Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011
✝ Anna KristínVilhelmína
Biering fæddist 30.
nóvember 1912 í
Reykjavík. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Eir 31. ágúst
2011.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Mo-
ritz Wilhelm Bier-
ing, f. 10. júní 1877 í
Reykjavík, d. 26.
október 1945, og Þorbjörg Sæ-
mundsdóttir Biering, f. 17. júní
1886 á Krossi í Barðastrand-
arhreppi, d. 29. desember 1973.
Systkini Önnu eru Pétur Wil-
helm Biering, f. 1905, d. 1963,
Magnús Þorbergur Biering, f.
1907, d. 1968, Emilía Oktavíana
Biering, f. 1908, d. 2006, Louise
Biering, f. 1914, d. 1972, Vilhelm-
ína Cathrine Biering, f. 1918, d.
1999, Hulda Ingibjörg Biering, f.
1922, og Hilmar Biering, f. 1927,
d. 2008.
Guðmundur Gunnarsson, f. 1967.
b) Guðmundur, f. 1941, kvæntur
Önnu Sigríði Zoëga, f. 1947. c)
Auður, f. 1949, gift Ólafi Hall-
dórssyni, f. 1947, og eiga þau þrjú
börn: Erlu, f. 1968, Arnar, f. 1970,
og Brynju, f. 1976. d) Sigurður
Þórir, f. 1950, kvæntur Ástu
Björk Sveinbjörnsdóttur, f. 1952.
Þau eiga tvö börn: Svein Bjarka,
f. 1970, d. 2010, og Rúnar, f. 1974.
Anna fór snemma að sjá fyrir
sér. Hún var aðeins tólf ára þegar
hún fór í vist til Kristjáns Skag-
fjörðs og konu hans en hann var
fósturbróðir Þorbjargar móður
hennar. Þegar hún var 18 ára fór
hún í vist til Kristínar föð-
ursystur sinnar og manns hennar
Bíó-Petersen í Gamla bíói. Þar
vann hún einnig í sælgætissölu í
átta ár eða þar til hún átti von á
sínu fyrsta barni. Frá þeim tíma
helgaði hún krafta sína fjölskyldu
sinni. Hún var dugleg og ósér-
hlífin og nutu börn hennar og
aðrir aðstandendur mikils stuðn-
ings frá henni alla tíð.
Úför Önnu fer fram í Fríkirkj-
unni í Reykjavík, í dag, 6. sept-
ember 2011, kl. 15.
Hinn 15. október
1936 giftist Anna
Sigurði Guðmunds-
syni garðyrkju-
manni sem fæddur
var í Reykjavík 9.
september 1905.
Hann lést 24. maí
1977. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Guðmunds-
son, f. 26. júlí 1863,
d. 6. september
1935, og Sigurveig Einarsdóttir,
f. 24. febrúar 1873, d. 28. sept-
ember 1939.
Anna og Sigurður eignuðust
fjögur börn: a) Moritz Wilhelm, f.
1939, kvæntur Margréti Dóru
Guðmundsdóttur, f. 1941. Fyrri
eiginkona hans var Margrét Ein-
arsdóttir, f. 1943, d. 1974, og
eignuðust þau þrjú börn: Sigurð,
f. 1961, Önnu Biering, f. 1964, og
Einar Magnús, f. 1969. Börn Dóru
og stjúpbörn Moritzar eru: Hild-
ur Gunnarsdóttir, f. 1965, og
Við fyrstu kynni af verðandi
tengdamóður minni, Önnu Bier-
ing, varð mér strax ljóst að þar fór
ósvikin ættmóðir. Stórt sem smátt
var borið undir Önnu og hún hafði
lag á að leiðbeina og stýra hlutum í
rétta höfn án strangleika eða
þvingunar. Hún stóð við stjórnvöl-
inn án þess eiginlega að aðrir yrðu
þess varir. Einn galdurinn á bak
við áhrif Önnu á umhverfi sitt var
að hún gekk á undan með góðu
fordæmi. Orð hennar stóðu ætíð
eins og stafur á bók, og hún talaði
ekki illa um nokkurn mann en tók
ævinlega upp hanskann fyrir þann
sem hallað var á. Anna var lagin
við að koma ábendingum til skila
með húmor og rósamáli. Anna
beitti ekki aðeins ósýnilegum
stjórnunarstíl. Hún aðstoðaði
einnig marga sem voru hjálpar-
þurfi og lagði til góðra málefna
þótt efnin væru oft af skornum
skammti án þess að ræða um það.
