Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
✝ Ingi Þór Ingi-marsson
fæddist að Vatns-
leysu í Fnjósk-
árdal 23. desem-
ber 1925. Hann
lést að Kristnesi
9. september sl.
Ingi var sonur
hjónanna Bene-
dikts Ingimars
Kristjánssonar f.
28. nóvember
1879, d. 10. feb. 1930 og Þór-
unnar Pálsdóttur f. 24. apríl
1892, d. 6. jan 1978. Ingi var
yngsti sonur Þórunnar og eina
barn Ingimars en fyrir átti
Þórunn fjögur börn með Lúth-
er Olgeirssyni en hann fórst
með Öldunni 14. maí 1922.
Hálfsystkini Inga eru Jón Geir
f. 8. júní 1914, d. 7. maí 1997.
Olgeir f. 26. október 1915, d.
22. júní 1996. Margrét f. 3. des
1917 og Lúlley Ester f. 24. feb
1922. Fimmta júní 1949
kvæntist Ingi, Kristjönu Ingi-
björgu Halldórsdóttur frá
Neðri-Dálksstöðum á Sval-
barðsströnd, f. 11. nóvember
1930, d. 10. nóv. 1975 og áttu
þau fimm börn. 1) Björn f. 24.
október 1949, kvæntur Krist-
ínu Helgu Harð-
ardóttur. Börn
þeirra eru Jakob,
Ingibjörg og Ing-
þór. 2) Ómar Þór f.
9 mars 1953,
kvæntur Önnu
Petru Her-
mannsdóttur, Óm-
ar á soninn Gunnar
Inga með fyrrver-
andi sambýliskonu
sinni, Láru Hrafns-
dóttur, og Anna Petra á tvær
dætur frá fyrra hjónabandi,
Dagbjörtu Beck og Heiðrúnu
Beck. 3) Inga María f. 17. júní
1955, gift Eyjólfi Sigurðssyni,
eiga þau soninn Ómar, einnig
á Inga María Kristjönu Ingi-
björgu með fyrrverandi sam-
býlismanni sínum, Gunnari
Tryggvasyni. 4) Hanna Dóra f.
26 maí 1960. Synir hennar eru
Ingi Þór og Gunnar Björn sem
hún á með fyrrverandi eig-
inmanni sínum, Jóni Braga
Gunnarssyni. 5) Hulda Hrönn
f. 15 desember 1969, gift Pétri
Má Guðjónssyni. Börn þeirra
eru Birkir Örn og Fanney
Lind. Árið 1977 kynntist Ingi
eftirlifandi sambýliskonu sinni
Sigurlaugu Jónasdóttur f. 18
september 1930. Ingi og
Lauga bjuggu saman á Neðri-
Dálksstöðum og síðar á Dálks-
stöðum allt þar til Ingi fékk
dvalarheimilispláss að Krist-
nesi fyrr á þessu ári. Barna-
barnabarnabörn Inga eru 6
talsins.
Ingi var alla tíð mikill bóndi
í sér og þekkti sínar ær og
kýr, hann var mjög handlag-
inn og eyddi miklum tíma í
viðgerðir á tækjum og tólum
og allskonar föndur. Skóla-
ganga hans var ekki mikil,
hann lærði að lesa, reikna og
skrifa en allt annað sem hann
kunni lærði hann í skóla lífs-
ins. Söngur og tónlist var Inga
í blóð borin, var hann raulandi
frá morgni til kvölds og söng í
kirkjukórnum í hart nær hálfa
öld. Hann tók þátt í uppbygg-
ingu í sveitinni, var mikill
K.S.Þ.-maður og þótti sárt að
sjá eftir því. Ingi hafði gaman
af bílum og veiði og skrapp
oft á færi eða skutlaði út neti
ef vel viðraði. Eftir að hann
hætti sem bóndi og heilsu-
brestur fór að gera vart við
sig tók hann því jafn
ákveðnum tökum og svo
mörgu öðru í lífinu og fór
tvisvar í viku í æfingar. Barð-
ist hann hetjulega við sjúkdóm
sinn allt til endaloka.
