Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 29
Björn Thomas, eða Bjössi frændi eins og við systkinin köll- uðum hann alltaf, er nú fallinn frá. Hann var föðurbróðir minn og bjó á Laufásvegi 67, þaðan sem ég á margar góðar minn- ingar. Afi Valgeir og amma Eva byggðu þetta hús og bjuggu þar í mörg ár. Ég man vel þegar Bjössi flutti heim frá Þrándheimi eftir nám í arkitektúr, ásamt Diddu og dætrunum tveimur, Hildi og Dagnýju. Þá átti hann flottan Volvo PV-bíl, með „kryppu“ og öllu tilheyrandi. Nokkrum árum seinna bætt- ist svo yngsta dóttirin í hópinn, hún Valgerður Helga. Nú hafa mörg barnabörn og barnabarna- barn bæst í hópinn. Bjössi hafði alltaf mikinn áhuga á ljósmyndun og var mjög duglegur að taka myndir og einnig kvikmyndir við hin ýmsu tækifæri. Hann var mjög góður píanóleikari og var oft glatt á hjalla þegar hann sat við píanó- ið. Hann fylgdist vel með heims- málum, hafði t.d. gaman af ýms- um fréttaskýringaþáttum. Við Bjössi fórum í skemmti- lega ferð austur fyrir fjall í júlí sl. Þá sagði hann mér frá dvöl sinni á sveitabæjum þar í ná- grenninu þegar hann var ung- lingur. Meðal annars að hann og félagi hans hefðu eitt sinn geng- ið til baka af sveitaballi og lá leið þeirra einmitt yfir Lyngdals- heiðina, eina sumarnótt. Við vorum að sækja gamlan bíl og var Bjössi afar hjálpsam- ur, þótt heilsan væri orðin léleg. Honum þótti fyndið að þessi bíll væri eldri en hann sjálfur og ennþá gangfær að auki! Það er ekki langt síðan Bjössi greindist með þann erfiða sjúk- dóm sem dró hann til dauða, en aldrei heyrði ég hann kvarta yfir sínu hlutskipti, þótt hann vissi vel hvert stefndi. Ég votta Diddu og fjölskyldu hans allri mína dýpstu samúð. Valgeir Hallvarðsson. Nú er svo komið, að hinn þróttmikli árgangur MR-1955 er farinn að eldast enda flestir nemenda fæddir um 1935. Brotthvörf stúdenta úr þess- um árgangi eru því orðin nokk- uð tíð síðustu misserin og ekki sársaukalaust að missa góða fé- laga skyndilega, þótt búast megi við því. Kynni mín af Birni hófust ein- mitt í MR enda sátum við oft við hlið hvor annars í hinum fjórum bekkjum, sem nemendur urðu að þola og þrauka til þess að ná stúdentsprófi. Fljótlega komu í ljós sameig- inleg áhugamál eins og ljós- myndun, framköllun og stækkun ljósmynda. Einnig var áhuginn talsverður á tónlist, ekki síst á djassi, enda Björn músíkelskur mjög og ágætur píanóleikari. Oft skipt- umst við á plötum og nýjar sendingar voru kannaðar hjá Fálkanum. Björn var ákaflega rólyndur maður og andsnúinn öllum klíkuskap, en samt hollur vinur. Við ræddum mikið saman og heimsóttum hvor annan á menntaskólaárunum, en eftir stúdentspróf skildi leiðir okkar eðlilega vegna ólíkra námsferla og langveru minnar í útlöndum við störf þar. Ég kveð með hlýhug þennan gamla vin, sem nýlega sat hress við hlið mér í vorferð árgangsins til Vestmannaeyja. Ekki hvarfl- aði að mér, að þetta væri í síð- asta sinn sem við myndum hitt- ast. Björn átti því láni að fagna að kynnast lífsförunaut sínum snemma á ævinni og reyndist það samband afar traust og happadrjúgt. Ég vil votta eiginkonunni, Stefaníu Stefánsdóttur, og fjöl- skyldunni allri samúð mína við þetta fráfall. Steinar. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 ✝ Kolbrún Þór-isdóttir fæddist á Akureyri 15. júní 1929 og lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. september síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar voru Þórey Júl- íana Steinþórs- dóttir, f. 6. júlí 1892, d. 7. febrúar 1981, og Þórir Jónsson, f. 14. september 1898, d. 24. ágúst 1964. Kolbrún átti fjóra bræð- ur; Steinþór, Vilhelm, Baldur og Magnús, sem allir eru látnir. Eftirlifandi eiginmaður Kol- brúnar er Aðalsteinn Gunn- arsson, f. 12. nóvember 1930. Börn þeirra eru Þórey Elísabet, f. 16. desember 1959, d. 10. apr- íl 1960, Þorsteinn