Morgunblaðið - 20.09.2011, Side 27

Morgunblaðið - 20.09.2011, Side 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011 Sudoku Frumstig 3 3 7 1 9 1 2 9 6 6 5 2 7 4 4 5 1 9 7 3 3 2 6 9 7 1 2 8 1 6 5 9 6 3 1 2 3 8 9 7 1 8 7 8 5 9 1 6 3 9 5 7 8 9 3 2 8 1 4 8 8 4 9 1 6 7 3 1 5 6 8 7 9 2 1 5 6 8 7 2 3 9 1 4 3 9 2 1 8 4 7 5 6 4 7 1 5 6 9 2 3 8 2 1 5 4 9 8 3 6 7 9 4 6 3 7 2 5 8 1 7 8 3 6 5 1 4 2 9 8 3 7 9 1 5 6 4 2 6 2 4 8 3 7 1 9 5 1 5 9 2 4 6 8 7 3 7 3 6 2 1 8 4 9 5 4 2 1 7 5 9 6 8 3 8 5 9 6 3 4 2 1 7 6 4 7 5 9 3 8 2 1 9 8 2 1 6 7 3 5 4 5 1 3 8 4 2 9 7 6 2 9 4 3 7 5 1 6 8 3 6 5 9 8 1 7 4 2 1 7 8 4 2 6 5 3 9 2 1 4 6 5 9 3 7 8 9 8 5 7 3 2 1 4 6 3 7 6 4 1 8 9 2 5 8 3 9 1 6 4 7 5 2 5 6 2 9 8 7 4 3 1 7 4 1 3 2 5 6 8 9 4 2 7 5 9 1 8 6 3 6 9 8 2 4 3 5 1 7 1 5 3 8 7 6 2 9 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 20. september, 263. dagur ársins 2011 Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I.Kor. 13, 13.) Mannanafnanefnd er með virk-ari nefndum hins opinbera og sendir reglulega frá sér úrskurði um leyfileg og óleyfileg nöfn sam- kvæmt íslenskri málfræði og venju. Sendi nefndin frá sér yfir 30 úr- skurði á síðasta ári og er komin með hátt í 20 það sem af er þessu ári. Í hvert sinn eru tekin fyrir nokkur nöfn þannig að manna- nafnaskráin lengist stöðugt. Kennir þar ýmissa grasa og stundum eru tekin fyrir nöfn sem næsta ótrúlegt þykir að nokkrum lifandi manni kæmi til hugar að nota á barnið sitt. Víkverji hefur fyrir því óstaðfestar heimildir að ákveðnir aðilar úti í bæ dundi sér við að dæla á manna- nafnanefnd ýmsum nöfnum, að- allega til að skemmta sjálfum sér og viðhalda tilverurétti nefndarinnar. Álitamál um nafngiftir hvítvoðunga geta ekki með nokkru móti end- urspeglað úrskurðagleði nefnd- arinnar. En svo sem ágætt á meðan einhver skemmtir sér yfir þessu og fjölmiðlar eru duglegir að tíunda úrskurðina. x x x Það væri óskandi að önnur opin-ber nefnd væri jafn dugleg að senda frá sér úrskurði, en það er Ís- lensk málnefnd, sem Víkverji veit ekki betur en að sé enn starfandi. Mun gagnlegra fyrir íslenska tungu er að sú nefnd kveði upp úr með málnotkun og ambögur sem heyrast í almennu tali. Nefndin ætti að vera sýnilegri í umræðunni og senda meiri fróðleik frá sér og ábend- ingar. Víkverji óttast að málfar og íslenskukunnátta sms-kynslóð- arinnar fari versnandi með hverju árinu og fyrirmyndir ungmenna sanna þetta. Þannig sá Víkverji sjónvarpsviðtal við ungan tónlistar- mann, Friðrik Dór, sem var að lýsa því er hann reyndi að ná tali af Eiði Smára niðri í bæ fyrir nokkrum ár- um. „Hann nennti mér ekki,“ sagði Friðrik og var væntanlega að lýsa því að Eiður hefði ekki virt hann viðlits. Hvort sem þetta var með- vituð málvilla hjá Friðriki eða ekki, þá ætti Íslensk málnefnd að taka svona ambögur fyrir án tafar og kæfa þær í fæðingu! víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 birki, 4 þrúga, 7 hörkufrosts, 8 fráleitt, 9 doka við, 11 tala, 13 drepa, 14 lygnir, 15 gort, 17 erfitt verk, 20 ílát, 22 jarðeign, 23 Gyðingar, 24 gyðja, 25 tarfi. Lóðrétt | 1 bugða, 2 dáin, 3 fæði, 4 afbrotamann, 5 sníkjudýr, 6 hindra, 10 hvetja, 12 rödd, 13 augnhár, 15 málæði, 16 konu, 18 skjóðu, 19 sverð, 20 hafði upp á, 21 skaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt 1 lostafull, 8 dílum, 9 líkna, 10 ill, 11 útför, 13 ansar, 15 linna, 18 strák, 21 lít, 22 blund, 23 annir, 24 linnulaus. Lóðrétt 2 orlof, 3 tímir, 4 fella, 5 lokks, 6 edrú, 7 saur, 12 önn, 14 nýt, 15 labb, 16 nauði, 17 aldan, 18 stagl, 19 runnu, 20 kort. