Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 Vináttubönd sem snemma verða til á lífsleiðinni reynast jafnan sterkust og end- ast bezt. Fráfall Davíðs kom mér mjög á óvart, því að allt til síðasta dags hélt hann unglegu – allt að drengjalegu – yfir- bragði og fasi. Kynni okkar hafa haldizt allt frá því að við hittumst fyrst sem strákar í Melaskólanum í Vesturbæ Reykjavíkur fyrir miðbik lið- innar aldar. Hann var óvenju- tápmikill og hafði gaman að því að tuskast við okkur hina strák- Davíð Trausti Arnljótsson ✝ Davíð TraustiArnljótsson fæddist í Reykjavík 20. desember 1939. Hann lést 21. ágúst 2011. Davíð var jarð- sunginn 5. septem- ber 2011. ana. Og við héldum áfram að fylgjast að í námi og leik, í Gagnfræðaskólan- um við Hringbraut og síðan í Gagn- fræðaskólanum við Öldugötu („Gaggó Vest“) og þaðan í Menntaskólann í Reykjavík og fræg- an X-bekk stærð- fræðideildar. En eins og oft vill verða skildu leiðir að loknu stúdents- prófi. Davíð hafði auga fyrir hinu háleita og fagra og hélt ásamt Sigurjóni Jóhannssyni, bekkjarfélaga okkar og síðar listmálara, til Rómar, þar sem um tveggja missera skeið var lögð stund á „la dolce vita“ og allt það sem hin sólríka Ítalía hefur upp á að bjóða. Það kom mér skemmtilega á óvart vorið 1960 þegar þeir félagar á heim- leið frá þeirri dvöl komu við hjá mér í Heidelberg í Þýzkaland, þar sem ég var við nám. Þeir voru með allt hafurtask sitt á ítölskum smábíl sínum, Topol- ino, er þeir höfðu eignazt þar suður frá og óku nú norður Ítalíu og yfir Alpana og héldu síðan áfram líklega alla leið til Kaupmannahafnar þar sem þeir fengu skipsfar til Íslands. Að lokinni Ítalíudvölinni tók skipu- legra nám við, því að þá innrit- aðist Davíð í verkfræðideild Háskóla Íslands og síðan í síð- ari hluta námsins í verkfræði- deild Kaupmannahafnarskóla, þar sem hann útskrifaðist. Vita- skuld tóku síðan margvísleg störf við, og var Davíð m.a. bæjarverkfræðingur á Dalvík og rak síðar verkfræðistofu á Akureyri. Hann var alla tíð hinn góði félagi sem lagði sig fram um að lyfta meðbræðrum sínum úr gráma hversdagsins upp í blómabrekku heimspeki- legrar umræðu og listrænna til- þrifa. Snemma var eins og óvenjulegt næmi hans veitti honum innsæi inn á „astral- planið“. Og í stærðfræðideild- inni í Menntó var hann okkur félögum sínum nokkur ráðgáta, þegar hann setti ofurlítið í axl- irnar, horfði fjarrænum augum út í buskann og skrifaði síðan niður á blað lausn á flóknum reikningsdæmum án þess að nota þær aðferðir sem kennslu- bækurnar gáfu upp. En útkom- an var rétt hjá Davíð, hvernig sem hann þó fór að því að finna hana. Og eftir því sem á ævina leið má segja að hann – verk- fræðingurinn og maður reikni- stokksins – hafi æ meira hneigzt að andlegum efnum, sannfærður um að líf okkar er meira en stutt viðkoma í jarð- neskri tilvist. Kristileg ástund- un og biblíulestur varð á síð- ustu árum daglegur þáttur í lífi hans og hann átti orðið mikið safn biblíurita á hinum ýmsu tungumálum og naut þess m.a. að lesa biblíuna í hinum erlendu útgáfum, hvort heldur það var enska, ítalska, þýzka eða spænska. Á skilnaðarstundu votta ég eiginkonu Davíðs, Huldu Er- lingsdóttur, börnum þeirra og fjölskyldu, mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Sigurður Gizurarson. Kveðja frá Lúðrasveit Reykjavíkur Mér er ljúft og skylt að minnast Finns Jónssonar; góðs félaga og vinar. Ég þakka honum og Þór- unni konu hans áratuga