Gunnar, f. 20. maí 1961, og Þórdís Tinna, f. 10. desember 1968, d. 21. jan- úar 2008. Kolbrún á tvö barna- börn; Sunnu Þor- steinsdóttur og Kolbrúnu Ragn- heiði Kristjáns- dóttur. Kolbrún ólst upp á Akureyri og gekk þar í grunn- skóla þess tíma. Síðan lá leiðin í Húsmæðraskólann þaðan sem hún lauk námi. Fluttist hún síðan fljótlega til Reykja- víkur þar sem hún kynntist eft- irlifandi eiginmanni sínum. Starfaði hún síðan við hin ýmsu framreiðslustörf, síðast sem rekstraraðili á kaffihúsinu Prikinu í Bankastræti ásamt dóttur sinni. Lengst af bjó Kol- brún í Grænukinn 1 í Hafn- arfirði. Kolbrún verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði í dag, 30. september 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku mamma. Þetta er svo óendanlega sárt. Að kveðja mömmu sem alltaf var til staðar og alltaf var hægt að treysta á. Að kveðja mömmu sem var gull- falleg hvernig sem á hana var litið. Að kveðja mömmu sem var jákvæð, brosmild og bjartsýn. Að kveðja mömmu sem var hóg- vær og lítillát. Að kveðja mömmu sem kom fram við alla á sama hátt. Að kveðja mömmu sem gaf, hvatti, huggaði og elsk- aði. Að kveðja mömmu sem var svo góð fyrirmynd. Að kveðja mömmu sem var sannur vinur. Sorgin er yfirgengileg. En til- hugsunin um að nú sértu komin til Diddu systur, ömmu og afa og bræðra þinna gerir hana svo miklu bærilegri. Ég bið algóðan Guð um að vaka öllum stundum yfir pabba, Sunnu og Kolbrúnu Ragnheiði. Þetta er svo óendanlega sárt … en það er víst kominn tími til að kveðja. Elsku mamma. Guð blessi þig og minningu þína um alla tíð. Ég elska þig og sakna þín meira en nokkur orð fá lýst. Þinn Þorsteinn Gunnar. Elsku amma Kolla. Ég trúi því varla að ég sé að skrifa þetta. Það er svo ótrúlega sárt að þurfa að kveðja þig í síðasta sinn. Ég man þegar ég kom til að gista hjá ykkur afa í Grænukinn- inni. Það var sko lúxus. Þú leyfð- ir mér að ráða hvað væri í mat- inn og svo áður en ég fór að sofa sagðirðu mér sögur af músafjöl- skyldu sem mér fundust svo skemmtilegar. Ég sofnaði yfir- leitt í fanginu hjá þér og þegar ég vaknaði varstu búin að útbúa morgunmat og heitt kakó. Besta amma í heimi, ég er viss um það. Þú varst ótrúleg kona. Alltaf svo jákvæð og létt yfir þér. Allt- af hlæjandi. Hláturinn þinn smitaði út frá sér þannig að maður gat ekki annað en hlegið með þér þegar þú skelltir upp úr. Elsku amma. Núna ertu kom- in til Diddu þinnar og ég veit að þér líður vel. Ég mun alltaf brosa þegar ég hugsa til þín. Guð geymi þig. Þín Sunna. Elsku Kolla frænka, eins og við kölluðum hana alltaf, er lát- in. Á tímum sem þessum ríkir bæði gleði og sorg í hjörtum okkar. Sorg yfir því að fá ekki að njóta samvista við hana lengur, en jafnframt gleði yfir því að hún þurfi ekki að þjást. Kolla frænka var okkur öllum mjög kær og það var alltaf fast- ur liður að koma við hjá henni og Alla í Grænukinninni og nú síð- ustu árin á Hrafnistu þegar við fjölskyldan áttum leið suður, en hjá þeim leið manni alltaf vel. Kolla var sannkölluð Pollýanna, hún sagði alltaf allt gott, alveg sama hvenær þú spurðir hana. Hún var alveg einstök kona, allt- af með bros á vör og sagði svo skemmtilega frá. Einnig tókst henni að snúa öllu upp í grín, sjá spaugilegu hliðarnar á hlutun- um, rétt eins og bróðir hennar, hann afi Bangsi. Kolla kenndi manni að vera þakklátur fyrir það sem maður á og að morgundagurinn yrði betri en dagurinn í dag ef svo bar undir. Við fjölskyldan eigum margar góðar minningar um Kollu frænku sem við munum geyma í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Alli, Kolbrún Ragn- heiður, Steini og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur til ykkar. Með söknuði kveðjum við þig elsku frænka. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) (Höf. ókunnur) Guð blessi minningu Kollu frænku. Þórir, Svava, Magnús, Anna Karen og Þórey Sif. Kolbrún Þórisdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Hofi, Freyjugötu 26, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks fimmtudaginn 22. september. Jarðsungið verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 1. október kl. 14.00. Bára Pétursdóttir, Margrét Pétursdóttir, Baldur Sigurðsson, Jón S. Pétursson, Erna Jóhannsdóttir, Gunnar S. Pétursson, Sólveig Þorvaldsdóttir, Pétur Axel Pétursson, Steinunn Kristinsdóttir, Svanhildur Pétursdóttir, Skarphéðinn R. Pétursson, Steinunn Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Pétursdóttir, Birgir R. Rafnsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls og útfarar ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS BENEDIKTSSONAR, Stekkjargötu 7, Hnífsdal. Sérstakar þakkir til vinkvenna sem hjálpuðu við erfidrykkjuna. Guðrún, Einar, Jón, Sigurður, Júlíus, Ragnar, Íris, Fannar, Ólafur, Aníta, Birna, Auður, Jóhann og Haukur. ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, ÞÓRIR ÁGÚST SIGURÐSSON frá Brúarhrauni, Kópavogsbraut 1b, sem andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti sunnudaginn 18. september, verður jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju Kolbeinsstaðahreppi laugardaginn 1. október kl. 14.00. Hörður Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir, Sigvaldi Fjeldsted, Sigurveig Sigurðardóttir, Björn Ingvarsson, Auður Sigurðardóttir, Bergmann Þorleifsson, Kristján Sigurðsson, María Einarsdóttir, Trausti Sigurðsson, Guðrún Björnsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Soffía Sveinsdóttir og frændsystkini. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR STEFÁNSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, sem lést þriðjudaginn 20. september, var jarðsungin mánudaginn 26. september í kyrrþey. Fyrir hönd ástvina, Ólafur og Stefán Tryggvasynir. ✝ Ástkær sonur okkar og bróðir, DAGBJARTUR HEIÐAR ARNARSSON, andaðist á heimili sínu að kvöldi föstudags- ins 23. september. Útför hans mun fara fram frá Safnaðar- heimilinu í Sandgerði miðvikudaginn 5. október kl. 14.00. Erla Kaja Emilsdóttir, Arnar Helgason, Sandra Dís Arnarsdóttir, Helgi Þorsteinn Arnarsson, Þórdís Thelma Arnarsdóttir, Tinna Eydís Arnarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BJÖRNS HAFSTEINS JÓHANNSSONAR. Þökkum heimaþjónustu fyrir ljúfa og góða umönnun, einnig starfsfólki taugalækninga- deildar B2 og líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Þrúður Guðrún Sigurðardóttir, Svana Helen Björnsdóttir, Sæmundur E. Þorsteinsson, Brynja Dís Björnsdóttir, Örvar Aðalsteinsson, Hildur Inga Björnsdóttir, Jóhann Kristjánsson, Þórdís Björnsdóttir, Björn Orri, Sigurður Finnbogi og Þorsteinn Sæmundssynir, Birkir, Drífa og Kári Örvarsbörn, Æsa Jóhannsdóttir og Alda Ægisdóttir. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA KR. ÞORSTEINSSONAR, Smyrilsvegi 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við heimahjúkrun Reykjavíkur og starfsfólki á deildum 11A og 13G Landspítala. Anna Árnadóttir, Ásta Kvaran Árnadóttir, Böðvar B. Kvaran, Þorsteinn Árnason, Hrefna E. Leifsdóttir, Sveinn Árnason, Sigurlína Vilhjálmsdóttir, Erna Þórunn Árnadóttir, Benedikt Sigmundsson, Ingibjörg Hólmfríður Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BERGUR JÓNSSON rafmagnsverkfræðingur, Löngulínu 27, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítala Landakoti að morgni miðvikudagsins 28. september. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Bergs er bent á Hjálparsveit skáta, MS-félagið, s. 568 8620, eða aðrar líknarstofnanir. Ingunn Guðmundsdóttir, Magnús Bergsson, Guðrún Elín Guðnadóttir, Bergþóra Bergsdóttir, Reynir Þór Sigurðsson, Jón Örn Bergsson, Ásgerður Bergsdóttir, Högni Sigurþórsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.