Jarðarför Inga verður gerð
frá Svalbarðskirkju í dag,
laugardaginn 17. september
2011, og hefst athöfnin kl. 14.
Ég var svo heppin að geta
verið mikið í sveitinni á Neðri-
Dálksstöðum hjá afa og Laugu
og kynnast því afa mjög vel, í
fyrstu í heimsóknum með
mömmu og pabba, svo þegar ég
kom til sumardvalar og vinnu og
enn síðar þegar ég fór að koma
með fjölskyldu mína í heimsókn
til afa og Laugu í Dálksstaði.
Síðustu daga hafa komið upp
margar minningar um duglegan,
sterkan og handlaginn mann,
myndir af afa í fjósinu með span-
jóluna á höfðinu, afa að draga
heyvagninn upp í fjós, afa að
kenna mér að raka á litla trak-
tornum, afa að athuga með netin,
afa að gera við í Jóhönnuhúsinu,
afa sitja í horninu sínu í eldhús-
inu eða í græna stólnum sínum í
stofunni með pípuna. Síðar eru
myndir af afa þegar hann var
fluttur í Dálksstaði og hættur
búskap, en þá kom handlagni
hans og útsjónarsemi enn betur í
ljós og er ég ein af mörgum sem
hafa notið aðstoðar hans t.d. með
viðgerðir á bíl og afnot af heim-
ilistækjum sem hann hefur gert
upp.
Síðustu æviárin voru veikindi
farin að hafa mikil áhrif á heilsu
hans og starfsorku en allt fram á
síðasta dag fékk maður hjá hon-
um koss og klapp á öxlina.
Í síðustu heimsókn minni til
afa fram í Kristnes fór ég með
nýfæddan son minn með og á ég
því ómetanlega mynd af þeim
saman en nokkrum dögum síðar
lést afi í faðmi fjölskyldunnar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vinin sinn láta,
sem sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Elsku afi, þó svo að þú sért
ekki lengur hérna með okkur þá
lifir þú í hjarta mínu og öllum
góðu minningunum.
Takk fyrir allt, afi minn.
Ástarkveðja, þín
Kristjana.
Allt hefur sinn tíma undir sól-
inni, bæði gleði og sorg. Í dag
kveð ég Inga Þór á Dálksstöð-
um.
Það er alltaf erfitt að kveðja.
Tómarúmið sem verður til þegar
við missum ástvin er mikið og
það erfitt að sætta sig við að sá
sem hefur alltaf verið til staðar
kemur aldrei aftur.
Elsku Ingi, það var erfitt að
horfa á þig berjast við veikindi
þín síðustu ár, þó sérstaklega
síðustu dagana. Nú er þessari
baráttu lokið og þú kominn á
betri stað. Þar er eflaust glatt á
hjalla, því það var alltaf stutt í
húmorinn hjá þér.
Það eru margar minningar
sem hafa rifjast upp undanfarið,
allar stundirnar sem ég hef átt
með þér og Laugu frænku í
sveitinni. Þið voruð alltaf á
„móti“ hvort öðru (þ.e. sátuð á
móti hvort öðru við eldhúsborð-
ið) og manstu, Ingi, þegar við
vorum alltaf að smakka til klein-
urnar hennar Laugu, smökkuð-
um oft svo mikið að við kláruðum
kleinupokann og hlógum oft svo
mikið við eldhúsborðið, það var
jú eitthvert bragð af kleinunum,
var það ekki?
Já og manstu, Ingi, sjóferðina
miklu sem við fórum í og endaði í
fjörunni rétt innan við Gauts-
staði.
Heimferðina á Grána gamla
úr réttunum sem búið er að
hlæja svo mikið að, tiltektirnar í
hlöðunni þegar mýsnar hlupu um
allt, þegar þú kenndir mér á
traktorinn, já og að keyra bíl og
ég kunni ekki að bremsa.
Það var alltaf svo gott að
koma til ykkar Laugu, sérstak-
lega var yndislegt að fá að skíra
litla drenginn minn, Kristján
Inga, heima hjá ykkur á Dálks-
stöðum.
