Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
Undanfarinn áratug hefur Nýlistasafnið efnt til sýninga
sem safnið nefnir Grasrót og eru ætlaðar til að gefa þver-
skurð af því sem ungir listamenn fást við á hverjum tíma.
Á sýningunum eru sýnd verk eftir upprennandi mynd-
listarmenn og í gegnum árin hafa margir af efnilegustu
myndlistarmönnum síðustu ára tekið þátt í Grasrót-
arsýningum.
Níunda Grasrótin hefst í Nýlistasafninu í dag kl. 19.30
og stendur til 30. október. Á sýningunni að þessu sinni
eiga verk Bryndís Björnsdóttir, Helga Björg Gylfadótt-
ir, Irene Ósk Bermudez, Klængur Gunnarsson, Kolbrún
Ýr Einarsdóttir, Kristín Rúnarsdóttir, Sigríður Tulinius
og Sigurður Atli Sigurðsson. Listamennirnir voru sér-
staklega valdir af nefnd skipaðri af stjórn safnsins. Í
henni voru Markús Þór Andrésson, Kristín Dagmar Jó-
hannsdóttir og Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen,
sem er jafnframt sýningarstjóri Grasrótar IX.
Kristjana Rós er myndlistarmenntuð en einnig með
meistaragráðu frá Háskóla Íslands í hagnýtri menning-
armiðlun. Hún segir að þó listamennirnir komi hver úr
sinni áttinni eigi þau það sameiginlegt að vera öllu út-
skrifuð úr Listaháskóla Íslands og eins megi segja að
það sé ákveðin lína sem tengi þau saman, verkin séu öll
mjög meðvituð um umhverfi „og þá er ég að meina
menningarlegt umhverfi, samfélagið og rými, innra rými
og ytra“.
Hún segir að verkin séu unnin í ýmis efni. „Þetta eru
þrívíð verk, vídeóinnsetningar, gjörningar, skúlptúrar
og greinaskrif, sem er verk sem er beintengt inn á sýn-
inguna en ekki innan safnrýmisins, og með ljósmyndir.
Safnrýmið er mjög vel nýtt og verður mjög skemmtileg
upplifun að skoða sýninguna.“
Níunda Grasrótin
Upplifun Sigríður Tulinius, Brot úr stríðum – þríleikur, 2011.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grasrót Kristjana Rós Guðjonsen
Átta ungir listamenn sýna í Nýlistasafninu
Fríkirkjan í Hafnarfirði býður til
hausthátíðar í dag með tónlistar-
veislu í kirkjunni og vöfflukaffi í
safnaðarheimilinu af því tilefni að
vetrarstarf kirkjunnar er hafið og
einnig til að kynna söfnuðinn og
starfsemi hans
Hátíðin verður haldin í kirkjunni
og í safnaðarheimilinu á Linnets-
stíg 6 milli kl. 15.00 og 17.00. Tón-
listarmennirnir sem koma fram eru
nær allir í söfnuðinum. Fram koma
Kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði,
Örn Arnarson, Erna Blöndal, Guð-
mundur Pálsson, Fríkirkjubandið,
Bjargræðistríóið, Hildigunnur Ein-
arsóttir, Sönghópur Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði, Esther Jökulsdóttir,
Tómas Axel Ragnarsson og bræð-
urnir Jón Jónsson og Friðrik Dór.
Þess má geta að sr. Sigríður
Kristín Helgadóttir, annar presta
kirkjunnar, er nú í ársleyfi að
hluta, en í hennar stað kemur sr.
Bryndís Valbjarnardóttir, prestur
hjá Fríkirkjunni í Reykjavík.
Hausthátíð Fríkirkjunnar
Tónlistarstjóri og prestar Fríkirkjunnar Örn Arnarson, Bryndís Valbjarn-
ardóttir, Sigríður Kristín Helgadóttir og Einar Eyjólfsson.
Þrjár kvikmyndir verða í flokki Mið-
næturmynda á Alþjóðlegri kvik-
myndahátíð í Reykjavík í ár sem ku
vera einn vinsælasti flokkur hátíð-
arinnar. Í þessum flokki hafa verið
sýndar hryllingsmyndir, költmyndir
og furðumyndir. Í ár verða þrjár
myndir sýndar um miðnætti: Trölla-
veiðarinn (Trollhunter), 13 leigu-
morðingjar (13 Assassins) og Rautt
fylki (Red State). Tröllaveiðarinn er
norsk spennu- og ævintýramynd eft-
ir André Øvredal og segir hún af
þremur háskólanemum sem elta dul-
arfullan veiðþjóf sem vill ekkert með
þá hafa. Áður en nemarnir vita af
eru þeir komnir á slóð bráðarinnar,
trölla í óbyggðum Noregs og bráðin
tekur sér hlutverk veiðimanns. 13
leigumorðingjar er hasarmynd eftir
Takashi Miike sem gerist undir lok
lénsskipulagsins í Japan. Hópur
háttsettra samúræja er fenginn til
þess að steypa af stóli grimmum
lénsherra og koma þannig í veg fyrir
að hann ræni völdum og hrindi af
stað borgarastyrjöld. Rautt fylki eft-
ir bandaríska leikstjórann Kevin
Smith segir af þremur tánings-
piltum sem svara auglýsingu frá
eldri konu sem sækist eftir því að
stunda hópkynlíf með ungum mönn-
um. Þeir lenda þess í stað í hönd-
unum á íhaldssömum bókstafs-
trúarsöfnuði, auglýsingin gerð til
þess að lokka unga menn í gildru.
Frekari upplýsingar um hátíðina
og dagskrá hennar má finna á riff.is.
13 Úr kvikmyndinni 13 Assassins sem sýnd verður í miðnæturbíói RIFF.
Tröll, leigumorðingjar
og bókstafstrúarmenn
ÞÓRA EINARSDÓTTIR · FINNUR BJARNASON · GARÐAR THÓR CORTES
ÁGÚST ÓLAFSSON · SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON
HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · AUÐUR GUNNARSDÓTTIR · SIGRÍÐUR ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR
SNORRI WIUM · VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR · KOLBEINN JÓN KETILSSON · VIÐAR GUNNARSSON
KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
LÝSING: PÁLL RAGNARSSON · BRÚÐUGERÐ: BERND OGRODNIK
BÚNINGAR: FILIPPÍA I. ELÍSDÓTTIR · LEIKMYND: AXEL HALLKELL JÓHANNESSON
LEIKSTJÓRI: ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR · HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON
FRUMSÝNT Í HÖRPU 22. OKTÓBER 2011
Laugardaginn 29. október kl. 20 Laugardaginn 19. nóvember kl. 20
Laugardaginn 5. nóvember kl. 20 Sunnudaginn 20. nóvember kl. 16
Laugardaginn 12. nóvember kl. 20 Laugardaginn 25. nóvember kl. 20
F
A
B
R
IK
A
N
WAMozart
Félagsmenn í Vinafélagi Íslensku óperunnar athugið!
Frestur til að ganga frá kaupum á fráteknum miðum
fyrir félagsmenn rennur út 25. september.
Nánari upplýsingar í miðasölu Hörpu.