Morgunblaðið - 20.09.2011, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011
Samfélagsstyrkir
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Samfélagssjóður hyggst veita 35 samfélagsstyrki
til mannúðar-, menningar- og menntamála, samtals
að upphæð 15.000.000 kr. Umsóknarfrestur er til
1. október 2011.
Styrkir skiptast með eftirfarandi hætti:
5 styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver
10 styrkir að upphæð 500.000 kr. hver
20 styrkir að upphæð 250.000 kr. hver
Verkefni sem einkum koma til greina:
verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga
verkefni á sviði menningar og lista
menntamál, rannsóknir og vísindi
forvarna- og æskulýðsstarf
sértæk útgáfustarfsemi
Umsóknarfrestur framlengdur
Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja hefur verið framlengdur
til og með 1. október 2011 (póststimpill gildir). Dómnefndir eru
skipaðar fagfólki á hverju sviði.
Sækja þarf um styrkina sérstaklega og senda umsókn merkta:
Samfélagsstyrkir, Landsbankinn, Austurstræti 11, 155 Reykjavík.
Nánari upplýsingar á landsbankinn.is
FRÉTTASKÝRING
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Rúmlega fimmtíu manns hafa látið
lífið í mótmælum í Jemen undan-
farna tvo daga. Samkvæmt fréttum
myrtu öryggissveitir stjórnvalda 27
í gær og voru meðal annars leyni-
skyttur að verki. Á sunnudag voru
26 drepnir. Meðal hinna föllnu eru
tvö börn, sem voru skotin til bana
þar sem þau voru í bíl með for-
eldrum sínum í höfuðborginni,
Sanaa. Hermenn, sem hafa gengið í
raðir mótmælenda undir forustu
herforingjans Ali Mohsin Al-Ahm-
ars, hafa veitt öryggissveitum
stjórnvalda mótspyrnu.
Tugir þúsunda mótmæltu
Tugir þúsunda manna mótmæltu
í Sanaa á sunnudag og gengu frá
Change-torgi, þar sem mótmæl-
endur hafa oft safnast saman, inn í
miðborgina. Að sögn vitna var fyrst
sprautað vatni í háþrýstidælum á
mótmælendur, táragasi beitt og
ráðist á þá með kylfum. Skothríðin
hófst skammt frá skrifstofum Ah-
meds Salehs, sem er sonur forseta
landsins og yfirmaður sérsveita
lýðveldisvarðanna, og mun hafa
staðið í klukkutíma. Auk þeirra,
sem féllu í skothríðinni, munu 500
manns hafa særst.
Mótmælendur vilja koma Ali Ab-
dullah Saleh forseta frá völdum.
Mótmælin í Jemen hófust í lok jan-
úar í kjölfarið á uppreisnunum í
Túnis og Egyptalandi.
Saleh særðist í sprengjuárás á
bækistöðvar forsetans í júní og var
komið undir læknishendur í Sádi-
Arabíu þar sem hann er enn.
Stjórnarandstaðan setti í ágúst á
fót ráð með það að markmiði að
taka við völdum í landinu og á
mánudag fyrir viku veitti Saleh
staðgengli sínum leyfi til að semja
um valdaskipti. Saleh neitar þó enn
að láta völdin af hendi þrátt fyrir
þrýsting bæði innan lands og utan.
Bandaríkjamenn lýstu því yfir í
liðinni viku að þeir vildu að lausn,
sem ríki við Persaflóa hafa átt sam-
starf um að gera, yrði undirritað í
þessari viku. Sérlegur erindreki
Sameinuðu þjóðanna, Jamal Be-
nomar, kom til Sanaa í gær til að
greiða fyrir þessari lausn ásamt
fulltrúa Samstarfsráðs Persaflóa-
ríkja. Samstarfsráðið skoraði í vor
á Saleh að segja af sér og láta öll
stjórnarskrárbundin völd í hendur
Abdrabuhs Mansurs Hadis vara-
forseta. Í staðinn yrði honum og
fjölskyldu hans heitið friðhelgi.
„Gera ekkert fyrir okkur“
Óttast er að blóðsúthellingarnar
undanfarna tvo daga hafi dregið
verulega úr líkum á samkomulagi
milli Saleh og andstæðinga hans.
Í dagblaðinu The New York Tim-
es sagði í gær að mótmælendur í
Sanaa líktu margir stöðu sinni við
átökin í Líbíu þar sem Atlantshafs-
bandalagið lagðist á sveif með upp-
reisnarmönnum gegn Moammar
Gaddafi einræðisherra.
