Morgunblaðið - 30.09.2011, Side 32

Morgunblaðið - 30.09.2011, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 ✝ Sigurbjörnfæddist 2. júlí 1944 í Langhúsum í Fljótum. Hann varð bráðkvaddur hinn 23. september 2011. Foreldrar hans voru Þorleifur Þorláksson, f. 10.10. 1914, d. 5.6. 2010, og Ríkey Sig- urbjörnsdóttir, f. 27.11. 1922, d. 12.7. 2008. Sigurbjörn var elstur þriggja systkina. Systur hans eru: Guðný Ólöf, f. 1947, og Jó- hanna, f. 1961. Sigurbjörn kvæntist 25. des- ember 1965 eftirlifandi eig- Varmalandi í Skagafirði, þau eiga þrjú börn. 4) Þorlákur Magnús, f. 2.1. 1973, maki Arn- þrúður Heimisdóttir, búsett í Langhúsum í Fljótum, þau eiga tvo syni. Sigurbjörn eða Bjössi eins og hann var jafnan kallaður ólst upp í Langhúsum hjá foreldrum sínum og hófu hann og Bryndís sinn búskap með þeim, en tóku síðan við búinu og bjuggu þar uns þau fluttu til Sauðárkróks árið 2007. Samhliða bústörfum stundaði Sigurbjörn ýmsa vinnu s.s. í sláturhúsinu á haustin, við snjómokstur á veturna eða til sjós. Sigurbjörn var alla tíð virk- ur í félagsstörfum. Síðustu ár helgaði hann sig hestamennsk- unni sem átti hug hans allan. Útför Sigurbjörns fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, föstudaginn 30. september 2011, kl. 11. Jarðsett verður á Barði í Fljótum. inkonu sinni, Bryn- dísi Alfreðsdóttur, f. 22.10. 1947. Börn þeirra eru: 1) Ríkey Sigurbjörnsdóttir, f. 18.4. 1966, maki Hafþór A. Kol- beinsson, búsett á Siglufirði, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn, þau misstu son við fæð- ingu. 2) Guðbjörg, f. 13.3. 1967, maki Ólafur Björnsson, búsett á Sauð- árkróki, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 3) Birna Magn- ea, f. 9.2. 1968, maki Sigurgeir F. Þorsteinsson, búsett á Í dag kveðjum við ástkæran föður okkar. Með fáeinum orðum langar okkur að minnast hans sem hrifinn var á brott allt of snemma. Pabbi var góður faðir, traustur og hjartahlýr. Ekki var hann síð- ur góður félagi okkar þegar við fórum að eldast. Að alast upp í sveit veitir börnum þau forrétt- indi að fá að taka þátt í daglegu starfi fjölskyldunnar um leið og kraftur og vit leyfir og þannig var það hjá okkur. Með hverju árinu treysti pabbi okkur fyrir nýjum verkefnum á búinu og smám saman tókum við börnin fullan þátt í bústörfum undir styrkri stjórn hans. Fyrsta ábyrgðar- starfið fólst án efa í því að sækja og reka kýr en síðar urðu þau meiri og stærri allt að því að vera treyst til að stjórna dráttarvélum við flóknari landbúnaðarstörf. Pabbi hafði gaman af tónlist og þegar við vorum yngri vorum við öll í tónskóla og þá spiluðum við gjarnan saman í stofunni á kvöld- in. Hann á harmonikkuna og við á gítar, blokkflautu eða hljómborð. Pabbi hafði ætíð mikinn metnað fyrir okkar hönd, hvatti okkur til náms og fylgdist vel með því sem við vorum að gera. Hann innrætti okkur heiðarleika, hreinskilni og samviskusemi, dygðir sem munu vonandi alltaf fylgja okkur. Pabbi hafði gaman af að segja sögur og lék oft á als oddi, sér- staklega þegar góðir vinir voru í heimsókn. Hann átti marga mjög góða vini og hafði alltaf jafn gam- an af samvistum við þá. Snemma fékk pabbi brennandi áhuga á hestamennsku. Á meðan við vorum börn hafði hann minni tíma enda kröfðust bústörfin allr- ar orku hans. Eftir að hann fór að hafa meiri tíma óx hestamennsk- unni fiskur um hrygg og áður en varði var hann kominn á kaf í tamningu og ræktun hesta. Fyrir rúmum fjórum árum tóku pabbi og mamma þá erfiðu ákvörðun að bregða búi og flytja til Sauðár- króks. Pabbi var lengi að sætta sig við að fara frá Langhúsum en sem betur fer sá hann tækifæri í breyttum aðstæðum og hellti sér út í áhugamál sitt af fullum þunga. Hann byggði sér stórt og flott