Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 9
kvæmlega verði gengið frá öllum
lagalegum atriðum varðandi starf-
semi á svæðinu, hvort sem um sé að
ræða vinnslu auðlinda í jörðu, vöru-
eða fólksflutninga, eða starfsemi af
öðru tagi, og vel yrði að huga að ör-
yggis- og eftirlitsmálum. „Það verður
að tryggja að farið verði að öllu með
gát til þess að mannskepnan gangi
ekki of langt gagnvart náttúrunni.“
Utanríkisráðherrann kveðst ekki
bera einungis hag sinnar þjóðar fyrir
brjósti hendur strandríkjanna allra,
ekki síst Íslands. „Ísland lifir af auð-
lindum hafsins í ríkara mæli en nokk-
ur önnur þjóð á svæðinu, og þess
vegna skipta umgengni við fiski-
stofna og önnur umhverfismál ykkur
miklu. Íslendingar geta leikið stórt
hlutverk í allri þessari vinnu vegna
norðurslóðanna,“ sagði norski utan-
ríkisráðherrann.
Töluverð umræða hefur verið um
hugsanlegar umskipunarhafnir, m.a.
á Ísland. Gahr Støre segir að víða
verði umskipað, bæði úti á sjó og í
höfnum, játar því að Kirkenæs í Nor-
egi sé líklegur staður fyrir umskip-
unarhöfn, einnig Ísland og Rússland
en telur ráðlegt að flýta sér hægt;
best sé að átta sig á umfanginu og
möguleikunum og þróa síðan starf-
semi með tilliti til þess.
VIÐTAL
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
„Við sem strandríki í norðri sjáum
ýmis tækifæri vegna þeirra breyt-
inga sem er að vænta, en við berum
líka mikla ábyrgð,“ sagði Jonas Gahr
Støre, utanríkisráðherra Noregs, við
Morgunblaðið eftir að hann flutti er-
indi um norðurslóðamál í menningar-
húsinu Hofi á Akureyri í gær.
Vegna bráðnunar íshettunnar á
norðurslóðum er ljóst að norðurleiðin
verður fyrr en síðar opin fyrir sigl-
ingar hluta ársins. Gahr Støre segir
breytingarnar skipta miklu máli póli-
tískt, lagalega og vísindalega og því
sé mikilvægt að vel sé staðið að öllu
og samvinna sé góð.
Ráðherrann benti á að norð-
urleiðin yrði vart opin nema tvo til
þrjá mánuði á ári til flutninga en sigl-
ingar um norðurslóðir myndu þó án
efa aukast verulega allt árið, ekki síst
með ferðamenn og eins myndi ferð-
um rannsóknarskipa fjölga. Þar eru
bæði tækifærin, eins og hann orðaði
það; að miklu leyti fjárhagsleg, og
ábyrgðin, þar sem öryggis- og um-
hverfismál eru ofarlega á baugi.
Gahr Støre segir mjög brýnt að ná-
„Mörg tækifæri en
líka mikil ábyrgð“
Jonas Gahr Støre segir samstarfið við Ísland mikilvægt
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Norðurslóðasamstarf Össur Skarphéðinsson og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherrar Íslands og Noregs, ásamt
Stefáni B. Sigurðssyni, rektor Háskólans á Akureyri. Við blasir eitt skiltið á sýningunni um Friðþjóf Nansen í Hofi.
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011
Ný staða prófessors í norður-
slóðafræðum við Háskólann á
Akureyri var formlega stofnuð í
gær. Staðan, sem er til þriggja
ára, er kennd við norska heim-
skautafarann, vísindamanninn
og mannvininn Friðþjóf Nansen
og kostuð af Norðmönnum. Í ár
eru 150 ár liðin frá fæðingu Nan-
sens. Utanríkisráðherra Noregs,
Jonas Gahr Støre, flutti fyrir-
lestur í menningarhúsinu Hofi í
gær um málefni norðurslóða og
var skrifað undir samninginn við
það tækifæri en Össur Skarp-
héðinsson utanríkisráðherra og
Stefán B. Sigurðsson, rektor Há-
skólans á Akureyri, ávörpuðu
einnig fundinn.
Prófessorsstöðunni er ætlað
að efla samstarf Noregs og Ís-
lands um rannsóknir og mennt-
un í málefnum norðurslóða.
