Morgunblaðið - 20.09.2011, Page 12
BAKSVIÐ
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Nær ómögulegt virðist fyrir íslensk
fyrirtæki að greina það tjón sem þau
urðu fyrir vegna áhrifa hryðjuverka-
laganna frá öðrum atvikum í hruninu
og er þá sama hvort rætt er um beint
eða óbeint tjón. Þetta er meðal þess
sem kemur fram í skýrslu sem Stein-
grímur J. Sigfússon, fjármálaráð-
herra lagði fram á Alþingi á laugar-
dag um mat á áhrifum af beitingu
Breta á hryðjuverkalögum á íslensk
fyrirtæki. Guðlaugur Þór Guðlaugs-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks,
óskaði ásamt 14 öðrum þingmönnum
eftir skýrslunni.
Þegar hefur komið fram að beint
tjón vegna áhrifa hryðjuverkalag-
anna á íslensk fyrirtæki er metið á
bilinu um 2-9 milljarðar króna en
samkvæmt skýrslunni er líklegast að
tjónið nemi um 5,2 milljörðum króna,
Er það meðal annars með þeim fyr-
irvara að byggja þurfi fjárhagslegt
mat á hagstærðum.
Fjórar meginniðurstöður
Í skýrslunni var við mat á tjóni
horft til íslenskra inn- og útflutnings-
fyrirtækja en ekki lagt mat á tjón
fjármálafyrirtækja, hins opinbera og
annarra. Dregnar voru saman fjórar
meginniðurstöður úr samtölum við
forsvarsmenn fyrirtækja í inn- og út-
flutningi en þar voru eftirfarandi
þættir helst nefndir sem óbein áhrif
sem gætu leitt til tjóns: Vandræði í
greiðslumiðlun, niðurfelling gjald-
fresta hjá birgjum, aukinn kostnaður
vegna upplýsingagjafar og vinnu við
að viðhalda viðskiptasamböndum og
laskað orðspor.
Aðeins hluti af ætluðu tjóni
Stærstur hluti þess tjóns sem met-
ið er til fjár á samkvæmt skýrslunni
upptök sín í þeim kostnaði sem inn-
flutningsfyrirtæki urðu fyrir þegar
greiðslufrestir, sem algengt var að
næðu yfir 30-90 daga, voru felldir nið-
ur. Það tjón eitt og sér er metið á um
tvo til níu milljarða en líklegast er að
tjónið nemi um fimm milljörðum
króna. Þessi tala er fengin með því að
skoða vaxtakostnað þar sem fyrir-
tækin þurftu að nota lausafé fyrr en
ætlað var. Þau voru oft krafin um
staðgreiðslu eða jafnvel fyrirfram-
greiðslu vöru. Af því leiddi að meira fé
var bundið í vörum. Þau urðu bæði af
vaxtatekjum og fyrir auknum vaxta-
kostnaði en í sumum tilfellum þurfti
að fjármagna innflutning með yfir-
dráttarlánum eða hætta við. Mörg
fyrirtæki eiga enn eftir að vinna
greiðslufrestina tilbaka.
Settur er sá fyrirvari að fimm millj-
arðarnir séu aðeins vísbending um
vaxtakostnað fyrsta árið eftir að
greiðslufrestir voru felldir niður.
Jafnframt sé vaxtakostnaður aðeins
hluti þess tjóns sem varð vegna nið-
urfellingar greiðslufresta fyrirtækja.
Í skýrslunni er haft eftir bæði fyr-
irtækjum og CreditInfo að niðurfell-
ingu greiðslufresta megi rekja til þess
að strax að morgni 9. október 2008
hafi seljendur greiðslufallstrygginga
tekið fyrir útgáfu þeirra. Því gátu til
dæmis birgjar ekki varið sig gegn
mögulegu greiðslufalli með því að
kaupa tryggingu. Tvö af þremur fyr-
irtækjum sem helst seldu greiðslu-
fallstryggingar fyrir íslensk fyrir-
tæki, bjóða nú upp á þær í dag; annað
þeirra síðan í júlí á þessu ári. Í skýrsl-
unni segir að ekki sé eingöngu hægt
að kenna hryðjuverkalögunum þar
um, heldur hafi óvissa í efnahagsmál-
um haft sitt að segja.
