Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
að vera í návist hans og þess naut
ég bæði sem barn og fullorðinn.
Snemma á ævinni fór ég í sveit
til afa og ömmu og hélt því áfram
öll sumur fram að unglingsaldri.
Heimilið í Árteigi var stórt og
amma stýrði því af miklum mynd-
arskap. Margt var þar um mann-
inn því fjölskyldan var stór og oft
bar að garði ættingja, vini og aðra
sem áttu erindi við afa vegna verk-
stæðisreksturs hans og smíða. Þá
sem endranær var líflegt við eld-
húsborðið í Árteigi þar sem skipst
var á sögum og fregnum hvaðan-
æva af landinu.
Afi ferðaðist víða vinnu sinnar
vegna og eru eftirminnilegar frá-
sagnir hans af Vestfjörðum þegar
margir bæir þar voru þá án raf-
magns. Hann kunni líka að segja
frá vetrarferðum um Möðrudals-
öræfi vegna heimavirkjana í Jök-
uldal og ævintýralegri siglingu í
Drangey. En minnisstæðust er
mér frásögn af ferð sem hann fór í
Kerlingarfjöll síðla hausts 1971,
en þar hafði hann sett upp vatns-
aflsvirkjun tveimur árum áður.
Fór afi einsamall á Land Rover-
jeppa fram Auðkúluheiði og um
Kjöl í Kerlingarfjöll. Á bakaleið-
inni hugðist hann fara að Beina-
hóli; þar fórust Reynistaðarbræð-
ur ásamt fylgdarmönnum sínum
og voru örlög þeirra honum alla tíð
hugleikin. Skall þá á með mikilli
hríð og færð og skyggni spilltist.
Bíllinn rakst í grjót og skemmdust
tvö hjól, en við erfiðar aðstæður
tókst afa með þrautseigju og lagni
að lagfæra skemmdirnar. Sneri
hann þá til byggða og sagðist feg-
inn þegar hann kom niður í
Blöndudal.
Afi fæddist á Granastöðum, en
þá var þar torfbær. Ómetanlegar
eru lýsingar hans á lífinu í þá
daga. Athyglivert þótti mér að
hann sagði tilkomu gúmmístígvél-
anna hafa aukið lífsgæðin hvað
mest, því líf hans snerist að svo
miklu leyti um stórar tæknifram-
farir í sveitum landsins. En stíg-
vélin veittu honum tækifæri til að
vaða bæjarlækinn sem hann svo
virkjaði áður en hann komst á
unglingsaldur. Smíðaði hann þá
spjaldahjól sem knúði áfram
strokkinn á Granastöðum. Um tví-
tugt hafði hann svo útbúið heim-
arafstöð í þessum sama bæjarlæk.
Afi kunni ótal vísur og hafði
gaman af að fara með þær. Aðdá-
unarverður var hæfileiki hans til
að nema vísur og þurfti hann
sjaldnast að heyra vísu nema einu
sinni til að festa hana í minni. Þeg-
ar hann svo rifjaði hana upp síðar
var gaman að fylgjast með. Þá
gróf hann í kollinum eftir stuðlum
og höfuðstöfum og því næst spratt
hún fram af vörum hans. Afi
kenndi mér margar vísur og ein
þykir mér bera af öðrum. Er hún
oftast sögð eftir Vatnsenda-Rósu
en aðrir eigna hana Sigurði Ólafs-
syni í Katadal:
Þó að kali heitan hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Elsku afi minn, aldrei skal ég
gleyma þér.
Guðmundur Ögmundsson.
Ég ætla að minnast Jóns Sig-
urgeirssonar frænda míns og
fóstra, Nonna í Árteigi, með
nokkrum orðum. Einungis nokk-
urra mánaða gamall var ég sendur
í fóstur í Árteig til Nonna og Hild-
ar Eiðsdóttur konu hans vegna
veikinda móður minnar. Sigga
systir mín dvaldist þar einnig mik-
ið. Dvölin átti eftir að hafa mikil
áhrif á mig og mína framtíð. Var
ég mitt fyrsta ár mikið í Árteigi og
tengdist þeim hjónum sterkum til-
finningaböndum. Þó ég færi aftur í
Ártún til foreldra minna var ég
alltaf með annan fótinn í Árteigi
og mínar fyrstu minningar eru frá
heimsóknum til Hillu og Nonna.