„Hér gerir alþjóðasamfélagið
ekki neitt,“ hafði blaðið eftir einum
mótmælanda, Awad Mansour. „Sjá-
ið Líbíu: Eignir þeirra voru frystar,
þeir hjálpuðu uppreisnarmönnum,
en þeir gera ekkert fyrir okkur.“
Þrákelkni Salehs, sem hefur ver-
ið við völd í Jemen frá 1978, hefur
vakið reiði forustumanna í grann-
ríkjunum og víðar. Hafa menn
áhyggjur af því að pólitískur glund-
roði í landinu muni auðvelda víga-
mönnum í tygjum við hryðjuverka-
samtökin al-Qaeda að ryðja sér til
rúms.
Hið pólitíska ástand getur dregið
dilk á eftir sér. Hjálparsamtökin
Oxfam sögðu í yfirlýsingu að einn
af hverjum þremur íbúum landsins
liði hungur vegna þess að efnahags-
líf landsins væri að hruni komið og
stjórnvöld væru lömuð. „Í Jemen
ríkir víðtækt hungur og viðvarandi
vannæring,“ sagði í skýrslu Oxfam.
Rúmlega 50 fallnir á tveimur dögum Óttast að blóðsúthellingarnar dragi úr líkum á samkomlagi
um að forsetinn fari frá Mótmælendur vilja hjálp alþjóðasamfélagsins líkt og uppreisnarmenn í Líbíu
Ráðist á mótmælendur í Jemen
Reuters
Ofbeldi Sjúkraliðar bera liðhlaupa
úr her Jemens sem særðist í átökum
við öryggissveitir stjórnvalda í gær.
Náðunarnefnd í Atlanta í Georgíu
tók í gær fyrir mál Troy Davis, sem
dæmdur var fyrir morð 1991 og
taka á af lífi í næstu viku. Mörgum
þykir dauðadómurinn standa veik-
um fótum og hafa andstæðingar
dauðarefsinga um heim allan tekið
málstað Davis. Um 200 manns mót-
mæltu þegar nefndin kom saman.
Davis var sakaður um að hafa
myrt lögregluþjón. Hann hefur þrá-
faldlega lýst yfir sakleysi sínu.
Morðvopnið fannst aldrei og ekki
fundust heldur lífsýni eða fingra-
för. Sjö af níu mönnum, sem báru
vitni í réttarhöldunum, hafa dregið
vitnisburð sinn til baka eða breytt
honum. Þá hafa komið fram vitni,
sem segja að annar maður hafi
framið morðið, og sá hafi verið einn
þeirra, sem báru vitni gegn Davis.
Gagnrýnendur segja málið dæmi
um spillt dómskerfi í Suðurríkjum
Bandaríkjanna þar sem svartur
maður sé með röngu dæmdur fyrir
að myrða hvítan lögregluþjón. Hátt
í milljón undirskriftir hafa safnast
til stuðnings Davis.
Reuters
Aftöku mótmælt
Ákvörðun Þjóðverja um að hætta
að nota kjarnorku og skipta yfir í
endurnýjanlega orkugjafa mun
kosta 250 milljarða evra (40 billj-
óna ÍSK) fjárfestingu næsta áratug
samkvæmt rannsókn, sem birt var í
gær.
Rannsóknina gerði fjárfest-
ingabankinn KfW, sem er í rík-
iseigu og hefur verið iðinn við að
fjármagna framkvæmdir í orku-
geiranum.
Þjóðverjar stefna að því að fram-
leiða 80% af orkunni, sem þeir
nota, með endurnýjanlegum orku-
gjöfum um miðja öldina. Hlutfallið
er nú 17%.
Sérfræðingar hafa komist að því
að ákvörðun þýskra stjórnvalda í
kjölfarið á kjarnorkuslysinu í Fu-
kushima í Japan
um að hætta að
nota kjarnorku
muni draga úr-
hagvexti í land-
inu.
Ástæðan er sú
að Þjóðverjar
þurfa að kaupa
orku frá útlönd-
um í stað þeirr-
ar, sem kom úr
þýskum kjarnorkuverum, og það
hefur áhrif á viðskiptajöfnuðinn.
Það er kaldhæðnislegt að sú orka
kemur m.a. úr kjarnorkuverum ut-
an Þýskalands, t.d. Tékklandi, sem
ekki teljast jafn örugg og þau
þýsku. Þjóðverjar skipta því á
kjarnorku og kjarnorku.
Dýrt að hætta
með kjarnorkuna
Kostar 40 billjónir króna að skipta
Skipti Kjarnorka
fyrir kjarnorku.