Svona get ég lengi talið upp
en aðrar minningar geymum við
hjá okkur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Nú er komið að kveðjustund,
elsku Ingi. Ég mun alltaf sakna
þín, takk fyrir að vera sá sem þú
varst mér og fyrir allt það góða
sem þú gafst mér.
Kveðja,
Linda.
Ingi Þór
Ingimarsson
AKUREYRARKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa: sr.
Hildur Eir Bolladóttir, Sunna Dóra
Möller, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
og Hjalti Jónsson. Á eftir verður kynn-
ing á safnaðarstarfi kirkjunnar vet-
urinn 2011-2012 í safnaðarheimilinu.
Veitingar. Kántrýmessa kl. 20. Hjalti
Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir
leiða inn í suðurríkjastemmningu með
fiðlu, gítar og söng. Prestur er sr. Hild-
ur Eir Bolladóttir og Sunna Dóra Möller
guðfræðingur, prédikar.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Prestarnir þjóna fyrir altari.
Sunnudagaskólinn í umsjá Ingunnar
og Hlöðvers á sama tíma í safnaðar-
heimilinu. Þáttur með Hafdísi og
Klemma o.fl. Fundur með foreldrum/
forráðamönnum fermingarbarna um
dagskrá fermingarstarfa í vetur.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédik-
ar og þjónar fyrir altari, organisti er
Magnús Ragnarsson og forsöngvari er
Anna Hafberg. Börnin taka þátt í upp-
hafi messunnar en fara svo með Ás-
dísi djákna í sunnudagaskóla í safn-
aðarheimilinu. Kaffisopi og safi á eftir.
Sjá www.askirkja.is.
ÁSTJARNARKIRKJA | Gospel-
messa kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju
syngur undir stjórn Helgu Þórdísar
Guðmundsdóttur tónlistarstjóra,
prestur er sr. Kjartan Jónsson. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma.
BESSASTAÐAKIRKJA | Guðsþjón-
usta á degi kærleiksþjónustunnar kl.
11. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson
þjónar fyrir altari og sr. Kristín Þórunn
Tómasdóttir prédikar. Ennfremur
þjóna Gréta Konráðsdóttir djákni,
Ragnheiður Sverrisdóttir djákni,
Magnús Halldórsson, Einar Karl Birg-
isson, Kjartan Örn Sigurðsson og Jó-
hanna Aradóttir. Álftaneskórinn syng-
ur undir stjórn Bjarts Loga Guðna-
sonar organista. Samvera í
Brekkuskógum 1 á eftir.
Bessastaðasókn Sunnudagaskóli
kl. 11 í Brekkuskógum 1. Umsjón hafa
Auður, Heiða Lind, Finnur, Agnes og
Bergrós ásamt yngri leiðtogum.
BOÐUNARKIRKJAN | Samkoma og
biblíufræðsla kl. 11 í dag, laugardag.
Hressing á eftir.
BORGARNESKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 20. Organisti er Steinunn
Árnadóttir og prestur Þorbjörn Hlynur
Árnason.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudaga-
skóli og messa kl. 11. Prestur sr.
Bryndís Malla Elídóttir, kór Breiðholts-
kirkju syngur, organisti er Örn Magn-
ússon. Kaffi á eftir.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur er sr. Gunnar Sigurjónsson,
organisti er Zbigniew Zuchowich og
kór Digraneskirkju syngur. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma á neðri hæð.
Sjá www.digraneskirkja.is
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr.
Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Barn borið til skírnar. Dóm-
kórinn syngur, organisti er Kári Þor-
mar. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu
meðan á messu stendur. Æðruleys-
ismessa kl. 20. Sr. Karl V. Matthías-
son prédikar og sr. Hjálmar Jónsson
leiðir stundina. Bræðrabandið sér um
tónlistina.
ELLIHEIMILIÐ Grund | Messa kl. 14
í hátíðarsal Grundar. Félag fyrrum
þjónandi presta annast helgihaldið,
sr. Sveinbjörn Bjarnason predikar og
organisti er Kristín Waage. Grund-
ardrengjakórinn leiðir sálmasöng.