Ó, borg mín borg, ég lofa ljóst
þín stræti, kvað mágur Önnu, Vil-
hjálmur frá Skáholti, og undir þau
orð gat Anna heilshugar tekið.
Hún var ekki bara borinn og barn-
fæddur Reykvíkingur, heldur líka
borgarbarn í húð og hár. Steinlögð
upplýst borgarstrætin, hvort sem
það var í Reykjavík, London eða
Kaupmannahöfn, það voru hennar
heimahagar. Og Anna kunni líka
vel að meta suðrænar sólarstrend-
ur – í nágrenni iðandi þéttbýlis!
Hún var skemmtilegur ferðafélagi
og átti til óvænt uppátæki.
Síðustu æviárin dvaldi hún á
hjúkrunarheimilinu Eir. Þessi ár
hrjáði Önnu hrörnunarsjúkdómur
sem olli minnisbresti. Hún hélt þó
orðaforðanum óskertum og var
ekki í vandræðum með að tjá sig.
Kímnigáfunni hélt hún til hins síð-
asta og beitti henni í baráttunni
við „Óminnishegrann er yfir öldn-
um þrumir og stelur geði guma“,
eins og segir í Hávamálum. Þessi
barátta er hörð og oft átakanleg
eins og þeir vita sem venja komur
sínar á öldrunarheimili. Þetta er
barátta upp á líf og dauða. Barátta
um að hverfa ekki inn í heim
óminnis og halda persónuleika
sínum. Anna var meðvituð um
ástand sitt og stundum, þegar hún
mundi hvorki aldur sinn né nöfn
gesta, sagðist hún vera búin að fá
nóg af þessu. Hún átti það til að
orða hlutina á sérstakan hátt, eins
og þegar hún sagði: „Mikið vildi ég
að ég fengi nú að fara fljótlega.
Það er bara verst hvað ég er góð
til heilsunnar.“ Þegar hún spurði
eitt sinn hvar hún væri og ég sagði
henni að þetta væri dvalarheimili
fyrir aldraða, þá svaraði hún:
„Jæja. Og býrð þú hérna?“
Gamlar ljósmyndir af fólki og
byggingum auðvelduðu Önnu að
rifja upp gamla tíma og hún hafði
frá ýmsu að segja í tengslum við
myndirnar. Hún bar oft kennsl á
fólk á þessum myndum, og bygg-
ingar þekkti hún á Reykjavíkur-
myndum frá fyrri hluta aldarinn-
ar. Hún hafði alla tíð sterkar
skoðanir á byggingum, hvort þær
væru fallegar eða ósmekklegar.
Og eitt var víst: Manni leiddist
aldrei í heimsókn hjá Önnu.
Anna er einn eftirminnilegasti
samferðamaðurinn á lífsgöngunni,
og að leiðarlokum eiga þessi orð
um vegferð hennar vel við:
„Hinn vitri safnar ekki auði. Því meiru
sem hann ver öðrum til gagns, því meira
á hann sjálfur. Því meira sem hann gefur
öðrum, því ríkari er hann sjálfur.“
(Lao-Tse)
Ólafur Halldórsson.
Við fráfall tengdamóður minn-
ar, Önnu Biering, fljóta minning-
arnar fram eins og árniður, ljúfar
og fallegar. Minningar af henni við
störf sín á heimilinu við Fossvogs-
blett og einnig sögurnar sem hún
sagði af uppvexti sínum og fullorð-
insárum í Reykjavík. Anna bjó alla
tíð í Reykjavík og upplifði því þær
miklu breytingar sem urðu í bæn-
um/borginni á 20. öldinni. Faðir
hennar var skósmiður en móðir
hennar að mestu leyti heimavinn-
andi þótt hún hafi tekið að sér
störf utan heimilis þegar tækifæri
gafst. Frásagnir Önnu eru ljóslif-
andi af því þegar hún, sjö ára göm-
ul árið 1919, gætti eins árs systur
sinnar meðan móðir hennar þreif
Kennaraskólann sem þá var til
húsa við Laufásveg. Hún sat í
ruggustól með systur sína, vonaði
að systirin vaknaði ekki fyrr en
foreldrar hennar kæmu heim, og
hræddist myrkrið. Hún mátti ekki
kveikja á olíulampanum en stund-
um kom nágrannakonan til þeirra
systra og kveikti fyrir þær. Hún
mundi líka eftir frostavetrinum
mikla 1918 en hún varð vitni að því
er líkkisturnar voru bornar fram
hjá heimili hennar við Laugaveg
en þá geisaði spænska veikin.
