Morgunblaðið - 20.09.2011, Síða 19

Morgunblaðið - 20.09.2011, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011 Óhætt er að fullyrða að heimska eða illska hafi ráðið för, þegar ákveðið var að stefna Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Kjósendur verða svo að svara því, hvort þeir vilji hafa fólk, sem hlýðir röddum illsku og heimsku, til að vernda hagsmuni lands og þjóðar. Nú styttist óðum í kosningar og þess vegna ætti fólk að skoða þau nöfn sem greiddu at- kvæði með ákærunni og taka ákvörðum um, hvort þeir vilji hafa ein- staklinga á hinu háa al- þingi, sem geta gert slík- an skaða. „Aðgát skal höfð í nær- veru sálar“ og enginn efast um það, að í Geir H. Haarde búi góð og til- finningarík sál. Stein- grímur J. Sigfússon er meðvitaður um það, enda kvaðst hann hafa gert ill- virkið með sorg í hjarta. Það kom fram í viðtali við Geir á Bylgjunni, að kostnaður sá sem hann hefur þurft að bera, vegna illsku og haturs sumra þing- manna út í Sjálfstæðisflokkinn, sé kom- inn nálægt fimmtán milljónum. Það eitt og sér, fyrir utan allt annað, hefði átt að vera nóg til að fá heiðarlegt fólk til að sjá að sér. Í kjölfar bankahrunsins vann Geir dag og nótt, við hryllilegar aðstæður, við að bjarga því sem bjargað varð og hann gerði það mjög vel eins og komið hefur í ljós. Undir háværum látum og öskrum í trylltum múg, stóð hann styrkur og vann sín verk af stakri prýði. Auðvelt er að efast um að núverandi ríkisstjórn, sem þurfti að kalla á lögreglu til þess að fjar- lægja einn öryrkja sem var að vekja at- hygli á sínum sjónarmiðum, hefði þolað álagið sem Geir þurfti að þola, ásamt þeim sem voru með honum í ríkisstjórn á þessum tíma. Vandræðagangurinn í þessu máli er til skammar fyrir þróað réttarríki, sem á að hafa lög í heiðri. Vinstri stjórnin hefur skaðað ímynd réttarríkisins, sem betur fer aðeins tímabundið, því ólík- legt er að þjóðin geri sömu mis- tökin tvisvar, eftir að hafa horft upp á þann gífurlega fórn- arkostnað sem vanhæf og getu- laus ríkisstjórn hefur í för með sér. Það ótrúlegasta við þetta mál, er fyrst og fremst það, að Geir veit ekki fyrir hvað hann er ákærður, það eru engin rök fyrir ákærunni og engar aug- ljósar sakir. Hvað hefði gerst ef hann hefði heimtað að bank- arnir minnkuðu umsvif sín árið 2006? Hefðu fjölmiðlar ekki tekið hann af lífi og allt orðið vit- laust, hugsanlega hefði verið bent á að hann væri að tak- marka frelsi bankanna o.s.frv., flestir ættu að muna eftir því, að á þessum tíma mátti ekki hallmæla bönkunum, þá varð allt vitlaust. Hefði hann gripið til aðgerða strax í byrjun árs 2008, hefði það valdið titringi og áhlaupi á bankana? Það getur enginn sagt til um hvað hefði átt að gera og hvaða afleiðingar það hefði í för með sér, því það eru engin fordæmi til. Hin meingallaða rannsókn- arskýrsla, þótt hún geymi athyglisverðar frásagnir og ágætis hugleiðingar, var notuð af þingnefndinni, sem ákvað ill- virkið. Andmæli Davíðs Oddssonar, sem voru vel rökstudd, voru ekki tekin til umfjöll- unar. Í andmælum Davíðs er bent á van- þekkingu