Á ættarmóti fyrir nokkrum ár-
um var myndasýning með mynd-
um úr albúmum úr Árteigi. Þar
voru margar myndir af okkur
systkinunum og meðal þeirra var
mynd af mér þriggja ára og
Nonna þar sem við lágum bros-
andi saman uppi í beddanum í
norðurherberginu í Árteigi. Það
leyndi sér ekki að kært var með
okkur.
Þegar ég var á tíunda ári flutti
ég alfarið í Árteig og var þar
þangað til ég stofnaði mitt eigið
heimili um tuttugu og fimm ára
aldur. Reyndust þau hjón mér
mjög vel og naut ég ástar þeirra
og væntumhyggju. Eftir að ég
flutti úr sveitinni var ég ávallt vel-
kominn í Árteig og naut þess að
koma þangað. Nonni var einstak-
lega barngóður og skemmtilegur
og hafði hann gott lag á mér ef ég
var í vondu skapi. Sem dæmi get
ég nefnt að daginn fyrir fermingu
mína var mér meinað að fara með
í fjárrekstur út í Náttfaravíkur
því ekki þótti gott að ferminga-
barnið kæmi dauðþeytt í ferm-
inguna. Var ég í vondu skapi
þangað til Nonni bauð mér að
koma með sér upp að Nípárgili.
Var ég snöggur að taka gleði
mína, því fátt fannst mér
skemmtilegra en skröltast í
Landrover upp fjallið að gilinu,
þar sem eru þekkt virkjunar-
mannvirki í dag. Áttum við þar
saman góðar stundir á göngu og
akstri við gilið. Síðustu árin notaði
ég hvert tækifæri sem ég hafði til
að heimsækja Nonna, ýmist niður
í Árteig eða á sjúkrahúsið á Húsa-
vík. Þegar ég var á sjónum reyndi
ég sem oftast að senda fisk í Ár-
teig því oft hefur verið þar mann-
margt. Eitt sinn hafði Nonni orð á
því að hann væri orðinn stórskuld-
ugur mér fyrir allan fiskinn. Svar-
aði ég því til að það væri ég sem
skuldaði honum fyrir allt það sem
hann og Hilla hefðu gert fyrir mig
og sú skuld yrði seint fullgreidd.
Síðasta heimsókn mín til
Nonna var í byrjun þessa árs og
áttum við gott spjall saman eins
og svo oft áður. Kvöddum við þá
Nonna í síðasta skipti, ég, Brynjar
sonur minn og Sroyfa kona mín.
Ég var svo staddur í Taílandi þeg-
ar ég fékk fréttir um að Nonni
hefði dottið og tvísýnt væri um
framhaldið. Stutt var í heimferð-
ina og vonaði ég að ég kæmist
heim í tæka tíð. Því miður fór þó
svo að hann lést um það leyti sem
ég kom til landsins og náði ég því
ekki að heimsækja hann. Ég er
þakklátur fyrir hans þátt í uppeldi
mínu og mun sakna hans mikið.
Ég minnist með hlýhug allra
þeirra góðu stunda sem við áttum
saman. Hvíl þú í guðsfriði, fóstri.
Enok Sigurgeir Klemensson.
Í dag kveðjum við móðurbróð-
ur okkar, Jón Sigurgeirsson í Ár-
teigi. Hann hafði fyrir löngu lokið
óvenjumiklu og merkilegu ævi-
starfi og gat kvatt þennan heim
stoltur af verkum sínum og vit-
andi að merki hans er og verður
haldið uppi á verkstæðinu í Ár-
teigi.
Jón var fæddur á Granastöðum
í Köldukinn og var annar í röð sjö
barna er upp komust. Á Grana-
stöðum var þríbýli og margmennt.
