Morgunblaðið - 20.09.2011, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Náms- og
starfsráðgjöf
Háskóla Íslands
fagnar á þessu
ári 30 ára af-
mæli sínu en
miðað við stærð
háskólans í dag
og fjölda nem-
enda, er erfitt
að ímynda sér
hvernig stúd-
entar komust af áður en þeir gátu
leitað til náms- og starfsráðgjafa
til að aðstoða sig í gegnum frum-
skóg háskólastigsins. Þó er það svo
að þeir náms- og starfsráðgjafar
NSHÍ sem þjónusta 14 þúsund
nemendur háskólans fylla aðeins
5,75 stöðugildi.
„Það er full þörf á því að hafa
fleiri náms- og starfsráðgjafa við
jafn stóran skóla, því þó að stærst-
um hluta nemenda gangi bara vel
þá takmarkar þetta svolítið það
sem er hægt að gera fyrir nem-
endur,“ segir María Dóra Björns-
dóttir, deildarstjóri NSHÍ. Starfið
sé þó engu að síður afar skemmti-
legt og gefandi.
Hún segir þjónustuna sem NSHÍ
veitir nemendum bæði fjölbreytta
og yfirgripsmikla.
Stundum erfitt að velja
„Að sumu leyti er það dálítið
bundið tímabilum á árinu hvað er
efst á baugi hjá nemendahópnum
og undanfarnar vikur hafa til
dæmis að miklu leyti snúist um
námsvalið,“ segir María. Margir
nýnemar skipti um skoðun á náms-
valinu yfir sumartímann og eftir
fyrstu skóladagana, en valið sé
kannski erfiðara nú en oft áður.
„Af því að það er búið að vera
þröngt um vik á vinnumarkaðinum
þá veltir fólk því fyrir sér hvaða
möguleika það á að námi loknu. En
próf á grunnnámsstigi er sjaldnast
bein ávísun á ákveðin störf og það
er nú oft hægt að breyta um stefnu
og fara í eitthvert annað meist-
aranám. Þetta er ekki óhagganleg
stefna og það er mikilvægt að nem-
endur líti ekki á það þannig,“ segir
hún.
Þurfa að læra ný vinnubrögð
Þegar valið liggur fyrir og há-
skólanámið er hafið fyrir alvöru
taka stundum annars konar vanda-
mál við. „Þegar fólk kemur í nýtt
námsumhverfi þá kemur gjarnan í
ljós að þau vinnubrögð og aðferðir
sem það notaði í framhaldsskóla
með góðum árangri ganga ekki
upp í háskólanámi. Það er mest-
megnis verið að lesa á ensku, les-
efnið er mun yfirgripsmeira og
prófin lengri. Þá þarf fólk að
breyta vinnubrögðunum og skipu-
laginu og fleiru,“ segir María.
Hún segir það tilfinningu náms-
og starfsráðgjafa NSHÍ að fleiri
fari nú beint í framhaldsnám að
loknu grunnnámi vegna ástandsins
á vinnumarkaðnum en í kjölfar
hrunsins hafi einnig margir skilað
sér í nám sem höfðu ekki hug á því
áður.
„Fólk er kannski að útskrifast
með grunnháskólagráðu og svo
þegar ekkert gengur að fá vinnu,
fara þeir beint í framhaldsnám
sem hefðu annars unnið í nokkur
ár áður en þeir héldu áfram námi.
Og vegna uppsagna og breytinga á
vinnumarkaði, þá hafa sumir grip-
ið kærkomið tækifæri til að hefja
nám eða bæta við sig námi. Fyrir
aðra er námið kannski bara plan
b,“ segir hún
Alltaf hægt að breyta um stefnu
Náms- og starfsráðgjafar í 5,75 stöðugildum þjónusta 14 þúsund nemendur Háskóla Íslands
Fólk lítur til erfiðra aðstæðna á vinnumarkaði við námsval NSHÍ á 30 ára afmæli á árinu
Morgunblaðið/Eggert
Íhugun Gott er að tæma hugann þegar ögrandi verkefni eru framundan.
