Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 Aðild Íslands að Evrópska efnahags- svæðinu (EES) var einhver stærstu mis- tök sem gerð hafa ver- ið í íslenskri sögu. Með réttu má segja að samningurinn um EES sé helfjötur sem draga mun allan lífs- þrótt úr þjóðinni. Af- leiðingar samningsins hafa nú þegar komið fram í Icesave-kúgun nýlenduveldanna Bretlands og Hol- lands, sem háð hafa efnahagsstríð gegn Ís- landi með dyggum stuðningi flestra ríkja í Evrópusambandinu (ESB). Hægt er að styðja úrsögn úr EES með fjölmörgum sterkum rökum: Fríverzlunarsamningur er í gildi við ESB Ekki er víst að allir viti, að í gildi er fríverzlunarsamningur Íslands við ESB. Þessi samningur var gerð- ur árið 1972 og er því nær 40 ára. Samningurinn frá 1994 um EES er bara viðauki við fríverzlunarsamn- inginn og tilgangurinn var að þoka landinu nær undirgefni við Evr- ópuríkið. Ekkert nema þráhyggja Evrópusinna stendur í vegi fyrir að fríverzlunarsamningurinn verði þró- aður áfram, á hliðstæðan hátt og Svisslendingar hafa gert með góð- um árangri. Segja þarf upp Schengen- endaleysunni Ísland gerðist aðili að Schengen 2001 og þrátt fyrir augljósa galla ríghalda Evrópusinnar í þennan skaðlega samning. Reynt er að halda þeirra bábilju að fólki að eitt- hvert gagn hafi verið að honum. Staðreyndin er hins vegar sú, að augljósir ókostir Schengen bara vaxa. Í mörgum löndum ESB eru menn að draga í land með hug- myndina um opin landamæri, enda auðveldar það bara umferð glæpa- manna og landflótta fólks sem sloppið hefur inn um götótt landa- mæri Suður-Evrópu. Ákærur frá ESA verður að stöðva Varla líður svo dagur að Íslandi berist ekki ákæra eða hótun frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Öll- um eru í fersku minni hótanirnar frá Per Sanderud, vegna Icesave- kúgunarinnar. Undan þessum ákærum verður ekki komist nema með uppsögn EES-samningsins. Í gegnum EES-samninginn er ESB með óþolandi afskipti af innanrík- ismálum Íslands. Útþenslu- sambandi Þýskalands og Frakk- lands má ekki líðast að þröngva gæluverkefnum sínum upp á Ís- lendinga. Stöðva verður niðurlægingu Alþingis Mikill tími Alþingis fer í skaðlega eða óþarfa lagasetningu, vegna fyr- irmæla/tilskipana frá ESB. Þing- menn eru uppteknir við að færa í lög hin undarlegustu boð og bönn, sem kunna að eiga vel heima í ESB en eru hrein afglöp við íslenskar að- stæður. Niðurlæging Alþingis verð- ur ekki stöðvuð nema með úrsögn landsins úr EES. Bankahrunið má rekja til EES-samningsins Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu, að án aðildar Íslands að EES hefði íslenskt fjármálakerfi ekki hrunið. EES var ekki komið á fót til að auðvelda Íslandi að sækja fjármagn í greipar evrópskra stórvelda, heldur til að þjóna nýlendu- hagsmunum Evrópu. Fyrirfram mátti því vita að fæti yrði brugð- ið fyrir íslensku bank- ana. Ef ekki eru strax rofin EES-tengslin, eru miklar líkur á ann- arri fjármála-kreppu af sömu ástæðum. Varla vilja Íslendingar viðhalda ógn af þessu tagi. Kostnaðarsöm að- ild að EES Árlega eru greiddir milljarðar króna fyrir aðgang að EES. Hafi landsmenn áhuga á greiðum viðskiptum við Evrópu er fríverzlun miklu vænlegri kostur. Fríverzlun fylgja ekki ókostir EES- samningsins og óhæfilegur kostn- aður. Þegar allt er talið, er öruggt að EES-samningurinn er hindrun í vegi eðlilegra viðskipta við Evrópu, en ekki sú hagsbót sem