirkju 23.
ágúst 2011.
heimilisins. Þar var
oft þröng á þingi,
mikið rætt og sögur
sagðar og þar var
Sigrún húsfreyja
miðpunkturinn sem
allt snerist einhvern
veginn um. Það er
oft erfitt að sjá í
hverju aðdráttarafl
fólks eða fjöl-
skyldna er fólgið. Í
Seldal var það gest-
risnin og örlætið á tíma og fyr-
irhöfn. Þann eiginleika áttu þau
hjónin Sigrún og Gísli sameigin-
legan og raunar allir heimilis-
menn. Hjá Sigrúnu sjálfri bætt-
ust svo við fágætir
frásagnarhæfileikar og frásagn-
argleði. Allir hlustuðu þegar hún
sagði frá. Hún var fróðleiks-
brunnur, þekkti ættir Austfirð-
inga út og inn og hélt til haga
minningum um fólk og liðna at-
burði betur en flestir eða allir
sem ég hef kynnst.
En það er ekki nóg að muna
sögurnar og þekkja atburðina.
Það verður að kunna að segja frá
þeim, greina hismið frá kjarnan-
um og sjá hið sérstæða í hverjum
hlut, hið skondna og kímilega. Í
því liggur frásagnarlistin og í
þeirri list var engin fremri Sig-
rúnu í Seldal. Það er aðeins Vil-
borg systir hennar sem kemst í
einhvern samjöfnuð. Sögurnar
voru fjölbreyttar, þjóðsögur af
körlum og kerlingum, sagnir af
forfeðrum og formæðrum langt
aftur í aldir, minningar frá upp-
vaxtarárunum á Vestdalseyri,
fróðleikur um Norðfirðinga, sög-
ur af dýrum, sögur af gleði, sögur
af sorg. Eitt áttu allar þessar frá-
sögur sameiginlegt, aldrei var
orðinu hallað á nokkurn mann,
ekki var hæðst að neinum, eða
talað niðrandi um fólk, meinsemi
eða illgirni voru ekki til. Þetta er
ekki alfarið kostur á sögum eða
sögumanni, sumir eiga auðvitað
ekki skilið annað en skammir, en
þetta var frásagnarstíll Sigrúnar
í Seldal.
Þegar fólk eins og hún deyr
hverfa sögurnar með því. Við sem
heyrðum þær og munum getum
auðvitað endursagt þær með ein-
hverjum hætti en það eru ekki
sömu sögurnar og sama frásagn-
arlistin. Okkar útgáfur eru dauf-
ari. Eitthvað er farið sem kemur
aldrei aftur. En minningarnar
eru ómetanlegar og þær ylja út
yfir gröf og dauða.
Árni Hjartarson.
Elsku amma. Ég veit ekki hvar
ég á að byrja, þú áttir alltaf stór-
an hlut í hjarta mínu. Og það var
svo margt sem ég lærði af þér og
ólýsanlega mikil hlýja sem kom
frá þér þegar maður kom í heim-
sókn til þín, ég gekk alltaf í burtu
með bros á vör og hlýju í hjart-
anu. Þú varst líka alltaf svo þakk-
lát fyrir það þegar fólk kom í
heimsókn til þín. Það voru allir
velkomnir og þú gerðir ekki upp
á milli neinna og það voru allir
jafnir.
Ég fluttist á Norðfjörð fyrir
tveimur árum og ég er svo
ánægður að hafa náð að verða
rosalega náinn þér síðustu tvö ár-
in, þú vissir alltaf hver ég var og
varðst alltaf svo hissa hvernig ég
nennti að vera heimsækja svona
gamla konu þegar ég gæti farið
að hitta yngri stelpurnar og hlóst
að því. Svo fannst þér líka svo
gaman að tala um gömlu tímana
sem við áttum saman og þú sagð-
ir við mig: „Bjössi, manstu þegar
ég hélt þú værir Ingileif?“ og svo
hlóstu mikið. (Sagan á bakvið
það: Ég kom heim til ömmu
Gurru í Vogunum og Sigrún
amma var nýkomin í Vogana því
það var verið að fara ferma
Franz, og ég labba inn til ömmu
og sé ömmu Sigrúnu sitjandi hjá
eldhúsborðinu og þá segir amma
rosalega glaðlega og hátt: „Mikið
rosalega ertu búin að grennast,
Ingileif mín.“ Þá hló amma Gurra
mikið og sagði: „Elsku mamma,
þetta er hann Bjössi.)