Ung kona gekk Anna í þau störf
sem buðust, hún var í vist hjá föð-
ursystur sinni og manni hennar
Bíó-Petersen og vann einnig í
Gamla bíói við sælgætissölu. Þá
bjuggu þau Sigurður tengdafaðir
minn á Hólum við Kleppsveg.
Anna fór allra sinna ferða á hjóli
og þegar hjólið var ljóslaust notaði
hún tækifærið þegar lögreglu-
maðurinn kíkti við í bíóinu og hjól-
aði á ljóslausu hjólinu heim. Svona
var Anna, hún velti sér ekki upp
úr vandamálunum heldur fann
lausnir á þeim. Ég sé hana fyrir
mér, svarthærða, dökkeyga og
tignarlega með hárið bundið í
hnút á leið sinni til og frá vinnu.
Þau Sigurður eignuðust fjögur
börn og þegar yngsti sonur þeirra
var fimm ára gamall flutti fjöl-
skyldan í eigið hús í Fossvoginum
en þar bjó hún þar til hún fluttist á
Eir. Alla tíð var samviskusemi að-
alsmerki tengdamóður minnar,
hvort heldur var við störf utan eða
innan heimilis. Hún var listakokk-
ur og þegar ég, 16 ára gömul, fór
að venja komur mínar á heimili
hennar var ég furðu lostin yfir
réttunum sem hún reiddi fram að
því er mér virtist með lítilli fyrir-
höfn. Anna reyndist öllu sínu fólki
vel. Hún bauð í mat, passaði barna-
börnin, var manna duglegust að
heimsækja þá sem dvöldu á
sjúkrahúsi eða elliheimili og lét sig
varða annarra manna hagi. Hún
missti eiginmann sinn, Sigurð, vor-
ið 1977 en hélt heimili þar til hún
varð níræð.
Ég kveð tengdamóður mína
með þakklæti. Fyrir 40 árum leiddi
hún son minn, Svein Bjarka, sér
við hönd og kenndi honum að ráða
gátur lífsins. Nú hefur hann það
hlutverk að taka á móti ömmu sinni
og leiða hana fyrstu skrefin á nýj-
um slóðum. Hafi hún þökk fyrir
samveruna.
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir.
Elsku amma í Fossvogi, nú þeg-
ar komið er að því að þú kveður
okkur og ég hugsa um tímann með
þér þá fyllist ég þakklæti yfir því
að hafa átt frábæra ömmu og nú
fallegar minningar um þig. Það eru
ótal minningar sem ég á tengdar
þér. Þú hugsaðir vel um okkur öll
og það var alltaf gott að koma til
ömmu í Fossvogi. Þegar ég var lítil
og fékk að gista var notalegt að
sofna uppi í hjá ömmu og spjalla.
Þegar ég byrjaði í skóla og var eftir
hádegi var gott að koma til ömmu á
morgnana, skríða aðeins upp í
ömmu holu, hlusta á ömmu syngja
og gera klárt frammi í eldhúsi og
koma svo fram í ristað brauð með
smjöri og þykkum ostsneiðum og
kakó og eiga spjall með þér.
Þegar ég varð eldri og fór að
fara með þér og mömmu og pabba í
sund á morgnana fyrir vinnu og
skóla man ég eftir þér að labba á
móti okkur í Fossvoginum og svo
komstu upp í bílinn og við keyrðum
í Laugardalslaugina og mér fannst
notalegt að hlusta á ykkur full-
orðna fólkið tala saman í bílnum.
