Morgunblaðið - 20.09.2011, Page 28

Morgunblaðið - 20.09.2011, Page 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VILJUM VIÐ HAFA STERKAN PIPAR Á PIZZUNNI OKKAR? AUÐ- VITAÐ ÞÚ HELDUR KANNSKI AÐ ÞETTA SÉ VENJULEG STEINA HRÚGA ÞESSIR STEINAR ERU ÆTLAÐIR TIL ÞESS AÐ KASTA AF ÖLLU AFLI ÞEGAR MAÐUR ER REIÐUR ÉG ER HINSVEGAR FREKAR HRESS Í DAG HRÓLFUR, ERTU BÚINN AÐ FARA ÚT MEÐ HUNDINN? ÉG ER AÐ REYNA... ...EN ÉG HELD AÐ HANN SÉ AÐ BÍÐA EFTIR VORINU „ÉG ÆTTI AД KYNSLÓÐIN ÉG ÆTTI AÐ FÁ MÉR VINNU ÉG ÆTTI AÐ FÁ MÉR SLYSA- TRYGGINGU ÉG ÆTTI AÐ FLYTJA AÐ HEIMAN ÉG ÆTTI AÐ BORGA NÁMSLÁNIN MÍN ÁR- GANGUR HÆTTU ÞESSU! HÆTT ÞÚ ÞESSU! ÁRANS! SVONA HÆTTIÐ ÞESSU! HVERSU LENGI ÞURFUM VIÐ AÐ BÍÐA? EINS LENGI OG ÞÖRF KREFUR. VILJIÐ ÞIÐ EKKI KOMAST Í SJÓN- VARPIÐ? ÉG ER SVÖNG! MÉR LEIÐIST! ÉG ER AÐ MISSA MIG! MÁ ÉG EIGA VIÐ ÞIG NOKKUR ORÐ? AU-AUÐVITAÐ ÉG VONA AÐ ENGINN TAKI MYND AF MÉR ÁÐUR EN ÉG NÆ AÐ KOMAST ÚR BÚNINGNUM FRÁBÆRT! ÉG GET FENGIÐ HELLING AF PENING FYRIR ÞESSA ÁRANS SÍMAR! NÚ TIL DAGS ERU ALLIR LJÓSMYNDARAR Úlpa fannst Telpuúlpa fannst á leiksvæði við Arnar- stapa á Snæfellsnesi í ágúst. Upplýsingar í síma 847-1507 eða síma 551-2267. Innrás Kínverja Mjög svo réttilega sagt. Þessi grein Tryggva Helgasonar í Morgunblaðinu 14. september er dálítið „krassandi“ fyrir þá, sem þetta ekki vita og þá, sem ekki vilja skilja, að svona var, og er þetta. – Þessu kynntist ég á 23 ára langri flugsögu minni, þar sem við, Cargolux-áhafnir, flugum á þessa staði, sem Tryggvi talar um og sáum og heyrðum um þetta. Nú ætla „fávisku- og græðgisfullir“ Íslend- ingar að leyfa þessu að gerast í sínu eigin landi og opna nú faðminn fyrir þessum vinstrisinnuðu griðungum. – Komminn hefur alltaf notað sömu aðferðina til yfirgangs og heldur áfram að snúa auðtrúa mannskepn- unni í kringum sig, fyrir sig eingöngu og hugsar ekkert um hvað hann skaðar. Þennan gælitón í land- anum verður að kaf- færa í fæðingu og fólk verður að fara að skilja hvað er þarna á seyði. Ef einhver Kínverji hefur áhuga á að senda til landsins ferðamenn frá Kína, þá verður það eingöngu að vera í forsvari Íslendinga og eingöngu undir þeirra stjórn. Landflæmi má engan veginn selja svona „innrásar- mönnum“. Almenn viðskipti við þjóðir eru kannski nauðsynleg, en það má ekki vera á þeirra nótum. Landinn verður eingöngu að ráða sínum viðskiptum og gjörðum. – Svei þessu öllu saman. Hvað um það, vonandi vaknar þjóðin og sér að sér. – Kveðjur á miðin. Björn B. Sveinsson fv flugvélstjóri. Ást er… … að vita að hann er sá eini sanni. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, ganga kl. 10.30, postulín kl. 13, leshópur kl. 13.30, jóga kl. 18. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl 9. Botsía kl. 9.30. Handavinna kl. 13. Boðinn | Handavinna kl. 9 með leiðbein- anda, vatnsleikfimi kl. 9.15 (lokaður hóp- ur), ganga kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Haustlitaferðin 29. sept. í Þjórsárdal, stoppum við Hjálp- arfossana. Kaffihlaðborð í Cafe Mika. Skrán. og greiðsla eigi síðar en 26. sept. Uppl. í s. 535-2760. Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, fé- lagsvist kl. 14. Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11. Hádeg- isverður kl. 12, helgistund og kaffi. Fella- og Hólakirkja | Ferðalag, farið verður frá kirkjunni kl. 9.30. Verð 3000 krónur. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13, félagsvist kl. 20. Opið hús hjá FEB 21. sept. kl. 14 í Stangarhyl 4, 2. hæð. Vetr- arstarf kynnt. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.15, handavinnustofa, gler og postulín kl. 9.30, jóga kl. 10.50, tréskurður kl. 13, al- kort kl. 13.30, línudans kl. 18 og sam- kvæmisdans kl. 19. