Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 25
studdi fráfarandi stjórn borgara-
legu flokkanna og hafði mikil áhrif
á stefnu hennar í málefnum inn-
flytjenda og fleiri málum.
Thorning-Schmidt hefur boðað
mannúðlegri stefnu í innflytjenda-
málum en samt lofað að halda
mörgum af þeim breytingum sem
gerðar voru. Búist er við að deilan
um breytingar á lífeyriskerfinu
verði helsta þrætuepli flokkanna.
Radikale Venstre segir að ekki
komi til greina að falla frá áform-
um borgaralegu flokkanna um að
færa eftirlaunaaldurinn úr 65 árum
í 67 og afnema smám saman rétt
fólks til að hætta að vinna um sex-
tugt á skertum eftirlaunum. Ein-
ingarlistinn hefur algerlega hafnað
slíkum breytingum.
Reuters
Valdaskipti Helle Thorning-Schmidt og Lars Løkke Rasmussen, fráfarandi
forsætisráðherra, á blaðamannafundi í þinghúsinu í Kaupmannahöfn.
Þegar 99,6% atkvæða höfðu verið talin
Heimildir: Politiken,
danska ríkisútvarpið
Hin þingsætin fjögur eru skipuð
fulltrúum Færeyja og Grænlands
179
sæti
47 44
17
16
12
8
22
9
Jafnaðarmannafl.
Radikale Venstre
Danski
þjóðar-
flokkurinn
Sósíalíski
þjóðar-
flokkurinn
Einingar-
listinn
Frjálslynda
bandalagið
Venstre
Íhaldsflokkurinn
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
Góð tannhirða er öllum afar mikilvæg og gildir þá einu
hvort tennurnar eru í Jens litla eða konungi dýranna.
Þótt Tyson sé mikið gáfnaljón flaskaði hann á þessu og
þurfti þess vegna að fara á dýrasjúkrahús í borginni
Medellin í Kólumbíu í gær. Myndin var tekin þegar
tannlæknar fjarlægðu óþekktarormana Karíus og
Baktus. Tyson er tuttugu ára gamalt ljón og býr í
Santafe-dýragarðinum í Medellin.
Reuters
Ljónið Tyson til tannlæknis
Karíus og Baktus á bak og burt
Mahmud Abbas, forseti Palestínu-
manna, sagði í sjónvarpsávarpi í gær
að hann hygðist afhenda umsókn um
aðild Palestínu að Sameinuðu þjóð-
unum í höfuðstöðvum samtakanna í
næstu viku.
Gert er ráð fyrir því að Abbas
ávarpi allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna á föstudaginn kemur. „Við
höfum rétt til þess að krefjast fullrar
aðildar Palestínuríkis til að binda
enda á sögulegt óréttlæti og öðlast
frelsi og sjálfstæði, eins og aðrar
þjóðir á jörðinni,“ sagði Abbas í
ræðu sem hann flutti í höfuðstöðvum
sínum í Ramallah.
Abbas bætti við að Palestínuríkið
ætti að byggjast á landamærum eins
og þau voru fyrir sex daga stríðið og
ná til Gazasvæðisins, Vesturbakkans
og Austur-Jerúsalem.
Stjórn Ísraels hefur hafnað þessu
og segir að semja þurfi um landa-
mærin í tvíhliða viðræðum. Banda-
ríkjastjórn segir að friðarsamningur
milli Ísraela og Palestínumanna eigi
að grundvallast á landamærunum
eins og þau voru fyrir stríðið árið
1967 en með breytingum sem þjóð-
irnar samþykki báðar. Abbas sagði
að meira en 126 ríki hefðu viður-
kennt Palestínu sem ríki og þolin-
mæði palestínsku þjóðarinnar væri á
þrotum.
Ætlar að sækja
um aðild að SÞ
Abbas segir
þolinmæði Palest-
ínumanna á þrotum
Reuters
Vill sjálfstæði Abbas flytur ræðu í
höfuðstöðvum sínum í Ramallah.
Neitunarvaldi beitt?
» Bandaríkjastjórn hefur hót-
að að beita neitunarvaldi gegn
því að öryggisráðið samþykki
aðild Palestínu að SÞ.
» Hún segir að ef ráðið sam-
þykki aðild Palestínu geti það
hindrað friðarsamninga og
ekki verði hægt að stofna Pal-
estínríki nema samkomulag
náist um það við Ísraela.
www.gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Sölustaðir:
N1, Iða, Mál og menning, Háma, Pósturinn, Skeljungur, Debenhams,
Samkaup-Strax, Samkaup-Úrval, Nettó, Kaskó og Melabúðin. www.faerid.com
Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands
hafðu það
um helgina
tb
rh
ön
nu
n
•t
br
@
ta
ln
et
.is