hesthús sem hann var mjög stoltur af. Hann varð sáttur og ánægður enda farinn að fást við það sem hann hafði mest gaman af og gerði það vel. Á sama hátt og pabbi reyndist okkur yndislegur faðir reyndist hann börnum okkar góður afi. Þau voru öll búin að njóta sveit- ardvalar hjá honum í styttri eða lengri tíma og sum þeirra nutu leiðsagnar hans í hestamennsk- unni síðustu ár. Nú hefur pabbi yfirgefið jarð- neskt líf okkar en lifir áfram í hjörtum og hugum okkar og fjöl- skyldna okkar. Minningin um frábæra tíma saman, gleði og al- vöru, ást, vináttu og samheldni verður vel varðveitt og borin áfram til afkomenda okkar. Og tár af mínum hrjóta hvörmum og heit þau falla niður kinn, því vafinn dauðans er nú örmum hann elsku – hjartans pabbi minn. (Kristján Albertsson.) Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú varst okkur. Elsku mamma. Guð styrki þig í sorg þinni. Þín börn, Ríkey, Guðbjörg, Birna Magnea og Þorlákur Magnús. Elsku afi minn. Þú varst tek- inn frá okkur alltof snöggt, en ég trúi því að það hljóti að vera ein- hver tilgangur með því. Ég var svo heppin að fá að alast mikið til upp hjá ykkur ömmu í Langhús- um. Hlýjan var svo mikil frá ykk- ur að ég sótti til ykkar allar þær stundir sem ég mögulega gat ver- ið hjá ykkur, til að fá að taka þátt í sveitalífinu. Ég er afar þakklát fyrir það í dag, því það er svo ótrúlega margt sem ég lærði í sveitinni og mun búa að í framtíð- inni. Samskipti okkar voru alla tíð mjög góð og ég man varla eftir því á öllum þessum árum að við höfðum orðið ósammála, nema í eitt skipti og var það þegar ég festi perlu uppi í nefinu á mér. Það vildi nú svo til að við Lilja frænka vorum að leika okkur að taka perlur í nefið. Þú varst ekk- ert ánægður með okkur frænk- urnar þá, því perlan festist svo uppi í nefinu á mér. Þið amma voruð búin að taka þá ákvörðun að þú skyldir með mig til Siglu- fjarðar til læknis til að ná perl- unni. Eftir margar tilraunir til að ná perlunni kom hún svo loksins þegar ég snýtti mér rækilega. Það leið ekki á löngu þar til þú varst búinn að fyrirgefa okkur frænkum þennan skrípaleik og varst farinn að gera grín að þessu og margoft kallaðir þú mig perl- una þína. Afi, þú kenndir mér ofboðslega margt og minnist ég þín sem hrausts og glaðlegs manns, það var alltaf stutt í stríðnina hjá þér og það leið varla sú stund þegar ég hitti þig að þú fékkst mig ekki til að hlæja og hafa gaman af líf- inu. Þú varst alltaf ákveðinn í að þú skyldir alla tíð vera sjálfs þín herra, það voru orð þín sem ég staldra við þegar ég hugsa til þín. Enda stóðstu við það. Nú síðustu ár varstu að gera það sem þú vildir gera og það sem þú hafðir gaman af. Þið amma voru búin að koma ykkur vel fyrir uppi á Sauð- árkróki, þar sem þú lést smíða hesthúsið sem þig langaði í og þú varst þar öllum stundum. Hest- arnir voru líf þitt og yndi, ég gleymi því aldrei sem barn, þá beið ég eftir því að þú kæmir heim í Langhús af hestamanna- mótunum. Ég var að bíða eftir að sjá bikarinn eða peninginn sem var um háls þinn, því ég vissi að þú kæmir heim með verðlaun. Þú varst það góður knapi, afi. Ég er afar þakklát í dag fyrir þann tíma sem ég fékk með þér. Ekki má gleyma tímanum sem ég fékk að vera hjá ykkur ömmu uppi á Sauðárkróki í fyrravetur þegar ég var að ljúka námi mínu og fékk að taka verklega hluta þess á Sauðárkróki. Þar fékk ég þann stuðning frá ykkur ömmu sem ég þurfti. Amma passaði litla gullmolann minn á meðan ég var að vinna og þú varst úti í hesthúsi og kvöldunum eyddum við í gott spjall um allt milli himins og jarð- ar. Þessi tími er mér mjög dýr- mætur. Þetta eru fá orð sem ég segi hér um þig miðað við allar þær minningar sem ég á um þig, söng- inn þinn, harmonikku- og