Nansen til
Akureyrar
NORÐURSLÓÐAFRÆÐI
Dr. Joe Allard, lektor í
bókmenntum við há-
skólann í Essex, lést
23. september sl., 63
ára að aldri. Hann
fæddist 21. apríl árið
1948 í Connecticut í
Bandaríkjunum og
stundaði nám í bók-
menntum, listasögu og
tónlist. Hann lauk
doktorsprófi frá há-
skólanum í Essex á
Englandi og var lektor
í bókmenntum við
skólann frá 1977 þar til
í ágúst á þessu ári að
hann fór á eftirlaun. Joe Allard fór
sem gestakennari til Bandaríkj-
anna, Sviss, Þýskalands, Íslands og
Japans. Hann kenndi bókmenntir
við Maryland-háskólann í herstöð-
inni í Keflavík um skeið. Hann var
mikill Íslandsvinur og kenndi auk
enskra bókmennta íslenskar bók-
menntir að fornu og nýju við há-
skólann í Essex.
Joe Allard vann ötullega að kynn-
ingu og útgáfu íslenskra bókmennta
á Englandi. Hann þýddi meðal ann-
ars ljóð eftir Matthías Johannessen
í Voices from across the Water
(1997) og gaf út ljóð eftir ung ís-
lensk skáld, þ.á m. Sjón og Lindu
Vilhjálmsdóttur. Hann vann að út-
gáfu íslenskra skáld-
sagna á borð við Eftir-
mála regndropanna og
Engla alheimsins eftir
Einar Má Guðmunds-
son, Svaninn eftir Guð-
berg Bergsson, Grá-
mosinn glóir eftir Thor
Vilhjálmsson og Með-
an nóttin líður eftir
Fríðu Á. Sigurðar-
dóttur. Eftir hann
liggja greinar um
myndlist, tónlist, kvik-
myndir og bókmenntir.
Hann ritstýrði ýmsum
sýnisbókum, s.s. Beo-
wolf & Other Stories. A New Intro-
duction to Old English, Old Ice-
landic and Anglo-Norman
Literatures (2007, endurbætt útg.
2011) og Longman Anthology of Old
English, Old Icelandic and Anglo-
Norman Literatures (2011). Þegar
hann lést hafði hann lagt lokahönd á
Icelandic Poetry (c. 870-2007) in the
translations of Bernard Scudder,
sem fyrirhugað er að gefa út á
næstu dögum eða vikum.
Eftirlifandi eiginkona Joes All-
ards er Sanae Kasahara. Hann læt-
ur eftir sig einn uppkominn son,
Chris Allard tónlistarmann.
Útför Joes Allards verður gerð
frá Wivenhoe 6. október nk.
Andlát
Joe Allard
„Rannsóknir á starfsþróun og
skólaþróun sýna að skólar sem
stuðla að lærdómssamfélagi skila
bættum námsárangri hjá nemend-
um,“ segir Jónína Ágústsdóttir,
skólastjóri Akurskóla í Reykja-
nesbæ, en hún mun halda erindi á
Menntakviku, árlegri ráðstefnu
Menntavísindasviðs Háskóla Ís-
lands, sem haldin er í dag. Erindið
ber heitið „Skólaþróun í skugga
efnahagskreppu“ en þar verður
kynnt rannsókn á upplifun fjögurra
skólastjóra í grunnskólum Reykja-
nesbæjar á áhrifum efnahagskreppu
á skólaþróun.
Jónína segir að mikill vilji sé hjá
kennurum að halda áfram skólaþró-
un þrátt fyrir að togstreitu hafi gætt
vegna ákvæða í kjarasamningum
kennara um endurmenntun og að-
gengi kennara að námstækifærum.
„Niðurstöður rannsóknarinnar
leiddu í ljós að fjárhagslegar for-
sendur og skipulagning kennara og
skólastjórnenda hafa breyst í
Reykjanesbæ í kjölfar efnahags-
kreppu þannig að erfiðara er orðið
að fylgja eftir skólastefnu sveitarfé-
lagsins,“ sagði Jónína.
„Áhugi kennara á skólaþróun hef-
ur ekki minnkað, en greinileg tog-
streita er vegna ákvæða í kjara-
samningum um endurmenntun og
svo aðgengi kennara að námstæki-
færum og hvernig fjármögnun
starfsþróunar er háttað,“ sagði Jón-
ína ennfremur. robert@mbl.is
Skólaþróun í skugga
efnahagskreppu
Rannsókn í Reykjanesbæ meðal er-
inda á Menntakviku Háskóla Íslands
Morgunblaðið/Eggert
Suðurnes Nemendur í Njarðvík-
urskóla í útivistartíma í gær.