Morgunblaðið - 20.09.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011 Veður víða um heim 19.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 13 léttskýjað Akureyri 13 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 léttskýjað Vestmannaeyjar 9 skúrir Nuuk 2 léttskýjað Þórshöfn 11 alskýjað Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 15 skýjað Stokkhólmur 16 léttskýjað Helsinki 12 skúrir Lúxemborg 16 skýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 15 léttskýjað London 17 léttskýjað París 17 léttskýjað Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 16 skýjað Berlín 17 skýjað Vín 11 alskýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 26 heiðskírt Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 17 þrumuveður Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 17 léttskýjað New York 17 léttskýjað Chicago 18 alskýjað Orlando 29 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:05 19:39 ÍSAFJÖRÐUR 7:08 19:45 SIGLUFJÖRÐUR 6:51 19:28 DJÚPIVOGUR 6:34 19:09 Skagamenn eru að koma upp góðri aðstöðu fyrir sjósundsfólk fyrir neð- an knattspyrnustúkuna við Langa- sand. Stutt er þaðan niður í fjöru og eins upp í Jaðarbakkalaug. Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur fór í heimsókn upp á Akranes á laugardaginn. Lang- isandur tók á móti gestunum með frábæru veðri og flottum sjó og öld- urnar gerðu mikla lukku. Hópurinn, um 60 manns, lék sér heillengi í öld- unum og að sögn viðstaddra hefur sjaldan verið hlegið meira í sjósundi. Sjósund nýtur æ meiri vinsælda meðal landsmanna. Félagar í Sjó- sunds- og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur hafa undanfarin ár æft daglega í Nauthólsvík. Víða um land hefur að- staða til að stunda þetta heilsu- samlega sport verið bætt svo að fleiri geti tekið þátt. sisi@mbl.is Sjósunds- menn léku sér í öldunum Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Íbúafundur um drög að lýðræðis- stefnu Mosfellsbæjar verður hald- inn í Bókasafni Mosfellsbæjar í kvöld, þriðjudag, kl. 20. Þar verða drög stefnunnar kynnt og fundar- gestum gefst tækifæri til að ræða þau og spyrja spurninga. Síðastliðið haust var stofnaður starfshópur um lýðræðismál sem í áttu sæti fulltrúar frá öllum fram- boðum í bæjarstjórn auk formanns sem var bæjarstjóri. Hlutverk starfshópsins var að vinna drög að nýrri lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar og reglum um íbúakosningar í Mosfellsbæ. Gerð var skoð- anakönnun meðal íbúa um hvaða aðferðum best er að beita til að ná betur til íbúa og efla samráð um hin ýmsu málefni og eru nið- urstöður hennar birtar á vef Mos- fellsbæjar. Nánari upplýsingar um verk- efnið má finna á www.mos.is/ lydraedisnefnd. Íbúafundur haldinn um lýðræðisstefnu              !" #  $  %  &&Næsta námskeið byrjar 21. september 2011 Efnahags- og viðskiptaráðherratelur að Íslendingar þurfi að tileinka sér meiri yfirvegun í um- ræðu um erlenda fjárfestingu. „Við þurfum að forðast að taka á hugmyndum um er- lendar fjárfestingar í einu allsherjar móðursýkiskasti,“ segir ráðherrann í umvöndunartóni.    Nú er slæmt aðstjórnarráðslögin nýju skuli ekki þegar hafa tekið gildi með ákvæðum sínum um upptökur rík- isstjórnarfunda, því að ráðherrann hlýtur að vera að lýsa því sem gerst hefur á bak við luktar dyr á þeim samkomum. Í það minnsta hefur ekki orðið vart við að lands- menn séu almennt í móðursýk- iskasti vegna erlendra fjárfest- inga.    Svo er möguleiki að ráðherrannsé að spinna, sem yrði ekki í fyrsta sinn. Staðreyndin er sú að móðursýki hefur ekkert með málið að gera og þó að ráðherrann kjósi að tala niður til almennings, þá vita allir hvað veldur því að erlend- ir fjárfestar eru farnir að líta á fjárfestingar hér á landi sem sér- staklega áhættusamar.    Útlendingar vita að rík-isstjórnin er sérstaklega fjandsamleg fjárfestum, erlendum jafnt sem innlendum.    Þeir vita líka að ráðherrar talatungum tveim og bregða fæti fyrir viðsemjendur sína í bakher- bergjum.    Það að saka Íslendinga um skortá yfirvegun eða jafnvel um móðursýki breytir engu um þetta og hjálpar ekkert við að auka trú- verðugleika Íslands í augum fjár- festa. Árni Páll Árnason Um móðursýki spunamanns STAKSTEINAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.