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Djassaður bútur. V-Allir. Norður ♠10432 ♥G76 ♦65 ♣Á984 Vestur Austur ♠D95 ♠G8 ♥52 ♥ÁD4 ♦KG983 ♦1042 ♣D32 ♣KG1065 Suður ♠ÁK76 ♥K10983 ♦ÁD7 ♣7 Suður spilar 1♥. Austur opnar létt á 1♣ í þriðju hendi, suður kemur inn á 1♥ og þar deyja sagnir. Nú er spurningin þessi: Hefur suður ástæðu til að gráta glat- að geim eða vinnst bara bútur? Spilið er frá stuðningsmóti við landslið opna flokksins, sem haldið var í Hörpunni á laugardaginn undir dunandi djasstónlist. Þorlákur Jóns- son var í suður. Hann tók laufútspilið með ás og svínaði ♦D. Vestur drap og spilaði laufi. Þorlákur trompaði, tók ♦Á og stakk tígul, fór svo af stað með ♥G. Austur tók með ás og spil- aði enn laufi. Þorlákur trompaði og var nú kominn niður á ♥K-10 og einn tromphund í borði, ásamt með spöð- unum fjórum. Hann spilaði ♠Á-K og spaða til vesturs. Og sjá – hjarta- drottning austurs var flækt í feigð- arvef. 20. september 1900 Ofsaveður olli slysum og tjóni á skipum og húsum. Meira en þrjátíu manns fórust, þar af drukknuðu átján menn á Arn- arfirði. Kirkjurnar á Urðum og Upsum í Svarfaðardal fuku og brotnuðu í spón. 20. september 1917 Bæjarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti að leigja Eimskipa- félagi Íslands til 90 ára lóð „á uppfyllingunni“ við Hafnar- stræti. Þar voru höfuðstöðvar félagsins í marga áratugi. 20. september 1963 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að leyfa kvöldsölu gegnum lúgu í söluturnum til kl. 22 og borgarráði var veitt heimild til að leyfa að hafa lúgurnar opnar til kl. 23.30. Afgreiðslutími var gefinn frjáls rúmum aldarfjórðungi síðar. 20. september 1995 Ný brú yfir Jökulsá á Dal var formlega tekin í notkun. Hún er 125 metra löng og er hærra yfir vatnsborði en nokkur önn- ur brú, um 40 metra. Eldri brú var frá 1931. 20. september 2007 Um fjörutíu kílógrömm af sterkum fíkniefnum fundust í seglskútu sem var að koma til Fáskrúðsfjarðar. „Stærsta smyglmál Íslandssögunnar,“ sagði Vísir. Sex menn voru dæmdir fyrir smyglið, einn þeirra hlaut níu og hálfs árs dóm. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Edda Borg Ólafsdóttir tónlistarkona ætlar að eyða afmælisdeginum með fjölskyldunni en hún kom heim frá Barcelona í gærkvöldi. „Ég er búin að vera Herbalife-dreifingaraðlili meðfram því að vera tónlistarkona í gegnum tíðina. Ég var á ráð- stefnu að kynna mér nýja sportlínu hjá Herbalife og hvernig ég kem til með að hjálpa íþróttafólki að ná enn betri árangri,“ segir hún. Eftirminnilegasti afmælisdagur Eddu er fer- tugsafmælið fyrir fimm árum. „Sonur minn sem var þá 9 ára söng mjög erfitt djasslag, I thought about you, sem Tony Bennet er þekktur fyrir að syngja, með djasshljómsveit. Ég táraðist og átti ekki orð, það kom mér virkilega á óvart. Sama kvöld steig eldri sonur minn, þá 16 ára, upp á svið með MC Gauta og þeir röppuðu fyrir mig við tónlist sem þeir höfðu búið til úti í skúr. Ég hafði aldrei heyrt hann rappa áður,“ segir Edda en hún á fjögur börn með eiginmanni sínu, Bjarna Svein- björnssyni bassaleikara. Í staðinn fyrir að halda stóra veislu segist Edda ætla að halda tónleikaröð þar sem hún syngur djass. „Ég er svo að fara að halda tónleika á Rósenberg 13. október með toppliðinu í djassheiminum í dag.