Morgunblaðið - 20.09.2011, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011
VIÐTAL
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Við lítum í raun á hagsmunabarátt-
una þannig að hún sé tvískipt: Ann-
ars vegar beitum við okkur innan
skólans, en þar viljum við bæta nám-
ið og aðstöðu
stúdenta, og hins
vegar utan skóla,
þar sem við berj-
umst fyrir mál-
efnum sem varða
t.d. lánasjóðinn og
húsnæðis- og at-
vinnumál,“ segir
Lilja Dögg Jóns-
dóttir, formaður
Stúdentaráðs Há-
skóla Íslands, um starfsemi ráðsins.
Hún segir stúdenta standa þétt að
baki háskólanum í því að framlög til
hans séu ekki skorin niður, heldur
hlúð að honum þannig að hann geti
vaxið og dafnað. Þar fyrir utan séu
húsnæðis- og lánamál einna stærst
baráttumála stúdentaráðs.
„Hvað námslánin varðar þá var
framfærslan hækkuð í vor og öllum
góðum hlutum ber að fagna. En þetta
eru ennþá upphæðir sem fólk lifir
naumlega á,“ segir Lilja. „Svo höfum
við m.a. verið að kanna möguleikana
á styrkjakerfi í sambandi við náms-
lánin, eins og tíðkast annars staðar á
Norðurlöndum. Ein hugmyndin væri
að fólk fengi skattafslátt fyrstu tvö
árin á vinnumarkaðinum. Önnur er
að fólk fengi einhvers konar nið-
urfellingu ef það klárar á réttum
tíma,“ segir hún. Hugmyndirnar séu
vel framkvæmanlegar og mun fýsi-
legri fyrir LÍN en skuldaafskriftir
sem séu afar miklar hjá sjóðnum.
Lilja segir annað stórt mál vera
aðkallandi skort á stúdentaíbúðum;
ekki sé um það að ræða að fólk lendi
á götunni en það neyðist oft til að
brúa biðlistabilið í alltof dýru hús-
næði eða í herbergjum inni á vinum
og ættingjum.
Standa vörð um 17:00-vaktina
„Það er mikill skortur á íbúðum og
Félagsstofnun stúdenta er vel í stakk
búin til að halda áfram að byggja, en
það vantar lóðir,“ segir Lilja. „Það
var gerður samningur milli FS, stúd-
entaráðs og Reykjavíkurborgar árið
2008 um ákveðið margar íbúðir á ári
til ársins 2011 en það vantar enn um
hundrað íbúðir upp á það.“ Hagstæð-
ast sé fyrir nemendur að lóðirnar séu
sem næst háskólasvæðinu, sem sam-
rýmist umhverfisstefnu bæði
Reykjavíkurborgar og Háskólans.
Stóra húsnæðistengda málið þessa
dagana segir Lilja hins vegar snúa að
húsaleigubótum. „Núna eru regl-
urnar þannig að þeir stúdentar sem
leigja saman á stúdentagörðum fá
allir húsaleigubætur en þegar fólk
leigir á almenna leigumarkaðinum
fær bara einn leigjenda bætur. Þetta
er nokkuð sem væri auðvelt að
breyta og myndi hjálpa mörgum þar
sem leiguverð er mjög hátt,“ segir
hún.
Lilja segir nemendur eiga fulltrúa
í ýmsum nefndum og hópum innan
háskólans þar sem unnið sé að því að
auka gæði kennslunnar og skoða ým-
is atriði sem að henni lúta. Gott
mötuneyti og góð námsaðstaða séu
meðal þeirra þátta sem auðveldi
vinnudag stúdenta. Flest mál séu
unnin í góðu samstarfi en þó sé eitt
og eitt mál sem ágreiningur er um.
„Þá er t.d. hægt að nefna svokall-
aða 17:00-vakt en við höfum beitt
okkur fyrir því að það verði ekki
kennt eftir klukkan 17 á daginn því
þá á fjölskyldufólk erfiðara með að
mæta. Þetta er nokkuð sem háskól-
inn hefur kannski ekki alveg verið
sammála okkur um,“ segir Lilja.
Sameiginlegir hagsmunir
Hún segir stúdentaráð einnig hafa
beitt sér af hörku í atvinnumálum en
sumrin séu sérstaklega erfið fyrir
marga, þar sem framboð á sum-
arnámi er afar takmarkað og litla
vinnu að fá. Það sé einnig hennar til-
finning að margir hugi nú að fram-
haldsnámi beint að loknu grunn-
námi.
„Mörgum þætti ákjósanlegt að
fara fyrst út á vinnumarkaðinn og
kynnast þannig því sem þeir eru að
læra áður en þeir hefja mast-
ersnám,“ segir Lilja. Vinnumark-
aðurinn sé hins vegar ekki upp á
marga fiska og þá líti einnig margir
til útlanda. „Ég er sjálf í hagfræði og
þar stefna allir út, annaðhvort í
mastersnám eða til að vinna.“
Lilja segir samstarf meiri- og
minnihluta í stúdentaráði hafa geng-
ið prýðilega, enda séu hagsmunir
þeirra sameiginlegir, þótt ekki ríki
alltaf sátt um hvernig þeirra sé best
gætt. „Og við högnumst bara á því,“
segir Lilja, „þá eru málin rædd fram
og til baka og síðan ræður meirihlut-
inn. Við erum eiginlega eins og stétt-
arfélag og störfum þannig,“ segir
hún.
Morgunblaðið/Eggert
Stúdentalíf Það er mikilvægur þáttur háskólaupplifunarinnar að leggja námsbækurnar til hliðar og njóta lífsins. Á góðum degi er jafnvel hægt að sóla sig á grænum reitum háskólasvæðisins.
Stéttarfélag háskólastúdenta
Stúdentaráð Háskóla Íslands berst á tvennum vígstöðvum Vill breyttar reglur um húsaleigu-
bætur LÍN taki styrkjakerfi til skoðunar Verðlaunað með niðurfellingu skulda og skattaafslætti
Morgunblaðið/Kristinn
Félagslíf Októberfest var haldin í síðastliðinni viku en hún hefur skipað sér fastan sess í skemmtanalífi stúdenta.
Lilja Dögg
Jónsdóttir
Vaxtaverkir í háskólakerfinu