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður, jóga og myndlist kl. 9.30, ganga kl. 10. Málm-, silfursmíði og kanasta kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi gong kl. 8.10, leshringur bókasafnsins kl. 10.30, vatnsleikfimi kl. 12, opið hús í kirkju/karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, Bónusrúta kl. 14.45, línudans kl. 15/16, spilakvöld kl. 20. Þingvallaferð sem vera átti í dag er aflýst. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15. Gler Mýr- arhúsaskóla kl. 9. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Jóga kl. 11. Opinn salur frístund frá kl. 14. Karlakaffi í safnaðarh. kirkju kl. 14. Skapandi skrif Gróttusal kl. 14.30. Málun og teiknun í Valhúsaskóla kl. 17. Félagsstarf Gerðubergi | Opnað kl. 9. Perlusaumur kl. 9, stafganga/létt ganga um Elliðaárdal kl. 10.30, postulín kl. 13. Glerskurður hefst 4. okt. kl. 9. Ferðalag til Hvammstanga o.fl. sun. 25. sept., skrán- ing á staðnum og í síma 5757720. Grafarvogskirkja | Opið hús kl. 13.30. Helgistund, spil og spjall. Kaffiveitingar. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, botsía kl. 10.30, Bónusbíll kemur kl. 12.15. Ým- islegt með Huldu glerlistakonu kl. 13. Tímap. hjá Helgu fótafr. í s. 6984938. Tímap. á hárgreiðslustofu er í s. 8946856. Hraunsel | Qi gong kl. 10, myndmennt kl. 10/13, kennari Kristbergur Pétursson. Leikfimi kl. 11.30 og boltaleikfimi kl. 12 í Bjarkarhúsi, brids kl. 13, vatnsleikfimi kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9/10. Búta- saumur kl. 9. Helgistund kl. 14, séra Ólafur Jóhannsson. Stólaleikfimi kl. 15. Böðun fyrir hádegi, fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið. Stef- ánsganga kl. 9.10. Listasmiðjan; glerlist kl. 9, myndlist kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Skapandi skrif kl. 16. Leirmótun á morgun kl. 9. Kíktu við og skoðaðu möguleikana í Hæðargarði 31. Íþróttafélagið Glóð | Línudans, hópur I kl. 14.40, hópur II kl. 16.10, zumba kl. 17.30 í Kópavogsskóla. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun mið- vikudag er félagsvist kl. 13.30. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handavinna kl. 9/13. Útskurður kl. 13. Samvera með djákna kl. 14-15. Norðurbrún 1 | Postulínsmálun, myndlist, vefnaður, útskurður o.fl. kl. 9. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bútasaumur og glerbræðsla kl. 9, morgunstund kl. 9.30, framhaldssaga kl. 12.30, handa- vinnustofan opin kl. 13, félagsvist kl. 14. Ljóðasafnið Apokryfar vísurkom út „sem handrit“ árið 1938 og hefur að geyma 150 vísur og sagnir sem Gunnar Sigurðsson frá Selalæk safnaði og skráði. Yf- irlýstur tilgangur Gunnars var að forða þeim frá gleymsku, þó að ekki væri „tilhlýðilegt“ að gefa þær út opinberlega: „Ég hef því í sam- ráði við ýmsa menntamenn gefið út bók þessa sem handrit í 200 tölu- settum eintökum, og eru eigendur bókarinnar beðnir um að hafa hana ekki á glámbekk.“ Gunnar gekk yfirleitt á svig við „klúryrtar“ vísur, þó að þær hafi stöku sinnum flotið með. En víst er að vísurnar eiga það sammerkt að vera tvíræðar. Þar á meðal er vísa Ísleifs Gíslasonar á Sauðárkróki, ort er hann fylgdist með stráki um fermingu fljúgast á við fulltíða stúlku: Illt er að varast ungviðin, þó af þeim lítið kembi. Saumaðu fyrir sumrunginn svo hann ekki lembi. Einnig er rifjuð upp vísan: Fyrir girnd og gáleysi gildnar margur svanni, tapar viljans taumhaldi til að þóknast manni. Og kunn er vísa skáldsins Páls Ólafssonar: Margir kenna Þorleif þann, sem þrisvar gekk af trúnni, stal úr kirkju, myrti mann, og maddaman fann á kúnni. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Apokryfum vísum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.