Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 38
38 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
*AND-
VARP*
EIGUM VIÐ AÐ PANTA
PIZZU Í KVÖLD?
ÞETTA VAR
KJÁNALEG SPURNING
NEI, NEI, ÞAÐ ERU EKKI
TIL NEINAR HEIMSKU-
LEGAR SPURNINGAR
KONAN
MÍN SKILUR
MIG EKKI
HÚN
SKILUR ÞIG
ALVEG...
...HÚN ER
BARA ORÐIN
ÞREYTT Á ÞVÍ AÐ
HLUSTA Á ÞIG
ÉG
ÞEKKI SKO
LÉLEGAR
EFTIR-
LÍKINGAR
ÞEGAR ÉG SÉ
ÞÆR
EF ÞÚ
HEFÐIR
EKKI...
...ÞÁ VÆRIRÐU
DAUÐUR NÚNA
ÞARNA ER FANTURINN!
FARA Í PRUFU
FYRIR RAUN-
VERULEIKAÞÁTT?
HVAÐ ÆTLUM VIÐ
AÐ GERA Í
ALVÖRUNNI?
MÉR
ER
ALVARA
ÞAÐ ER VERIÐ AÐ HALDA
PRUFUR FYRIR ÞÁTT SEM
HEITIR „AFAKEPPNIN”
EIGUM VIÐ EKKI AÐ
PRÓFA, VIÐ GÆTUM
ENDAÐ Í SJÓNVARPINU
VÁ!
HELDURÐU
AÐ VIÐ
GÆTUM
ORÐIÐ FRÆG
OG RÍK?
ÉG SÆTTI
MIG VIÐ AÐ
VERÐA BARA
RÍKUR
Hugleiðingar
Eitt heimskulegasta
mál síðari tíma er sú
meðferð sem á sér stað
varðandi Geir Haarde.
Að menn skuli trúa því
að hann eigi að fara
fyrir Landsdóm og
vera hengdur fyrir
margra manna sök er
fáránlegt. Það vita allir
að það eru miklu fleiri
aðilar sem standa að
því að hafa brugðist ís-
lensku þjóðinni heldur
en hann. Ef hann á að
fara fyrir Landsdóm
þá ættu fleiri að gera
það líka. Eitt það furðulegasta sem
hefur verið framkvæmt í langan tíma
er flutningur landlæknisembættis í
heilsuverndarstöðina, úr húsi þar sem
ekki er hægt að segja upp leigusamn-
ingi og þarf að borga milljónir á næstu
árum í leigu fyrir, þótt enginn kæri
sig um það. Á meðan fólk á ekki ofan í
sig og á og missir húsnæðið sitt í
stórum stíl auk annarra þátta sem
kreppa að, þá er þetta náttúrlega
ófyrirgefanlegt. Eins og menn vita þá
stendur til að byggja hátæknisjúkra-
hús. Hvernig dettur fólki slíkt í hug
þegar allt er í kalda kolum fjárhags-
lega? Þar að auki mun þetta sjúkra-
hús tryggja gjörbreytingu á öllum
miðbæ Reykjavíkur.
Ekki bara hvað varðar
útsýni heldur bílastæði
og ótal margt fleira.
Það vita allir að það er
hægt að leysa sjúkra-
húsvandann á Land-
spítalanum með öðrum
og einfaldari hætti sem
kostar minna fjármagn
og veldur ekki miklum
óþægindum fyrir þá
sem tengjast málinu.
Varðandi allar skað-
ræðislegar náttúru-
hamfarir undanfarna
mánuði eins og eldgos,
jarðskjálfta, uppskeru-
brest og flóð, þá er
kannski full ástæða fyrir menn, þó að
forsagan segi að slíkt hafi alltaf verið
til, að íhuga hvort þetta geti tengst
hækkuðu yfirborði sjávar, geim-
skotum og alls kyns öðrum nátt-
úrubreytingum af mannavöldum. Nú
er haustið að koma og á sama tíma og
við getum notið mikilla breytinga árs-
tíðarinnar þá fer ekki hjá því að flest
okkar munu sakna sólarinnar og ekk-
ert verra að hún hafi yljað okkur og
umvafið á síðustu dögum að minnsta
kosti í Reykjavík.
Jóna Rúna Kvaran.
Ást er…
… þegar hann sleikir
kandíflossið af nefinu
á þér.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Tuttugasta þing kommúnista-flokks Ráðstjórnarríkjanna var
sett í Moskvu 14. febrúar 1956.