Tjón vegna tapaðra vaxta útflutn-
ingsfyrirtækja er metið á bilinu 20-70
milljónir en líklegast er að tjónið nemi
um 40 milljónum króna. Tjón vegna
tapaðs tíma starfsmanna er metið á
bilinu 10-50 milljónir króna og líkleg-
ast að það nemi um 27 milljónum
króna.
Óbeint tjón miklu meira
Skýrsluhöfundar benda á að þrátt
fyrir að niðurstaða skýrslunnar sé sú
að meta megi beint tjón að minnsta
kosti 5,2 milljarða króna, þá bendi
flest til þess að óbeina tjónið sé miklu
meira. Þar komi til laskað orðspor ís-
lensks efnahagslífs sem hafi áhrif á
orðspor íslenskra fyrirtækja. Nær
ógerlegt sé að meta slíkt tjón til fjár,
þátt hryðjuverkalaganna í því og það
hversu langan tíma taki að vinna orð-
sporið til baka.
Morgunblaðið/Frikki
Ávarp Það er eflaust margur maðurinn sem man hvar hann var staddur þegar Geir H. Haarde fyrrv. forsætisráðherra bað Guð um að blessa Ísland.
Aðeins hluti tjóns metinn
Niðurfelling greiðslufresta langsamlega stærsti áhrifavaldurinn í því beina tjóni
sem íslensk fyrirtæki urðu fyrir þegar Bretar beittu hryðjuverkalögunum
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011
Til að styðja við bakið á Barnaspít-
ala Hringsins færði lagersala For-
lagsins á Fiskislóð spítalanum á
dögunum veglega bókainneign.
Starfsfólk spítalans getur nú valið
úr þúsundum titla sem því finnst
henta best fyrir börnin, unglingana
og jafnvel foreldrana sem dvelja
langdvölum á spítalanum.
Dóra Guðrún Kristinsdóttir,
kennari á spítalanum, tók við gjöf-
inni. Dóra Guðrún sagði við þetta
tækifæri að inneignin yrði vel nýtt í
skáldsögur og afþreyingu fyrst og
fremst en einnig prjónabækur og
aðrar handbækur sem gagn og
gaman er að.
Á myndinni eru Dóra Guðrún og
Erla Björg Gunnarsdóttir, kynning-
arstýra Forlagsins.
Bókagjöf
Alþjóðlega brjóstagjafavikan verð-
ur haldin hátíðleg dagana 20.-24.
september. Þemað í ár er Sjáumst,
gerum brjóstagjöf sýnilega.
Þriðjudaginn 20. september kl.
10:30 verður setning brjósta-
gjafavikunnar með kaffispjalli
stuðningskvenna á Iðunnareplinu.
Á fimmtudag verður opnuð ljós-
myndasýning með verkum Fiann
Paul í miðbæ Reykjavíkur og á
föstudag kl. 15:30 verður boðið til
fjöldagjafar og kaffisamsætis á
Kaffitári á Höfðatorgi.
Á laugardeginum verður há-
punktur hátíðarinnar, málþing
brjóstagjafavikunnar. Málþingið er
haldið í húsnæði Heklu, Laugavegi
170-174, og stendur frá kl. 11 til 14.
Málþingið er ókeypis og opið öllum.
Alþjóðleg brjósta-
gjafavika hefst í dag
Í tilefni af útkomu bókarinnar „Rík-
isfang: Ekkert“ standa Alþjóða-
málastofnun Háskóla Íslands og
Forlagið fyrir fundaröð um málefni
flóttamanna og stöðuna í Mið-
Austurlöndum. Fundirnir verða í
Odda á miðvikudögum kl. 12.25 til
13.20.
Á morgun mun Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra, ræða friðarhorfur í Pal-
estínu og segja frá starfi sínu með
alþjóðlegum friðarsamtökum ísr-
aelskra og palestínskra kvenna.
Málefni flóttamanna
Á sameigin-
legum fundi
stjórna hjúkr-
unarheimilanna
Eirar og Skjóls í
gærmorgun var
einróma sam-
þykkt að ráða
Sigurð Rúnar
Sigurjónsson við-
skiptafræðing,
framkvæmda-
stjóra heimilanna frá 1. janúar
2012. Sigurður starfar nú sem rit-
ari fjárlaganefndar Alþingis.