samstarf í Lúðrasveit Reykjavíkur og vin- áttu við okkur Guðrúnu konu mína. Gamlir félagar í Lúðrasveit Reykjavíkur minnast Finns með miklu þakklæti og virðingu. Finnur fór ungur að fást við tónlist, lærði á píanó og harmón- iku, en á menntaskólaárum hans á sjötta áratugnum lá leið hans í Hljómskálann. Þar voru fyrir nokkir ungir menn og áhuga- samir, sem nýttu sér ómetanlegt tækifæri í Lúðrasveit Reykjavík- ur til að leika við hlið nokkurra af færustu hljóðfæraleikurum lands- ins, undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar. Þetta var strangur skóli en góð reynsla, því mistök voru ekki vel séð. Samferða Finni í þennan hóp, og reyndar víðar á lífsleiðinni, var Þór Benediktsson vinur hans. Þeir fóru reyndar fljótlega til Danmerkur til náms í verkfræði. En að því loknu komu þeir báðir til starfa í Lúðrasveit Reykjavík- ur og áttu þar farsælan feril í ára- tugi við hljóðfæraleik og stjórn- arstörf. Menntun Finns og dýrmæt reynsla úr atvinnulífinu reyndist ómetanleg fyrir sveitina enda var hann vanur flóknum úr- lausnarefnum. Þá er ógetið mann- kosta hans og gáfna sem gerðu honum kleift að sjá öðrum fremur kjarna hvers máls. Finnur réð okkur því ávallt heilt. Allt yfirlæti var hins vegar fjarri honum. Það var frekar að hann af ríkri kímni- gáfu sæi spaugilega hlið á sumum illa ígrunduðum hugmyndum okk- ar. Að eiga slíkan mann að félaga og vini í áratugi er dýrmætt og þakkarvert. Finnur var góður trompetleik- ari og nálgaðist leikinn á sama hátt og fræði sín og störf; með ná- kvæmni og öryggi að leiðarljósi, þar sem ekkert pláss var fyrir ójafnvægi eða mistök. Af þessu einkenndist allt hans lífshlaup. Slíkt yndi hafði Finnur af tónlist að hann sinnti henni vel á ýmsan Finnur Jónsson ✝ Finnur Jónssonverkfræðingur fæddist í Reykjavík 8. apríl 1937. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. ágúst 2011. Útför Finns fór fram 5. september 2011. hátt alla ævi. Hann var félagi í Big-band 81 í nokkur ár, greip gjarnan nikkuna á góðum stundum eða settist við píanóið, og kórsöng stundaði hann einnig. Í einkalífi var Finnur einstakur gæfumaður. Þau Þórunn nutu mikils barnaláns og stöðugt hafði Finnur hana sér við hlið; hún studdi hann af alhug í leik og starfi. Þau voru mjög samrýnd og hún reyndist honum frábær lífsföru- nautur. Gamlir félagar í lúðrasveit- inni og eiginkonur þeirra minnast með þakklæti góðra stunda með þeim hjónum á ferðalögum eða í Hljómskálanum og þakka Finni og Þórunni starf þeirra fyrir Lúðra- sveit Reykjavíkur. Ég og Guðrún kona mín vottum Þórunni, börnum hennar, barna- börnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Sverrir Sveinsson. Það er með sorg og söknuði sem ég kveð vin minn Finn Jónsson. Leiðir okkar hafa legið saman í meira en hálfa öld, en þá kvæntist hann vinkonu minni og skólasyst- ur, Þórunni Sigurðardóttur. Sama ár giftist ég nánasta vini hans í gegnum MR og síðar í verkfræði- deild HÍ. Leið okkar lá svo til Dan- merkur þar sem við dvöldumst í nokkur ár og hittumst þá næstum daglega. Var þá margt sér til gam- ans gert og lautarferðir vinsælar. Börnin okkar eru á sama aldri og má segja að þau líti á sig sem systkin og dætur mínar líta á Þór- unni og Finn sem aðra foreldra. Eftir heimkomuna til Íslands er svo margs að minnast, sumarfrí- anna, útileganna nánast hverja helgi yfir sumarmánuðina, sam- veru um jól og áramót o.s.frv. o.s.frv. Á seinni árum má nefna göngu- ferðir utan