Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 14
ÚR BÆJARLÍFINU
Andrés Skúlason
Djúpivogur
Íbúar á Djúpavogshreppi létu
kalt og hráslagalegt veðurfar ekki slá
sig út af laginu framan af sumri og
mættu því ferðamönnum og öðrum
gestum með brosi á vör eins og áður.
Ferðamannastraumurinn fór
rólega af stað í byrjun sumars en svo
rættist úr þegar leið á og eru ferða-
þjónustuaðilar á svæðinu heilt yfir
mjög ánægðir með afrakstur sumars-
ins. Áberandi var hinsvegar hve Ís-
lendingar voru minna á ferðinni en
áður, ekki síst fjölskyldufólk, og má
efalaust tengja það tíðarfarinu.
Framboð á handverki hefur
aukist mjög á Djúpavogi á síðustu ár-
um og það kunna ferðamenn vel að
meta, en handverkið má m.a. finna í
nýrri verslun sem ber nafnið Bakka-
búð og er staðsett í miðju þorpsins.
Strandveiðarnar gengu vel í
sumar en 16 bátar voru skráðir til
strandveiða frá Djúpavogi og er þessi
nýi útgerðarflokkur mjög kærkomin
viðbót við þá báta sem voru til staðar.
Mikið líf var því við Djúpavogshöfn
og var veiðin með ágætum. Voru sjó-
menn því heilt yfir mjög ánægðir með
útkomuna á þessu veiðisvæði í lok
sumars.
Nú eru göngur og réttir fram-
undan í Djúpavogshreppi og á næstu
vikum munu bændur og búalið arka
inn til dala og sækja fé af fjalli. Ekki
hafa því borist upplýsingar hvernig fé
kemur undan sumri en víða um Aust-
urland eru dilkar undir meðallagi í
þyngd vegna slæms tíðarfars framan
af. Bændur binda hinsvegar vonir við
að ástandið sé betra á suðaustursvæð-
inu heldur en norðar þar sem hretið
var verst.
Fyrirtækið Arfleifð sem er starf-
rækt á Djúpavogi hefur þegar getið
sér mjög gott orð fyrir framleiðslu á
fatnaði og fylgihlutum úr íslensku hrá-
efni, m.a. fiskroðum, skinnum o.fl. Í
síðastliðinni viku var eigandi Afleifðar,
Ágústa Arnardóttir, ein austfirskra
kvenna úr hópi 50 annarra sem urðu
þess heiðurs aðnjótandi að hljóta al-
þjóðlega viðurkenningu frá EUWIIN
(European Union Women Inventors
and Innovators Network) og fór af-
hendingin fram í Bláa lóninu. Ágústa
er ekki bara eigandi fyrirtækisins
heldur hannar hún og framleiðir allar
vörurnar sjálf og er eftirspurn mikil.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Í blóma Ferðamenn við Löngubúð á Djúpavogi. Ferðaþjónustuaðilar á
Djúpavogi er ánægðir með ferðasumarið sem fór þó hægt af stað.
Kuldatíð mætt
með brosi á vör
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
Tourette samtökin 20 ára
Í tilefni af 20 ára afmæli Tourette samtakanna á Íslandi bjóðum við til
afmælishátíðar í Skemmtigarðinum við Gufunesveg í Grafarvogi, sunnudaginn
25. september á milli kl. 15 og 17.Þarna verður tækifæri fyrir krakka með
Tourette, systkini, foreldra, ömmur og afa, vini og vandamenn að hittast og
eiga skemmtilega stund saman. Boðið verður í minigolf og pylsur.
Nýjasta bók Tourette samtakanna, Órólfur, verður auk þess kynnt
sérstaklega. Hér er um að ræða skemmtilega og gagnlega bók fyrir kvíðna
krakka og foreldra þeirra. Bókin mun kosta 1400 kr. en hægt verður að fá
hana á afmælishátíðinni fyrir aðeins 1200 kr.
Athugið að ekki verður tekið við kortagreiðslum, einungis peningum. Við
viljum biðja áhugasama vinsamlegast að skrá sig á tourette@tourette.is.
Lokadagur skráningar er 22. september.