EMMANÚELS Baptistakirkjan |
Guðþjónusta og sunnudagaskóli
(Mass & Sundayschool) kl. 12 í
Stærðfræðistofu V 202 í Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ á Skólabraut 6.
Veitingar á eftir. Prestur er sr. Robert
Andrew Hansen. Guðþjónusta á
ensku og íslensku (in English & Ice-
landic). Þurfi að sækja má hringja í
síma 847-0081.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón-
usta kl. 11. Ólöf Margrét Snorradóttir
guðfræðinemi prédikar og sr. Svavar
Stefánsson og Ragnhildur Ásgeirs-
dóttir djákni þjóna fyrir altari. Kór kirkj-
unnar leiðir almennan safnaðarsöng
undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttir org-
anista. Sunnudagaskóli á sama tíma.
Kirkjuvörður og meðhjálpari er Jó-
hanna Freyja Björnsdóttir. Eftir guðs-
þjónustuna verða tónleikar í kirkjunni.
Guðný Einarsdóttir organisti kynnir og
leikur Tokkötu og fúgu í d-moll eftir
J.S. Bach.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu-
dagskóli kl. 11. Messa kl .13. Kór og
hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.
FRÍKIRKJAN Kefas | sunnudaga-
skóli kl. 11. Boðið upp á aldursskipta
fræðslu og veitingar í lokin. Almenn
samkoma kl. 13.30. Lofgjörð, ritning-
arlestur, barnagæsla og fyrirbænir fyr-
ir þá sem vilja. Kaffi á eftir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Messa og
barnastarf kl. 14. Sr. Bryndís Valbjarn-
ardóttir þjónar fyrir altari og ferming-
arbörn sjá um ritningarlestur. Anna
Sigga og kór Fríkirkjunnar í Reykjavík
leiða tónlistina ásamt Aðalheiði Þor-
steinsdóttur, orgelleikara.
GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Dagur kærleiksþjón-
ustunnar. Starf kirkjunnar ásamt
starfsfólki og sjálfboðaliðum, verður
kynnt. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjón-
ar, Pétur Björgvin Þorsteinsson,
djákni, prédikar og kór kirkjunnar leiðir
almennan söng. Sunnudagaskóli í
safnaðarheimilinu, sameiginlegt upp-
haf inni í kirkju.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari, kór kirkjunnar syng-
ur og organisti er Hákon Leifsson.
Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Sigurður
Grétar Helgason. Umsjón hefur Gunn-
ar Einar Steingrímsson djákni og und-
irleikari er Stefán Birkisson.
Borgarholtsskóli Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór
Grafarvogskirkju syngur, organisti er
Guðlaugur Viktorsson. Sunnudaga-
skóli á sama tíma í umsjá Þóru Bjarg-
ar Sigurðardóttur.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl.
10 og bænastund kl. 10.15. Barna-
starf kl. 11, umsjón hafa Nanda María
og Helga Kolbeinsdóttir. Messa kl.
11. Altarisganga og samskot til Hjálp-
arstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjón-
ar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur,
organisti Árni Arinbjarnarson, prestur
er sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi á
eftir. Hversdagsmessa með Þorvaldi
Halldórssyni á fimmtudag kl. 18.10.
GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti |
Léttmessa kl. 11. Prestur sr. Sigríður
Guðmarsdóttir og tónlistarflutningur í
umsjá Þorvaldar Halldórssonar. Með-
hjálpari Aðalsteinn D. Októsson,
kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir.
Kaffisopi á eftir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa
kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir
þjónar og Barbörukórinn í Hafnarfirði
leiðir sönginn undir stjórn Guðmundar
Sigurðssonar kantors kirkjunnar.
Sunnudagaskóli verður á sama tíma í
safnaðarheimili. Morgunmessa mið-
vikudag kl. 8.15, morgunverður á eftir.
Tíðasöngur fimmtudaga kl. 10.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Magnea Sverris-
dóttir djákni prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjarts-
syni og rev. Leonard F. Ashford.
Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngja, org-
anisti er Hörður Áskelsson. Umsjón
með barnastarfinu hefur Magnea
Sverrisdóttir djákni.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Krist-
jánsson þjónar, félagar úr kór kirkj-
unnar syngja og leiða safnaðarsöng,
organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.