“ ylfa@mbl.is Edda Borg Ólafsdóttir tónlistarkona 45 ára Synirnir sungu og röppuðu Hlutavelta  Ragna Guðrún Guðmundsdóttir og Marteinn Willam Elvarsson héldu tombólu við Skalla í Árbæ og söfnuðu 3.875 krónum sem þau færðu Rauða krossinum til styrktar börnum í Sómalíu. Flóðogfjara 20. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.41 1,4 11.11 3,1 17.30 1,6 23.43 2,8 7.05 19.39 Ísafjörður 0.25 1,6 6.48 0,8 13.14 1,7 19.44 0,9 7.08 19.45 Siglufjörður 3.23 1,1 9.04 0,7 15.35 1,2 22.03 0,6 6.51 19.28 Djúpivogur 1.42 0,7 8.07 1,7 14.33 0,9 20.15 1,5 6.34 19.09 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú leggur hart að þér til að ná ár- angri þessa dagana. Farðu þér hægt og berðu alla kosti vandlega saman áður en þú velur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Með því að taka höndum saman við fólk sem hugsar eins og þú, getur þú gert stórar breytingar. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann tæki til hendinni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Láttu ekki tilfinningaköst annarra setja þig út af laginu. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur allt sem til þarf til að fram- kvæma stóra hluti og margir sækjast eftir að fá að taka þátt í þeim með þér. Sár gróa hægt og rólega, mundu það. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þótt þú hljótir ekki verðlaunin, mun það gefur þér í aðra hönd að hafa átt hlut að máli. Þér liði miklu betur ef þú hreyfðir þig meira. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Nú reynir verulega á forystuhæfileika ykkar. Láttu slag standa því þú munt hugs- anlega hagnast á aðgerðum þínum. Láttu engan skemma það fyrir þér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það hefur ekkert upp á sig að vera með stöðuga eftirsjá og sjálfsgagnrýni. Gefðu þér góðan tíma og þegar ákvörðun liggur fyrir lætur þú ekkert stöðva þig. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Hindranir á ferli þínum má yf- irstíga með smá styrk og ákveðni. Gönguferð í fjöru eða á fjall er allra meina bót. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nú skiptir máli að fara varlega og segja ekki hluti sem þú munt sjá eftir síðar. Einhver sem þú þekkir gæti líka gengið fram af þér á einhvern hátt. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þér er nauðsynlegt að halda þér til hlés um sinn til að íhuga þinn gang og end- urnýja orkuna. Gerið upp lítil deilumál eða gleymið þeim. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vatnsberinn er í toppformi, bæði að innan og utan. Hæfni þín til að meta feg- urð, ævintýri, rómantík og gáskafullan leik með börnum er mikil í dag. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú þarft að gefa sjálfum þér hvatn- ingu. Ekki hika við að sinna rannsóknum eða leita nýrra lausna við vandamálum. Stjörnuspá 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. O-O Rge7 5. He1 a6 6. Bf1 d5 7. d3 h6 8. Rbd2 b6 9. h4 Bb7 10. h5 Dc7 11. c3 O- O-O 12. b4 cxb4 13. cxb4 Rxb4 14. Bb2 Rec6 15. a3 dxe4 16. Rxe4 Rd5 17. Hc1 f5 18. Red2 Rf4 19. Be5 Bd6 20. Rc4 Bxe5 21. Rcxe5 Hd6 22. Da4 Rd5 23. Rd4 Rde7 24. Rexc6 Rxc6 25. Rxe6 Dd7 26. Db3 Kb8 27. d4 Ra5 28. Dg3 Hc8 Staðan kom upp á heimsbikarmóti FIDE sem fer senn að ljúka í Khanty- Mansiysk í Rússlandi. Ísraelski stór- meistarinn Emil Sutovsky (2700) hafði hvítt gegn rússneskum kollega sínum Evgeny Vorobiov (2574). 29. Rc5! bxc5 svartur hefði einnig tapað eftir 29… Dd8 30. He6 Hcc6 31. d5. 30. dxc5 f4 31. Dxf4 Rb3 32. Hcd1 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.