Evr- ópusinnar fullyrða. Svisslendingar eru ánægðir með fríverzlun við ESB Sviss hefur bæði hafnað aðild að ESB og EES-samningnum. Þetta ríki sem liggur í miðri Evrópu telur hagsmunum sínum betur borgið ut- an ESB en innan þess. Svisslend- ingar vita hvað þeir eru aðgera, enda hafa þeir margra alda reynslu af stórveldabrölti Þýskalands og Frakklands. Þótt í Sviss séu marg- ar af virtustu alþjóðastofnunum heims, hafa Svisslendingar engan áhuga á svonefndu friðarbandalagi Evrópu. Þeir vita að ESB er ein- ungis tilraun til að koma Evrópu undir sameiginlega stjórn Þýska- lands og Frakklands, í stað fyrri til- rauna hvors ríkis fyrir sig. Burt með ógildan EES-samning Færa má sterk rök fyrir þeirri skoðun að EES-lögin frá 13. janúar 1993 séu í raun ógild. Land- ráðalögin um EES voru samþykkt af Alþingi með naumum meirihluta, þrátt fyrir áköf mótmæli lands- manna. Safnað var undirskriftum um 34.000 kjósenda sem skoruðu á Alþingi að setja málið í þjóð- aratkvæði. Þótt áskorunin hafi ekki beinst að forseta lýðveldisins, hefði þessi mikli fjöldi nægt alvöru for- seta til að hafna undirskrift laganna og setja þau þannig í hendur full- veldishafans, almennings. Með EES-lögunum var sjálfstæði lands- ins skert og stjórnarskráin brotin. EES-samningurinn er því ógildur og marklaus. Barátta Samfylkingar gegn sjálfstæði Íslands Alþýðuflokkurinn hafði forustu um setningu Landráðalaganna um EES. Undir nafni Samfylkingar hafði sama fólk forustu um tilraunir til að koma Icesave-klafanum á al- menning. Núna beitir Samfylkingin öllu sínu afli til að Ísland verði inn- limað í ESB. Þetta óþjóðholla fólk var jafnvel andstæðingar Íslands í þorskastríðunum. Hið fyrsta þarf að losa helfjötur EES-samningsins, en það verður ekki gert með Sam- fylkinguna á ríkisjötunni. Evrópska efna- hagssvæðið er helfjötur Íslands Eftir Loft Altice Þorsteinsson »Hið fyrsta þarf að losa helfjötur EES- samningsins, en það verður ekki gert með Sam- fylkinguna á rík- isjötunni. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í félaginu Samstaða þjóðar. Nokkuð er um liðið frá því að sá sem þetta skrifar hefur á síðum Morgunblaðs- ins tjáð sig um svo- kölluð Evrópumál. Ég býst við að höf- undur sé einn eða einn fárra sem hafa veitt því athygli. Hvað um það. Al- gengasta dánarorsök umræðu er þegar hún yfirgefur málefnin og breytist í meting um hvað hægt sé að hafa óendanlega rétt fyrir sér. Því mið- ur hefur Evrópuumræðan að stórum hluta fallið í þessa gildru. Ekki er þó allt þessu markinu brennt. Ástæða er til að nefna skrif Hjörleifs Guttormssonar um Evrópumál og vandaðar greinar Tómasar Inga Olrich sem birst hafa í Morgunblaðinu á síðustu vikum. Af hinum kantinum mætti nefna skrif Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu, Þorsteinn er sjálf- um sér samkvæmur og eftir atvik- um hlutlægur og rökfastur. Eftir þessi mildu upphafsorð ætla ég stuttlega að víkja að tvennu sem ég tel ástæðu til að nefna sér- staklega. Og merkilegt nokk eru bæði þessi atriði til þess fallin að styrkja þau viðhorf sem ég hef áð- ur viðrað í þessu samhengi. Sökudólgur fær uppreisn Fyrst nokkur orð um gjald- miðil. Í þeim pirringi og ójafn- vægi sem einkenndu orðræðu og skrif okkar Íslendinga eftir bankahrunið í október 2008 voru nokkuð háværar þær raddir sem sögðu íslensku krónuna vera sökudólginn. Hjá fólki sem glímir við afleiðingar sjálfskaparvítis