Morgunblaðið - 26.09.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011
Ráðherrar ríkisstjórnarinnarhafa verið mjög á faraldsfæti
með fríðu föruneyti sínu, sem er
fagnaðarefni.
Össur Skarphéð-insson utanrík-
isráðherra gerði
garðinn frægan á
Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóð-
anna í New York
um helgina eins og
lesa má um í frétt á
vef ráðuneytsins.
Þar kemur fram að ráðherrannhafi verið „viðstaddur“ þegar
Abbas, forseti Palestínu, hafi
ávarpað Allsherjarþingið. Ekki er
greint frá því sérstaklega að Össur
hafi verið vakandi á meðan Abbas
flutti mál sitt, en þó er það alls ekki
talið útilokað.
Árni Páll Árnason, efnahags- ogviðskiptaráðherra, gerði enn
betur en Össur því að hann flutti
ræðu í háskóla í Washington, að því
er segir í frétt á vef ráðuneytisins.
Þar mun hann hafa miðlað reynslu
Íslands í efnahagsmálum af yfir-
gripsmikilli þekkingu sinni.
Steingrímur J. Sigfússon, fjár-málaráðherra, fór líka til
Washington að því er segir í frétt á
vef ráðuneytisins og fundaði hjá
AGS. Í fréttinni kemur fram að
Steingrími gafst þar tækifæri til að
fara yfir forsendur þess að áætlun
íslenskra stjórnvalda og AGS
heppnaðist.
Ekki síður vel heppnuð og gagn-leg var ferð Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, forsætisráðherra, til Lísu
í Undralandi, þar sem hún útskýrði
fyrir Lísu hvernig henni hefði tek-
ist að útrýma atvinnuleysi og rífa
upp hagvöxt hér á landi.
Össur Skarphéð-
insson á fundi
SÞ.
Á milli svefns og
vöku víða um heima
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 25.9., kl. 18.00
Reykjavík 10 rigning
Bolungarvík 8 rigning
Akureyri 11 skýjað
Kirkjubæjarkl. 9 rigning
Vestmannaeyjar 10 skýjað
Nuuk 3 skýjað
Þórshöfn 10 skúrir
Ósló 13 heiðskírt
Kaupmannahöfn 16 heiðskírt
Stokkhólmur 16 léttskýjað
Helsinki 11 heiðskírt
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 16 skýjað
Glasgow 13 skúrir
London 20 alskýjað
París 25 heiðskírt
Amsterdam 21 léttskýjað
Hamborg 20 heiðskírt
Berlín 21 heiðskírt
Vín 22 heiðskírt
Moskva 8 skýjað
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 27 heiðskírt
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Aþena 23 heiðskírt
Winnipeg 17 heiðskírt
Montreal 21 skýjað
New York 25 heiðskírt
Chicago 14 alskýjað
Orlando 30 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
26. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:22 19:17
ÍSAFJÖRÐUR 7:27 19:22
SIGLUFJÖRÐUR 7:10 19:05
DJÚPIVOGUR 6:52 18:47
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja, HSS, búast við að nið-
urskurður í rekstri næsta árs verði
að óbreyttu 70-80 milljónir króna.
Þetta kemur fram í pistli forstjóra
HSS, Sigríðar Snæbjörnsdóttur, á
vef stofnunarinnar. Þar er vitnað til
þess að Alþingi vinni nú að fjárlaga-
frumvarpi fyrir árið 2012, sem leggja
á fram 1. október nk. Því hafi verið
lýst yfir að heilbrigðisstofnanir fái
kröfu um niðurskurð upp á 1,5% en
það segi þó ekki alla söguna þar sem
sú upphæð, sem geymd var frá síð-
asta ári, leggist við 1,5%. Því megi
búast við 70-80 milljóna króna nið-
urskurði, sem fyrr segir.
„Það verður ekki þrautalaust að
takast á við þetta verkefni, sem mun
væntanlega þýða minni þjónustu.
Hins vegar má segja að það er ekki
endanleg niðurstaða því eins og
mörgum er minnisstætt breyttist
fjárlagafrumvarpið verulega í með-
förum þingsins á síðasta ári,“ segir
Sigríður.