Og þú talaði líka oft um það
þegar þú hringdir í mig á afmæl-
inu mínu þegar ég var þriggja ára
og sagðir við mig: „Bjössi, þú
varst að fá lítinn frænda í afmæl-
isgjöf,“ og ég svaraði „En amma,
fæ ég þá engan pening?“
Þetta voru allt frábærir tímar.
Og svo tárast ég líka núna mikið
yfir síðustu orðunum sem þú
sagðir við mig: „Bjössi, mér hefur
alltaf liðið eins og þú sért sonur
minn.“
Mikið rosalega á ég eftir að
sakna þín! Og svo vil ég líka
þakka þér æðislega fyrir að hafa
eignast þessar æðislegu dætur og
syni, þau eru alveg æðisleg og
eru alltaf til staðar fyrir alla þeg-
ar maður þarf á þeim að halda.
Hvíldu í friði, elsku besta
amma.
Þorbjörn Guðmundsson.
Mig langar að minnast frá-
bærrar konu í nokkrum orðum.
Ætli ég hafi ekki verið um 12
ára er ég kom fyrst í Seldalinn.
Kom þá með Jóni Gunnari og
Huldu (en þá voru þau nýbúin
að fella hugi saman) og féll ég
alveg fyrir Seldalsköllunum,
Sigrúnu og lífinu á bænum. Mér
var tekið alveg einstaklega vel
og ég féll strax inn í sveitalífið.
Upp frá því kom ég þar eins oft
og ég mögulega gat, hvort sem
það var á sumrin í heyskap, í
göngur eða í helgarfrí í skólan-
um. Þó að Sigrún hafi ekki átt
langa skólagöngu gat hún hjálp-
að mér við heimalærdóminn,
hvort sem það var stærðfræði,
íslenska eða meira segja
danska.
Eitt sem vakti undrun mína
var þessi mikla gestrisni allra á
bænum og allir voru hjartan-
lega velkomnir er þar komu.
Stórfjölskyldan í Seldal kom oft
og iðulega í heimsókn og var
mér tekið mjög vel af þeim öll-
um, svo innan skamms fannst
mér ég vera bara einn af hópn-
um. Sigrún hafði einstaka frá-
sagnarhæfileika og sat ég
stundunum saman og hlustaði á
sögur úr hennar æsku á Vest-
dalseyri í Seyðisfirði, sem
vinnukona á Kirkjubóli í Norð-
firði eða er hún var orðin hús-
freyja í Seldal. Ekki má ég
gleyma að minnast á þau stóru
veisluborð sem alltaf einkenndu
búskapinn í Seldal og ef gest
bar að garði var þvílíkt magn á
borðið sett að það svignaði við.
Sigrún varð mikill vinur minn
og leit ég mjög mikið upp til
hennar og hennar fjölskyldu.
Það var mikil spenna er ég kom
með verðandi kvonfang og
kynnti hana fyrir nöfnu sinni og
ekki síður eftir að börnin mín
fæddust og ég kom að sýna
henni þau. Það var greinilegt
strax að Sigrún hafði eignast
stóran hlut í mínu lífi og mér
fannst ég eiga eitthvað í henni
og hún í mér og mínum. Enda
kölluðu mín börn Sigrúnu í Sel-
dal „ömmu í Seldal“. Svo fór að
Sigrún, Gísli maður hennar og
Nonni bróðir hans brugðu búi og
fluttu út í bæ, en Guðlaugur,
þriðji bróðirinn, var þá látinn.
Kom ég oft við hjá þeim á Mið-
strætinu og var alltaf glatt á
hjalla og áður en maður vissi af
var búið að skella upp stórri
veislu, þótt maður hafi tekið
fram að hafa ekki neitt fyrir
mér, kaffisopinn væri meira en
nóg.
Eftir að heilsa Sigrúnar fór að
taka sinn toll og hún fór á
sjúkradeildina rak ég oft inn
nefið (ekki nógu oft samt) og
hitti þar alltaf sömu góðu Sig-
rúnu, síkáta, glettna og aldrei
var nú barlómnum fyrir að fara.
„Nei, ertu kominn Hjörvar
minn, mikið er nú gaman að sjá
þig,“ sagði hún brosleit. Síðan
var tekið létt spjall og spurt
hvað væri að frétta af nöfnu
sinni og börnunum.
Ég segi alveg eins og er og
engum öðrum til minnkunar, að
Sigrún í Seldal er einhver sú al-
besta manneskja sem ég hef á
ævi minni kynnst. Ég þakka
henni fyrr allt og allt.