getur þörfin fyrir sökudólg verið brennandi og því fékk krónan að kynnast. Um leið og krónunni ís- lensku var úthúðað var hafinn til skýjanna gjaldmiðill Evrópusam- bandsins. Fullyrt var að ef við hefðum haft evruna hefðum við ekki lent í þeim hremmingum sem upphófust formlega í október 2008 og sömuleiðis var því haldið fram að evran, ef hennar nyti við, auðveldaði okkur að ná fyrri styrk. Um þetta þarf ekki að hafa mörg orð. At- burðir á Evrusvæðinu síðustu mánuði segja allt sem segja þarf. Hugsanlegt er að stóru tíðindin af þeim slóðum séu þó enn ósögð. Því miður. Þeim sem hagar sér heimskulega í fjár- málum er refsað. Þar breytir gjaldmiðill engu. Að bjóða þjóð sem er að vinna sig út úr efna- hagsþrengingum að taka upp evru er eins og henda stálsteðja til drukknandi manns. Munurinn á evru og íslenskri krónu er stærð- armunur. Evran er stór og hreyf- ist hægt. Íslenska krónan er lítill gjaldmiðill og kvikur. Það öryggi sem felst í því að hlekkja sig við klettinn er hér borið saman við sveigjanleika þess sem rær þegar gefur og leitar vars í brælu. Hvort ætli henti Íslendingum bet- ur? Auðlindir Íslendinga Þá að því sem mikilvægast er. Þegar upp verður staðið og allt kemur til alls snýst spurningin um samskipti Íslands og Evrópu á 21. öldinni ekki um gjaldmiðil, fisk, sauðfé, verðlag, vexti eða menningu. Ekkert eitt af þessu, heldur allt þetta og meira til. Það er heildarmyndin sett í stórt tíma- legt og sögulegt samhengi sem ræður úrslitum. Tvö dæmi um stórt samhengi skal ég nefna: Þó Evrópan sé yndisleg breytir það ekki því að hinn upphaflegi hvati og límið í Evrópusambandinu er ógn seinni heimstyrjaldarinnar. Það er ekki mannsævi sem liðin er síðan tugir milljóna Evrópubúa voru drepnir í þýsku árásarstríði, nokkru fyrr kusu Þjóðverjar yfir sig Adólf Hitler, og enn fyrr tók þýska markið dýfu sem var þann- ig að gildi seðlanna var meira sem klósettpappír heldur en sem gjaldmiðill. Þetta til umhugsunar fyrir þá sem hallir eru undir stóra gjaldmiðla sem hreyfast hægt. Vonandi á Evrópu eftir að ganga vel. Hjónaband Frakka og Þjóð- verja og fjölskyldulífið allt er hinsvegar svo flókið og framtíðin svo óviss að öllum óviðkomandi og sérstaklega vinum mínum ræð frá því að leigja herbergi í því húsi. Annað dæmi um stórt tímalegt og sögulegt samhengi snýr að okkur Íslendingum. Í tæp 1200 ár höfum við búið í þessu landi. Ís- lendingar voru upphaflega nor- rænir með keltnesku innslagi en hafa sem betur fer í aldanna rás blandast öðrum og heldur fríðari kynþáttum. Lengst af hefur þjóð- arsaga Íslendinga verið saga um basl. Ekkert einkennir þá sögu skýrar en fátæktin. Nú eru hins- vegar breyttir tímar. Nýliðin öld, sú 20. frá fæðingu Krists, var engri Evrópuþjóð jafn hagstæð og Íslendingum. Í upphafi aldarinnar voru þeir fátækastir allra, í lok hennar í hópi þeirra ríkustu. Flest bendir til þess að þessi þróun haldi áfram á 21. öldinni. Þeir möguleikar sem nútíma tækni og frjáls viðskipti milli frjálsra og fullvalda þjóða bjóða Íslendingum eru stórkostlegir og í Evrópu hvergi meiri. Hvers vegna ættum við nú, þegar upp verður skorið það sem til var sáð og draumar og hugsjónir rætast, að gefa frá okk- ur eitthvað af því fullveldi sem við þrátt fyrir allt höfum? Sumum finnst það hljóma hallærislega. Þannig er það oft með það sem sannast er. Mesta auðlind okkar Íslendinga er ekki fiskurinn í