María Dóra
Björnsdóttir
Fjöldi nema á almennum sviðum háskólastigsins
Menntun
Hugvísindi og listir
Félagsvísindi, viðskipti og lögfræði
Raunvísindi, stærð.- og tölvunarfræði
Verkfr. framleiðsla og mannvirkjagerð
Landbúnaður og dýralækningar
Heilbrigði og velferð
Þjónusta
Alls
Konur
1.232
907
1.334
301
90
13
981
0
4.858
Karlar
266
510
1.202
566
347
69
282
0
3.242
Alls
1.498
1.417
2.536
867
437
82
1.263
0
8.100
Konur
2.372
1.598
3.795
483
468
63
1.767
193
10.739
Karlar
478
777
2484
784
953
52
331
60
5.919
Alls
2.850
2.375
6.279
1.267
1.421
115
2.098
253
16.658
Konur
2.208
1.760
4.057
613
534
117
2.170
287
11.746
Karlar
565
1.022
2.740
1.062
1.212
62
340
120
7.123
Alls
2.773
2.782
6.797
1.675
1.746
179
2.510
407
18.869
1997 2007 2010
Á háskólastiginu er nú fjöldi
kennslugreina í boði í fjarnámi og
Kristín Sigurmundsdóttir, sem bú-
sett er í Keflavík, er ein þeirra sem
hafa nýtt sér þennan möguleika. Hún
stundar nám í hjúkrunarfræði við
Háskólann á Akureyri í gegnum Mið-
stöð símenntunar á Suðurnesjum.
„Fjarnámið gerði það að verkum
að það varð raunhæfur möguleiki
fyrir mig að stunda þetta nám,“ segir
Kristín, sem er þriggja barna móðir.
„Mér fannst þetta vænlegri kostur
en Háskóli Íslands þar sem ég get
stundað þetta nám frá minni heima-
byggð og það er mun þægilegra en
að keyra til Reykjavíkur hvern ein-
asta dag.“
Hljóðupptökur mikill kostur
Að læra hjúkrunarfræði var gam-
all draumur Kristínar en hún er nú á
þriðja ári. Hún fylgir sömu stunda-
töflu og staðnemar á Akureyri og
horfir á fyrirlestra í beinni í símennt-
unarmiðstöðinni. Þó er ákveðinn
sveigjanleiki til staðar þar sem
margir kennaranna taka fyrirlestr-
ana upp á hljóðformi og þannig er
hægt að hlusta á þá seinna ef eitt-
hvað kemur upp á á kennslutíma.
Hljóðupptökurnar koma sér einnig
vel þegar fjarsendibúnaðurinn klikk-
ar.
Verklega kennslu, verkefnavinnu
og próf sækir Kristín til Akureyrar.
„Eina til tvær vikur á önn erum við
hérna fyrir norðan og þá er reynt að
þjappa eins miklu á þessa daga og
hægt er,“ segir Kristín. „Svo erum
við í verknámi; ég er að fara á Land-
spítalann í haust í þrjár vikur, síðan
fer ég á Selfoss í eina viku og svo eru
bollaleggingar um að fara til Noregs
í skiptinám, sem er mjög spennandi,“
segir hún. Háskólinn á Akureyri sé í
norrænu samstarfi við aðra háskóla
og nemum á þriðja ári bjóðist að
sækja um styrk til að stunda verk-
nám í Noregi, Danmörk, Svíþjóð eða
Finnlandi.
Nám á eigin forsendum
Kristín segir það hafa reynst auð-
velt að laga námið að fjölskyldulífinu
og þar megi ekki síst þakka hljóð-
upptökunum góðu, sem hún segir
fjarnema sérstaklega þakkláta fyrir.
„Maður er orðinn þetta gamall og er í
þessu algjörlega á eigin forsendum,
fer í þetta sem þroskuð manneskja
sem kann orðið að skipuleggja sinn
tíma. En þessi sveigjanleiki sem fjar-
námið býður upp á er mjög stór kost-
ur.“
Kristín segir námið fjölbreytt og
bjóða upp á ýmsa möguleika á vinnu-
markaðnum. „Hjúkrunarfræðingar
starfa mjög víða í þjóðfélaginu, þetta
er mjög góður grunnur. Síðan stefni
ég á framhaldsnám, fyrst maður er
kominn af stað þá stoppar maður
ekkert,“ segir hún. Hvaða sérgrein
hún hyggist leggja fyrir sig í framtíð-
inni verði tíminn hins vegar að leiða í
ljós. holmfridur@mbl.is
Nemur hjúkrunarfræði
við HA frá Keflavík
Fjarnemi Kristín Sigurmundsdóttir.