Stjórnirnar samþykktu einnig
einróma á fundinum í gær að óska
eftir því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son gegni áfram stöðu fram-
kvæmdastjóra til áramóta, en þá
tekur hann við stjórnarformennsku
í Eir að nýju.
Nýr framkvæmda-
stjóri Eirar og Skjóls
Sigurður Rúnar
Sigurjónsson
STUTT
Í skýrslu fjármálaráðherra um áhrif af beitingu hryðjuverkalaga á íslensk
fyrirtæki kemur fram að 32 fyrirtæki sem höfðu samtals 1.300 milljarða
veltu árið 2008 hafi verið heimsótt. Fyrirtækjum var skipt í fjóra flokka:
Innflutningsfyrirtæki, útflutningsfyrirtæki, innlenda starfsemi og al-
þjóðlega starfsemi. Vegna smæðar úrtaksins reyndist vart tölfræðilega
marktækur munur þegar spurt var um bein áhrif á þau. Er varað við of-
túlkun þeirrar niðurstöðu í skýrslunni. Öll útflutningsfyrirtækin telja sig
ekki hafa orðið fyrir beinum áhrifum af hryðjuverkalögunum. Sama er hjá
80% þeirra fyrirtækja sem eru í alþjóðlegri starfsemi. Um 30% innflutn-
ingsfyrtækja töldu áhrifin einhver og um 70% engin. Rúm 40% fyr-
irtækja í innlendri starfsemi töldu áhrifin smávægileg.
Töldu bein áhrif á rekstur lítil
SKÝRSLA UM ÁHRIF HRYÐJUVERKALAGA
Andri Karl
andri@mbl.is
„Stór hluti vandamálsins við gjald-
eyrishöft er að of margir flokkar
hafa of lengi komist upp með að skila
auðu í umræðum um gengis- og pen-
ingamálastefnu til lengri tíma.“
Þetta sagði Árni Páll Árnason efna-
hags- og viðskiptaráðherra þegar
greidd voru atkvæði um gjaldeyr-
ishaftafrumvarpið svonefnda á laug-
ardag. Hann sagði fernt þurfa að
koma til svo unnt væri að afnema
gjaldeyrishöftin; efnahagslegan
stöðugleika, öruggt ytra umhverfi,
stöðugt fjármálakerfi og skýra fram-
tíðarsýn í gengis- og peningamálum
þjóðarinnar.
Frumvarpið var samþykkt eftir
málamiðlanir og breytingatillögu
þess efnis að heimild til gjaldeyr-
ishafta gilti til ársloka 2013 en ekki
til 2015 eins og áður stóð til. Þá var
jafnframt fallið frá kröfum um skila-
skyldu almennings á ferðamanna-
gjaldeyri.
Nefndum komið á fót
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði málið í
heild sinni vont en þakkaði fyrir þær
tilslakanir sem þó voru gerðar.
Hann sagði stjórnvöld ekki hafa sýnt
málinu nægilega mikla alvöru og þá
sem bæru ábyrgð á framkvæmd
haftanna og afléttingu þeirra ekki
hafa staðið í stykkinu við að flýta af-
náminu.
Meðal þess sem samið var um er
að koma á fót þverpólitískum nefnd-
um til að fara yfir gengis- og pen-
ingamálastefnu til lengri tíma. Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokks, sagði
lylkilatriði að yfirfara peninga-
málastefnu landsins frá grunni og að
allir flokkar hefðu aðkomu að því.
Árni Páll fagnaði því að allir vildu
koma að umræðunni um gengis- og
peningamálastefnuna. Hann sagði
jafnframt að nú yrði farið í skipulögð
verkefni til að hægt yrði að aflétta
höftunum hratt og örugglega, s.s. að
byggja upp innistæðutrygg-
ingakerfið og gera fjármálakerfinu
betur mögulegt að takast á við af-
námið.
Í framhaldi af þessu má nefna að
Seðlabankinn tilkynnti í gær að Þor-
geir Eyjólfsson hefði verið ráðinn
tímabundið sem verkefnastjóri í
Seðlabanka Íslands við losun gjald-
eyrishafta.
Gjaldeyrishöft
heimil til 2014
Fallið frá skilaskyldu gjaldeyris
Morgunblaðið/Ernir
Seðlabanki Lagasetningin fól í sér lögfestingu á reglum um gjaldeyrismál
sem Seðlabankinn setti með samþykki efnahags- og viðskiptaráðherra.