Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011
ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík
sími 522 4500 www.ILVA.is
einfaldlega betri kostur
BORNEO. Borðstofustóll.
Bast. Sætishæð 46 cm.
11.900,-
Falleg� heimili
þú átt það skilið
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Róbert B. Róbertsson
robert@mbl.is
Skipti, móðurfélag Símans, Mílu og
Skjásins, sögðu upp 45 starfsmönn-
um í gær. Uppsagnirnar voru kynnt-
ar starfsfólki í gærmorgun og segir
Grétar B. Guðmundsson, trúnaðar-
maður starfsmanna Skipta, að upp-
sagnirnar hafi komið flatt upp á alla.
„Við áttum ekki von á þessum
uppsögnum og það verður að segjast
að þetta hafi komið flatt upp á
menn,“ sagði Grétar. Hann sagði
jafnframt að starfsfólk hefði verið að
vona að miklar húsnæðisbreytingar
og flutningur milli deilda myndu
duga, en sú varð ekki raunin.
„Við lentum í svipuðum uppsögn-
um fyrir um ári og þetta kemur alltaf
jafn illa við fólk. Þetta er mjög sorg-
legt og það er alltaf mjög erfitt að sjá
á eftir samstarfsfélögum.“
Liður í hagræðingu
Skiptasamstæðan hefur ekki farið
varhluta af áhrifum efnahagshruns,
en við fall íslensku krónunnar hækk-
uðu erlend lán samstæðunnar til
muna og á sama tíma drógust tekjur
á fjarskiptamarkaði saman.
Í fréttatilkynningu sem Skipti
sendu frá sér í gær kemur fram að
fyrirtækið ætli að hverfa frá þeirri
útrás á erlenda markaði sem ein-
kennt hafi reksturinn og einblína
þess í stað á íslenska fjarskipta-
markaðinn, fjárfestingar í frekari
uppbyggingu á fjarskiptakerfum og
hagræðingu í rekstri.
Sem liður í þessari hagræðingu
mun Míla flytja starfsemi sína í
húsakynni Símans og Skipta á Suð-
urlandsbraut 30. Með þessum að-
gerðum fækkar starfsfólki samstæð-
unnar um 45 manns og hefur því
stöðugildum hjá samstæðunni sam-
tals fækkað um 68 það sem af er
þessu ári.
Horfið frá útrásinni
Þá sagði Steinn Logi Björnsson,
forstjóri Skipta, að fyrirtækið ætlaði
að færa reksturinn nær því sem áður
var og hverfa frá útrás á erlenda
markaði.
„Í samræmi við þær breytingar
sem orðið hafa í íslensku efnahags-
og viðskiptalífi viljum við færa rekst-
urinn nær því sem áður var. Síminn
DK er ekki lengur skilgreindur sem
hluti af kjarnasamstæðu Skipta og
verður seldur í fyllingu tímans.
Sama á við um On-Waves sem er í
eigu Símans,“ sagði Steinn Logi í til-
kynningunni.
„Þetta kom flatt upp á menn“
Skipti sögðu upp 45 starfsmönnum í gær Stöðugildum hefur fækkað á árinu
um 68 „Þetta er mjög sorglegt,“ segir trúnaðarmaður starfsmanna Skipta
Morgunblaðið/Kristinn
Síminn Eitt dótturfélaga Skipta er
Síminn, auk Mílu og Skjásins.
Krakkarnir í Njarðvíkurskóla voru sendir út að
hlaupa og ganga í gær. Flestir voru þó gangandi
er ljósmyndari Morgunblaðsins átti þarna leið
um. Ólíklegt er að svo vel viðri til útivistar í dag,
ef marka má veðurspá, þar sem varað er við
stormviðri suðvestan- og vestanlands.
Íþróttatími utandyra í Njarðvíkurskóla
Morgunblaðið/Eggert
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu-
sambands Íslands, segir alrangt að
Vigdísi Hauksdóttur hafi verið sagt
upp störfum hjá ASÍ þegar hún fór í
framboð fyrir Framsóknarflokkinn
fyrir síðustu þingkosningar. Hún
hafi sjálf óskað eftir að hætta sam-
dægurs þegar ljóst varð að hún yrði í
forystusæti í öðru Reykjavíkurkjör-
dæmanna.