Hvíl í friði elsku Sigrún mín í
Seldal. Aðstandendum og vinum
öllum sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hjörvar Moritz.
✝ Ólöf ÁgústaÓlafsdóttir
fæddist á Akureyri
8. mars 1945. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 25. ágúst
2011.
Ólöf var dóttir
hjónanna Ólafs
Lilliendal Ágústs-
sonar, f. 16. apríl
1905, d. 15. júlí
1977, og Kristínar Þorsteins-
dóttur, f. 4. janúar 1914, d. 13.
nóvember 1989. Systkini Ólafar
eru: Jónína Dýrleif, f. 1934, d.
2001; Þorgeir, f. 1935; Gunnar,
f. 1939, d. 1941;
Guðrún, f. 1943, og
Friðrik, f. 1948.
Eftirlifandi eig-
inmaður Ólafar er
Víglundur Sveins-
son, f. 1. október
1945. Börn þeirra
eru: Bryndís, f. 31.
október 1964;
Gunnar Þór, f. 15.
júní 1968, og Eydís,
f. 19. desember
1971. Barnabörn Ólafar eru átta
og barnabarnabörn þrjú.
Útför Ólafar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 6. sept-
ember 2011, kl. 13.
Elsku mamma mín.
Mikið hef ég kviðið fyrir þess-
um kafla í lífi mínu, þó ég vissi í
hvað stefndi. Þetta er sko aldeilis
ekki þín fyrsta barátta við
krabbameinið á 28 árum. En þú
barðist eins og hetja alveg fram á
síðustu stundu eins og alltaf. Þú
varst svo sterk, ekki tilbúin að
gefast upp, alltaf að hugsa vel um
aðra. Þú varst kletturinn í fjöl-
skyldunni. Að lokum varð þinn
fíngerði líkami að láta undan
þessum illvíga sjúkdómi og þú
fékkst hvíldina.
Að missa móður sína er mikið
sárt en eftir sitja ljúfar minning-
ar um yndislega móðir. Öll sím-
tölin okkar daglega síðustu 32 ár-
in og stundum oft á dag. Og
hvernig þú studdir mig út í lífið
þegar ég sjálf varð móðir tæplega
17 ára gömul. Kenndir mér að
sauma, elda og baka besta laufa-
brauð í heimi. Allar kaffihúsa-
ferðirnar, búðarráp eða bara
kósý spjall yfir kaffibolla heima
hjá ykkur pabba. Allar prjónaf-
líkurnar sem þú töfraðir fram af
þinni einstöku snilld og ylja
manni inn að hjarta. Umhyggja
þín og ást ef einhver var lasinn.
Allt þetta og svo miklu meira er
ég svo þakklát fyrir.
Ég er svo stolt af því að vera
dóttir þín. Minning þín verður
ljós í lífi mínu. Takk fyrir allt,
elsku mamma mín. Hvíldu í friði.
Elska þig að eilífu.
Þín dóttir,
Bryndís.
Elsku amma. Það er erfitt að
trúa því að þú sért farin. Það er
svo tómlegt, en ég veit að þér líð-
ur vel núna og ert glöð að sjá alla
ástvinina sem hafa farið á undan
þér. Mikið er ég þakklát fyrir að
hafa getað kvatt þig, elsku amma
mín. Mig langar að skrifa nokkur
orð um hvernig ég minnist þín.
Við höfum verið nánar síðan ég
man eftir mér. Þú prjónaðir jarð-
arberjahúfu á mig þegar ég var
þriggja ára og hún fór ekki af
hausnum mínum fyrr en ég var 13
ára, en ég á hana enn og mun
geyma hana vel. Svo þegar ég
gisti hjá þér og afa, þá var svo
gaman. Við spiluðum og svo fóruð
þið afi með mig á KFC að kaupa
kjúkling, því mér fannst hann
bestur. Ég, þú og mamma fórum
oft saman á kaffihús og spjölluð-
um um allt milli himins og jarðar.
Hver einustu jól komum við
fjölskyldan saman að baka gamla
góða laufabrauðið þitt. Þú varst
svo dugleg og hjálpsöm. Þú varst
yfirleitt seinust úr eldhúsinu, því
þú vildir ganga frá öllu og skæl-
brostir allan tímann.
Þegar maður kom í heimsókn
fór maður ekki hungraður út. Þú
bauðst manni alltaf ís, kex eða
eitthvað annað gott í magann.
