Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 16
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nú lítur út fyrir að hin gjöfula Laxá á Ásum, þar sem veitt er á tvær stangir, sé að skipta um hendur. Lax-á hefur haft Ásana á leigu en á dögunum var nokkrum aðilum boðið að gera tilboð í ána og samkvæmt fréttavefnum votnogveidi.is hefur Veiðifélag Laxár á Ásum falið stjórninni að ganga til samninga við hæstbjóðendur, félag sem kallar sig Salmon Tails. Félagið hefur haft Mýrarkvísl á leigu síðan í fyrra. Þá hefur verið ákveðið að nýtt veiðihús verði reist við ána. Veiði er annars lokið í Laxá á Ásum og veiddust 439 laxar, heldur færri en í fyrra er 763 voru bókaðir. Tveir stórlaxar Björns Birni K. Rúnarssyni gekk svo sannarlega vel þegar hann veiddi í Laxá í Aðaldal, á Nessvæðinu, í vik- unni. Björn er vanur því að landa stórlöxum, fékk 104 cm hæng í Vatnsdalsá fyrr í sumar, en nú fékk hann fyrst 101 cm lax við Knúts- staðatún og var hann veginn í háfn- um 22 pund. Síðan bætti Björn um betur í hinum sögufræga Höfðahyl, er hann landaði 106 cm löngum laxi sem vó 27 pund. Var það kviðsíður en leginn drjóli sem viðstaddir töldu víst að hefði verið um 30 pund er hann gekk í ána snemmsumars. Lík- lega er þetta þyngsti lax sumarsins, sem vitni eru að. Báðir laxarnir tóku flugu er kallast Batakorva. Að sögn Árna Péturs Hilmars- sonar er veiðin í Nesi nú um 350 lax- ar, sem er mun lélegra en í fyrra en smálaxinn hefur vantað að mestu leyti. Rúmlega 1000 laxar hafa alls veiðst í Aðaldalnum og mikið á Laxamýrarsvæðinu. Hvað besta laxveiðin hefur ver- ið í Austfjarðaánum og hún hefur verið afar góð í Selá, þar sem veidd- ust um 120 laxar í síðustu viku. Þeg- ar kólnaði í fyrri hluta vikunnar dró þó úr tökugleði laxins en veiðimaður sem var þar á ferð sagði afar mikið af laxi í ánni og fór hann að taka þeg- ar hlýnaði á miðvikudag. Silungaflugur fyrir laxinn Oft er sagt að mikilvægt geti verið að sýna fiskum eitthvað nýtt, flugur sem þeir hafa ekki séð áður. Sú var raunin í Vatnsdalsá í vikunni. Menn sem veiddu í Hólakvörn og Hnausastreng höfðu reynt ýmsar laxaflugur, þegar þeir settu undir fræga urriðaflugu, gulan Rektor. Fjórir laxar tóku hana strax. Morguninn eftir fór annar veiði- maður að fordæmi þeirra og setti í sannkallaðan höfðingja í Hnausa- streng á Rektor, lax um 20 pund, en sá sleit tauminn í löndun. Þá ætlaði veiðimaður að ná sér í bleikjur í Bleikjufljóti og kastaði sil- ungaflugunni Mýslu andstreymis í Bleikjufljóti. Hann fékk enga bleikju en hinsvegar tvo laxa. Sannkallaður höfð- ingi úr Höfðahyl Morgunblaðið/Einar Falur Er þetta bleikjutrýni? Þegar Sölvi Ólafsson kastaði Mýslu andstreymis í Bleikjufljóti í Vatnsdalsá í vikunni ætl- aði hann að setja í bleikju. Þegar fiskurinn rak upp trýnið reyndist hann 70 cm lax. Annar lax tók skömmu síðar. Aflahæstu árnar Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Staðan 14. september 2011 Heimild: www.angling.is Á sama tíma í fyrra 5.271 5.230 3.528 2.279 2.769 2.023 3.742 2.106 1.960 1.001 1.794 1.164 1.430 1.073 949 Veiðin 7. sept 3.853 3.696 2.066 2.106 1.970 1.820 1.795 1.750 1.460 1.115 1.100 1.127 961 848 803 Ytri-Rangá & Hólsá (24) Eystri-Rangá (18) Miðfjarðará (10) Norðurá(15) Blanda(16) Selá í Vopnafirði (8) Þverá - Kjarrá (14) Langá (12) Haffjarðará (6) Breiðdalsá (8) Grímsá og Tunguá (8) Elliðaárnar (4) Laxá í Aðaldal (18) Laxá í Kjós (10) Hofsá & Sunnudalsá (10) * Veiði lokið 4.122 3.958 2.174 2.134 1.977 1.939 1.822* 1.798 1.505 1.266 1.153 1.150* 1.015 890 844 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 Einstakt tækifæri Til sölu nýtt og glæsilegt 82 fm. heilsárshús á fallegum útsýnisstað norðan megin við Skorradalsvatn. Húsið er byggt á staðnum á steyptum undirstöðum 2011 og er hannað í dönskum stíl með þremur svefnher- bergjum, baðherbergi, forstofu og stóru alrými þar sem eru eldhús, borðstofa og stofa. Gert er ráð fyrir kamínu í útsýnisátt. Húsið er klætt að utan með standandi bandsöguðum furupanil og á þaki er svart stallað ál. Umhverfis húsið er 130 fm. verönd þar sem gert er ráð fyrir heitum potti. Húsið skilast fullbúið að utan, einangrað og plastað að innan ásamt því að allir milliveggir eru komnir upp. Hægt er að fá húsið fullklárað sé óskað eftir því. Opið hús laugardaginn 17. sept. og sunnudaginn 18. sept. frá kl. 14 – 18, sjón er sögu ríkari. Verð 21,9 milljónir. Upplýsingar í síma: 866-0195 Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir sr. Kristján Val Ingólfsson til embættis vígslubiskups í Skálholts- umdæmi. Vígslan fer fram í Skálholtsdómkirkju á morg- un, sunnudaginn 18. september, kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti, og sr. Kristinn Ólason, rektor, þjóna fyrir altari, ásamt biskupi Íslands og sr. Jóni A. Baldvinssyni, vígslubiskupi Hólaumdæmis. Ritningarlestur annast Pétur Kr. Haf- stein, forseti kirkjuþings, Þórey Dögg Jónsdóttir djákni og Solveig Fiske, biskup í Noregi, og famuli (yngstir vígðra þjóna), sr. Sigurvin Jónsson og Þórey Dögg Jóns- dóttir djákni. Sr. Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur í Suðurprófastsdæmi, lýsir vígslu. Vígsluþegi, sr. Kristján Valur Ingólfsson, prédikar. Vígsluvottar eru sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli, sr. Jón Helgi Þórarinsson, sókn- arprestur í Langholtsprestakalli, Jógvan Fríðriksson, Færeyjabiskup, Kar- sten Nissen, biskup í Viborg, Danmörku, David Hamid, biskup í Gíbraltar, fulltrúi erkibiskupsins í Kantaraborg, Ragnar Persenius, biskup í Upp- sölum, Svíþjóð, Solveig Fiske, biskup í Hamri, Noregi, Matti Repo, biskup í Tampere, Finnlandi, og sr. Hans Georg Oestreicher, fulltrúi EMB, Þýska- landi. Biskupsvígsla í Skálholti á sunnudag Kristján Valur Ingólfsson Dagur kærleiksþjónustunnar í þjóðkirkjunni er á morgun, sunnu- daginn 18. september. Í ár er at- hyglinni beint að starfi sjálf- boðaliða sem fást við margvísleg verkefni í kirkjunni. Sjálfboðaliðar taka þátt í öllu starfi kirkjunnar, s.s. í stjórnun, fræðslu, boðun, tónlist og kærleiks- þjónustu. Í tilefni dagsins verður útvarps- guðsþjónusta frá Bessastaðakirkju kl. 11 með þátttöku sjálfboðaliða úr sókninni. Að henni lokinni verður boðið til samveru í safnaðarheimilinu Brekkuskógum, þar sem Bessa- staðasókn verður afhent við- urkenning í tilefni af Evrópuári sjálfboðins starfs. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Vinátta Kærleikurinn er mikilvægur. Dagur kærleikans í kirkjum landsins Örnefnasjá Landmælinga Íslands var opnuð í gær í tilefni af Degi ís- lenskrar náttúru. Í sjánni er hægt að leita eftir ör- nefnum og skoða þau á loftmyndum í góðri upplausn sem er nýjung á Ís- landi. Þar er nú að finna yfir 58 000 örnefni úr örnefnagrunni Land- mælinga Íslands. Fer þeim sífellt fjölgandi enda mikill áhugi almenn- ings á varðveislu örnefna. Örnefnasjáin er á slóðinni http:// atlas.lmi.is/ornefnasja/ Örnefni í máli og myndum á netinu Haustmarkaður Hlöðunnar í Vog- um á Vatnsleysuströnd verður haldinn í dag frá kl. 12-18. Íbúar Voga og Vatnsleysustrandar bjóða grönnum sínum að njóta haust- uppskerunnar með sér. Meðal þess sem verður á boð- stólum er sultur, rúgbrauð og ný- upptekið grænmeti. Einnig verða til sölu húfur, treflar o.fl. Keppt um bragðbestu sultuna. Markaðurinn er haldinn í hlöðu sem stendur við Egilsgötu 8 eða bæinn Minni-Voga í Vogum á Vatnsleysuströnd. Matur Keppt verður um bestu sultuna. Haustmarkaður í Vogum Í ágústmánuði flutti Iceland Express 48,5% farþega frá Lundúnum til Keflavíkur, en sambærilegar tölur fyrir maí voru 33,7 %, í júní var hlutfallið 41,26 % og í júlí- mánuði flutti félagið 44,78 prósent allra farþega frá Lundúnum til Keflavíkur. Þessar tölur eru frá bresku flugmálastjórninni. Það sem af er ári er hlutdeild Ice- land Express í farþegaflutningum frá Bretlandi al- mennt til Keflavíkur 45 prósent. Almennt séð er árið í ár metár í farþegaflutningum hjá Iceland Express, segir í frétt frá félaginu. Morgunblaðið/Ernir Met í farþegaflutningum hjá IE Félag áhugafólks um kvennaknattspyrnu (FÁK) var stofnað þann 19. júní sl., á 96 ára afmæli kosninga- og kjörgengisréttar kvenna á Íslandi. Í dag verður opnuð heimasíða félagsins, kvennabolti.is, en þá leika bæði A- landsliðið og U19-landslið kvenna í undankeppni Evr- ópumótsins. Megintilgangur félagsins er að standa vörð um hag kvenna í knattspyrnu. Meðal helstu markmiða er að auka aðsókn á kvennaleiki, auka umfjöllun og umræðu um knattspyrnu kvenna og jafna hlut kvenna og karla á öllum sviðum knattspyrnunnar. Stofnendur eru: Ólafur Lúther Einarsson, Íris Björk Eysteinsdóttir, Hallur Ólafur Agnarsson, Daði Rafnsson og Ásgrímur H. Einarsson. Stjórn félagsins skipa: Ólafur L. Einarsson, formaður, Daði Rafnsson, Ásgrímur H. Einarsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Þórir Óskarsson. Hagsmunafélag áhugafólks um kvennaknattspyrnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.