Morgunblaðið - 20.09.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.09.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Launamunur kynjanna hefur aukist, konur eru óánægðari með launakjör sín og segja álag í vinnu hafa aukist. Sífellt fleiri ganga á sparnað til að ná endum saman. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri launakönnun SFR, Stéttarfélags í almannaþjón- ustu. Þetta er önnur könnunin á stuttum tíma sem sýnir fram á verulegan launamun karla og kvenna, en sam- kvæmt könnun VR eru konur þar með um 10% lægri laun en karlar. Samkvæmt könnun SFR eru kon- ur í fullu starfi að jafnaði með 24% lægri laun en karlar í fullu starfi. Þegar tekið hefur verið tillit til ald- urs, vinnutíma, starfsaldurs, starfs- stéttar, menntunar og vaktaálags stendur eftir 13,2% óútskýrður kyn- bundinn launamunur. Það er hægt að laga þetta „Þetta kemur okkur á óvart og við erum afskaplega óánægð með þessar niðurstöður,“ segir Árni Stefán Jóns- son, formaður SFR. „Ekki síst vegna þess að við höfum lengi haldið uppi áróðri um þessi mál og höfum átt við- ræður við ríkið og ríkisstjórnina um að fá þau til að grípa til aðgerða. Það er tilhneiging til að ýta þessum mál- um inn í nefndir, en aðalmálið er að gera eitthvað. Þetta er ekkert lögmál heldur mannanna verk. Það er hægt að laga þetta en það þarf peninga til þess. Ég skynja ekki þann vilja sem þarf til að breyta þessu.“ Árni segir að launamunur karla og kvenna í SFR hafi minnkað 2008- 2009. Það hafi þó ekki verið vegna þess að laun kvenna hafi hækkað um- fram laun karla, heldur hafi laun karla lækkað umtalsvert. „Núna virðist þetta vera að fara í sama gamla farið aftur. Mig grunar að karlar séu að ná til baka launalækk- ununum sem urðu eftir hrun.“ Í könnuninni kemur fram að staða heimila félagsmanna SFR er lakari en meðal almennings. Rúmlega þriðjungur félaga í SFR notar sparifé til að ná endum saman eða safnar skuldum og hefur þeim fjölg- að síðan í fyrra. Árni segir þetta mik- ið áhyggjuefni. „En við höfum líka áhyggjur af því að fleiri og fleiri séu óánægðir með sín launamál og að launaskrið á almennum markaði er talsvert meira en hjá opinberum starfsmönnum.“ Fleiri á grunnlaunum Strípuð grunnlaun eru algengari en áður, aðallega meðal kvenna. Þeim konum hefur fækkað sem fá aukagreiðslur ofan á grunnlaun, en fjöldi þeirra karla, sem fá slíkar greiðslur, stendur í stað. Færri kon- ur fá greidda yfirvinnu en karlar og þær fá einnig lægri upphæð greidda að meðaltali. Launakönnunin var unnin í sam- starfi við VR og Starfsmannafélag Reykjavíkur. Bandalag háskóla- manna, BHM, var ekki aðili að könn- uninni. „Almennt minnkar óútskýrð- ur launamunur karla og kvenna með hærra menntunarstigi, sem þó þýðir alls ekki að vandinn sé ekki fyrir hendi,“ segir Guðlaug Kristjánsdótt- ir, formaður BHM. Hún segir að launamunur innan BHM tengist að- allega málaflokkum og stofnunum, á þann veg að laun fólks í félagsþjón- ustu séu lægri en fólks í fram- kvæmdageirum. „Óútskýrður launa- munur sem aðeins má rekja til kyns er því jafnvel minna áberandi en landlægt vanmat á málaflokkum þar sem konur eru meirihluti starfs- manna.“ Illa gengur að brúa bilið  Konur í SFR fá 24% lægri laun en karlar  Formaður SFR: Launamunur kynjanna er ekki lögmál heldur mannanna verk  Óviðunandi, segir ráðherra Jafnrétti Ein helsta krafa jafnréttisbaráttunnar er sömu laun fyrir sömu vinnu. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu er enn munur á launum karla og kvenna. Launamunur kynjanna 25% 20% 15% 10% 5% 0% Heimild. SFR Munur á meðallaunum kynbundinn launamunur Að teknu tilliti til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar og menntunar kynbundinn launamunur Að teknu tilliti til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar og vaktaálags 2010 Þróun heildarlauna 2007 - 2011 innan SFR 2007 2008 2009 2010 2011 Meira misrétti » Samkvæmt könnuninni voru meðalheildarlaun karla í SFR rúmar 394 þúsund krón- ur en kvenna tæplega 301 þúsund. » Yfirvinnugreiðslur til karla í SFR nema um 90 þúsund krónum á mánuði en konur fá um 40 þúsund krónur. » Að mati 60% félagsmanna SFR hefur álag í vinnu aukist og eru konur í meirihluta þeirra sem telja svo vera. » Í ljósi alls þessa er skilj- anlegt að karlar séu almennt ánægðari með kaup sitt og kjör en konur. „Við erum alltaf á vaktinni og mun- um að sjálfsögðu leita skýringa á því hvað það er sem er að breyt- ast,“ segir Guð- bjartur Hann- esson velferðar- ráðherra um niðurstöður launakönnunar SFR. „Það er nýbúið að gera kjara- samninga og við sættum okkur ekki við þetta.“ Guðbjartur nefnir nokkr- ar skýringar til sögunnar. „Er það virkilega þannig að fyrirvinnu- hugtakið er að koma aftur upp á yf- irborðið? Eða eru allir þessir sér- samningar, sem karlar voru með í meiri mæli en konur fyrir hrun, að koma aftur upp á yfirborðið? Þetta verðum við að skoða.“ Lög kveða á um að konur og karl- ar skuli njóta sömu kjara fyrir sam- bærileg störf. Er ástæða til að grípa inn í með einhverjum hætti? „Við verðum fyrst að finna skýringuna áður en við getum aðhafst eitthvað,“ segir Guðbjartur. annalilja@mbl.is Sættum okkur ekki við þetta  Velferðarráðherra hyggst leita skýringa Guðbjartur Hannesson Að meðaltali telja karlar í SFR sanngjörn laun vera 486 þúsund á mánuði og kon- um í félaginu finnst sanngjörn laun vera 376 þúsund á mánuði. Þegar fólk er spurt hvað það geti gert til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði segja konur að þær geti farið í sjálfs- styrkingu á meðan karlar nefna frekar námskeið eða þjálfun á við- komandi starfssviði. Félagar í SFR eru um 7.000 tals- ins og eru konur 70% félagsmanna. Félagið skiptist í tvo hluta, opinber- an hluta og almennan. Til opinbera hlutans teljast einstaklingar í þjón- ustu ríkisins, til almenna hlutans teljast þeir sem vinna hjá ýmsum fyrirtækjum sem starfa í almanna- þágu. annalilja@mbl.is Munur á launakröfum Laun Karlar fá hærri laun. Útför Stefáns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns, fór fram frá Sauðárkrókskirkju í gær. Stefán var einn af stofnendum Trésmiðjunnar Borgar hf. á Sauð- árkróki 1963 og var fram- kvæmdastjóri hennar 1963-1971. Hann tók þátt í stofnun Útgerð- arfélags Skagfirðinga hf. 1968 og var framkvæmdastjóri þess 1971- 1981. Hann sat í bæjarstjórn Sauð- árkróks 1966-1982 og í sveit- arstjórn sveitarfélagsins Skaga- fjarðar 1998-2002. Hann var alþingismaður Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra 1979-1999. Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson og sr. Sigríður Gunnarsdóttir jarð- sungu. Líkmenn voru Guðni Ágústsson, Þórólfur Gíslason, Gunnar Bragi Sveinsson, Guð- mundur Bjarnason, Jón Eðvald Friðriksson, Ásta Pálmadóttir, Pét- ur Pétursson og Páll Pálsson. Morgunblaðið/Björn Björnsson Útför Stefáns Guð- mundssonar Skíðasvæði höf- uðborgarsvæð- isins hafa fengið lánaða snjóbyssu frá fyrirtækinu Techno Alpin um óákveðinn tíma. Í gangi er frum- undirbúningur til að koma snjó- byssunni fyrir í Ártúnsbrekku og er vonast til að hægt verði að nota snjóbyssuna í vetur. Enn eru þó nokkrir óvissu- þættir fyrir hendi. Að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra Skíðasvæðanna, fylgdi enginn kostnaður því að fá snjóbyssuna að láni, og meira að segja kostnaður við flutning var greiddur. Enn á þó eftir að fá ýmis leyfi sem eru forsenda þess að snjó- byssunni verði komið fyrir í brekk- unni. Kanna snjó- framleiðslu í Reykjavík Hlíðarfjall Snjór hefur verið fram- leiddur þar með góðum árangri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.