Sunnudagaskóli kl. 13. Sjá
www.hjallakirkja.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri |
Bænastund kl. 16.30. Samkoma kl.
17.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík |
Samkoma kl. 8. Sigurður Ingimarsson
talar.
HVALSNESKIRKJA | Messa kl. 20.
Dagur kærleiksþjónustunnar. Kirkju-
kórinn leiðir söng undir stjórn Steinars
Guðmundssonar organista, prestur
sr. Sigurður Grétar Sigurðsson.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Samkoma og brauðsbrotning kl. 11.
Helgi Guðnason prédikar, lofgjörð og
fyrirbæn. Café center er opið á eftir.
Alþjóðakirkjan verður með samkomu á
ensku kl. 14.
ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð |
Guðsþjónusta í V-Frölundakirkju í
Gautaborg kl. 14. Íslenski kórinn í
Gautaborg syngur undir stjórn Kristins
Jóhannessonar, orgelleik annast
Tuula Jóhannesson. Gestir á leiðtoga-
námskeiði barnastarfsins taka þátt í
guðsþjónustunni og sr. Arna Grét-
arsdóttir predikar. Barnastund með
Birnu. Altarisganga. Fundur með ferm-
ingarbörnum á eftir. Kaffi.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam-
koma kl. 13.30. Barnastarf, lofgjörð
og fyrirbænir. Einnig verður vitn-
isburður og þrísöngur. Friðrik Schram
predikar. Kaffi á eftir.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Framlag aðstandenda
sýningarinnar Með blik í auga verður
afhent Velferðarsjóði Suðurnesja.
Sungin verða lög úr sýningunni við at-
höfnina. Dagurinn er helgaður kær-
leiksþjónustu við kirkjur landsins.
Messuþjónar lesa texta, kór Keflavík-
urkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vil-
bergssonar organista og prestur er sr.
Skúli S. Ólafsson. Veitingar á eftir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér-
aðsprestur prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Kór Kópavogskirkju syngur undir
stjórn Lenku Mátéová kantors kirkj-
unnar. Sunnudagaskólinn hefst í kirkj-
unni en fer síðan í safnaðarheimilið.
Umsjónarmenn eru Þóra Marteins-
dóttir og Sólveig Aradóttir.
KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta í
Árbæjarkirkju kl. 20. Sr. Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir prédikar, kór Kvennakirkj-
unnar leiðir söng við undirleik Að-
alheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir er
kaffi. Sjá www.kvennakirkjan.is.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Sr. Hjörtur Pálsson
messar, organisti er Jón Stefánsson.
Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan
fara börnin með Kristínu og Aroni í
safnaðarheimilið. Kaffisopi. Ferming-
arstarfið kl. 19.30.
LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjón-
usta og sunnudagaskóli kl. 11. Sig-
urbjörn Þorkelsson þjónar ásamt Erlu
Björk Jónsdóttur æskulýðsfulltrúa og
sunnudagaskólakennurum. Gunnar
Gunnarsson leikur á orgelið, kór Laug-
arneskirkju leiðir safnaðarsönginn,
hópur messuþjóna annast móttöku.
LÁGAFELLSKIRKJA | Dagur kær-
leiksþjónustunnar - Taize-messa kl.
20. Kór Lágafellskirkju syngur og org-
anisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Ingi-
björg Elefsen spilar á þverflautu, Birgir
Haraldsson, söngvari flytur U2 lög.
Djákni er Fjóla Haraldsdóttir, prestur
sr. Ragnheiður Jónsdóttir og með-
hjálpari Arndís Linn. Sunnudagaskóli
verður kl. 13. Umsjón hefur Hreiðar
Örn og Arnhildur.
LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli í Lindakirkju og Boðaþingi
kl. 11. Messa kl. 14. Kór Lindakirkju
leiðir safnaðarsönginn undir stjórn
Óskars Einarssonar, sr. Guðmundur
Karl Brynjarsson þjónar.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar
úr Háskólakórnum leiða safn-
aðarsöng og organisti er Steingrímur
Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson
prédikar og þjónar fyrir altari. Messu-
þjónar aðstoða. Umsjón með barna-
starfi hafa: Sigurvin, Katrín og Ari.