Þegar skóladagarnir urðu lengri
var vinsælt að koma til þín í mat í
hádeginu og hitta fleiri ættingja
sem komu í sömu erindagjörðum,
fá góðan mat og skemmtilegt
spjall.
Svo er gaman að rifja upp hvað
þú varst tæknilega sinnuð. Komin
með vídeó, geislaspilara og Stöð
tvö á undan okkur. Þá var
skemmtilegt að hlaupa yfir til þín á
morgnana um helgar og horfa á
barnaefnið. Þegar ég hugsa um
Fossvoginn þá var svo oft ótrúlega
mikið líf þar og mikið af fólki.
Margir komu til þín að ræða málin.
Ótrúlega fannst mér gaman að fá
að taka þátt og vera t.d. með þér og
mömmu og þér og Mínu frænku að
spjalla í eldhúsinu og ekki minna
skemmtilegt þótti mér að reyna að
hlusta á samræður í eldhúsinu þeg-
ar ég mátti það ekki.
Elsku amma þú hafðir góða
nærveru og það fundu allir sem þig
þekktu og sést það á því hvað vinir
og ættingjar sóttu í að koma og
vera hjá þér. Þann tíma sem þú
hefur verið að fara frá okkur, eins
og þú varst, hefur fallegt samband
þitt við mömmu og bræðurna hald-
ist og þau hafa hugsað vel um þig
með sínum mökum og ég er viss
um að á þinn hátt hefur þú vitað af
því.
Minningar mínar tengdar þér
og Fossvoginum eru góðar. Á
sumrin var gaman að leika í garð-
inum, fá að tjalda þar, tína rabar-
bara og rifsber og fylgjast með
dýrunum hjá Geira og Gunnu í
næsta húsi. Jólaboðin þín voru
skemmtileg, þá hittust allir og það
var gaman að fara út að leika með
krökkunum í snjónum. Ég man
hvað ég varð spennt þegar að-
ventuljósin komu í stofugluggann á
afmælisdaginn þinn, 30. nóvember,
því það var fyrsta merki um að jól-
in væru að nálgast. Þá var órjúf-
anlegur hluti af jólaundirbúningn-
um að koma til þín og pakka inn
jólagjöfum og hlusta á jólatónlist í
útvarpinu. Þá ræddum við mikið
saman og pældum í jólagjöfum fyr-
ir alla.
Minningarnar um þig eru miklu
miklu fleiri og mikið er ég rík að
eiga svona fallegar og góðar minn-
ingar um ömmu mína. Þú ert mér
góð fyrirmynd og ég vona að ég
eigi eftir að lifa jafn innihaldsríku
lífi og þú gerðir og snerta jafn vel
við fólki og þú, það er alltaf gott að
hafa markmið.
Þín
Brynja.
Ég var svo lánsöm að búa hjá
ömmu og afa í Fossvogi ásamt fjöl-
skyldu minni fyrstu sex ár ævinn-
ar. Ég og Arnar bróðir minn vor-
um mikið með ömmu þessi fyrstu
ár enda lítið um leikskólapláss á
uppvaxtarárunum. Amma lét sig
ekki muna um að taka okkur að sér
þann tíma sem dagvistun var ekki í
boði. Man ég vel eftir því þegar ég
og önnur barnabörn hennar í sömu
stöðu sátum við eldhúsborðið, lit-
uðum í litabækur, byggðum hús úr
kubbum og hlustuðum á útvarpið.
Amma eldaði og söng, svo falleg
með uppsett hárið í eldhússloppn-
um sínum. Síðan lékum við börnin
okkur saman í risavöxnum garðin-
um í Fossvoginum. Það var sann-
kölluð ævintýraveröld fyrir lítil
börn að alast upp í þessari nátt-
úrufegurð og innan um dýrin hjá
Gunnu og Geira í næsta húsi en þar
vorum við ávallt velkomin. Í há-
deginu var kallað á okkur börnin í
mat. Amma bjó til úrvalsmat en
aldrei brást það að fyrsta spurn-
ingin var hvað væri í eftirmat.
Þegar við fluttum frá ömmu fór-
um við ekki langt. Aðeins yfir Bú-
staðaveginn í Espigerðið. Það voru
því hæg heimatökin að heimsækja
ömmu og afa nánast daglega enda
yndislegt þar að vera.
