Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 11
ljósmynd/NN norden.org
Áhrif ADHD-röskun getur háð börnum í námi þeirra.
Umræðan
Nói segir að sér finnist umræðan
um ADHD í samfélaginu í dag voða-
lega misskilin og í þá átt að röskunin sé
eitthvað slæmt. Ef hann mætti ráða
myndi hann ekki kjósa að vera ekki of-
virkur, hlaupandi út um allt og hafa
óendanlega orku. „Það eru til úrræði
en ég held að fyrst og fremst þurfi að
vera skilningur á þessu, sérstaklega
hjá kennurum. Ég var heppin með
marga grunnskólakennarana mína
sem tókst strax að komast inn á mig.
Það var ekki reynt að halda aftur af
mér endalaust og þeir voru ekkert að
þagga niðri í mér nema ef ég fór að
trufla hina nemendurna,“ segir Nói.
Nokkur umræða hefur verið um
það síðustu ár hvort rétt sé að gefa lyf
við ofvirkni. Til að mynda hvort gefa
eigi börnum Rítalín og leikur blaða-
manni forvitni á að heyra skoðun Nóa
á þessum málum.
„Ef fullorðinn einstaklingur á
mjög erfitt þá mæli ég með því að
prufa að taka lyf því að þannig finnur
þú hvar þú ert í núllstöðu. Í mínu til-
viki hafði það þau áhrif að mér tókst að
ná betra jafnvægi. Gagnvart lyfjagjöf
til barna þá tel ég hana stundum óhjá-
kvæmilega og nauðsynlega ef þetta fer
að hamla þeim í námi. Þó myndi ég
frekar vilja sjá meira forvarnastarf áð-
ur en farið er að gefa lyf. Betri skilning
hjá kennurum og forleldrum og í þessu
hraða samfélagi er líka mikilvægt að
gefa sér tíma til að setjast niður með
börnunum, spjalla og aðstoða þau,“
segir Nói.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Hér er opið allt árið um kring,
nema í sex vikur yfir hásumarið.
Haust- og vetrarstarfið er nú
komið á fullt og ástæða til að
minna fólk á starfsemina sem hér
fer fram daglega. Atvinnuleit-
endur eru sérstaklega hvattir til
að koma og kynna sér það sem í
boði er,“ segir Brynhildur Barða-
dóttir, forstöðumaður Rauða-
krosshússins í Borgartúni, sem
var sett á laggirnar skömmu eftir
hrun sem tímabundið úrræði fyrir
alla þá sem misstu vinnuna í kjöl-
far þeirra hremminga. Enn er
mikil þörf fyrir það sem er í boði í
Rauðakrosshúsinu, alls konar
námskeið, fræðsla, fyrirlestrar og
afþreying. „Þetta hefur reynst
mjög vel og fólk hefur verið dug-
legt að nýta sér það sem er í boði
hér, og þá ekki aðeins atvinnuleit-
endur heldur líka fólk sem er
kannski í endurhæfingu, öryrkjar
og aðrir sem eru ekki í hópi at-
vinnuleitenda.“
Kósí kaffihúsastemning
Brynhildur tekur fram að
starfsemin sé öllum opin og að öll
þjónusta og viðburðir séu gestum
að kostnaðarlausu. „Þetta er til-
valin leið til að koma sér út úr
húsi, því þegar fólk missir vinn-
una missir það svo margt annað
líka, eins og til dæmis tengslin við
vinnufélagana. Að mæta hingað á
námskeið eða eitthvað annað kem-
ur fólki á fætur og út. Margir
hafa komið til mín og sagt að
starfsemin hér hafi algerlega
bjargað sér. Það hafa líka mynd-
ast flottir hópar sem hittast ann-
ars staðar en hér í húsinu.“ Bryn-
hildur tekur fram að í
Rauðakrosshúsinu sé notaleg
kaffihúsastemning og fólk þurfi
ekki endilega að koma til að fara
á námskeið, heldur geti það líka
komið til að hitta fólk og spjalla.
„Fólk þarf ekki að taka þátt í
neinu frekar en það vill. Hér bjóð-
um við upp á kaffi, kex og ávexti
og stundum er líka eldað. Við er-
um alltaf með vöfflur á föstudög-
um og þá er kaffispjall.“
Á vefsíðu Rauðakrosshússins,
raudakrosshusid.is, er birt dag-
skrá fyrir hvern dag og þar er
margt skemmtilegt í boði. „Við
reynum að hafa þetta bland af
tómstundum og fræðslu. Dag-
skráin er aldrei eins frá viku til
viku og við reynum að fá einhver
ný og spennandi námskeið í hverri
viku. Við bjóðum til dæmis upp á
námskeið í norsku og kínversku
núna. Svo eru fastir liðir eins og
hláturjóga á föstudögum og qi
gong í hádeginu á þriðjudögum.