Ég mun muna þannig eftir þér
að þú varst alltaf brosandi, alveg
sama hvernig heilsan var þá var
þetta krúttlega bros alltaf á þér
og þér fannst mjög gaman að
fylgjast með hvernig gengi með
hestana mína. Ef ég gæti þá
myndi ég skrifa svo miklu meira,
því það er svo margs að minnast,
en það yrði að bók.
Hvíldu í friði elsku amma mín
og Yasmín mun passa þig og vera
hjá þér. Ég elska þig.
Þitt barnabarn,
Ester Hilmarsdóttir.
Elsku amma. Ég trúi því ekki
að þú sért farin frá okkur, þú
varst algjör hetja, búin að sigrast
á krabbameini í tvígang og þegar
þú greindist núna fyrr í sumar þá
fannst mér lífið ekki sanngarnt.
Ég hugsaði: hvernig getur ein
manneskja þurft að glíma við
þennan sjúkdóm í þriðja skiptið?
Ég fékk því víst ekki svarað.
Ég reyni að hugsa hvað við
áttum alltaf yndislegar stundir
saman, ég og þú, þegar ég kom til
ykkar afa að gista þegar ég var
lítill patti. Við sátum stundum
tímunum saman og spiluðum á
spil. Svo fór þessum skiptum
fækkandi og ég kom bara í dags-
heimsóknir því að ég var hjá
mömmu aðra hverja helgi. Ég
man samt alltaf að ég mátti ekki
vita af því að þið ætluðuð til Ak-
ureyrar, þá varð ég að fá að koma
með og alltaf leyfðuð þið mér
það.
Ég gæti talið endalaust upp
þær góðu stundir sem ég átti
með þér. Nú ertu laus við allan
sársaukann og kvalirnar og líður
vonandi betur.
Ég kveð þig með miklum
söknuði, elsku amma mín. Hvíldu
í guðs friði.
Þitt barnabarn,
Elvar.
Ólöf Ágústa, eins og hún hét
fullu nafni, okkar elskulega og
kæra mágkona og systir, er fallin
fyrir hinum skæða vágesti, sem
hún háði harða baráttu við, nú
öðru sinni, en fékk nú ekkert við
ráðið þrátt fyrir sína ótrúlegu
þrautseigju og æðruleysi. Til
Ólafar var ætíð gott að leita, en
það reyndum við meðal annars
fyrir nokkrum áratugum, er son-
ur okkar, þá lítill snáði, fékk að
vera í hennar umsjá dag og dag,
og erum við ævinlega þakklát
fyrir það. Það er sárt fyrir unga
konu, með fullan hugann af orku,
að þurfa að hverfa af vinnumark-
aði sakir veikinda. En svo æðru-
laus og vel gerð sem Ólöf var, tók
hún því með jafnaðargeði. Hún
helgaði sig því meir heimilinu,
eiginmanni og öllu því dýrmæt-
asta sem hún átti, það er ynd-
islegum börnum og ekki síst
ömmubörnunum sínum.
Handavinna lék í höndum
hennar, og nutu margir góðs af.
Það að kvarta var ekki til í huga
Ólafar. Ef hún var spurð um líð-
an, var svarið ætíð: allt ágætt.
Ólöf var sannkölluð hvunndags-
hetja, ætlaðist ekki til neins af
öðrum, en gaf allt af sjálfri sér.
Hún bar hag allra sinna nánustu
mest og best fyrir brjósti. Þau
sjá nú á bak ástkærri eiginkonu,
móður, tengdamóður og ömmu.
Ég tel að við mælum fyrir munn
margra, er við kveðjum Ólöfu
með virðingu og þökk og biðjum
henni varðveislu Guðs í nýjum
heimkynnum.
Ó, gætu þeir séð, sem að syrgja og
missa
þá sannleikans gleði, sem óhult er
vissa,
að bönd þau, sem tengja okkur, eilífð
er yfir,
að allt, sem við fengum og misstum,
það lifir.
En alltaf það vekur hið innsta og hlýja,
er alfaðir tekur og gefur hið nýja.
Faðir, í hendur þér felum við andann,
fullviss er lending á strönd fyrir
handan.
(Ólöf frá Hlöðum.)
Hulda og Þorgeir.
Langamma var alltaf mjög
góð við okkur og gaf okkur alltaf
ís þegar við komum í heimsókn.
Ég hringdi einu sinni í ömmu
og spurði hvort ég mætti gista
og það var ekki hægt, því hún
var lasin. Svo gaf hún mér beina-
grindahúfu í jólagjöf, hún er
svakalega flott. Ég er stundum
með hana úti að leika.