Þegar ég varð eldri fluttu for-
eldrar mínir ásamt Brynju systur
tímabundið til Englands. Á þess-
um tíma var ég ófrísk að Diljá
Mjöll, elstu dóttur minni, en Hreið-
ar var á sjó. Amma tók ekki annað í
mál en að ég kæmi til hennar á
kvöldin og borðaði með henni og
Mumma frænda. Þegar líða fór að
fæðingu gisti ég einnig í Fossvog-
inum eða þar til Hreiðar kom í
land.
Elstu börnin mín tvö urðu
þeirra forréttinda aðnjótandi að
kynnast ömmu þegar hún bjó í
Fossvoginum. Á þeim tíma þegar
Ólafur Snær fæddist flutti ég sjálf í
næsta nágrenni við ömmu. Við
mæðginin fengum okkur heilsu-
bótargöngu nánast daglega til
ömmu og nutum návistar hennar.
Eftir að amma fluttist á Eir fór ég
oft með börnin í heimsókn til henn-
ar okkur öllum til ánægju.
Ég minnist ömmu minnar með
hlýju í hjarta og allra þeirra góðu
stunda sem við áttum saman.
Minningin um hjartahlýja og ynd-
islega konu lifir.
Hvíldu í friði elsku amma mín.
Þín
Erla.
Elsku amma. Ég samgleðst þér
að hafa loks fengið að fara. Heilsan
löngu þrotin og lífsgæðin því lítil
sem engin. Eftir standa minning-
ar um þig, allar yndislegar og
skugga ber hvergi á. Sem elsta
barnabarnið í fjölskyldunni fékk
ég að njóta samvista við þig lengi
og Fossvogurinn nánast mitt ann-
að heimili árum saman.
Í minningu minni er kærleikur,
hlýja og friður alltumlykjandi á
heimili ykkar afa í Fossvogi. Blóm
í vasa, kerti loga og biblían innan
seilingar er eitthvað sem kemur
upp í hugann. Litla húsið þitt var
risastórt, alltaf pláss fyrir fleiri,
alltaf til matur eða kaffi fyrir gesti
sem óvænt bar að garði. Ræktar-
semi þín við fjölskyldu og vini var
ótrúleg. Þegar ég hugsa til baka
er það skynjun barnsins sem að-
allega ræður för og allt sem þér og
afa tengist hefur yfir sér töfrablæ.
Ég veit samt nú að líf þitt var
alls enginn dans á rósum og oft
hafa kjörin verið kröpp og aðstæð-
ur erfiðar með fjögur börn og eig-
inmann sem oft var veikur. En
aldrei var kvartað, nægjusemi og
umhyggja fyrir öðrum ávallt í fyr-
irrúmi. Minningarnar eru ótelj-
andi og þær mun ég geyma með
mér alla tíð. Á þessum tímamótum
færi ég þér hjartans þakkir elsku
amma fyrir allan kærleikann, ást-
ina og umhyggjusemina.
Sigurður Moritzson.
Ef ég myndi skrifa um allar
mínar góðu minningar um ömmu
mína í Fossvoginum og allt það
góða sem hún hefur verið mér og
gert fyrir mig myndi það vera svo
langt mál að það kæmist ekki fyrir
á þessum vettvangi. Svo að í stuttu
máli langar mig að kveðja ömmu
sem var mjög mikilvægur þáttur í
mínu lífi, hún var jákvæðasta,
duglegasta og heilsteyptasta
manneskja sem ég hef kynnst og
mín fyrirmynd í því hvernig af-
stöðu maður á að taka í lífinu og
hvernig maður kemur fram við
aðra. Enginn staður var eins nota-
legur og skemmtilegur að koma á
og í Fossvoginn til ömmu, hitta
aðra úr stórfjölskyldunni og
spjalla saman yfir kaffibolla og
bakkelsinu hennar ömmu sem
alltaf var á boðstólum.
Þú ert ætíð þínum hjá
er þig með trúaraugum sjá
þú lýsir þeim og leiðir þá
til lífs og sigurs himnum á.
(Björn Halld. frá Laufási.)
Anna Biering Moritzdóttir.
Nú er Anna hinum megin dáin.
Þessi stórbrotna og flotta kona.