Eins hefur skiptimarkaðurinn
okkar mælst mjög vel fyrir, en
þar getur fólk komið með notuð
barnaföt og fengið önnur í staðinn.
Við erum með ljósmyndaklúbb,
briddshóp, prjónahóp og hér eru
haldin skákmót reglulega. Svo er
listasmiðja þar sem fólk getur
fengið útrás fyrir listamanninn í
sér. Við reynum að stíla inn á
námskeið sem fólk getur sett á
ferilskrána hjá sér, svo það geti
bætt við þekkingu sína sem nýt-
ist í atvinnuleit. Við höfum líka
verið með námskeið í gerð fer-
ilskrár sem nýtist fólki beint.
Þetta er því bæði gagn og gam-
an. Það er aðdáunarvert að allir
þeir sem eru hér með námskeið
eða kynningar gera það í sjálf-
boðavinnu. Allir gefa vinnu sína,
sem er frábært og gerir okkur
kleift að halda úti fjölbreyttri
dagskrá. Sjálfboðliðar starfa líka
daglega í húsinu og hafa umsjón
með móttöku gesta, veitingum og
sjá um aðra daglega umsýslu í
húsinu.“
Fullt af spennandi námskeiðum í boði hjá Rauðakrosshúsinu
Tafl Skákmót eru haldin reglulega í Rauðakrosshúsinu.
Hér er opið fyrir alla
til gagns og gamans
segist Esther ætla að fara í kvöld
á frumsýningu á leikritinu Alvöru
menn. „Þangað fer ég með mínum
alvöru manni.“
Alls konar tónlistarfólk
Það verður mikil tónlistarveisla
og safnaðarkynning í dag kl. 15
og 17 þegar Hausthátíðin í Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði stendur yf-
ir.
Þar koma fram fjölmargir tón-
listarmenn sem nær allir eru í
söfnuðinum og gefa vinnu sína
þennan dag í þágu kirkjunnar.
Þetta eru Kór Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði, Örn Arnarson, Erna
Blöndal, Guðmundur Pálsson, Frí-
kirkjubandið, Bjargræðistríóið,
Hildigunnur Einarsdóttir, Söng-
hópur Fríkirkjunnar í Hafn-
arfirði, Esther Jökulsdóttir og
Tómas Axel Ragnarsson og smiðs-
höggið í lokin reka bræðurnir Jón
og Friðrik Dór Jónssynir.
Vert er að taka fram að vöfflu-
kaffi verður í safnaðarheimilinu.
Í tilefni af evrópskri ADHD
(athyglisbrestur með of-
virkni) standa íslensku ADHD
samtökin fyrir vitundarviku
dagana 18.-25. september.
Kynningarherferð og vitund-
arvakning vikunnar ber yf-
irheitið Athygli, já takk!
Áherslur herferðarinnar
verða að upplýsa almenning
um ADHD. Hvað er ADHD,
hversu fjölbreytilega og
mikla breidd röskunin hefur
og hversu margir eru með
ADHD á Íslandi. Ennfremur
verður lögð áherslu á hversu
mikilvægt er að einstaklingur
með ADHD mæti skilningi og
njóti stuðnings í samfélag-
inu.
Í vikunni verða seld til fjár-
öflunar samtökunum end-
urskinsmerki sem bera mein-
fyndnar teikningar Hugleiks
Dagssonar. Auk þess verður
nýju fræðsluefni um ADHD
dreift í skóla og heilbrigð-
isstofnanir og málþingið Nýj-
ar lausnir- ný sýn haldið
næstkomandi föstudag.
Athygli,
já takk!
VITUNDARVIKA
Allar konur og gyðjur
er hvattar til að hitt-
ast á morgun, sunnu-
dag klukkan tólf á há-
degi, á
veitingastaðnum
Kryddlegnum hjört-
um, Skúlagötu 17 hjá
henni Írisi Heru. Þar
stendur til að kon-
urnar snæði saman og
njóti þess að hlúa
hver að annarri og
öðrum. Dagskráin
verður skemmtileg,
Guðrún Bergmann
ætlar að vera með fyr-
irlestur og kynningu á
bókinni sinni, Unnur
Arndísardóttir ætlar
að leiða konurnar í
gyðjuathöfn og Hólm-
fríður Rós Rúnars-
dóttir kynnir blómadropa. Um leið og konurnar gæða sér á dásamlegri súpu og
salati verður dregið um verk eftir Fríðu Kristínu Gísladóttur listmálara. Þátt-
takan kostar 5.000 krónur og rennur allur ágóði til Umhyggju sem er styrktar-
félag langveikra barna. Skráning í síma 691-5959.
Konur leggja langveikum börnum lið
Gyðjur hittast til styrktar Um-
hyggju á morgun, sunnudag
Morgunblaðið/Kristinn