Morgunblaðið - 30.09.2011, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011
Geturðu lýst þér í fimm orðum?
Já, ég býst við því.
Hvaða myndir hefurðu séð á RIFF 2011?
(spyr síðasti aðalsmaður, Jón Agnar Ólason)
Enga. Hef ekki einu sinni séð myndir á RÚV 2011.
Kanntu einn stuttan?
Já. Einu sinni voru tveir Íslendingar. Nú eru þeir 320
þúsund.
Hver er uppáhaldsleikarinn þinn og af hverju?
Lord Olivier. Sökum margháttaðra yfirburða.
Hvaða grínmynd færðu aldrei nóg af?
Myrkrahöfðingjanum.
Kex er …?
Kexcuse me?
Hver er ofmetnasti grínisti sögunnar?
Held hann sé ekki til. Er hins vegar sannfærður um að
allt mat sé stórlega ofmetið. Sé það t.d. þitt mat að mitt
mat sé ofmat er það eftir sem áður bara þitt mat. Hug-
lægt mat byggist 99% á smekk, en hann heyrir undir
skilningarvitin. Þar af leiðandi hafa allir jafngóðan
smekk. Næstum 100%. Ég hef alltaf metið það mikils.
Er þér eitthvað heilagt þegar kemur að gríni?
Nei, hér um bil ekkert. Að því tilskildu að það sé fyndið.
Geturðu lýst dansstíl þínum á djamminu?
Já, sem fremur kyrrlátum.
Hvað færðu ekki staðist?
Freistingar. Læt ævinlega undan þeim.
Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er þá hvern?
Málið er í rannsókn. Niðurstöðu er ekki að vænta á næst-
unni.
Ef þér hefði staðið til boða að syngja við
brúðkaup Vilhjálms og Katrínar, hvaða lög
hefðir þú sungið og af hverju?
Hver eru Vilhjálmur og Katrín? Og af hverju?
Hvað fær þig til að skella upp úr?
Vel valin orð og veltilfundið æði. Orð þó oftar en æði.
Hvað kanntu síst að meta í eigin fari?
Áráttuhegðun.
En best að meta?
Vaxandi æðruleysi.
Chaplin, Buster Keaton eða Harold Lloyd?
Chaplin og Keaton njóta jafnrar virðingar í mínum
ranni, þótt ólíkir séu. Þeir voru brautryðjendur í nær
öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur og ósvikin séní í
kómedíu. Lloyd var á hinn bóginn séní í fjárfestingum.
Varstu að banka eða fórstu í bankann?
Þú verður að tala um það við Jón Pétursson lækni eða
Halldór Pétursson lækni.
Hvað er það fyndnasta sem þú hefur upplifað?
Sumt af því kemur bráðum út á bók. Hún heitir Ég
drepst þar sem mér sýnist.
Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann?
„Þeim getur skjátlast þótt þeir séu í kórnum.“ Sem raun-
ar er mild tilgáta, en ekki spurning, en ég varpa þessu
svona fram.
Vel valin orð og veltilfundið æði
Gísli Rúnar Jónsson er aðalsmaður vikunnar, leikstjóri og einn handritshöf-
unda gamanþáttanna Kexvexmiðjan sem sýningar eru hafnar á í Sjónvarpinu.
Spaug Gísli Rúnar Jónsson, grínmeistarinn mikli eini
og sanni, er aðalsmaður vikunnar í þetta sinnið.
Karl Jóhann
Kvikmyndatónleikar erufastur liður á RIFF-kvikmyndahátíðinni enþá flytja tónlistarmenn
verk sín meðan á sýningu kvik-
myndar stendur. Tónleikar af því
tagi voru haldnir síðastliðinn mið-
vikudag í Fríkirkjunni og voru
tónlistarmennirnir Skúli Sverrison
og Sóley Stefánsdóttir þar á ferð.
Sóley, sem nýlega gaf út plötuna
We Sink, hefur áður starfað með
hljómsveitinni Seaber ásamt því
að spila á hljómborð með Sin
Fang. Hún hóf tónleikana og tók
nokkur lög af nýútkominni plötu
sinni. Í för með Sóleyju var
trommuleikarinn Jón Óskar og
saman spiluðu þau undir myndefni
frá Ingibjörgu Birgisdóttur. Mjög
skemmtilegt andrúmsloft mynd-
aðist þegar draumkennd tónlistin
fyllti Fríkirkjuna og falleg rödd
Sóleyjar kórónaði frammistöðuna.