Hún átti heima í næsta húsi við
okkur í Fossvoginum og þess
vegna alltaf kölluð Anna hinum
megin. Alltaf vel tilhöfð með svart
hár greitt í hnút. Það var gaman
að alast upp í Fossvoginum og
gott að geta leitað til góðra ná-
granna.
Samgangur var mjög góður á
milli heimilanna. Ég hljóp oft yfir
til að fá lánaðan sykurbolla eða
smáhveiti. Stundum bara til að fá
að hitta þau. Ég var of feimin til að
hlaupa bara yfir án erindis. Þegar
ég svo passaði fyrir Auði dóttur
þeirra þá var svo gaman að skila
krökkunum af sér í hádeginu og fá
kókómalt og ristaða brauðsneið.
Sigurður maðurinn hennar Önnu
settist þá við eldhúsborðið og
spjallaði meðan hún var að sjóða
mat í margrahæða potti. Svona
pott hafði ég aldrei séð. Svo þegar
ég byrjaði í menntaskólanum átti
ég enga enska orðabók og glósaði
lista heima og hljóp svo yfir til að
fá að fletta upp í orðabókinni
þeirra. Síðan fékk ég ensk-ís-
lenska orðabók í stúdentsgjöf frá
þeim.
Blessuð sé minning Önnu hin-
um megin, hún mun alltaf lifa í
minningu minni.
Auður Fr. Halldórsdóttir.
Anna Biering
✝ Tryggvi Heið-ar Hauksson
fæddist í Reykjavík
20. maí 1986. Hann
lést 22. júlí 2011.
Foreldrar hans
eru Hildur Sveins-
dóttir lífeindafræð-
ingur og Haukur
Eggertsson raf-
magnsverkfræð-
ingur. Systir hans
er Steinunn Jóna,
nemi.
Að loknu grunnskólanámi hóf
Tryggvi Heiðar nám við Fjöl-
brautaskólann í Ármúla. Eftir
2ja ára nám þar hóf
hann nám við Iðn-
skólann í Reykjavík
sem varð að Tækni-
skólanum og út-
skrifaðist af tölvu-
braut um leið og
hann lauk stúdents-
prófi í desember
2008. Síðustu tvo
vetur stundaði
hann nám í hug-
búnaðarverkfræði
við Háskóla Íslands.
Útför Tryggva Heiðars fór
fram frá Árbæjarkirkju 3. ágúst
2011.
Tryggvi Heiðar lést á fallegum
sumardegi 22. júlí sl.
Hugurinn leitar í sjóð minn-
inganna, margt rifjast upp og ylj-
ar okkur ástvinum hans.
Tryggvi Heiðar var hjartahlýr
og rólyndur maður, vanafastur
en ekki kröfuharður á hlutina.
Bóngóður var hann og t.d. alltaf
tilbúinn að aðstoða ömmur sínar
og systur sína ef á þurfti að
halda. Hann hafði gaman af mat-
argerð og grillmeistari fjölskyld-
unnar var hann.
Tryggvi Heiðar hafði gaman af
því að ferðast. Á yngri árum var
oft farið í sumarbústað með for-
eldrum, systur og ömmum og var
þá oft gripið í spil. Þegar hann
varð eldri fór hann nokkrum
sinnum með fjölskyldunni í utan-
landsferðir. Féll honum betur að
fara til stórborga en vera á sólar-
strönd og var New York þar efst
á lista.
Þjóðmálum, heimsfréttum og
öðru því sem efst var á baugi
fylgdist hann vel með og tók allt-
af þátt í kosningum.
Ungur kynntist hann heimi
tölvunnar og hafði ætíð gaman af
og þegar fram liðu stundir lagði
hann tölvunám fyrir sig og var
forritun hans áhugasvið. Að
loknu stúdentsprófi og námi frá
Tækniskólanum í desember 2008
langaði hann að vinna við fagið,
en þá voru fá atvinnutækifæri í
kjölfar hrunsins. Ákvað hann því
haustið 2009 að hefja nám í hug-
búnaðarverkfræði við Háskóla
Íslands og var þar við nám er
hann lést.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Guð blessi minningu Tryggva
Heiðars.
Minningin er ljós í lífi okkar.
Amma Heiða.
Tryggvi Heiðar
Hauksson