Þinn langömmustrákur,
Adrian Snær, 6 ára.
Langamma átti alltaf ís og var
alltaf að gefa okkur að borða. Hún
prjónaði alltaf líka mjúka sokka.
Ég er alltaf með húfuna sem hún
prjónaði og gaf mér í jólagjöf, líka
í skólanum og úti að leika mér. Ég
passa hana rosa vel.
Amma býr til góðan sjeik og líka góðan
mat og góða kokteilsósu.
Amma gaf okkur alltaf ís
þegar við komum.
Hún heitir langamma
þótt hún sé stutt.
Þannig að hún heitir stuttamma.
(Athena Mjöll)
Þín langömmustelpa
Athena Mjöll, 9 ára.
Mér finnst svo skrítið að þú
sért farin frá okkur, elsku Ólöf,
það var alltaf svo gaman að koma
til þín og Góa upp í Jöklasel og
spjalla. Man bara fyrir u.þ.b.
þremur vikum, þá sátum við sam-
an inni í eldhúsi heima hjá þér og
vorum að drekka kaffi og borða
brauð og alls konar bakkelsi
ásamt Eydísi og Elvari.
Það var yndislegur tími eins og
allar hinar heimsóknirnar til ykk-
ar. Krakkarnir biðu spenntir eftir
að koma til ykkar þegar við sögð-
umst ætla til ykkar því að þeim
fannst ísinn svo góður og allt var
svo gott hjá langömmu og lang-
afa, meira að segja kokteilsósan
og kjúllinn sem þú eldaðir þegar
við borðuðum hjá ykkur ekki alls
fyrir löngu, hann var miklu betri
en sá sem þau fengu heima af því
að þú eldaðir hann.
Ég kveð þig nú með miklum
söknuði, elsku yndislega Ólöf.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Hvíldu í friði, þín er sárt sakn-
að.
Þín
Berglind.
Elsku Ólöf, mig langar að minn-
ast þín með fáeinum orðum. Ég
man þegar bróðir minn kom í
fyrsta sinn með unga stúlku til
okkar hjóna og kynnti hana sem
konuefni sitt. Hún var ung og lag-
leg en mjög feimin. Seinna varð
mikill samgangur með okkur og
margt var sér til gamans gert í
gegnum nær fimmtíu ár.
Ég veit að þú myndir ekki vilja
neina lofgerð um þig, því þú varst
alltaf svo hógvær og orðvör en
varðst að venjast því að oft var
býsna fjörugt þegar við mágafólk
þitt komum saman, en þá var deilt
um allt milli himins og jarðar, en
þú komst þínum skoðunum til
skila á þinn rólega hátt. Árin liðu
og allt gekk vel, við sáum fram á
góð ár, börnin flest uppkomin,
efnahagur orðinn góður, þú komin
í draumastarfið í Storkinum hjá
Unni Eiríksdóttur, enda varst þú
prjónakona af guðs náð og hafðir
yndi af litum og prjónaskap. Þú
værir sennilega orðin hönnuður í
dag ef ekki væri vegna langvar-
andi veikinda.
Lífið er ekki alltaf auðvelt og
þrautir mannanna misjafnlega
miklar. Það var mikið áfall þegar
þú greindist með illkynja sjúkdóm
fyrir allmörgum árum. Þú gekkst í
gegnum erfiða meðferð svo vonir
stóðu til að sigur hefði unnist, en
svo reyndist ekki. Hinn skæði
sjúkdómur lá í leyni. Þú varðst að
hætta að vinna og svo tók við bar-
átta sem varaði um árafjölda. Þú
gafst aldrei upp, sagðir aldrei
æðruorð, annaðist heimili þitt af
mikilli natni og dekraðir við bónda
þinn. Þú þáðir aldrei hjálp þótt þú
ættir rétt á því. En svo kom byl-
urinn stóri, þú varst aftur komin í
meðferð en það kom í ljós að nú
varð ekkert að gert. Þú varst
heima þar til þú fórst á sjúkrahús
fjórum dögum fyrir andlát þitt og
fylgdir fötum þar til. Þú varst
hetja, þú bognaðir en brotnaðir
aldrei.
Elsku bróðir, við Sverrir
hryggjumst með þér og biðjum
um styrk handa þér og börnum
ykkar.
Elsku Ólöf, við kveðjum þig að
sinni og vonumst til að hitta þig
síðar.
Því Jesús sagði: „Ég lifi og þér
munuð lifa.“
Björg.
Ólöf Ágústa
Ólafsdóttir