Myndefnið var einnig mjög flott
en í stað endurtekninga á sama
efni hefði það mátt vera lengra og
þannig spilað betur saman við tón-
listina. Skúli Sverrisson er með
reyndari bassaleikurum þjóð-
arinnar og hefur hann unnið með
ýmsum listamönnum í gegnum tíð-
ina en þar má nefna Blonde Red-
head. Hann flutti tónverk sitt und-
ir kvikmyndina When It Was Blue
eftir Jennifer Reeves, en myndin
sýnir okkur óspillta náttúru og
dýralíf á ansi listrænan hátt. Tón-
list Skúla og myndefnið frá Ree-
ves spilaði mjög skemmtilega sam-
an og bakgrunnshljómur
tónverksins magnaði upp þær til-
finningar sem maður hafði fyrir
kvikmyndinni. Samspil myndefnis
og tónlistar var talsvert öflugra
hjá Skúla en Sóleyju; á meðan
tónlistin virtist vera í forgrunni í
verki hennar og myndefnið auka-
atriði þá elti tónlist Skúla kvik-
myndina og því myndaðist þar
meiri heild. Hvort tveggja kom þó
mjög vel út og ég myndi hiklaust
mæta oftar í messu ef Skúli og
Sóley sæju um messuhaldið.
Sóley „Mjög skemmtilegt andrúms-
loft myndaðist þegar draumkennd
tónlistin fyllti Fríkirkjuna.“
Fagurt samspil
í Fríkirkjunni
RIFF: Fríkirkjan
Skúli Sverrisson og Sóley
bbbbn
Árlegir kvikmyndatónleikar RIFF, mið-
vikudagskvöldið 28. september.
DAVÍÐ MÁR
STEFÁNSSON
TÓNLEIKAR
„SKEMMTILEG BÍÓMYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA, LÍFLEG,
FYNDIN OG HENTAR ÖLLUM
ALDRI“
- HULDA GEIRSDÓTTIR,
RÁS 2
HHH
HHH
„VEKUR ÍMYNDUNARAFL
ÁHORFENDA“
- ÓLAFUR H. TORFASON
RÁS 2
HHHH
„SVEPPI, VILLI OG GÓI SKILA
ALLIR SÍNU UPP Í TOPP“„ALLIR
Á SVEPPA“
- A.E.T MORGUNBLAÐIÐ
„FÁLKAORÐUNA Á SVEPPA“
- K.I. PRESSAN.IS
HHH
HHHHH
-FRÉTTATÍMINN, Þ.Þ.
MIÐASALA Á SAMBIO.IS
CONTAGION kl. 8 2D 12
HRAFNAR,SÓLEYJAROGMYRRA kl. 8 2D L
KONUNGUR LJÓNANNA kl. 6 3D L
DRIVE kl. 10:10 2D 16
SHARK NIGHT kl. 10:10 3D 16
ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L
/ AKUREYRI
HHHH
-BOX OFFICE MAGAZINE
-ENTERTAINMENT WEEKLY
HHHHH
CONTAGION kl. 8 - 10:20 2D 12
HRAFNAR,SÓLEYJAROGMYRRA kl. 3:40 - 5:50 2D L
SHARK NIGHT kl. 10 3D 16
KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tali kl. 4 - 6 3D L
LION KING Með ensku tali - ótextuð kl. 8 3D L
DRIVE kl. 8:10 - 10:20 2D 16
ALGJÖR SVEPPI kl. 4 - 6 2D L
/ KRINGLUNNI
CONTAGION kl. 10:10 2D 12
HRAFNAR,SÓLEYJAROGMYRRA kl. 8 2D L
JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 8 2D L
KONUNGUR LJÓNANNA kl. 6 3D L
ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L
30 MINUTES OR LESS kl. 10:10 2D 14
/ KEFLAVÍK
ABDUCTION kl.5:50-8-10:20 2D 12
HRAFNAR,SÓLEYJAR
OGMYRRA kl. 8 2D L
ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L
FRIGHT NIGHT kl. 10:20 2D 16
/ SELFOSS
SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL
á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ 750 kr.
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
AKUREYRI, KEFLAVÍ́ K OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA
EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
OG AKUREYRI
HHHH
„EIN SÚ BESTA SEM ÉG
HEF SÉÐ Á ÞESSU ÁRI“
-KVIKMYNDIR.IS
HHHH
„ÞESSI MYND ER ROSALEG
OG ENGINN ÆTTI AÐ FARA
ÚT ÓSÁTTUR“
-SCENE.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG KEFLAVÍK
VINSÆLASTA
MYNDIN Í
USA Í DAG
UPPLIFÐU
TÖFRA DISNEY
Í ÁSTSÆLUSTU
TEIKNIMYND
ALLRA TÍMA
STÓRKOSTLEG MYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA -
SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMA
ÍSLENSK TAL
ÓGNVEKJANDI
SPENNUÞRILLER
UPPLIFÐU
MARTRÖÐINA
Í MAGNAÐRI
ÞRÍVÍDD
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
OG AKUREYRI