Morgunblaðið - 20.09.2011, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011
Ívar Páll Jónsson
ivarpall@mbl.is
Kanadíska fyrirtækið Alterra Po-
wer, sem áður hét Magma Energy
og á 75% í HS Orku, tapaði 21
milljón dollara, 2,4 milljörðum
króna, á ársfjórðungnum sem end-
aði 30. júní síðastliðinn. Frá ára-
mótum hefur gengi bréfa í fyrir-
tækinu lækkað um 64%, en það er
nú 54 sent á hlut. Í nóvember 2009
kostaði hver hlutur tvo dollara.
Í uppgjöri fyrir reikningsárið
2011, sem lauk 30. júní, er afkoma
HS Orku frá 17. ágúst 2010. Ef
horft er á allt reikningsárið nemur
tap Alterra 17 milljónum dollara,
eða tveimur milljörðum króna. Í til-
kynningu frá fyrirtækinu til kan-
adísku kauphallarinnar ef haft eftir
John Carson, forstjóra Alterra, að
niðurstöður uppgjörsins endur-
spegli „bókhaldsflækjur“ (e. acco-
unting complications), vegna mikils
vaxtar á árinu, þegar Alterra jók
hlut sinn í HS Orku og tók yfir
orkufyrirtækið Plutonic. „Við eigum
núna framúrskarandi vind-, vatns-
og jarðorkuteymi, og sex verk-
smiðjum okkar gengur eins og búist
var við. Við búumst við því að á yf-
irstandandi fjárhagsári munum við
framleiða 1.518.000 megavattstund-
ir af hreinni orku, sem muni afla
okkur 100 milljóna dollara tekna og
yfir 50 milljóna dollara EBITDA-
hagnaðar. Góð lausafjárstaða og
sterk eignastaða, að viðbættu fram-
úrskarandi safni vaxtarverkefna
munu skila okkur aukinni fram-
leiðslu og tekjum á komandi árum.
Ég er mjög spenntur fyrir framtíð-
inni,“ segir Carson í fréttinni.
Hár „annar kostnaður“
Liðurinn „annar kostnaður og
tekjur“ var neikvæður upp á 15,5
milljónum dollara á fjárhagsárinu.
Samkvæmt ársreikningnum er þar
um að ræða virðisaukningu á lang-
tímaskuldum, upp á 16 milljónir,
niðurfærslu á hlutabréfum í HS
Orku upp á 10 milljónir dollara,
fjármagnskostnað upp á 16 millj-
ónir og afskrift á þróunarkostnaði
vegna jarðvarmavirkjunar fyrir
fjórar milljónir dollara. Á móti
koma „aðrar tekjur“, en undir þeim
lið færir fyrirtækið sér til tekna
virðisbreytingu á afleiðum, sem
tengjast orkuverði, upp á 19,7 millj-
ónir dollara. Tekjur af hlutafé eru
átta milljónir, vaxtatekjur 1,8 millj-
ónir og gengishagnaður 1,2 millj-
ónir.
Heildartekjur Alterra á árinu
voru 71 milljón dollara, þar af nam
orkusala 69 milljónum. Kostnaðar-
verð seldra vara var 36,6 milljónir
og afskriftir voru 10,5 milljónir.
Vergur hagnaður var því 23,7 millj-
ónir dollara. Rekstrarkostnaður var
19,3 milljónir dollara.
Handbært fé 74 milljónir
Tap fyrir skatta er 11 milljónir
dollara og tekjuskattsskuld er sex
milljónir. Heildartap ársins er því
17 milljónir dollara, sem fyrr segir.
Handbært fé fyrirtækisins frá
rekstri er neikvætt um 5,6 milljónir
dollara, en jákvætt frá fjármögn-
unarstarfsemi um 34 milljónir.
Munar þar mest um nýtt hlutafé,
sem aflaði 42 milljóna í kassann.
Handbært fé frá fjárfestingastarf-
semi var jákvætt um 17 milljónir
dollara. 59 milljónir voru notaðar til
að auka hlut félagsins í HS Orku en
70 milljónir skiluðu sér aftur með
sölu á fjórðungshlut í fyrirtækinu
til íslenskra lífeyrissjóða. Hand-
bært fé í árslok er 74 milljónir doll-
ara.
