Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Alcoa er ekki eitt þeirra fyrirtækja sem eiga í viðræðum við Landsvirkj- un um raforkukaup vegna uppbygg- ingar á Bakka við Húsavík. Þetta staðfestir Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar. „Við höfum verið í könnunarviðræðum við tíu að- ila sem hafa sýnt því áhuga að skoða Bakka og er Alcoa einn þeirra. Fimm fyrirtæki, þar af eitt álfyrir- tæki, hafa hins vegar verið í alvar- legum viðræðum við okkur, það sem við köllum raunverulegar viðræður, undanfarin misseri um möguleg raf- orkukaup í tengslum við uppbygg- ingu á Bakka og það sem ég get stað- fest er að Alcoa er ekki eitt af þeim.“ Skoðað af fullri alvöru Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, vildi í gær ekki tjá sig um fyr- irætlanir fyrirtækisins en vísaði þess í stað á yfirlýsingu sem það sendi frá sér á miðvikudag. Þar sagði m.a. að Alcoa hefði frá upphafi skoðað bygg- ingu álvers á Bakka af fullri alvöru. Það gæti aðeins orðið að veruleika með góðri samvinnu Alcoa, íslenskra stjórnvalda, viðkomandi sveitarfé- laga og orkufyrirtækja en undanfar- in tvö ár hefðu íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun leitað annarra fjár- festingartækifæra en álvers fyrir at- vinnuuppbyggingu á Bakka. Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra að Alcoa þyrfti að fara að svara því hvort það ætlaði í uppbyggingu á Bakka eða ekki. Alcoa ræðir ekki raforkukaup  Fimm fyrirtæki eiga í alvarlegum viðræðum við Landsvirkjun um kaup á raforku vegna uppbyggingar á Bakka við Húsavík en Alcoa er ekki eitt þeirra Samkeppni » Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra: „Ef alþjóðlegt stórfyrirtæki eins og Alcoa getur ekki staðið í samkeppni við minni fyrirtæki um að nýta orku á svæðinu þá veit ég ekki hvað skal segja.“ Nemendur úr grunnskólum í Hafnarfirði, sjálf- boðaliðar og starfsmenn fyrirtækja í bænum tóku höndum saman í gær og hófu hreins- unarstarf í hrauninu suður og vestur af Straums- vík. Þrátt fyrir stórvirkar vinnuvélar og fjölda vinnufúsra handa er enn mikið verk óunnið. Er almenningur hvattur til að mæta við Straum í Straumsvík kl. 10 eða 13 í dag, helst með rusla- poka en örugglega með vinnuhanska. Byrjað að hreinsa en enn er töluvert eftir Morgunblaðið/Eggert Grunnskólanemar, sjálfboðaliðar og fyrirtæki taka til hendinni í hrauninu Reynt var að ná samningum hjá rík- issáttasemjara í kjaradeilu Flug- freyjufélags Íslands við Icelandair í gær og stóðu fundir enn þegar blaðið fór í prentun. Mikill meirihluti þátt- takenda í atkvæðagreiðslu um verk- fall flugfreyja hjá Icelandair nú í vik- unni studdi að fara í verkfall. Alls tóku 243 félagsmenn þátt í kosningunni. Af þeim sögðu 227 já við verkfalli, 15 sögðu nei og einn seðill var ógildur. Sigrún Jónsdóttir, formaður Flug- freyjufélagsins, vildi ekki tjá sig neitt um stöðu samningaviðræðn- anna en sagði við fréttamann mbl.is, þegar rætt var við hana um klukkan 20.30: „Við sitjum hér enn. Við erum búnar að vera hérna síðan klukkan tíu í morgun. Það hlýtur að segja eitthvað.“ Samtök atvinnulífsins fara með samningsumboðið fyrir Ice- landair. Búið var að boða að flugfreyjur legðu niður störf 26. og 27. septem- ber nk. og síðan aftur 3. og 4. október ef verkfallsboðun yrði samþykkt, eins og nú liggur fyrir að var gert. Flugfreyjur sam- þykktu verkfall Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðræður Flugfreyjur á fundi hjá sáttasemjara í vikunni.  Stöðugir fundir hjá ríkissáttasemjara Enn vantar pláss fyrir 112 börn á aldrinum 6-9 ára á 34 frístundaheim- ilum Reykjavíkur en umsóknir voru alls 3.298. Soffía Pálsdóttir, skrif- stofustjóri hjá skóla- og frí- stundasviði Reykjavíkurborgar, seg- ir stöðuna samt þokkalega og í raun betri en hún hafi oft verið um þetta leyti. „Þetta er alveg sambærilegt við í fyrra og þá náðum við að eyða öllum biðlistum 15.-20. september,“ segir Soffía. „Ég er með væntingar um að sama verði upp á teningnum núna.“ Enn vantar 25 starfsmenn til að taka að sér hálfs dags stöður. Hún segir að erfiðast sé að manna stöður í úthverfunum, starfsmenn séu að- allega háskólanemar í hlutastarfi og ekki alltaf reiðubúnir að ferðast langa leið í vinnuna. Börnin mæta á frístundaheimilin eftir að skóla lýkur, fá þar síðdegis- hressingu og þau geta verið þar frá hálftvö til rúmlega fimm. „Svo fara þau í alls kyns val,“ segir Soffía. „Sumir eru þreyttir og óupplagðir, vilja fá bara næðisstund, lesa Andr- ésblöð í sófanum. Aðrir fara í fót- bolta og enn aðrir í skapandi verk- efni sem geta verið af mörgum toga. En aðalatriðið er að þetta sé heim- ilislegt og gott andrúmsloft.“ kjon@mbl.is Flest börn- in búin að fá pláss  34 frístundaheimili Morgunblaðið/Árni Sæberg Frístund Nóg að gera í Árseli. Einar Marteinsson, forseti Hell’s Angels MC á Íslandi, var í hópi þeirra þriggja liðsmanna Hell’s Angels sem vísað var frá Noregi í tengslum við Evrópumót samtak- anna sem fram fer í Ósló um helgina. Einar kveðst hafa komið til Noregs frá Danmörku á fimmtu- dag og verið handtekinn við kom- una. Hann var hafður í haldi þá um nóttina og sendur til Íslands í gær. Vítisengli vísað frá ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 Falleg� heimili þú átt það skilið ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík sími 522 4500 www.ILVA.is einfaldlega betri kostur NÝTT RAW. NÝTT Svart ljós. Ø40 cm. 29.995,- NÝTT KORTATÍMABIL Samkomulag mun hafa náðst á þingi í gær um breytt tímamörk á afnámi gjald- eyrishaftanna. Þau verði mun skemmri en nú er gert ráð fyrir, heimilt verði að viðhalda höftum til 31. desember 2013 en ekki 2015. En haldið verður opnu að heimild til að viðhalda höft- um verði framlengd ef brýn nauðsyn krefur. Efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, mun óska eftir tímasettri áætlun frá Fjármálaeft- irlitinu um aðgerðir sem ráðast þarf í til að búa fjármálakerfið undir af- nám hafta, með úrvinnslu efnahags- reikninga og uppbyggingu innviða. Höftin af- numin 2013? Árni Páll Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.