nefndarmanna á hlutverki Seðlabankans, svo dæmi sé tekið. Rann- sóknarnefndin gerði ekkert í því að hrekja andmælin, né heldur að sam- þykkja þau. Það eitt og sér gerir skýrsl- una meingallaða og langt frá því frábæra, þótt sumt sé gott í henni. Geir Hilmar Haarde þarf sem sagt að borga stórar fjárhæðir, takast á við mik- inn kvíða og bíða lengi eftir niðurstöðu sem óvíst er að verði réttlát, miðað við málsmeðferðina hingað til. Og allt vegna illsku og heimsku fólks, sem vill gera allt til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Vilja kjósendur svona fólk á þing í næstu kosningum? Eftir Jón Ríkharðsson » Geir Hilmar Haarde þarf sem sagt að borga stórar fjárhæðir, takast á við mikinn kvíða og bíða lengi eftir nið- urstöðu sem óvíst er að verði réttlát, miðað við málsmeðferðina hingað til. Jón Ríkharðsson Höfundur er sjómaður. Vilja kjósendur illskuna eða heimskuna á þing? Þótt margir hafi spilað með, ber íslenska þjóðin enga ábyrgð á hegðun þeirra útrásarvíkinga, sem kollvörpuðu efnahag Íslands. Það- an af síður á göllum alþjóða fjár- málakerfisins með skuldasöfnun banka og ríkjandi skuldakreppu í heiminum. Ekki skrifast það á ábyrgð Íslendinga, að verka- mannastjórn Gordons Browns misnotaði hryðjuverkalög í fjár- kúgunarskyni á landsmenn né að súperríkið ESB vilji innlima Ísland til að komast yfir gjöful fiskmið og fá sæti við samningaborð ríkja norðurslóða. Og ekki heldur að fjármálaráðuneytið haldi uppi þeim makalaust ósvífnu kröfum, að Íslendingar eigi að greiða vaxta- kröfur Icesave, þrátt fyrir að þjóð- in hafi í tvígang hafnað málinu! Getur þjóðin vel lifað án fjár- málaráðherra, sem hvorki sér, heyrir né skilur, þegar þjóðin tal- ar. Er allt opið upp á gátt, þegar bankamenn hnerra eða fulltrúar ESB taka til máls en gardínum rúllað niður í flýti, þegar þjóðina ber að dyrum. Árin eftir bankahrun eru þjóð- inni glötuð og meira en það, þau eru að kosta Ís- lendinga aldagamlar lýðræðishefðir ofan á ónauð- synlega skuldasöfnun. Stjórnmálamenn, sem nærst hafa í skjóli fjármálaspillingar taka með sér þann stílinn inn á Alþingi, í ráðherrastóla og rík- isstjórn. Hefur á tímabilinu verið innleitt eitt hið mesta siðleysi stjórnarfarslegra athafna, sem þjóðin hefur nokkru sinni kynnst. T.d. að rannsóknarskýrsla Alþingis virðist hafa verið gerð í þeim tilgangi einum að koma höggi á stjórnmálaandstæðinga – þ.e.a.s. foringja sjálf- stæðismanna. Þegar ekki var hægt að fella „kóng- inn“ Davíð Oddsson skiptir skýrslan ekki lengur neinu máli og Landsdómur ræstur út til að ráðast á „prinsinn“ Geir Haarde. Eru þessar nornaveið- ar stór skömm fyrir Íslendinga og nær óhróð- urinn langt út fyrir landsteina. Annað dæmi er, þegar forseti Alþingis þykist ekki heyra, að stjórnarliðsþingmaður uppnefnir forseta Íslands hr. Ólaf Ragnar Grímsson „forsetaræfil“ en and- artaki síðar hamast hún á bjöllunni til að ávíta stjórnarandstöðuþingmann fyrir að hafa gleymt að segja fullt nafn annars þingmanns. Er það til marks um að Alþingi er í höndum stjórnmála- manna, sem enga virðingu bera fyrir þingsköpum