Gengi bréfa Alterra hefur
lækkað um 64% á árinu
Tapaði 2,4 milljörðum króna Segir yfirtöku á HS Orku veigamikla í afkomu
Morgunblaðið/Golli
Alterra Power „Annar kostnaður“ á reikningsárinu nam 35 milljónum doll-
ara. Þar af var hlutafjáreign í HS Orku færð niður um 10 milljónir dollara.
Alterra Power
» Kanadískt fyrirtæki sem áð-
ur hét Magma Energy og eign-
aðist 98% hlut í HS Orku.
» Seldi fjórðungshlut til ís-
lenskra lífeyrissjóða á árinu.
» Tapaði sem nemur 2,4 millj-
örðum króna á síðasta fjár-
hagsári.
» Gengi bréfa í félaginu hefur
farið mjög lækkandi í kauphöll.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz hefur
fallið frá málsókn sinni á hendur skilanefnd
Kaupþings. Skilanefndin staðfesti þetta í tilkynn-
ingu sem sett var á netið í gær. Í tilkynningunni
segir að samkomulag hafi náðst milli skilanefnd-
ar og sjóðsins Tchenguiz Family Trust um að
fallið verði frá öllum kröfum og þeim málaferlum
sem staðið hafa yfir vegna þeirra.
Samkomulagið hefur ekki áhrif á samskipti
þrotabús bankans og Róberts Tchenguiz, yngri
bróður Vincents, en Róbert varð sem kunnugt er
stærsti skuldari íslenska bankakerfisins með lán-
um sínum hjá Kaupþingi.
Óljós krafa?
Kröfur Vincents komu til vegna viðbótarveða
sem hann lagði fram vegna lána bankans til Ró-
berts. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
byggði Vincent kröfuna á því að hann hefði orðið
fyrir eignarýrnun þegar bankinn notaði vægt úr-
ræði til að ganga að veðinu. Skilanefnd hafði alla
tíð hafnað kröfunum.
Vincent hafði höfðað mál bæði á Bretlandi og
Íslandi og krafið skilanefnd um hálfan annan
milljarð punda, eða um 276 milljarða króna. Var
m.a. lengi deilt um það í hvaða landi úrskurðað
skyldi í málinu.Að sögn lögfræðilegs ráðgjafa
Kaupþings voru kröfur Vincents á afar veikum
grunni reistar.
Vincent Tchenguiz pakkar
Með veikan grunn fyrir 276 milljarða kröfu Höfðaði mál í tveimur löndum
Ljósmynd/Tom Stockill
Lok Vincent Tchenguiz hefur staðið í ströngu í
málaferlum sínum gegn Kaupþingi.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands þurfa
að fara í 9% fyrir árslok eigi verð-
bólguspá bankans að ganga eftir.
Þetta kemur fram í Hagsjá Lands-
bankans en í henni er vaxtastigið á Ís-
landi reiknað út frá Taylor-reglunni
svokölluðu miðað við núverandi verð-
bólguspá Seðlabankans. Reglan, sem
er mikið notuð í tengslum við vaxta-
ákvarðanir seðlabanka sem styðjast
við verðbólgumarkmið, sýnir hvernig
stýrivextir ákvarðast af jafnvægis-
vöxtum, frávikum frá famleiðslugetu
hagkerfisins og fráviki frá yfirlýstu
verðbólgumarkmiði. Reglan kveður á
um að stýrivextir eigi að víkja frá
jafnvægisvöxtum ef verðbólga er
ekki í takti við verðbólgumarkmið og
ef annaðhvort framleiðsluslaki eða þá
spenna er til staðar í hagkerfinu.
Samkvæmt útreikningum Lands-
bankans þarf peningastefnunefnd
Seðlabankans því að hækka stýri-
vexti um 150 punkta á hverjum
vaxtaákvörðunarfundi fram til ára-
móta. Már Guðmundsson, seðla-
bankastjóri, hefur lýst því yfir í fjöl-
miðlum að nýbirtar tölur
Hagstofunnar um landsframleiðsl-
una á fyrri helmingi ársins breyti litlu
um mat bankans á verðbólguhorfum.
