Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 Hausthefti Þjóðmála er komiðút og kennir þar margra grasa líkt og jafnan áður. Einn höfunda er Kristinn Ingi Jónsson sem ritar grein undir heitinu Tvö andlit Jóhönnu, sem glöggir les- endur sjá að Stak- steinar leyfðu sér að fá að láni.    Í grein sinni rekurKristinn Ingi nokkur dæmi um það hvernig orð og gjörðir Jóhönnu Sigurðardóttur hafa gjörbreyst eft- ir að hún lét af stjórnarandstöðu og tók við embætti for- sætisráðherra. Eitt dæmið er af fyr- irspurnum á Al- þingi:    Vikulega bar hún upp fyr-irspurnir af ýmsum toga sem starfsmenn ráðuneyta ásamt öðr- um ríkisstarfsmönnum þurftu að hafa sig alla við til að svara sam- viskusamlega. Hátindi fyrirspurna hennar var síðan náð á 17 mánaða tímabili, frá október 2003 fram til febrúar 2005. Þá lagði hún fram alls 107 fyrirspurnir eða hátt í fjór- ar fyrirspurnir í hverri starfsviku þingsins.“    Sú Jóhanna sem bar fram fjórarfyrirspurnir á viku kvartaði sáran yfir því þegar ráðherrar höfðu ekki við og svör drógust.    Þegar Jóhanna tók við sem for-sætisráðherra voru þingmenn ekki eins spurulir og hún.    Engu að síður hafa svör oft taf-ist úr hófi. Brást Jóhanna við með því að taka sig á og svara hraðar? Nei, hún „leysti málið“ með því að láta lengja frestinn sem ráðherrar hafa til að svara. Jóhanna stjórn- arandstöðu- þingmaður Tvö andlit Jóhönnu STAKSTEINAR Jóhanna for- sætisráðherra Veður víða um heim 16.9., kl. 18.00 Reykjavík 13 rigning Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 14 alskýjað Kirkjubæjarkl. 11 rigning Vestmannaeyjar 11 rigning Nuuk 3 léttskýjað Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Stokkhólmur 15 skýjað Helsinki 13 skýjað Lúxemborg 18 skýjað Brussel 20 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 12 skúrir London 22 léttskýjað París 25 skýjað Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 16 léttskýjað Berlín 16 heiðskírt Vín 20 léttskýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 32 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 32 heiðskírt Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 11 heiðskírt Montreal 11 skýjað New York 16 heiðskírt Chicago 13 alskýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:56 19:49 ÍSAFJÖRÐUR 6:59 19:57 SIGLUFJÖRÐUR 6:42 19:40 DJÚPIVOGUR 6:25 19:19 Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is „Það hefur komið til tals að lög- reglumenn komi saman til fé- lagsfundar laugardaginn 1. október næstkomandi,“ segir Snorri Magn- ússon, formaður Félags lögreglu- manna. Tímasetning fundarins hlýtur að teljast áhugaverð í ljósi þeirrar hefðar að Alþingi er sett 1. október ár hvert. Á síðasta ári kom til mót- mæla fyrir utan Alþingi og Dóm- kirkjuna. Nokkur hundruð manns söfnuðust þá saman á Austurvelli. Mótmælendur köstuðu eggjum yfir forseta Íslands, biskup Íslands og alþingismenn er þeir gengu til og frá kirkju og fóru bakdyramegin inn á Alþingi. Talið er að nær hundrað lögreglumenn hafi staðið vaktina á þeim degi í fyrra, bæði sérsveitarmenn og almennir lög- reglumenn. Lögreglumenn hafa átt í kjara- deilu við stjórnvöld og bíða nú nið- urstöðu gerðardóms sem er vænst í næstu viku. Mikil óánægja er innan þeirra raða með að gerðardómur í kjaradeilu tollvarða geri það að verkum að t.d. afleysingamaður í tollgæslu er með hærri grunnlaun en fullmenntaður lögreglumaður. Markmið fundarins er að fara yfir þær leiðir sem eru færar í stöðunni. Snorri játar því að fyrirhuguð tímasetning fundarins sé táknræn en lögreglumenn hafa ekki verk- fallsrétt. Hins vegar sé bæði al- mennt félaga- og fundafrelsi í landinu. „Við búumst við að sem flest- ir mæti og þeir sem eru að vinna, ef þeir mögulega geta farið frá verkefn- anna vegna, þá vonandi koma þeir líka,“ segir Snorri. „En verkefnum verður sinnt. Það er alveg klárt.“ Funda á sama tíma og setning Alþingis fer fram  Lögreglumenn íhuga að koma saman til félagsfundar 1. október Morgunblaðið/Ómar Eldur Nær hundrað manna lögreglulið þurfti að eiga við mótmælendur við setningu Alþingis í fyrra. Lögreglumenn birta í dag auglýsingar í fjölmiðlum í þeim tilgangi að vekja athygli á þeim starfsaðstæðum sem þeir búa við. Í auglýsingunum sjást blóðugir lögreglumenn og við hlið þeirra eru starfslýsing og hæfn- iskröfur sem óhætt er að segja að sjáist ekki í hefðbundnum atvinnuaug- lýsingum. Laun upp á 211.802 krónur eru birt með og svo er spurt: „Er þetta ásættanlegt?“ „Við höfum ekki verkfallsrétt þannig að við höfum engin vopn annarra almennra launþega til að knýja á um kjarabætur,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Við teljum því að það sé full þörf á að fara af stað með upplýs- ingaherferð til að sýna fólki hvað lögreglumenn eru að gera dagsdaglega. Einnig þær skorður sem okkur eru settar í einkalífi en sem dæmi megum við ekki fá okkur aukavinnu, nema með leyfi yfirmanns.“ Vilja vekja fólk til vitundar KJARADEILA LÖGREGLUMANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.