Morgunblaðið - 20.09.2011, Side 4

Morgunblaðið - 20.09.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011 Hafa tekið út 60 milljarða  Ríkið treystir á áframhaldandi úttektir á séreignarsparnaði landsmanna Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Alls höfðu rúmlega 56 þúsund einstaklingar sótt um úttekt á séreignarsparnaði sínum 1. ágúst sl., upp á samtals 60,2 milljarða króna. Meðalúttekt fyrir skatt er um ein milljón kr. á hvern og einn. Vonir stjórnvalda eru bundnar við að hluti þessa fjármuna skili sér í aukinni neyslu og ýti undir hagvöxt. Þrátt fyrir töluverðan ávinning, ekki síst í formi skatttekna til ríkisins, láðist að framlengja heimild til úttektar í vor. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, bætti fyrir þau mis- tök í haust og hefur nú verið samþykkt breyting- artillaga hans um framlengingu heimildarinnar. Að sögn Péturs Blöndal, alþingismanns, er ávinningur úttektanna mikill fyrir hið opinbera enda má áætla að hið opinbera taki til sín 20 til 25 milljarða króna í skatt. „Þetta hefur ekki örvað eftirspurn í heildina að mínu mati. Þetta er tekið af einum gæslumanni sem eru lífeyrissjóðir og fært í vörslur annarra sem eru bankar og lífeyr- issjóðir. En þetta hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir ríkissjóð og sveitarfélög sem taka til sín nærri því þriðjung af upphæðinni í skatt.“ Enn fremur segir Pétur að úttektirnar geti haft slæmar afleiðingar þar sem hingað til hafi kröfu- hafar ekki getað gengið að séreignarsparnaði fólks en nú tíðkist að fólk taki út séreignarsparn- aðinn til þess að létta á lánum og forða sér frá gjaldþroti en fari samt í þrot. „Þegar fólk er búið að taka út séreignarspanaðinn sinn og borga af lánum þá er kröfuhafinn búinn að fá sparnaðinn og ef aðgerðin dugar ekki til að bjarga fólki frá gjald- þroti þá er sparnaðurinn farinn. Þessu er ég á móti og því að kröfuhafi geti hálfpartinn neytt fólk til að taka út sparnaðinn sinn. Skuldarar eru oft settir í erfiða stöðu þegar kröfuhafi spyrst fyrir um sér- eignarsparnaðinn og fólk hefur enga tryggingu fyrir því að úttekt á honum til greiðslu skulda bjargi því frá gjaldþroti,“ segir Pétur. „Þetta hefur ekki örvað eftirspurn í heildina að mínu mati“ Pétur Blöndal Birgir Jónsson hefur verið ráð- inn forstjóri Ice- land Express eft- ir að samkomulag var gert milli fé- lagsins og Matt- híasar Imsland um starfslok hans hjá félaginu. Birgir var for- stjóri félagsins á árunum 2004 til 2006 en síðustu ár hefur hann starf- að sem forstjóri Infopress Group. Samkvæmt fréttatilkynningu er fyrirtækið eitt stærsta prentfyr- irtæki Austur- Evrópu. Iceland Ex- press þakkar Matthíasi Imsland fyr- ir vel unnin störf hjá félaginu og ósk- ar honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur, samkvæmt tilkynningu. „Ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni með því frábæra starfsfólki sem er hjá Iceland Express og vinna með því að áframhaldandi uppbygg- ingu hjá félaginu. Ég mun leggja áherslu á að auka gæði þeirrar mik- ilvægu þjónustu sem félagið býður upp á. Það verða gerðar ákveðnar breytingar á rekstrinum sem koma munu í ljós á næstu vikum og mán- uðum,“ segir Birgir í tilkynningu. Breytingar hjá Iceland Express Matthías Imsland Birgir nýr forstjóri Birgir Jónsson Alls höfðu í gærkvöldi tæplega 5.500 manns skrifað undir áskorun á Al- þingi að leggja til hliðar umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. Undirskriftasöfnunin