orgel- spilið og margt fleira. Minning- arnar um þig, afi, mun ég varðveita vel í hjarta mínu alla ævi. Megi Guð gefa ömmu og börn- um þínum öllum styrk til að horfa fram á veginn og halda ótrauð áfram. Þín „perla“, Bryndís. Mig langar að kveðja afa Bjössa með nokkrum orðum. Hann var góður maður, átti við- burðaríka ævi og var stór hluti af lífi margra. Hann var maðurinn sem lét okkur hlæja og maðurinn sem lét okkur grínast. Afi var maður sem fáir munu toppa og enginn mun gleyma. Hann var besti afi sem barn getur óskað sér. Hann skilur eftir sig frábær- ar minningar um frábæran mann. Ég er stoltur að geta sagt að Sig- urbjörn Þorleifsson hafi verið afi minn. Elsku afi, ég mun aldrei gleyma þér og stundunum okkar í hesthúsinu. Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Höf. ók.) Björn Ingi Ólafsson. Mig langar í örfáum orðum að minnast frænda míns, Bjössa frá Langhúsum, sem fallinn er frá langt um aldur fram. Mín fyrsta minning um Bjössa er þegar ég kom fyrst í heimsókn í Langhús til fjölskyldu pabba, þá sjö ára gömul. Bjössi fór með mig út á vatn til að vitja um silunganet, sagði mér sögur um gullið í hólnum við Miklavatn. Margar skemmtilegar sögur átti hann eftir að segja mér síðar um fólkið í sveitinni hans pabba, sem mér fannst allt vera frænkur og frændur okkar beggja. Margar ljúfar minningar eig- um við frá heimsóknum okkar til stórfjölskyldunnar í Langhúsum. Þökkum við fyrir alla þá gest- risni,vinsemd og hlýju sem við höfum notið þar. Elsku Dísa, við Haddi vottum þér og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á sorgar- stundu. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Minning um góðan og traustan dreng lifir áfram. Sigurbjörg Fr. Gísladóttir. Það er komin kveðjustund og það er sárt að kveðja nú hinstu kveðju sinn trausta og góða vin, hann Sigurbjörn Þorleifsson frá Langhúsum. Við höfum þekkst lengi og starfað mikið saman bæði í Lionsklúbbnum Höfða og eins í Hestamannafélaginu Svaða. Bjössi eins og hann var jafnan kallaður var traustur vin- ur vina sinna og til hans var gott að leita og það var enginn einn sem átti hann að. Bjössi hafði mikinn áhuga á hestum og stundaði tamningar og því var vinnudagurinn oft langur því þau hjón voru jafnan með stórt bú sem þau hugsuðu um af mikilli alúð. Einu sinni tamdi Bjössi fyrir mig hest og fór með hann í úrtöku fyrir fjórðungsmót. Og þannig fór að klárinn komst inn á mótið. Ég fór til Bjössa og bað hann að sýna hest- inn fyrir mig. Svarið var stutt og laggott: „Útilokað.“ Ég sagði að þá yrði klárinn bara heima. Síðan var farið í kaffi og Dísa bar á borð hverja kökuna eftir aðra eins og venja var í Lang- húsum, enda gestrisni þeirra hjóna mikil. Það var margt spjall- að, þar til Bjössi segir, að hann skuli þá fara með þann rauða, ef ég endilega vilji og það gekk allt vel eins og við var að búast. Í sínu einkalífi var Bjössi mik- ill gæfumaður, því Dísa er ein- stök manneskja sem stóð ætíð þétt við hlið hans og lét ekki sitt eftir liggja hvort sem það var í húsmóðurstarfinu eða öðru því sem þurfti að gera hverju sinni. Og börn þeirra hjóna hafa erft mannkosti foreldra sinna. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum út í Langhús og þangað var gott að koma og ræða málin. Það var þó fjarri því að við Bjössi værum alltaf sammála. Enda vor- um við líkir að mörgu leyti, báðir stífir og sérvitrir og skiptum sjaldan um skoðun. En þetta hafði engin áhrif á okkar vináttu, á hana bar aldrei skugga, þó við værum ekki alltaf sammála. Og seint fáum við Binna og börn okkar fullþakkað fjölskyld- unni í Langhúsum alla þá vináttu sem þau sýndu okkur á erfiðum tímum og þann hlýhug sem þau hafa jafnan sýnt Minningarsjóðn- um