almannaleiða og ferðir erlendis. Finnur var einstakur gæðadrengur og traustur vinur, orðvar með eindæmum og minnist ég þess aldrei að hann hafi hall- mælt nokkrum manni. Hann var hagleiksmaður mikill eins og reyndar öll hans föðurætt. Áhugamál átti hann mörg, lék til fjölda ára með Lúðrasveit Reykjavíkur, góður skíðamaður, virkur félagi í Frímúrarareglunni og söng í Frímúrarakórnum. Golf var þó eitt aðaláhugamálið og var hann einn af stofnendum Golf- klúbbs Garðabæjar. Finnur hafði alltaf verið hraust- ur þar til fyrir tæpum fimm árum er hann greindist með illkynja sjúkdóm og fór í framhaldi af því í margskonar meðferðir sem hann tók með miklu jafnaðargeði. Síð- astliðið vor syrti svo í álinn og má segja að eitt hafi tekið við af öðru og verið óslitin þrautaganga. Öllu tók hann með sömu róseminni, kvartaði aldrei og bað aldrei um neitt. Allan þennan tíma hefur Þór- unn sýnt einstakan styrk og kær- leik og verið hjá honum öllum stundum. Elsku Þórunn, Siggi, Olla, Guð- rún, Hulda Björk og fjölskyldur, mínar einlægustu samúðarkveðj- ur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Hulda. Við Finnur hófum saman skóla- göngu í Landakot, hann upp Tún- götuna úr Kvosinni, ég upp Hofs- vallagötuna. Um þær mundir eignuðumst við báðir tvíhjól sömu gerðar og fórum á þeim frjálsir ferða um bæinn og suður á Mela, þar sem ófullgerð háskólalóðin bauð upp á krefjandi torfærur. Seinna fylgdumst við að í gegn- um menntaskóla og urðum stúd- entar árið 1957. Á unglingsárunum fórum við nokkrum sinnum í tjaldútilegur, sumir okkar skátar. Ég minnist ferðar út í Hjörsey á Mýrum, þar sem lundi var dreginn úr holum og búinn til seyðis yfir prímusloga. Önnur ferð var að Heklurótum, með daglangri göngu að fjallinu, án þess að tindinum væri náð. Svo skildi leiðir og lágu ekki saman aftur að kalla, fyrr en sjö- tugir öldungar hittust árið 2007 til þess að rifja upp minningar, gera sér glaðan kvöldverð og leggjast í ferðalög. Finni var margt vel gefið auk námsgáfna, hann þótti liðtækur í fimleikum og var hljóðfæraleikari á sínum yngri dögum. Hann reyndist og farsæll í starfi og sem verkfræðingur má segja, að hann hafi tekið beinan þátt í uppbygg- ingunni á síðari hluta aldarinnar sem leið. Hann var gæfumaður í einkalífi. Með ágætri konu sinni, Þórunni, eignaðist hann fjögur börn, öll mannvænleg. Lífið er stutt. Finnur Jónsson er allur. Kvaddur hinstu kveðju. Ná- komnir syrgja. Þórunni og fjöl- skyldunni allri votta ég einlæga samúð. Jón Hilmar. Finnur Jónsson lauk verkfræði- prófi í Danmörku árið 1963 og starfaði fyrst hjá dönskum verk- fræðistofum. Árið 1966 fluttist fjölskyldan heim til Íslands og Finnur hóf meira en 40 ára sam- felldan starfsferil hjá verkfræði- stofunni Hönnun. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum stofunn- ar sem þá var að slíta barnsskón- um og þetta var á þeim árum sem gríðarleg uppbygging var að hefj- ast á Íslandi. Í sjávarþorpum landsins voru byggð ný fisk- vinnsluhús, skólar og sjúkrahús risu um allt land, lagðir voru nýir vegir og byggðar brýr og síðast en ekki síst hófst á þessum árum beislun orkulindanna fyrir alvöru samhliða uppbyggingu á orku- frekum iðnaði. Það voru því ærin verkefni fyr- ir ungan og hæfileikaríkan verk- fræðing, störfin voru krefjandi og skemmtileg og fyrirtækið óx hratt og dafnaði. Sigölduvirkjun var byggð á fyrri hluta áttunda áratugarins og hún var fyrsta stórvirkjunin á Íslandi sem