Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3 0. S E P T E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  229. tölublað  99. árgangur  MORÐKVENDI EÐA SAKLAUST FÓRNARLAMB? AÐ PRJÓNA ER GOTT FYRIR SÁLINA LÍFIÐ ER SVO SKEMMTILEGA SKRÝTIÐ LIFUN 24 SÍÐUR CHARLIE MURPHY 40AMANDA KNOX 21 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Fulltrúar stjórnarflokkanna í sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis skiptast a.m.k. í þrennt í afstöðu sinni til þess hvert framhaldið eigi að verða varðandi stóra frumvarpið svokallaða um breytingar á stjórn fiskveiða. Formaður og varaformaður nefnd- arinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir, sendu sjáv- arútvegsráðuneytinu bréf og greinar- gerð í gær þar sem þær gerðu grein fyrir afstöðu sinni til frumvarpsins. Hins vegar var það aðeins í þeirra nafni samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins og hvorki fyrir hönd stjórn- arflokkanna, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs, né annarra fulltrúa þeirra í nefndinni. Sammála minnihlutanum Björn Valur Gíslason, þingflokks- formaður VG og fulltrúi flokksins í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, sendi sjávarútvegsráðherra eigið bréf þar sem hann segir að ekki eigi að leggja frumvarpið fram að nýju held- ur þurfi að smíða nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða sem meðal annars eigi að byggjast á niðurstöðu svo- nefndrar sáttanefndar. Þar á Björn Valur samleið með fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins í nefndinni sem nálgast hafa málið með sama hætti. Þá gagnrýnir Björn Valur harðlega að ekki hafi verið fundað í sjávarút- vegs- og landbúnaðarnefnd um um- sagnir um frumvarpið, né hafi hún fengið umsagnaraðila á sinn fund. Atli Gíslason, alþingismaður, sem á sæti í nefndinni gagnrýnir þessi vinnubrögð einnig harðlega Bullandi ágreiningur  Engin samstaða er á meðal fulltrúa stjórnarflokkanna í sjávarútvegs- og land- búnaðarnefnd Alþingis um framhald stóra frumvarpsins um stjórn fiskveiða Sjávarútvegurinn » Stjórnarliðar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis eru a.m.k. þríklofnir í afstöðu sinni til stóra frumvarpsins um stjórn fiskveiða. » Þingflokksformaður VG vill að nýtt frumvarp verði smíðað, byggt á niðurstöðum sátta- nefndarinnar líkt og sjálfstæðis- og framsóknarmenn vilja. MEngin samstaða í nefndinni »12 Mikill baráttuhugur er í lögreglumönnum um allt land, um 300 tóku þátt í kröfugöngu þeirra í Reykjavík þar sem þeir lögðu áherslu á óánægju með úrskurð gerðardóms fyrir viku. „Ég er gríð- arlega sáttur við mætinguna hér í dag og sam- stöðu lögreglumanna, enda átti ég ekki von á öðru,“ segir Gestur Pálmarsson lögreglumaður í viðtali við MBL Sjónvarp. Ákveðið var á fundi forsvarsmanna Landssambands lögreglumanna með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í gær að stofna starfshóp með fulltrúum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytis og samn- inganefnd lögreglumanna. Verður leitað leiða í starfshópnum til að koma til móts við kröfur lög- reglumanna. »4 Morgunblaðið/Júlíus Mikil samstaða lögreglumanna í kröfugöngu Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Hrina uppsagna hefur riðið yfir í þessum mánuði, en vel á annað hundrað starfsmenn hjá fimm fyrir- tækjum hafa misst vinnuna, eða um 180 talsins, sem greint hefur verið frá opinberlega. Skiptasamsteypan og helstu dótt- urfélög; Síminn, Míla og Skjárinn, sögðu upp 45 starfsmönnum í gær- morgun og hafa stöðugildi hjá sam- steypunni fækkað um 68 það sem af er þessu ári. Fimm starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur var sagt upp störfum í gær. Uppsagnirnar eru í tengslum við skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu. Þá tilkynntu Íslenskir aðalverktak- ar í gær að fyrirtækið hefði sagt upp 40 starfsmönnum. Ástæðan er sögð vera verkefnaskortur og fyrirsjáan- legur samdráttur í framkvæmdum. Sambíóin sögðu upp um 30 starfs- mönnum sem starfa í Kringlubíói. Uppsagnirnar komu til vegna þess að leigusamningur við Eignarhaldsfélag Kringlunnar var að renna út. Þá var 57 starfsmönnum sagt upp störfum hjá Arion Banka fyrr í þess- um mánuði. Allt í allt eru þetta tæp- lega 180 störf og segir Gissur Pét- ursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar, að vænta megi frekari uppsagna á næstu dögum. »2 Vel á annað hundrað uppsagnir  Um 180 uppsagnir hjá fimm fyrirtækjum í septembermánuði  Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, gerir ráð fyrir frekari uppsögnum Atvinna Von er á fleiri uppsögnum.  Fimmtán prósent þolenda snjó- flóðanna tveggja á Vestfjörðum ár- ið 1995 hafa einkenni áfallastreitu í dag, sextán árum síðar. Þeir eru jafnframt líklegri til að greina frá líkamlegum kvillum og um 40% þol- enda sem eru með einkenni áfalla- streitu meta andlega heilsu sína slæma eða mjög slæma. Þetta kem- ur fram í nýrri rannsókn Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktors- nema í lýðheilsuvísindum, um lang- tímaáhrif snjóflóðanna á Vest- fjörðum. »8 Þjást enn af áfalla- streitu eftir flóðin Flateyri Frá snjóflóðinu árið 1995. Morgunblaðið/RAX  Sérstakur sak- sóknari hefur í rannsóknum sín- um óspart beitt símhlerunum, og voru tilvikin komin vel á ann- að hundrað fyrr á þessu ári. Sam- kvæmt heim- ildum Morgun- blaðsins hefur borið við að upptökur hafi verið leiknar fyrir aðra en ræða saman í viðkomandi símtölum og án þeirra vitneskju. Þá hafi menn heyrt utan að sér að símar þeirra séu hleraðir vegna slíkra atvika við skýrslutök- ur. „Ákveðnar reglur liggja fyrir um það hvernig viðkomandi er tilkynnt þetta. En það er hins vegar mat rannsóknaraðilans í hvaða röð að- ilar sem varða efni símtalsins eru teknir fyrir. Þar af leiðandi er tæknilega mögulegt að ekki séu all- ir látnir vita á sama tímamarkinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari, og tekur fram að hann geti ekki tjáð sig um ein- stök mál. »6 Heyra utan að sér um símhleranir Ólafur Þór Hauksson Tollvörðum hefur fækkað verulega hér á landi á síðustu misserum og ástæða þess að tollverðir hafa horf- ið úr starfi er fyrst og fremst óánægja með launin. Álagið á þá tollverði sem eftir eru hefur stóraukist af þessum sök- um og stefnir í óefni með sama áframhaldi, að sögn Ársæls Ársæls- sonar, formanns Tollvarðafélags Ís- lands. „Það hefur lítið verið ráðið inn eftir hrunið,“ segir Ársæll. „Okkur fækkar stöðugt. Það er farið að vanta tilfinnanlega fleiri tollverði. Niðurskurður undanfarin ár er far- inn að bíta hressilega.“ »4 Stefnir í óefni vegna fækkunar tollvarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.