Systkinin ólust upp við fremur
kröpp kjör þess tíma og þurftu
snemma að leggja sitt af mörkum,
lærðu ung að vinna. Jón naut ekki
langrar skólagöngu, var tvo vetur
á Laugaskóla, þar sem hann lagði
sérstaka rækt við smíðanám, en
þar komu einnig í ljós ótvíræðir
stærðfræðihæfileikar hans. Strax
í bernsku sýndi hann óvenjulega
lagvirkni og hugvitssemi. Hann
var ekki gamall þegar hann fór að
sýsla við bæjarlækinn á Grana-
stöðum, fyrst í leik og síðar til
margháttaðra nytja.
Framan af var Jón aðili að bú-
skapnum í Ártúni, en hann mun
aldrei hafa verið sérstaklega bú-
hneigður, enda kölluðu hæfileikar
hans og þarfir samtímans hann til
annarra starfa. Hann kom sér
fljótt upp verkstæði og sinnti alla
tíð bæði nýsmíði og viðgerðum.
Þekktastur er Jón fyrir smíði
vatnsvéla og uppsetningu heim-
arafstöðva um allt land. Sjálfur
reiknaði hann út orkugetu á
hverjum virkjunarstað, hannaði
síðan og smíðaði vatnsvélarnar og
setti upp. Það er í raun undrunar-
efni hvað sjálfmenntaður maður-
inn komst langt á þessu sviði, en
hann smíðaði einnig stýribúnað
vélanna og mun a.m.k. framan af
hafa verið eini Íslendingurinn sem
gerði slíkt. Fyrstu virkjunina
smíðaði Jón heima á Granastöð-
um 1950, en umsvif hans jukust
jafnt og þétt, ekki síst eftir að
hann byggði nýbýlið Árteig og þar
nýtt og stærra verkstæði. Þar var
einnig smíðaður fjöldi hey- og
súgþurrkunarblásara, auk þess
sem Jón sinnti ómetanlegri við-
gerðarþjónustu fyrir bændur og
aðra í nágrannasveitum.
Það var alla tíð náin og mikil
vinátta með foreldrum okkar og
Jóni og Hildi konu hans og mikil
samskipti á milli fjölskyldnanna.
Margar bernskuminningar okkar
tengjast heimsóknum í Kinnina,
sem voru jafnan tilhlökkunarefni,
enda áttum við þar frændsystkini
á sama aldri, þar fengum við fyrst
að grípa í traktor og bíl og það var
margt spennandi að sjá á verk-
stæðinu hjá Jóni. Oft var gest-
kvæmt í Árteigi, þétt setinn bekk-
urinn í hádeginu og líflegar
umræður um málefni líðandi
stundar. Jón var glaðsinna og
naut sín vel í góðra vina hópi. Þau
hjón voru samhent, ferðuðust víða
um landið, meðal annars vegna
starfa Jóns, áttu auðvelt með að
kynnast fólki og eignuðust fjölda
vina um land allt.
Frá miðjum aldri bjó Jón við
skerta heilsu og oftar en einu sinni
var tvísýnt um líf hans. Óbilandi
viljastyrkur og lífsvilji fleyttu
honum fram undir nírætt með
fullri andlegri reisn. Var sérlega
ánægjulegt að sjá hann í sjón-
varpsþætti nýverið, glaðan í
bragði, tala um lífsstarf sitt og
áhugamál ásamt sonum sínum,
sem nú hafa tekið við.
Um leið og við kveðjum frænda
okkar með virðingu og þökk, vott-
um við og fjölskyldur okkar fólk-
inu hans innilega samúð.
Páll, Sigurgeir
og Hólmfríður.
Mér er það bæði ljúft og skylt
að minnast tengdaföður míns
Jóns Sigurgeirssonar í Árteigi.
Okkar kynni hófust fyrir rúmum
þremur áratugum er við Krist-
björg dóttir hans fórum að draga
okkur saman. Jón ólst upp í
stórum systkinahópi á fyrrihluta
síðustu aldar, missti föður sinn
ungan og þar sem hann var elstur
þeirra bræðra hvíldi mikil ábyrgð
á hans herðum. Snemma komu í
ljós hæfileikar hans við smíðar og
viðgerðir, fyrst í trésmíði en síðan
í málmsmíði sem hann gerði að
ævistarfi sínu. Þekktastur er Jón
fyrir smíði sína á vatnsvélum fyrir
bændur og eru þær nú rösklega
60 talsins um allt land.
