Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141 Hinir geysivinsælu spariskór frá högl eru komnir í hús. Klassískir, fallegir og um fram allt þægilegir! Blússujakki Verð 8.900 kr. Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið í dag kl. 10 - 16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið í dag kl. 10 - 14 www.rita.is Se nd um íp ós tk rö fu Fleiri munstur og litir Mikið úrval af fallegum fylgihlutum – frí nafngylling fylgir öllum Atson seðlaveskjum GLÆSILEGAR HAUSTVÖRUR Laugavegi 63 • S: 551 4422 www.matarfikn.is Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc. Opinn fræðslufundur um matarfíkn verður haldinn mánudaginn 19. september n.k. kl. 20.00, Síðumúla 6. Erindi flytja Phil Werdell MA og Mary Foushi CENAPS, en þau hafa yfir 20 ára reynslu sem meðferðaraðilar vegnar offitu, matarfíknar og átraskana. 6 daga dvalarmeðferð vegna matarfíknar með frábærum meðferðaraðilum! Dvalarmeðferðin er sniðin að: • Þeim sem vilja stuðning til að byrja í fráhaldi • Þeim sem hafa áður verið í fráhaldi en eru í „falli” • Þeim sem eru í fráhaldi en vilja dýpka batann sinn Meðferðaraðilar eru Phil Werdell MA, Mary Foushi CENAPS og Esther Helga Guðmundsdóttir MS. Á námskeiðinu er unnið á sama hátt og á fyrstu viku í innlagnarmeðferð vegna matarfíknar. Lögð er áhersla á að styðja við svokallað „fráhald“ frá mat sem veldur fíkn og kynningu á 12 spora bataleiðum. Dagskráin innifelur m.a. „meðferðagrúppur“, fræðslu- fyrirlestra, lestur og verkefnavinnu og lært að matbúa fráhaldsfæði. Tími: 23.-28. september, föstudagskvöld til miðvikudags Staðsetning: Ölver Hafnarfjalli (um 45 mínútna ferð frá Reykjavík). Verð fyrir 6 daga dvalarnámskeið: kr. 134.200.- Nám í matarfíkniráðgjöf Endurmenntunarnámskeið fyrir fagfólk: Food Addiction: Treatment, Aftercare and Public Health. Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 20. september n.k. kl. 20.00 - 21.30, Síðumúla 6. Kennarar: Phil Werdell MA., Mary Foushi CENAPS og Esther Helga Guðmundsdóttir MS. Áhugasamir hafi samband í síma 568 3868 og 699 2676 eða matarfikn@matarfikn.is Síðumúli 6, 108 Rvk, sími 5683868 www.matarfikn.is Söngelskir karlmenn í Grafarvogs- hverfi í Reykjavík geta tekið gleði sína því stofnaður hefur verið Karlakór Grafarvogs. Stofnandi kórsins er Íris Erlingsdóttir kór- stjóri og söngkennari við Söngskól- ann í Reykjavík. Kórinn mun vera í samstarfi við Grafarvogskirkju og fara æfingar fram í kirkjunni. „Mér fannst bara upplagt í tutt- ugu þúsund manna hverfi að setja á laggirnar karlakór. Það er enginn kór kenndur við Grafarvog,“ segir Íris. Hún veit ekki til þess að það hafi áður verið starfandi hverfis- karlakór í Reykjavík. Íris finnur fyrir áhuga á kórnum. „Þeir bregðast vel við. Ég ætla að reyna að fá lágmark tuttugu í kór- inn en ég get alveg byrjað með átta. Það eru nokkrir þegar búnir að skrá sig og ég vona að viðbrögðin verði góð en ég verð ekki með inn- tökupróf til að byrja með.“ Spurð hvort þetta verði karlakór með hefbundnu sniði segir Íris það vera. „Ég held að við reynum að vera hefðbundinn karlakór með léttu sniði.“ Ekki er skil- yrði fyrir þátt- töku að menn séu búsettir í Graf- arvogi. Allir áhugasamir söngmenn eru boðnir velkomnir í kórinn. Kynn- ingarfundur um starfsemi hans verður haldinn í Grafarvogskirkju á mánudags- kvöldið kl. 20 og eru allir áhuga- samir velkomnir. Í framhaldi af fundinum ætlar Íris að vera með létta æfingu þar sem hún kynnir verkefni vetrarins. Íris segist finna fyrir meiri áhuga á kórstarfi nú en var fyrir nokkrum árum. „Fólk sækir meira í það nú að vera saman og gefa sér tíma í þetta. Það er hvíld frá öllu öðru amstri að syngja og gleyma sér í smástund. Þetta er góð sáluhjálp.“ ingveldur@mbl.is Karlakór Grafar- vogs stofnaður  Ekki er skilyrði fyrir þátttöku að menn séu búsettir í hverfinu Íris Erlingsdóttir Á tímabilinu janúar til ágúst milli áranna 2010 og 2011 hefur orðið fækkun í öllum helstu brotaflokk- um, að undanskildum fíkniefna- brotum, en þeim fjölgaði um 19%. Þetta kemur fram í Afbrotatíðind- um ríkislögreglustjóra sem birtust á heimasíðu embættisins í gær. Mest fækkaði innbrotum eða um 40%. Hraðakstursbrotum fækkaði um 28% en 58% þeirra voru skráð með stafrænum hraðamyndavél- um árið 2010 samanborið við 50% á þessu ári. Minnst fækkaði brot- um sem flokkast undir ölvun við akstur eða um 5%. Samanburður milli áranna 2009 og 2011 sýnir líka hlutfallslega fækkun í öllum brotaflokkum að undanskildum fíkniefnabrotum en þeim fjölgaði á tímabilinu um 35%. Innbrotum fækkað en fíkniefnabrotum fjölgað  Fækkun í flestum brotaflokkum 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 Innbrot Fíkniefnabrot jan.- ágúst 2009 jan.- ágúst 2010 jan.- ágúst 2011 jan.- ágúst 2009 jan.- ágúst 2010 jan.- ágúst 2011 2.481 1.959 1.179 897 1.020 1.212 Breyting á milli ára ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Rúm 20% segja það koma til greina að kjósa Besta flokkinn í næstu alþing- iskosningum, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun sem MMR hefur gert. Fylgi við Besta flokkinn er breyti- legt eftir hópum en MMR kannaði vilja fólks til að kjósa Besta flokkinn ef hann byði fram í næstu alþingiskosningum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 21,4% landsmanna að það kæmi til greina að þeir myndu kjósa Besta flokkinn ef hann byði fram í næstu kosningum. Þetta er breyting frá könn- un MMR fyrir Viðskiptablaðið í mars á þessu ári, en þá sögðu 25,5% að það kæmi til greina að kjósa Besta flokkinn ef hann byði fram til Alþingis. Samtals tóku 83,3% afstöðu til spurningarinnar, 893 svöruðu netkönn- un en þátttakendur voru valdir handa- hófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Könnunin var gerð 9.-14. september. Besti kemur til greina hjá 20% Morgunblaðið/Eggert Sigur Besti flokkurinn fékk 34,7% atkvæða í borginni 2010.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.