Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
Bókin Adam og Evelyn er ábókarkápu sögð skemmti-saga og sjálfsagt er húnþað, þó undirritaður hafi
nú ekki skemmt sér mikið við lest-
urinn. Vissulega eru skondnir kaflar í
henni og skrautlegar persónur, það
skal ekki af Schulze tekið, en bókin er
heldur þreytandi aflestrar sökum óg-
urlega langra samtalskafla sem oft á
tíðum snúast um lítið.
Sagan segir af fatahönnuðinum
Adam og sambýliskonu hans Evelyn
sem búa í Þýska alþýðulýðveldinu.
Árið er 1989 og stutt í að múrinn falli
en það hafa þau að sjálfsögðu enga
hugmynd um. Evelyn stendur Adam
að framhjáhaldi, segir skilið við hann
og heldur í frí til Ungverjalands með
vinkonu sinni Monu og frænda henn-
ar, Michael sem er að vestan. Adam
getur ekki sætt sig við skilnaðinn og
heldur á eftir Evelyn í gömlum Wart-
burg með skjaldböku í kassa, gælu-
dýr sem kemur nokkuð við sögu í
bókinni. Evelyn gerir sér grein fyrir
því að Adam er að elta hana og skipar
honum að hætta
því en Adam gefst
ekki upp. Öll
halda þau til Ung-
verjalands og
dvelja í sum-
arsælu við Bala-
tonvatn þar sem
mikill mannfjöldi
er saman kominn
og tjaldbúðum
hefur verið slegið upp víða. Það er
ólga í loftinu, breytingar í vændum.
Þegar á líður tekur Evelyn Adam í
sátt og hefur þá átt vingott við Mich-
ael hinn vestur-þýska. Adam og Eve-
lyn gefst tækifæri til að setjast að í
Vestur-Þýskalandi en Adam líst illa á
það, vill heldur snúa aftur til austurs-
ins. Hann verður hins vegar að láta
að vilja Evelyn, vilji hann á annað
borð halda áfram sambandi við hana.
Þá fellur múrinn og líf þeirra breyt-
ist.
Schulze veltir í bókinni fram
spurningum um hvar Paradís sé eða
hvað og tengir við söguna af Adam og
Evu. Adam les hana meira að segja
upp fyrir Evelyn, svo tengingin fari
ekki framhjá neinum. Er Paradís að
finna fyrir vestan, líkt og Evelyn tel-
ur? Adam er sáttur við sitt líf í austr-
inu sem virðist vera hans Paradís.
Hann hefur í sig og á, ann starfi sínu
og sambýliskonu og þarfnast einskis
meir. Konan er örlagavaldurinn í
sögunni, líkt og Eva í Biblíunni sem
lét höggorminn blekkja sig sem varð
til þess að þeim var vísað úr Paradís.
Adam og Evelyn stendur hins vegar
til boða að búa í Paradís, það er
Vestur-Þýskalandi, sem er þó engin
Paradís í huga Adams. Hann saknar
austursins en Evelyn aðlagast auð-
veldlega breyttu samfélagi. Adam er
á endanum fórnarlambið í sögunni,
refsað fyrir syndir sínar.
Schulze á góða spretti á köflum í
lýsingum sínum á ólíku fólki sem
verður á vegi Adams og Evelyn og að
mörgu leyti er þetta skemmtileg
stúdía um hvað geti talist hinn full-
komni heimur, Paradís. Sjálfsagt
virkar bókin öðruvísi á Þjóðverja sem
upplifðu þennan merkilega tíma,
sumarið 1989, ólíkt hugarfar og lífs-
sýn þeirra sem bjuggu austan við
múrinn annars vegar og vestan hins
vegar. En því miður er stíllinn þreyt-
andi, alltof löng samtöl og þá m.a.
þras Adams og Evelyn um hvers-
dagslega hluti sem virðist engan
enda ætla að taka.
Adam var ekki lengi í Paradís
Skáldsaga
Adam og Evelyn bbmnn
Eftir Ingo Schulze.
Mál og menning gefur út. 305 bls.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
BÆKUR
Ljósmynd/Jim Rakete
Þreytandi Í Adam og Evelyn veltir Ingo Schulze fram spurningum um hvar Paradís sé eða hvað.
Galdrakarlinn í Oz – frumsýning í kvöld!
Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F
Íslenski dansflokkurinn
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Fullkominn dagur til drauma
Fös 30/9 kl. 20:00
Fös 7/10 kl. 20:00
Sun 9/10 kl. 20:00
Sun 23/10 kl. 20:00
Sun 30/10 kl. 20:00
Sun 6/11 kl. 20:00
Svanurinn (Tjarnarbíó)
Sun 6/11 kl. 14:00
Sun 13/11 kl. 14:00
Sun 20/11 kl. 14:00
Sun 27/11 kl. 14:00
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/leikhus
Tjarnarbíó
5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is
Gróska 2011
Lau 17/9 kl. 14:30
Höfundahátíð Félags leikrita og handritshöfunda
Eftir Lokin
Lau 29/10 kl. 20:00
Fim 3/11 kl. 20:00
Lau 5/11 kl. 20:00
Lau 12/11 kl. 20:00
Fim 17/11 kl. 20:00
Fös 18/11 kl. 20:00
Fös 25/11 kl. 20:00
Lau 26/11 kl. 20:00
Fös 2/12 kl. 20:00
Lau 3/12 kl. 20:00
Svanurinn
Sun 6/11 kl. 14:00
Sun 13/11 kl. 14:00
Sun 20/11 kl. 14:00
Sun 27/11 kl. 14:00
23 sept fös frums.uppselt
24 sept lau kl 20
25 sept sun kl 21
07 okt fös kl 20
08 okt lau kl 20 uppselt
09 okt sun kl 2
Hjónabandssæla
Á morgun, sunnudaginn 18. sept-
ember, verða haldnir jazztónleikar á
Café Rosenberg að Klapparstíg 25.
Þar koma saman tenórsaxófónleik-
ararnir Ólafur Jónsson og Stefán S.
Stefánsson.
Ólafur og Stefán hafa leikið saman
til fjölda ára og lengst af með Stór-
sveit Reykjavíkur. Þeir hyggjast
flytja tónlist sem á rætur að rekja til
Sonny Stitt, Sonny Rollins, Dave
O’Higgins, Eric Alexander og fleiri
tenór-jöfra.
Lofa þeir félagar góðri sveiflu
enda séu meðleikarar ekki af verri
endanum en meðleikarar Ólafs og
Stefáns eru píanóleikarinn Agnar
Már Magnússon, bassaleikarinn
Þorgrímur Jónsson og trommuleik-
arinn Einar Scheving.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er
aðgangseyrir kr. 1.000.
Tenórsaxófónn Ólafur Jónsson og
Stefán S. Stefánsson.
Tenórsaxófónleikarar með
tónleika á Rosenberg
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is