Það má segja um Jón að hann
hafi tekið beinan þátt í rafvæð-
ingu Íslands til sveita á seinni
hluta 20. aldar. Jón var að mestu
sjálfmenntaður fyrir utan tvo vet-
ur sem hann var á Laugum í
Reykjadal. Það aftraði honum
ekki frá því að lesa fræðibækur á
erlendum tungumálum og varla
var nokkurt viðfangsefni svo erfitt
að Jón leysti það ekki. Þó að Jón
hefði ekki farið til útlanda þá ferð-
aðist hann mjög mikið um allt land
vegna vinnu sinnar. Hvarvetna
var hann aufúsugestur enda var
Jón víðsýnn og átti auðvelt með að
setja sig í spor annarra. Jón var
mikill fjölskyldumaður og leið
best í faðmi fjölskyldunnar. Hann
var góður pabbi og afi enda var
það svo að öll börn hændust að
honum. Það var gaman að sitja
með honum og heyra hann segja
frá. Hann kunni ógrynnin öll af
sögum og vísum af samferðafólki
sínu sem hann hafði gaman af að
miðla öðrum.
Jón var kvæntur Hildi Eiðs-
dóttur frá Þóroddsstað. Þeim varð
sex barna auðið en auk þess ólu
þau upp bróðurson Jóns. Hildur
lést árið 2004 eftir erfið veikindi
og var það Jóni þungbær raun.
Jón var sæmdur hinni íslensku
fálkaorðu fyrir störf sín og var
hann vel að þeirri sæmd kominn.
Það má segja um tengdaföður
minn að hann hafi verið einn af
þeim Íslendingum sem verður
seint fullþakkað fyrir þá vinnu og
eljusemi sem kom fótunum undir
þessa þjóð. Blessuð sé minning
Jóns Sigurgeirssonar.
Haukur Þórðarson
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál.)
Með þessum orðum vil ég
minnast föðurbróður míns Jóns
Sigurgeirssonar, Nonna í Árteigi.
Nonni var um margt mjög merki-
legur maður, hagur bæði á tré og
járn. Að mestu sjálfmenntaður
uppfinningamaður og frum-
kvöðull sem naut ekki langrar
skólagöngu og ferðaðist aldrei til
útlanda, en hann lét það ekki tak-
marka sig. Auk rafstöðva- og
túrbínusmíðinnar sem hann er
þekktastur fyrir smíðaði hann
bæði húsgögn og innréttingar og
byggði hús, en líka heimasmíðað-
an sjósleða og snjóbíl.
Í mínum huga var Nonni
frændi þó fyrst og fremst geð-
góður, þolinmóður og góður mað-
ur sem var ekki upptekinn af ver-
aldlegum gæðum. Ekki er hægt
að skrifa um Nonna nema að
minnast á Hildi eiginkonu hans.
Hjónin voru gestrisin með ein-
dæmum og þrátt fyrir að fjöl-
skyldan væri stór kom það aldrei
í veg fyrir að þau hefðu rými fyrir
fleiri. Hvort sem það var í kaffi,
mat eða gistingu í lengri eða
skemmri tíma. Gilti þá einu hvort
um var að ræða ættingja, vini,
farandfólk, bændur af næstu
bæjum á stefnumóti við mjólkur-
bílinn, barnaskóla sveitarinnar,
vinnukonur, vinnumenn eða heila
vegavinnuflokka.
Fjölmörg eru þau einnig
frændsystkinin, barnabörn og
önnur börn og ungmenni sem
komu í Árteig til sumardvalar,
sum svo árum skipti. Páll föður-
bróðir minn bjó einnig lengi hjá
þeim og í nokkur ár með eigin-
konu og elsta syni. Við eldri sysk-
inin nutum einnig sérstakrar
góðvildar og þá sérstaklega Enok
sem átti heimili hjá þeim um ára-
bil. Sjálf var ég heimagangur í
Árteigi öll mín uppvaxtarár og
ekki margir dagar þar sem ekki
var komið að minnsta kosti einu
sinni við.