sjónum, orkan í fallvötnunum eða hreina loftið í nösunum heldur það að vera frjáls þjóð og fullvalda. Evrópa og Ísland – síðsumarsþankar 2011 Eftir Björn Vigfússon Björn Vigfússon » Að bjóða þjóð sem er að vinna sig út úr efnahagsþrengingum að taka upp evru er eins og henda stálsteðja til drukknandi manns. Höfundur er kennari við Mennta- skólann á Akureyri. Hvað merkir þessi tala og þessi eining hér að ofan? Saman stendur þetta fyrir óþægilega staðreynd. Í fyrsta skipti í tug- þúsundir ára (vægt til orða tekið) hefur styrkur gróð- urhúsagassins kol- díoxíðs (kolsýru eða koltvísýrings) náð því að vera fjögur hundr- uð milljónustu hlutar af loft- hjúpnum yfir Íslandi. Ppm táknar „parts per million“. Samfelldar mælingar á efninu í andrúmsloft- inu hófust erlendis 1957. Í upphafi mældust um 315 ppm en nú er meðalgildi vítt og breitt um heim- inn um 390 ppm. Mælistöðin í Vestmannaeyjum hóf gagnasöfnun 1992 og mældust þá 362 ppm en sl. vor var gildið komið í 400 ppm en það á eftir að yfirfara mæli- gögnin til gæðavottunar. Fyrir tíma mælistöðva má fá góða mynd af magninu í lofti með því að mæla innihald efnisins í loftbólum í jök- ulískjörnum sem boraðir eru úr helstu stórjöklum heims. Nokkru fyrir iðnbyltinguna var styrkurinn 280 ppm en einmitt þá gekk yfir kalt og úrkomusamt tímabil á norðurhveli jarðar. Vel er þekkt að hitafar og innihald koldíoxíðs í lofti hefur margoft sveiflast af náttúrlegum, flóknum orsökum. Þróunin nú er óvenjulega hröð og hluta hennar (snúið að áætla nákvæmlega hve stóran) verður að rekja til milljarða tonna af gasinu sem losna árlega við bruna kolefnissambanda meðal milljarða jarð- arbúa og enn fremur til yfirgrips- mikilla breytinga á gróðurfari. Skógarhögg, ofnýting gróð- urlendis, þéttbýlismyndun, land- búnaður og fleira hefur rýrt veru- lega getu gróðurhulunnar til að binda gasið. Dugmesti gróðurinn til þess arna rýrnar um sem svar- ar einu Írlandi á ári og nýjar eyði- merkur myndast í svipuðum mæli á mörgum stöðum. Engin ástæða er til að fagna þessu meti þegar á heildina er lit- ið enda þótt sums staðar megi fagna hlýindum. Síður en svo. Sviptingasamara veðurfar, æ hraðari hækkun sjávarborðs, upp- skerubrestur, rýrnun jökla við þéttbýl svæði og röskun búsvæða dýra á landi og í sjó ganga fljótt of langt. Þetta og margt fleira set- ur þungar skyldur á alla, ekki hvað síst vegna komandi kynslóða. Til eru þeir sem hafna því sem hér hefur verið skrifað og telja að ekkert umtalsvert verði að gert. Fullvissan er þó engin. Hinir sem telja rétt að breyta ótal mynstrum og gerðum manna til að sporna sem mest gegn þróuninni sjá og skilja að allar líkur benda til þess að hröð hlýnun jarðar sé að stórum hluta manngerð og betra sé að taka til starfa en bíða og sjá til. Lykilorðin næstu áratugi eru: Breytt orkuöflun, minni sam- þjöppun í hagkerfum jafnt sem búsetu og loks þolgæði (resilience) því við eigum eftir að sjá verulega röskun á mannlífi næstu áratugi, eins þótt okkur og/eða náttúrunni takist að lina eða stöðva hitaupp- sveiflu veðurfarsins. Heimild: Fréttavefur á heimasíðu Veð- urstofunnar, www.vedur.is 400 PPM Eftir Ara Trausta Guðmundsson Ari Trausti Guðmundsson »Magn koltvísýrings eykst hratt og mæl- ist nú í fyrsta sinn um 400 milljónustu hlutar yfir Íslandi. Hlýnunin hefur ekki stöðvast. Höfundur er jarðvísindamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.