eða lýðræðishefðum. Svo lengi sem núverandi rík- isstjórn er við völd vex siðleysið. Markmið rík- isstjórnarinnar er að brjóta niður lýðræðisvald þegnanna og koma á eigin alræðisvaldi svo hægt sé að afhenda landið á fati til Brussel. Sést það einkar skýrt í árásum yf- irvalda á sjómenn og fiskiðnaðinn, því vitað er að framkvæmdastjórn ESB semur ekki við einstakar út- gerðir um yfirráð sín á Íslands- miðum. Það var óhuggulegt að lesa við- vörun Jóns Bjarnasonar ráðherra til þjóðarinnar í Mbl. 17. sept um að rík- isstjórnin „hafi þegar lagt fyrir ESB- áætlun“, sem hafi „sjálfstætt laga- bindandi gildi gagnvart Evrópusam- bandinu“. Er Jón Bjarnason hér að þvo hendur sínar, þegar í ljós kemur, að samfylkingarráðherrarnir hafa gert lögbindandi samninga við ESB, sem „skerði sjálfræði þess þings, sem ókjörið er“. Er þetta mál svo ógeðfellt, að spurningin er, ef satt er, hvernig þjóðin og forsetinn með hluta alþingismanna geti tafarlaust stöðvað ferlið. Það er ekki af virðingarleysi við Al- þingi eða lýðræðið, að þjóðin ber ekki traust til meirihluta þingmanna á Al- þingi. Velferðarstjórn bankamála hefur útatað grundvöll lýðveldisins okkar og stofnanir með blindri fjár- málasiðspillingu. Hún hefur hjálpað bönkunum að velta misgjörðum sín- um á herðar skattgreiðenda og fjár- málasvindlurum að ganga lausum og afmá sporin. Núverandi ríkisstjórn, hin eina sanna hrunstjórn, er að kollvarpa öllu því, sem þjóðinni er annt um: lýðræðinu, lýðveldinu og sjálfstæðinu. Íslenska þjóðin hefur sterkar tilfinningar til Al- þingis, hún skapaði það og er stolt af samtvinnaðri lýðræðissögu sinni með þinginu. Íslenska þjóðin stendur með forsetanum, sem þarf að grípa til neyðarréttar til að tryggja valdið í höndum þegn- anna. Hvorki forsetinn né Alþingi eiga sér betri vin en íslensku þjóðina. Hvort sem þjóðinni líkar það betur eða verr, þá er hún í bullandi sjálfstæðisbar- áttu. Henni hefur verið kastað út í þessa baráttu af erlendum kúgunaröflum, sem í samstarfi við inn- lenda kvislinga vilja taka völdin af þegnunum. Eitt fremsta markmið okkar nýju sjálfstæð- isbaráttu verður að hreinsa spillingaröflin út úr ríkisstofnunum okkar og tryggja stjórn- arskrárbundið vald þegnanna yfir íslenska ríkinu. Þjóðin verður að velja foringja á þing, sem geta hreinsað burt þá vanvirðingu, sem siðleysi útrás- arvíkinganna og stjórnmálaarms þeirra hefur sýnt. Þess í stað þarf að vinna á grundvelli hins góða Alþingis og endurheimta þá virðingu og reisn, sem Alþingi hefur í huga og hjarta þjóð- arinnar. Eftir Gústaf Adolf Skúlason »Er þetta mál svo ógeð- fellt, að spurn- ingin er, ef satt er, hvernig þjóðin og for- setinn með hluta alþing- ismanna geti tafarlaust stöðvað ferlið. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fyrrv. ritari Evrópusambands smáfyrirtækja. Ný sjálfstæðis- barátta Íslands Ungir athafnamenn Dagur Ingason og Gabríel Davíð Hjálmarsson vita hvernig á að fylla vörubíla af möl í Álafosskvosinni og fara sér að engu óðslega enda einir um hituna. Eggert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.