Aukin sálfélagsleg þjónusta
Hún segir starfsemina almennt
hafa gengið vel á þessu ári og stefnt
sé að því að reksturinn verði í jafn-
vægi á árinu. Frá janúar til loka
ágúst jókst starfsemin verulega í
móttöku hjúkrunarfræðinga á
heilsugæslunni, í ungbarnavernd,
heimahjúkrun og hjá geð- og sál-
félagslega teyminu. Vekur Sigríður
athygli á að þar sé kominn sami
fjöldi samskipta fyrstu átta mánuði
þessa árs og hann var allt árið í
fyrra.
Fram kemur í pistli Sigríðar að
reynt hafi verið að efla þessa geð- og
sálfélagslegu þjónustu HSS, enda
eftirspurnin mikil. Nú sé unnið að
því að bæta þjónustu við unglinga og
fullorðna en til þessa hafi verið ein-
blínt meira á þarfir barna. „Nokkuð
ljóst er að þjónusta í þessum mála-
flokki mun aukast á næstunni,“ segir
Sigríður ennfremur.
Búist við 70-80 milljóna niðurskurði
Aukin spurn eftir geð- og sálfélagslegri þjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Rekstur HSS
» Á árunum 2008-2010
minnkaði launa- og rekstrar-
kostnaður HSS um 419 millj-
ónir kr., nam 1.805 milljónum á
síðasta ári.
» Á sama tíma minnkuðu
framlög af fjárlögum um 277
milljónir, úr 1.990 milljónum
árið 2008 í 1.713 milljónir
2010.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Á fimmta aðalþingi Sambands ís-
lenskra framhaldsskólanema, gengu
þrjú nemendafélög Borgarholts-
skóla, Fjöl-
brautaskólans við
Ármúla og Fram-
haldsskólans í
Mosfellsbæ í
sambandið en þar
með eru öll nem-
endafélög fram-
haldsskóla á Ís-
landi gengin í
SÍF.
Þingið markaði
tímamót, segir
Andri Steinn Hilmarsson, nýkjörinn
formaður sambandsins, en mikill
baráttuvilji hafi verið hjá þeim 70
fulltrúum sem sátu þingið og fjöll-
uðu um framtíð SÍF og ýmis hags-
munamál framahaldsskólanema.
En hver eru þessi baráttumál?
„Þau eru í rauninni mjög mörg,“
svarar Andri, „en einna helst erum
við að berjast á móti þessari forræð-
ishyggju sem hefur verið viðvarandi
síðustu ár,“ segir hann. Skólameist-
arar og stjórnendur hafi meiri af-
skipti af nemendafélögunum en þau
kæra sig um en árið 2008 hafi verið
sett lög þar sem segir að skólameist-
ari- eða stjóri sé ábyrgur fyrir nem-
endafélögunum. Þessi lög vilji fram-
haldsskólanemendur afnema.
Of mikil afskipti af nemendum
Sem dæmi um ofríki skólastjórn-
enda nefnir Andri afskipti af skóla-
blöðum og notkun áfengismæla á
skólaböllum. „Í sumum skólum er
látið blása í mæla til að athuga með
ölvun,“ útskýrir hann. Nemenda-
félag Fjölbrautaskólans í Garðabæ
hafi kært málið en auk þess sem
yngri og eldri nemendum sé mis-
munað, þ.e. þeir yngri séu látnir
blása oftar en þeir eldri, sé ósann-
gjarnt að þetta tíðkist í sumum skól-
um en ekki öðrum.
„Svo er líka búinn að vera mikill
niðurskurður í framhaldsskólunum
eins og annars staðar og iðnnemar
hafa sérstaklega fengið að kenna á
honum,“ segir Andri um önnur bar-
áttumál. Það hafi ekki farið mikið
fyrir umræðu um hvernig niður-
skurðurinn í þjóðfélaginu hafi bitnað
á þessum hópi.
„Það er alltaf verið að passa upp á
grunnskólanemana, það er að segja
litlu börnin, og háskólana, þá er fólk
alveg að koma út á vinnumarkaðinn.
En framhaldsskólarnir eru gleymda
miðjubarnið,“ segir Andri.
„Við viljum í rauninni bara vekja
athygli á því að við erum til.“
Framhaldsskólar gleymda miðjubarnið
Öll nemendafélög framhaldsskóla
gengin í SÍF Margvísleg baráttumál
Morgunblaðið/Ásdís
Framhaldsskólanemar Eru „gleymdu börn“ niðurskurðarumræðunnar.
Andri Steinn
Hilmarsson