Með von um að sjá sem flesta,
Stjórn Tourette samtakanna á Íslandi
Aðeins 12% svarenda í könnun VR
meðal félagsmanna segjast ekki
stunda neina reglubundna hreyf-
ingu. Þjálfun í líkamsræktarstöð og
gönguferðir eru efst á lista þeirra
sem hreyfa sig reglulega, 44%
sinna líkamsrækt í líkamsræktar-
stöð og 43% fara í styttri göngu-
ferðir, skv. könnuninni. Fram kem-
ur að sund er einnig vinsælt (21%
merkti við þann möguleika) sem og
fjallaferðir eða lengri gönguferðir
(17%).
Misjafnt er þó hvað kynin gera.
24% karla merktu við boltaíþróttir
en einungis 2% kvenna, en göngu-
ferðir höfða betur til þeirra. Fram
kemur að golf virðist henta konum
betur eftir því sem þær eldast, 3%
kvenna á aldrinum 25-34 ára
stunda golf en 10% kvenna á fimm-
tugsaldri. Karlar stunda golf í mun
meira mæli en konur á nær öllum
aldri, um fimmti hver karl eldri en
25 ára er í golfi. Karlar stunda lítið
dans, þolfimi eða jóga sér til heilsu-
bótar, 2-4% karla eru í jóga sam-
anborið við 11-16% kvenna.
Nær 9 af hverjum 10
hreyfa sig reglulega
24% karla en 2% kvenna í boltaíþróttum
Hreyfing Fimmti hver karl eldri en
25 ára stundar golf reglulega.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Stéttarfélagið VR hefur skorið upp
herör gegn kynbundnum launamun
á vinnumarkaði. Ný launakönnun
meðal félagsmanna í VR leiðir í ljós
að þessi munur hefur haldist í
kringum 10% á seinustu þremur ár-
um.
Félagið ætlar að beita ýmsum
ráðum til að vinna bug á þessum
launamun. Eru fyrirtæki hvött til að
lýsa stuðningi við átakið og kom VR
í gær fram með þá hugmynd að fyr-
irtæki veiti konum sérstakan 10%
afslátt af vöru og þjónustu á tíma-
bilinu 20.-26. september. „Með því
að bæta konum á þennan táknræna
hátt 10% launamuninn leggja fyr-
irtækin sitt lóð á vogarskálarnar í
þeirri vitundarvakningu sem nauð-
synleg er til að útrýma launamis-
réttinu,“ segir í frétt frá VR.
4,5% hækkun launa milli ára
Í launakönnun VR kemur fram að
heildarlaun félagsmanna hækkuðu
um 4,5% frá janúar 2010 til janúar
2011 og grunnlaun hækkuðu um
4,2% á sama tíma. Hækkanir sem
samið var um í kjarasamningunum í
vor eru ekki inni í þessum tölum en
launatölurnar miðast við janúar sl.
Heildarlaun félagsmanna VR
voru að meðaltali 441 þúsund kr. á
mánuði í byrjun ársins.
Launabreytingarnar á árinu 2010
voru þó mjög mismunandi eftir
starfsgreinum og starfsstéttum. Ör-
yggisverðir og starfsfólk í ræst-
ingu hækkuðu mest einstakra
starfsstétta í grunnlaunum
eða um 18,3% á meðan
heildarlaun þeirra hækkuðu
um 10,3%. Laun sölu- og af-
greiðslufólks hækkuðu hins
vegar minnst. Almennt
hækkuðu heildarlaun
þessa hóps um 2,9%
en almennt af-
greiðslufólk sá laun
sín yfirleitt lækka á milli ára. Eftir
seinustu kjarasamninga má þó
reikna með að þessir starfsmenn
hafi eitthvað rétt hlut sinn því samið
var um sérstaka launahækkun fyrir
þennan hóp í kjarasamningum.
Hærri laun með meiri menntun
Miklu magni upplýsinga er safnað
í launakönnuninni. Fram kemur
t.a.m. að fjarvinna fer vaxandi. Í
könnun sem birt var í fyrra kom
fram að 40,4% félagsmanna VR
unnu fjarvinnu en í ár er þetta hlut-
fall komið í 41,8%.
