Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 7. S E P T E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  218. tölublað  99. árgangur  LEIKSTJÓRINN GLOVER MÆTIR Í BÍÓ PARADÍS MIKILVÆGI EIGNARHALDS Á FJÖLMIÐLUM GUÐJÓN VALUR HRELLIR DÖNSKU VARNIRNAR SUNNUDAGSMOGGINN NÝTUR AUGNABLIKSINS ÍÞRÓTTIRUPPREISNARMAÐURINN 42 Landslagið er tilkomumikið í Jökulgili við Landmannalaugar, Ragnar Axelsson tók þess mynd í sumar en hann hlaut í gær fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. að listræn framsetning Ragnars hafi skipað honum í fremstu röð ljósmyndara á heimsvísu, hann hafi „sérstaklega beint sjónum að samspili manns og náttúru á langri starfsævi“. Snjó tók víða seint upp í brekkunum í Jök- ulgili, hann er litaður af ösku úr Eyjafjallajökli. Jökulgil ligg- ur til suðausturs frá Landmannalaugum að Torfajökli. »4 Morgunblaðið/RAX Öskugrár snjór í brennisteinslituðu Jökulgili Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Lögreglumenn íhuga nú að boða til félagafundar hinn 1. október næst- komandi á sama tíma og setning Al- þingis fer fram. Þetta staðfestir Snorri Magnússon, formaður Lands- sambands lögreglumanna. Mikil mótmæli á síðasta ári Mikil spenna myndaðist á Austur- velli við setningu Alþingis á síðasta ári, þegar hundruð mótmælenda söfnuðust þar saman. Eggjum og mjólkurvörum var kastað, eldar voru kveiktir og var lögregla með mikinn viðbúnað. Talið er að þá hafi nær eitt hundrað lögreglumenn, þar með tal- ið sérsveitarmenn, staðið vaktina. Snorri segist ekki halda að félaga- fundurinn muni hafa áhrif á gæsluna á Austurvelli. „Lögreglumenn munu sinna sínum störfum en hversu margir verða tiltækir til vinnu veit ég ekki, þetta er jú laugardagur sem er frídagur margra lögreglumanna.“ Lögreglumenn bíða nú úrskurðar gerðardóms sem von er á undir mán- aðamótin en djúpstæður ágreiningur er um launaliði að sögn Snorra. Lög- reglumenn stefni að því að ná fram leiðréttingu á launum sínum. Ekki sé neinum viðmiðunarstéttum til að dreifa, vegna einstaks eðlis lögreglu- starfa. Þótt horft hafi verið til toll- varða sé launamunurinn nú orðinn umtalsverður í kjölfar gerðardóms um kjarasamning tollvarða. Afleys- ingamaður í tollgæslu hafi um 43.000 krónum hærri grunnlaun en afleys- ingamaður hjá lögreglu. Í dag og næstu daga birtir Lands- samband lögreglumanna auglýsing- ar sem er ætlað að vekja fólk til vit- undar um störf lögreglumanna. MFunda á sama tíma »8 Íhuga að funda við setningu Alþingis  Lögreglumenn orðnir þreyttir á bið eftir lausn kjaradeilu Morgunblaðið/Júlíus Alþingi sett Mótmælt var í fyrra.  Þörf er á að bæta kælingu um borð í strandveiðibátum enn frekar til að fullnægja kröfum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt á gæðum afla strandveiðibáta í ár. Kælingin sé sá áhrifaþáttur sem hafi hvað mest að segja um gæði strandveiðiaflans og sé alvarlegt að sjá að tiltölulega stór hluti aflans komi í land meira en sex gráða heit- ur. Þetta vandamál eigi þó ekki ein- göngu við strandveiðiflotann. »26 Kæling verði bætt í strandveiðibátum  Kirkjuráð mun ræða uppbygg- ingu Þorláksbúðar í Skálholti en framkvæmdin hefur verið gagn- rýnd og m.a. sögð til óþurftar. Í að- sendri grein í Morgunblaðinu í dag segir séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, að stjórn Skálholts hafi talið kirkjuráði trú um að upp- bygging Þorláksbúðar nyti al- menns stuðnings. „Ég vissi t.d. ekki betur en handhafar höfundarréttar Skálholtskirkju hefðu gefið leyfi sitt,“ segir hann. »28 Kirkjuráð ræðir Þor- láksbúð í Skálholti Samkomulag náðist í gær milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Al- þingi um breytingar á stjórnarráðs- frumvarpi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og er gert ráð fyrir þinglokum í dag. Forsætisráðherra mun þurfa að bera undir þingið breytingar á heit- um og fjölda ráðuneyta en getur ekki keyrt þær í gegn án aðkomu þingsins. Samkomulagið merkir ekki að stjórnarandstaðan muni greiða atkvæði með frumvarpinu. Heimild- armenn segja líklegt að frumvarpið verði samþykkt með stuðningi Hreyfingarinnar. »6 Morgunblaðið/Eggert Kosið Frumvarpinu var breytt. Líkur á þing- lokum í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.