hennar Rakelar í gegnum ár- in. Það veit enginn nema sá sem reynt hefur, hvað það er dýrmætt að eiga trausta og góða vini sem alltaf eru tilbúnir til þess að rétta manni hjálparhönd, þegar maður er hjálparþurfi. Vini sem veita manni styrk og gleði þegar erfiðleikar steðja að og fyrir það viljum við hjónin þakka og þar voru þau Bjössi og Dísa jafnan til staðar þegar á þurfti að halda. Og nú hefur Bjössi vinur minn kvatt þetta jarðneska líf og við syrgjum þennan góða dreng, sem var heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hann hvikaði hvergi og kastaði ekki höndunum til neins sem hann gerði. Hans tími var kominn og honum eru eflaust ætluð önnur verkefni á öðrum stað og hann mun leysa þau af sömu alúð og trúmennsku eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Við hjónin þökkum Bjössa vin- áttu og tryggð í áranna rás og sendum Dísu og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Vertu sæll, kæri vinur. Hitt- umst síðar. Pálmi Rögnvaldsson. Örfá kveðjuorð í tilefni af því að góður nágranni og vinur til fjölda ára Sigurbjörn Þorleifsson eða Bjössi í Langhúsum eins og við sveitungar hans kölluðum hann er fallinn frá, skyndilega og óvænt. Enn erum við minnt á að enginn veit hver er næstur, en þetta hvarflaði ekki að okkur sem þekktum Bjössa, sem virtist full- ur af lífsþrótti og á kafi í sínu helsta áhugamáli, hestamennsku. Hafði raunar fyrir stuttu komið sér upp glæsilegu hesthúsi á Sauðárkróki og stundaði þar tamningar og umgekkst hina fer- fættu vini sína af þeirri natni sem honum virtist meðfædd. Atvikin höguðu því svo til að við Bjössi vorum nágrannar allan þann tíma sem hann bjó í Fljót- um. Jarðir okkar lágu saman og þá verða samskiptin meiri og nánari. Á þau bar aldrei skugga og til þeirra Bjössa og Dísu var alltaf jafngott að leita, hvort sem erindið var stórt eða smátt. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja. Bjössi kunni vel þá list að segja frá og ekki síst að sjá bros- legu hliðina á hlutunum. Oft var skroppið í kaffi til þeirra í Lang- húsum og þá var ávallt glatt á hjalla í eldhúskróknum, ekki síst þegar húsbóndinn komst á flug í góðri frásögn, sem jafnvel var að- eins löguð að aðstæðunum, og ekki lét Dísa sitt eftir liggja með sínu ljúfa viðmóti og fínu veiting- um sem ávallt voru til staðar. Ég vil að endingu þakka Bjössa í Langhúsum fyrir öll okkar góðu samskipti og skemmtilegu samverustundir. Megi góður Guð styrkja Dísu, börn þeirra og afkomendur í sorg þeirra. Örn á Ökrum. Sigurbjörn Þorleifsson Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Geymslur Geymslupláss Upphitað á höfuðborgarsvæðinu til 1. maí, fyrir hjólhýsi, fellihýsi, tjald- vagna eða annað. Uppl. í síma 862 4685 og 893 9777. Upphitað mjög gott húsnæði Tökum í geymslu í vetur fellihýsi, hjólhýsi, pallhýsi og tjaldvagna. Erum á Suðurnesjum (Garður). Sími 867 1282. Góðar upphitaðar loftræstar stein- steyptar og vel einangraðar geymslur fyrir fellihýsi, tjaldvagna og húsgögn. Margra ára reynsla. Upplýsingar í símar 897 1731. Gónhóll Eyrarbakka Geymslur og gisting Geymdu gullin þín í Gónhól. Uppl., geymsla, s. 771-1936. Uppl., gisting, s. 771-1940. Pantanir og skráning mttp://www.gonholl.is Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - s. 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílavarahlutir VW- og Skoda-varahlutir, s. 534 1045 Eigum til notaða varahluti í VW, Skoda, Audi og Pajero frá ´02. Kaup- um bíla til niðurrifs og uppgerðar. Bílabúið Kaplahrauni 11, s. 534 1045. Húsviðhald Laga ryðbletti á þökum. Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Upplýsingar í síma 847 8704 eða manninn@hotmail.com.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.