Fjarnám gerði henni kleift að láta gamlan draum rætast
„Eftir útskrift úr framhaldsskóla
skráði ég mig í nám í sagnfræði
við Háskóla Íslands. Ég mætti þó
aldrei í neinn tíma í því fagi og
skipti strax yfir í japönsku. Á
þessum tíma var ég nýlega kom-
in heim úr löngu Evrópu-
ferðalagi og var frekar óákveðin
í því hvað ég vildi læra. Ég fór að
vinna og skráði mig ekki aftur í
háskólann fyrr en tveimur árum
síðar. Þá byrjaði ég aftur í jap-
önskunni.
Ég hafði mjög gaman af nám-
inu en hafði einfaldlega ekki
nógu mikinn aga til að sitja yfir
bókunum. Ég skipti þá yfir í
kynjafræði. Það nám var mjög
fróðlegt og spennandi en ég
flosnaði engu að síður fljótlega
upp úr því líka. Haustið eftir
skráði ég mig í stjórnmálafræði
og líkaði það ágætlega. Meðfram
náminu vann ég í hlutastarfi í
miðbænum. Það var svo
skemmtilegt að smám saman fór
ég að vinna meira og læra
minna. Svo fór að ég hætti al-
veg í skólanum og fór að
vinna. Á þeim tíma steig ég
ekki fæti inn á háskólalóð-
ina. Mér fannst það að
vera alfarið á vinnu-
markaðnum vera góð-
ur skóli.
Einhverjum
misserum síðar
benti einhver
mér á listfræð-
ina og eftir
smáumhugs-
unartíma
ákvað ég að
slá til. Það
stóð nú
aldrei til
að verða
svona af-
kastamikill fagaflakkari í háskól-
anum. Í samfélaginu hérna er
mikil áhersla lögð á menntun og
fólk almennt duglegt að sækja
nám og bæta við menntunina
langt fram á fullorðinsaldur. Svo
er það líka þannig að þegar mað-
ur klárar framhaldsskóla í kring-
um tvítugt er ekki svo mikið
framboð af vinnu fyrir mann. Þá
er það oft vænlegri kostur að
fara í skóla og safna einhverjum
einingum, sem vonandi eiga þá
eftir að nýtast manni seinna.
Eftir að ég byrjaði í listfræð-
inni er ég alveg hætt að skipta
um fag við upphaf hverrar ann-
ar. Það eitt og sér er mjög góður
árangur. Ég held líka að fólkið í
kringum mig hafi verið orðið
ansi þreytt á að spyrja mig í sí-
fellu hvað ég ætlaði nú eiginlega
að fara að læra núna. Ætli ég sé
ekki í eðli mínu mjög fróðleiksfús
og áhugasöm um svo marga
hluti. Núna er stefnan sett á
að klára listfræðina með
ensku sem aukagrein.
Kröfur um menntun
eru alltaf að aukast og
ég geri því ráð fyrir að
taka mastersgráðu í
einhverju list-
tengdu fagi. Það
verð ég að gera
erlendis. Svo
hefur það nú
reyndar lengi
blundað í
mér að læra
dýralækn-
ingar.
Kannski
skelli ég
mér í
það við
tæki-
færi!“
Ég ætla að verða ?
þegar ég verð stór
Björk Konráðsdóttir hefur komið
víða við á háskólagöngu sinni
Björk
Konráðsdóttir
Vísindin efla alla dáð og nám er
vinnandi vegur. En hvað gerist
raunverulega að námi loknu á
tímum atvinnuleysis og þreng-
inga? Fær fólk vinnu við hæfi,
eða vinnu yfirhöfuð? Margir virð-
ast kjósa að halda beint í fram-
haldsnám, heima eða erlendis.
Á morgun