Háskólamenntun hefur aukist
meðal félagsmanna VR síðustu ár,
30,4% svarenda í launakönnuninni
hafa lokið háskólaprófi samanborið
við 19,8% árið 2004. Menntun borg-
ar sig í launum því þeir sem hafa
lokið meistara- eða doktorsnámi
hafa 64% hærri laun en þeir sem
hafa grunnskólamenntun eða minna.
Kynbundinn launa-
munur helst óbreyttur
VR sker upp herör Fyrirtæki veiti konum 10% afslátt
Til að ná árangri gegn kynbundnum launamun er þörf á sameiginlegu
átaki og viðhorfsbreytingu í samfélaginu, að mati Stefáns Einars Stef-
ánssonar, formanns VR. Þó munurinn hafi minnkað til lengri tíma litið hef-
ur hann haldist óbreyttur sl. þrjú ár. „Sú óþægilega spurning læðist að
okkur núna hvort við séum komin á einhverja endastöð,“ segir hann.
„Með þessari könnun og þeirri herferð sem við förum af stað með núna
spyrjum við þeirrar spurningar hvort þetta séu álög í samfélaginu?“
segir hann.
Stefán segist hvetja fyrirtæki til að lýsa yfir stuðningi við þetta átak.
„Ég er alveg sannfærður um að við þurfum að gera þetta með
samhentu átaki. Þetta er vandi sem verður ekki leystur með
einhliða kröfugerðum, heldur með vitundarvakningu og að
menn átti sig á að það verður ekki unað við þetta óréttlæti.“
Ekki unað við þetta óréttlæti
STEFÁN EINAR STEFÁNSSON FORMAÐUR VR
Stefán Einar
Stefánsson
Morgunblaðið/Ernir
Óbreytt vinnuvika Félagsmenn VR í fullu starfi vinna að meðaltali 43,5
klukkustundir á viku og hefur vinnuvikan ekki breyst síðustu þrjú ár.
Launakönnun VR 2011
500
400
300
200
100
0
Stjórnendur og
sérfræðingar
Sérhæft starfs-
fólk og tæknar
Skrifstofufólk Skrifstofufólk
við afgreiðslu
Sölu og af-
greiðslufólk
Gæslu-, lager-
og framl. störf
Alls
Heildarlaun eftir starfsstétt í þúsundum króna
K
ar
la
r
48
7
K
on
ur
40
6
K
ar
la
r
55
5
ko
nu
r
49
4
K
ar
la
r
41
6
K
on
ur
36
9
K
ar
la
r
40
3
K
on
ur
33
9
K
ar
la
r
32
1
K
on
ur
31
2
K
ar
la
r
39
5
K
on
ur
31
5
K
ar
la
r
33
4
ko
nu
r
29
3
Launakönnun VR leiðir í ljós að sjö
af hverjum tíu félagsmönnum fá
einhver hlunnindi í vinnu og er það
aukning frá árinu á undan. Hlut-
fallið, 71%, er þó enn nokkru lægra
en það var fyrir hrun, í janúar 2008
voru 77% félagsmanna með hlunn-
indi, að því er segir í niðurstöð-
unum.
Fram kemur að meðal hlunninda
eru símar sem starfsmenn fá frá
vinnunni, greiðsla símakostnaðar,
nettenging á heimili o.fl.
Fleiri karlar en konur eru með
hlunnindi skv. könnuninni eða 76%
á móti 67%. Flestir sem fá hlunnindi
eru með gsm-síma og styrk vegna
líkamsræktar. Fram kemur að rúm-
ur helmingur karla eða 52% er með
farsíma (gsm) frá vinnunni en 28%
kvennanna. Þá fær meira en helm-
ingur félagsmanna aukagreiðslur
af ýmsu tagi m.a. bílastyrk eða 27%.
Karlar eru líklegri til að fá auka-
greiðslur en konur og eru hlutföllin
69% karla á móti 52% kvenna.
71% nýtur hlunninda
52% karla eru með farsíma frá
vinnunni en 28% kvenna innan VR