hófst 6. september og fer fram á vefsíðunni skynsemi.is. Aðstandendur þessa átaks hafa fært þau rök fyrir áskor- uninni að Evrópusambandið hafi breyst frá því Alþingi samþykkti umsóknina og óvissa ríki um framtíð þess og myntbandalagsins. Þá er bent á að aðildarferlið sé kostnaðarsamt og dreifi athygli stjórnsýslunnar frá mun brýnni við- fangsefnum auk þess sem skoð- anakannanir sýni yfirgnæfandi og vaxandi andstöðu landsmanna við aðild. Á vefsíðunni segir að aðstand- endur átaksins hafi ólíkar stjórn- málaskoðanir en séu sammála um að farsælast sé fyrir Ísland að aðild- arumsóknin verði lögð til hliðar. Á sjötta þús- und áskoranir Framkvæmdum við tvöföldun og breikkun Suðurlandsvegar frá Foss- völlum í Lögbergsbrekku að Draugahlíðarbrekku austan við Litlu kaffi- stofuna mun senn ljúka en þessa dagana er verið að leggja lokahönd á mal- bikun. Reiknað er með að nýi vegurinn verði opnaður í lok september, að sögn Einars Más Magnússonar hjá Vegagerðinni. Áhyggjufullur vegfarandi benti Morgunblaðinu á að í votveðrinu mikla á sunnudaginn safnaðist á kafla heilmikið rigningarvatn í hvilftina á milli akbrauta og virtist það hvergi komast niður. Einar Már segir það ekkert til að hafa áhyggjur af, reiknað sé með að vatn renni þar um. „Það er vatnsrás á milli akbrautanna. Það getur verið að það séu einhverjar fyrirstöður þar sem trufla rennslið og þá þurfum við að skoða það, en úr vatnsrásinni er vatninu beint í gegnum rör út fyrir veginn,“ segir hann. Þá hefur verið bent á að slysahætta sé vegna óvarinnar hvilftarinnar en Einar Már segir að til standi að setja víravegrið ofan í hvilftina, nær nýja veginum. „Það kemur í veg fyrir að fólk geti keyrt óvart á milli akbrauta.“ ylfa@mbl.is Framkvæmdum við tvöföldun að ljúka Morgunblaðið/Eggert Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar dýraníð í landi Meðalfells í Kjós. Tilkynnt hef- ur verið um áverka á þremur hryss- um núna í haust og í sumar. Þá er vitað um eitt tilvik frá síðastliðnum vetri. Tvö tilvikanna áttu sér stað í sumar og uppgötvuðust 10. júlí og það þriðja 11. september. Í öllum til- vikum er um að ræða áverka á kyn- færum dýranna. Segir ekki búið að staðfesta að áverkar séu af mannavöldum Gunnar Örn Guðmundsson, hér- aðsdýralæknir Gullbringu- og Kjós- arumdæmis, vill ekki staðfesta að áverkarnir séu af mannavöldum. „Málið er í rannsókn og það á eftir að koma í ljós og sýna fram á að þetta sé af mannavöldum.“ Hryssan sem uppgötvað var að hefði orðið fyrir áverkum í haust er nítján vetra gömul og að sögn Gunnars ætti hún að ná sér að fullu. „Af þeim sem upp- götvaðist með í sumar var stærð- arinnar skurður á annarri þeirra en ég sá þær ekki og vil ekki fullyrða um alvöru þeirra áverka. Í því tilviki sem nú kom upp er sárið inni í skeið- inni og nokkur hætta á að það geti valdið sýkingu. Hryssunni leið greinilega illa eftir atvikið en var að jafna sig þegar ég skoðaði hana fyrir helgi,“ segir Gunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur eig- endur hrossa til þess að fylgjast með eins og kostur er og hafa samband við lögregluna ef grunsemdir vakna um dýraníð. Jafnframt biður lög- reglan þá sem kunna að búa yfir upplýsingum um atvikin að hafa samband við lögreglu. Meint dýraníð til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík  Áverkar hafa fundist á kynfærum á þremur hryssum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.