Gylfi segir með ólíkindum að Vig-
dís haldi þessum ósannindum ítrekað
fram. „Ég á ekki að venjast svona
óheiðarlegri framkomu,“ segir hann.
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í
gær segir Vigdís að henni hafi verið
umsvifalaust sagt upp störfum sem
lögfræðingur ASÍ þegar hún fór í
framboð fyrir Framsóknarflokkinn.
Hún spyr jafnframt hvort yfirlög-
fræðingi ASÍ, Magnúsi Norðdahl,
verði sagt upp störfum taki hann
sæti sem varaþingmaður Samfylk-
ingarinnar þegar Katrín Júlíusdóttir
iðnaðarráðherra fer í barnsburðar-
leyfi.
Gylfi segir að sækist Magnús eftir
launalausu leyfi muni hann vafalaust
fá það. Vinnuveitendur hljóti að
koma til móts við varaþingmenn sé
krafta þeirra óskað tímabundið á Al-
þingi. Mál Magnúsar og Vigdísar séu
engan veginn sambærileg.
Gylfi bendir á að Vigdís hafi verið
varaþingmaður Framsóknarflokks-
ins og í miðstjórn flokksins þegar
hann hafi leitað til hennar og óskað
eftir að hún kæmi til starfa hjá ASÍ.
Þremur mánuðum eftir að hún hóf
þar störf hafi hún farið í launað leyfi
til að afla sér réttinda sem héraðs-
dómslögmaður. Nokkru síðar hafi
hún tjáð honum og fleirum á skrif-
stofu ASÍ að hún yrði í 1. sæti í
Reykjavík suður fyrir komandi þing-
kosningar. Hún hafi því greinilega
misnotað launaða leyfið til að koma
sér fyrir í pólitík.
Gylfi segist þá hafa tjáð Vigdísi að
ekki gæti farið saman að vera í fullu
starfi hjá ASÍ og leiða um leið póli-
tískan lista. Hún hafi ekki farið fram
á launalaust leyfi, heldur óskað eftir
því að hætta strax. Auðsótt hefði ver-
ið að veita launalaust leyfi, ef slík ósk
hefði komið fram. Vitni hafi verið að
þessum orðaskiptum. »24
Forseti ASÍ segist undrast
ítrekuð ósannindi Vigdísar
Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætis-
ráðherra telur að
kvótafrumvarp
Jóns Bjarnasonar
sé gallað að
mörgu leyti en þó
margt einnig
ágætt í því. Þetta
kom fram í máli
Jóhönnu í Kast-
ljósi Sjónvarps-
ins í gærkvöldi, þar sem hún sat fyr-
ir svörum áhorfenda í síma.
Jóhanna sagði jafnframt að hún
teldi ekki að þjóðin ætti að fara út í
þingkosningar núna, þótt fylgi við
ríkisstjórnina mældist lítið.
„Við erum í miklum erfiðleikum
núna. Ríkisstjórnin mælist ekki
mjög hátt og það er auðvitað ekki
hægt að ætlast til þess; við erum í
það miklum hreingerningum eftir
þetta hrun sem varð. En er stjórn-
arandstaðan einhver valkostur? Hún
mælist með minna í skoðanakönn-
unum en við,“ sagði Jóhanna.
Þá taldi hún aðspurð að skulda-
kreppan í ESB væri tímabundinn
vandi sem hefði ekki áhrif á aðild-
arumsókn Íslands.
Telur kvóta-
frumvarpið
vera gallað
Jóhanna
Sigurðardóttir
Gylfi Arnbjörnsson Vigdís Hauksdóttir
Það sem af
er þessum
mánuði hafa
tæplega 180
manns misst
vinnu sína í
mikilli hrinu
uppsagna.
Gissur Pét-
ursson, for-
stjóri Vinnu-
málastofnunar, segir að vænta
megi frekari uppsagna.
„Það verður að segjast alveg
eins og er að þetta eru ekki góð
tíðindi,“ segir Gissur. „Við hjá
Vinnumálastofnun bíðum auð-
vitað og vonum að þessu fari að
linna, en það er greinilega ekki
allt búið enn.“
,,Ekki allt
búið enn“
HRINA UPPSAGNA
Gissur Pétursson