Þetta þýðir með öðrum orðum að
bankinn mun áfram leggja meiri
áherslu á verðbólguþróun en hinn
mikla framleiðsluslaka í hagkerfinu
við vaxtaákvarðanir.
Spá 50 punkta hækkun
Þrátt fyrir að Taylor-reglan bendi
til þess að miklar vaxtahækkanir séu
framundan, og að þættir á borð við
hækkun verðbólguálags á skulda-
bréfamarkaðnum eftir síðustu vaxta-
hækkun gefi til kynna mat fjárfesta
að hækkunin hafi verið of lítil, telja
sérfræðingar Landsbankans ólíklegt
að bankinn fylgi Taylor-reglunni við
næstu vaxtaákvarðanir. Þrýstingur
sé á peningastefnunefndina að fara
gætilegar í vaxtahækkanir til að kæfa
ekki veikburða hagvöxt í fæðingu.
Landsbankinn telur nefndina hafa
svigrúm til 50-100 punkta hækkunar
og spáir að peningstefnunefndin
hækki vexti um 50 á fundi sínum á
miðvikudaginn. ornarnar@mbl.is
Stýrivextir þurfa að fara í 9% fyrir
árslok miðað við verðbólguspá
Landsbankinn telur að stýrivextir þurfi að hækka hratt á næstu misserum
Morgunblaðið/Ernir
Seðlabankastjóri Már Guðmundsson.
● Eignir Kaupþings jukust um tæplega
100 milljarða króna eða um rúm 12% á
fyrstu sex mánuðum ársins. Handbært
fé Kaupþings stóð í 319 milljörðum og
jókst um 88 milljarða í lok júní, sam-
kvæmt uppfærðri kröfuhafaskýrslu.
Sé leiðrétt fyrir áhrifum vegna 5,5%
gengislækkunar krónunnar á tímabilinu
jókst verðmat eigna Kaupþings um 48
milljarða króna á tímabilinu. Óveðsett-
ar eignir bankans eru metnar á 888
milljarða króna. Þetta kemur fram í nýj-
um fjárhagsupplýsingum í skýrslu fyrir
kröfuhafa Kaupþings.
Eignir Kaupþings jukust
um 100 milljarða
● Þorgeir Eyjólfs-
son hefur verið
ráðinn verk-
efnastjóri við losun
gjaldeyrishafta í
Seðlabankanum.
Mun Þorgeir hafa
umsjón með fram-
kvæmd áætlunar
um losun haftanna,
meta umsóknir um
nýtingu á fjárfest-
ingargengi, eiga í samskiptum við þátt-
takendur í útboðum og veita ráðgjöf um
framkvæmd útboða og varðandi und-
anþágur og eftirlit til að koma í veg fyrir
sniðgöngu. Þorgeir hefur starfað sem
forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
og var um tíma yfirmaður eignastýr-
ingar MP banka.
Þorgeir í Seðlabankann
Þorgeir
Eyjólfsson
● Peningaprentun Englandsbanka jók
hagvöxt í breska hagkerfinu um 2%.
Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu
Englandsbanka. Á móti kemur að bank-
inn áætlar að peningaprentunin hafi auk-
ið verðbólgu um 1,5%. Englandsbanki
jók peningamagn í umferð frá mars
2009 til febrúar í fyrra með beinum
kaupum á ríkisskuldabréfum fyrir um
200 milljarða punda. Með kaupunum
vildi bankinn reyna að afstýra enn meiri
samdrætti í breska hagkerfinu.
Prentunin jók hagvöxt
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
++,-..
+/0-01
++/-,.
2+-0,.
23-.,0
+1-044
+0+-5.
+-.+/.
+/2-/5
+.5-+0
++,-/0
+/0-/2
++5
2+-42/
23-,24
+1-05.
+02-02
+-.225
+/0-44
+.5-./
2+.-+/5/
++1-++
+/4-21
++5-0.
2+-45+
23-,/.
+1-44,
+02-,5
+-.210
+/0-55
+,3-0
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á