var að verulegum hluta undirbúin og hönnuð af íslenskum verkfræð- ingum. Þar fór Finnur fyrir ís- lenskum samstarfshópi í sam- vinnu við erlent verkfræðifyrirtæki og stýrði því verkefni í höfn með miklum ágæt- um. Hann varð síðan yfirverk- fræðingur Hönnunar, sem orðin var ein stærsta verkfræðistofan í landinu og síðan framkvæmda- stjóri fram undir lok níunda ára- tugarins. Þá tók við verkefna- stjórnun og ýmis verkefni, einkum á sviði vatnsaflsvirkjana. Finnur lét af verkfræðistörfum við þau tímamót að verða sjötug- ur. Þá skrifaði hann okkur fallegt bréf sem við varðveitum, gerði grein fyrir sinni ákvörðun um starfslok, kvaddi með virktum og allt var á hreinu eins og annað hjá Finni. Þarna fóru saman þau tímamót að Finnur lauk löngum og farsælum ferli hjá Hönnun og fyrirtækið sameinaðist öðrum verkfræðistofum og varð Mannvit hf. Við minnumst Finns ekki síður fyrir það hvað hann var hæfileika- ríkur á öðrum sviðum en því tæknilega, léttur í lund og góður félagi. Og fyrir stofuna var ekki ónýtt að hafa mann sem var fæddur málamaður og gat skrifað óaðfinnanlegan texta í stórum og flóknum skjölum á hverju sem var af þremur tungumálum. Hann var fjölhæfur tónlistarmað- ur og þau hjónin tóku þátt í fé- lagsstarfi okkar af lífi og sál. Og á góðum stundum var það Finnur sem hélt uppi fjörinu með undir- leik á píanó eða harmónikku. Fyrir hönd Mannvits þökkum við Finni að leiðarlokum langa og farsæla samfylgd og vottum Þór- unni og afkomendum þeirra dýpstu samúð. Eyjólfur Árni Rafnsson. Sigurður St. Arnalds. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA KRISTÍN VILHELMÍNA BIERING, Fossvogsbletti 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 6. september kl. 15.00. Moritz Wilhelm Sigurðsson, Margrét Dóra Guðmundsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Anna Sigríður Zoëga, Auður Sigurðardóttir, Ólafur Halldórsson, Sigurður Þórir Sigurðsson, Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS SIGURJÓNSSONAR, áður til heimilis í Zeuthenshúsi, Eskifirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hulduhlíðar. Þorbjörg Eiríksdóttir, Edda Einarsdóttir, Sigurjón Einarsson, Margrét Jónsdóttir, Ása Einarsdóttir, Ólafur Bjarnason, Signý Einarsdóttir, Örn Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA LILJA GÍSLADÓTTIR, áður til heimilis á Sunnubraut 5, Keflavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi laugardaginn 27. ágúst, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 8. september kl. 13.00. Ingibjörg Magnúsdóttir, Lárus Ólafur Lárusson, Kristín G. Magnúsdóttir, Eyjólfur Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ GUNNAR HALLDÓRSSON bóndi á Gunnarsstöðum verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju laugardaginn 10. september kl. 14.00. Aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BIRGIR BJÖRNSSON, Miðholti 6, Hafnarfirði, lést á heimili sínu föstudaginn 2. september. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði fimmtudaginn 8. september kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Birgis Björnssonar til styrktar unglinga- starfi FH, rkn. 545-14-403070 eða heimahlynningu líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Inga Magnúsdóttir, Magnús Birgisson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sólveig Birgisdóttir, Finnbogi Kristinsson, Laufey Birgisdóttir, Björgvin Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.