Veitingar á Torginu á eftir.
SALT kristið samfélag | Samkoma
kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju.
Ræðumaður er Haraldur Jóhannsson.
SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Sunnu-
dagaskóli kl. 11, í umsjón Guju og
Fanneyjar. Messa kl. 14. Prestur er sr.
Sigríður Gunnarsdóttir og kirkjukórinn
leiðir söng. Kleinukaffi á eftir.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Óskar Hafsteinn Óskarsson þjónar,
organisti er Jörg Sondermann. Hádeg-
isverður á eftir. Kvöldmessa kl. 20
með taizesálmum. Sr. Óskar þjónar
fyrir altari. Sjá www.selfosskirkja.is
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar, kór
Seljakirkju leiðir safnaðarsöng, org-
anisti er Tómas Guðni Eggertsson.
Fermingarbörn og foreldarar þeirra eru
sérstaklega boðnir til guðsþjónust-
unnar. Kvöldguðþjónusta kl. 20. Sr.
Valgeir Ástráðsson prédikar, Þorvaldur
Halldórsson stýrir tónlistinni ásamt fé-
lögum úr kirkjukórnum.
SELTJARNARNESKIRKJA | guðs-
þjónusta kl. 11. Dagur kærleiks- og
líknarþjónustu. Nanna Guðrún Zoëga,
djákni prédikar, sr. Bjarni Þór Bjarna-
son þjónar fyrir altari, Hjördís Ólafs-
dóttir og Sigurður Kristjánsson lesa
ritningarlestra. Organisti er Fiðrik Vign-
ir Stefánsson og félagar úr Kamm-
erkór kirkjunnar syngja. Sunnudaga-
skóli verður á sama tíma undir stjórn
Pálínu Magnúsdóttur æskulýðsfull-
trúa. Sultusmakk og kaffi á eftir. Fólk
er beðið að koma með sýnishorn af
sultu haustsins.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Bisk-
upsvígsla kl. 14. Biskup Íslands Herra
Karl Sigurbjörnsson, vígir sr. Kristján
Val Ingólfsson til embættis vígslubisk-
ups í Skálholti. Sr. Egill Hallgrímsson
sóknarprestur og sr. Kristinn Ólason
rektor, þjóna fyrir altari, ásamt biskupi
Íslands og sr. Jóni A. Baldvinssyni,
vígslubiskupi. Sr. Halldóra Þorvarð-
ardóttir, prófastur lýsir vígslu. Sr.
Kristján Valur Ingólfsson prédikar.
Benedikt Kristjánsson syngur ein-
söng, Skálholtskórinn syngur og org-
anisti er Jón Bjarnason.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Fjöl-
skyldusamkoma kl. 14. Barnastarf,
lofgjörð, predikun og fyrirbæn. Högni
Valsson predikar.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11 á degi kær-
leiksþjónustunnar. Sr. Friðrik J. Hjartar
prédikar. Félagar úr kór Vídalínskirkju
leiða sönginn, organisti er Jóhann
Baldvinsson. Margrét Rós og leiðtogar
sunnudagaskólans annast börnin.
Molasopi á eftir.
VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði |
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Svavar
Knútur flytur tónlist og prestur er sr.
Bragi J. Ingibergsson.
ÞORLÁKSKIRKJA | Vetrarstarfið
hefst með sunnudagaskóla kl. 11.
Heimatilbúið efni. Umsjón um sunnu-
dagaskólanum hafa: Hafdís, Sigríður,
Hannes og Baldur.
ORÐ DAGSINS:
Miskunnsami Sam-
verjinn.
(Lúk. 10)
• Hlýlegt og gott viðmót
á Grand hótel.
• Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum.
• Næg bílastæði og gott aðgengi.
Grand erfidrykkjur
Grand hótel Reykjavík,
Sigtúni 38, sími 514 8000.
erfidrykkjur@grand.is
grand.is