Fyrstu ár skólagöngu minnar
mætti ég í hárgreiðslu hjá Hillu á
morgnana og oft í kaffi á leiðinni
heim. Naut ég þess einnig hversu
bókakostur heimilisins var góður
og las flestallar bækur sem voru
þar til, skáldsögur sem ævisögur.
Eins og gefur að skilja voru næg
verkefni á stóru heimili og verk-
stæðinu og oft reyndi maður því
að gera gagn, vökva blómin, viðra
fötin, snúa kleinum, gefa hænun-
um, sækja egg, sópa gólf á verk-
stæðinu eða taka til á skrifstof-
unni.
Eftir að ég flutti að heiman var
það venjan að kíkja alltaf við í Ár-
teigi í hverri heimsókn í sveitina
og þótti mér gott að leita til
Nonna til dæmis vegna sameigin-
legra veikinda. Var hann góð fyr-
irmynd, enda var þetta ekkert
sem hann lét aftra sér. Síðustu ár-
in glímdi hann við ýmis veikindi
en með stuðningi fjölskyldunnar
gat hann mikið dvalist heima við.
Undanfarið hafði Nonni verið svo
hress að hann fór með syni sínum í
flugferð á einkaflugvél, tók á móti
sjónvarpsmönnum og fjölskylda
hans var farin að ræða undirbún-
ing níræðisafmælis. En óheppi-
legt slys kom í veg fyrir að svo
mætti verða. Nonni átti stóra og
góða fjölskyldu sem veitti honum
ástúðlega umönnun fram á síð-
ustu stundu og votta ég þeim sam-
úð mína.
Kæri frændi. Að lokum vil ég
kveðja þig með sömu kveðju og þú
kvaddir mig daginn fyrir andlát
þitt: Takk fyrir komuna.
Sigríður Klemensdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Jón Sigurgeirsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA KRISTÍN HELGADÓTTIR
frá Siglufirði,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi mánudaginn 5. september, verður
jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn
20. september kl. 15.00.
Helgi Kr. Eiríksson, Katrín Gunnarsdóttir,
Martha Eiríksdóttir, Andrés Magnússon,
Diðrik Eiríksson, Viktoría Valdimarsdóttir,
Inga Rós Eiríksdóttir, Halldór Sverrisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR SIGURJÓNSSON,
Teigagerði 12,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 10. september, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
20. september kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, þeim sem vilja minnast
hans er bent á Íþróttasamband fatlaðra, sími 514 4080.
Guðbjörg Hjálmsdóttir,
Reynir Sigurðsson, Þórrún Þorsteinsdóttir,
Sigurður Sigurðsson, Ingibjörg J. Eiríksdóttir,
Ragnar Sigurðsson, Sigríður Jenný Guðmundsdóttir,
Steinunn Sigurðardóttir, Bjarni Vésteinsson,
Sigríður Rut Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, stjúpmóðir,
amma og langamma,
GUÐNÝ ÁSTRÚN VALDIMARSDÓTTIR
handavinnukennari,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 20. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
FAAS - Félag aðstandenda alzheimersjúklinga og annarra
skyldra sjúkdóma, Hátúni 10b, 105 Reykjavík.
Magnús Þór Aðalsteinsson, Steinunn Brynjarsdóttir,
Guðný Aðalsteinsdóttir,
Bryndís Björnsdóttir, Magni S. Sigmarsson,
Ásdís Björnsdóttir, Guðni Már Harðarson,
Brynjar Steinn Magnússon
og langömmubörn.
✝
Okkar ástkæri
STEFÁN GUÐMUNDSSON
fyrrverandi alþingismaður,
Sauðárkróki,
sem lést laugardaginn 10. september, verður
jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju mánu-
daginn 19. september kl. 15.00.
Ómar Bragi Stefánsson, María Björk Ingvadóttir,
Hjördís Stefánsdóttir, Kristinn Jens Sigurþórsson,
Stefán Vagn Stefánsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir
og barnabörn,
Margrét Jónsdóttir og synir.
✝
Bróðir okkar,
BIRGIR HELGASON
trésmiður,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 6. september, verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn
20. september kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Valdimar Helgason, Margunnur Kristjánsdóttir,
Kristín Helgadóttir, Árni Njálsson.