Kristinn E. Andrésson, fram-
kvæmdastjóri Máls og menningar,
var annar fulltrúi Sósíalistaflokksins
á þinginu. Fyrstu dagana fluttu
nokkrir foringjar kommúnista ræð-
ur, sem skilja mátti sem ádeilur á
Stalín, hinn gamla einræðisherra,
sem látist hafði þremur árum áður.
Þetta vakti mikla athygli á Vest-
urlöndum. Vikublaðið Frjáls þjóð,
sem deilt hafði árum saman á sósíal-
ista fyrir þjónkun við Kremlverja,
gaf sigri hrósandi út sérstakt auka-
blað 20. febrúar um þessar ádeilur á
Stalín. Íslenskir sósíalistar ókyrrð-
ust. Eiginkona Kristins skrifaði hon-
um 24. febrúar: „Annars er mér
sama, hvað þeir segja í Moskvu um
Stalín minn, hann verður alltaf stór-
menni í mínum augum, og ég held,
að hann hafi mátt vera dálítið ein-
ráður.“ Rakst ég á þetta fróðlega
bréf í skjalasafni Kristins á Þjóð-
arbókhlöðunni.
Lúðvík Jósepsson birti sama dag,
24. febrúar 1956, langa grein í Þjóð-
viljanum undir heitinu „Flóttinn til
Volgu“, þar sem hann varaði ís-
lenska sósíalista við að taka mark á
æsifréttum vestrænna blaða af
flokksþinginu í Moskvu. Þær
breyttu engu um það, að sósíalism-
inn hlyti að sigra í heiminum.
Lúðvík gat ekki verið óheppnari í
tímasetningu. Að kvöldi sama dags
og hann birti grein sína, flutti Níkíta
Khrústsjov, aðalritari komm-
únistaflokksins, leynilega ræðu yfir
innlendum þingfulltrúum, þar sem
hann gerði upp við Stalín. Hinn látni
einræðisherra hefði verið valdasjúk-
ur, ofsótt flokksbræður sína og logið
sökum upp á herforingja Rauða
hersins. Enginn hefði verið óhultur
fyrir honum.
Þótt ræðan væri leynileg, leyfðu
Kremlverjar vestrænum fréttarit-
urum að birta hana í erlendum blöð-
um. Þeir tóku hins vegar ekkert tillit
til hinna íslensku fylgismanna sinna,
sem stóðu eins og þvörur. Kristinn
E. Andrésson frétti fyrst af ræð-
unni, þegar hann kom við í Kaup-
mannahöfn á heimleið og las dönsku
dagblöðin. Og líklega hefur Lúðvík
Jósepssyni ekki verið skemmt, þeg-
ar hann heyrði um ræðuna og minnt-
ist greinar sinnar sama dag um
„Flóttann til Volgu“.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
24. febrúar 1956
Karlinn á Laugaveginum varskrítilegur á svipinn þegar ég
hitti hann og spurði frétta. „Ég hef
verið að (g)narrast við kerlinguna,“
sagði hann, „og hún tók því vel en
tautaði þó fyrir munni sér „skyldi
hann yrkja þetta af góðum eða ill-
um (sig)hvötum?““
Ég aulafyndni fyrirlít,
finnst hann þunnur húmorinn.
Allur rennur í hans hít
öskutunnuskatturinn.
Einar K. Guðfinnsson alþing-
ismaður hefur síðustu ár farið í
göngur í Austurdal í Skagafirði og
lagði af stað úr byggð í gær. Hann
sagði mér að þegar hann fór í fyrsta
sinn hefði hann spurt, hvernig best
væri að bera sig að. Þórólfur Pét-
ursson á Hjaltastöðum í Blönduhlíð
svaraði honum með alkunnri vísu:
Þú skalt æða yfir storð
og ekki mæla hlýlegt orð;
svipurinn á að minna á morð
ef menn eru að smala á annað borð.
Í Göngum og réttum segir frá
göngum Skagfirðinga á Eyvind-
arstaðaheiði haustið 1985, en leit-
arforysta var í höndum Grétars
Símonarsonar í Goðdölum. Um há-
degi 8. september koma allir saman
við Eyfirðingahóla og fá mat og
kaffi hjá ráðskonu en hestar hey,
því að lítið er um hrossahaga eins
og Kristján Stefánsson í Gilhaga
lýsir:
Eyðisandur, órafirrð
ótal myndir geyma.
Gulli brydd í grafarkyrrð
glitra fjöllin heima.
Auðnarfegurð, undraland.
Íss í veldi og sólar
upp sig hefja yfir sand
Eyfirðingahólar.
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
...og ekki mæla hlýlegt orð