Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011
Viðtekin gildi voru á
undanhaldi undan
nýjum og þau umskipti
gengu ekki átakalaust fyrir
sig.40
»
Næstkomandi sunnudag heldur
Mótettukór Hallgrímskirkju tón-
leika í kirkjunni í tilefni af fyrirhug-
aðri tónleikaferð kórsins til Þýska-
lands og Austurríkis í byrjun
október. Tónleikarnir, sem hefjast
kl. 17:00, eru á dagskrá Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Stjórnandi
er Hörður Áskelsson.
Efnisskrá tónleikanna verður sú
sama og á væntanlegum tónleikum
kórsins í St. Nikola-kirkjunni í Pass-
au 9. október, í Ev. Christuskirche í
Salzburg 11. október og í Dómkirkj-
unni í Frankfurt 13. október, en síð-
astnefndu tónleikarnir eru í
tengslum við bókasýninguna í
Frankfurt, þar sem Ísland er heið-
ursgestur í ár.
Á tónleikunum mun kórinn flytja
verk eftir J.S. Bach og E. Whitacre,
ásamt efni af geislaplötunni „Ljósið
þitt lýsi mér“, sem kom út árið 2009,
en hann hefur að geyma íslenska
kirkjutónlist, gömul þjóðlög í hefð-
bundnum eða nýrri útsetningum, sí-
gild lög eftir þekkt tónskáld, Jón
Leifs, Þorkel Sigurbjörnsson og
fleiri, ásamt nýjum verkum eftir
yngri tónskáld sem samin eru við
ljóð skálda fyrri alda.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tónleikar Hörður Áskelsson, stjórn-
andi Mótettukórs Hallgrímskirkju.
Tónleikar
Mótettu-
kórsins
Heldur í tónleika-
ferð um Þýskaland
Bandalag þýðenda og túlka
efnir til árlegrar dagskrár á
Degi þýðenda í dag, föstudag-
inn 30. september, í Kassa
Þjóðleikhússins, Lindargötu 7,
milli klukkan 15 og 17. Dag-
skráin er að þessu sinni haldin
í samstarfi við Þjóðleikhúsið og
Borgarleikhúsið og munu nýj-
ar þýðingar á nokkrum önd-
vegisverkum komandi vetrar
verða til umfjöllunar. Hrafn-
hildur Hagalín ræðir um þýðingu sína á Eldhafi
Wajdi Mouawad. Einnig munu koma fram og
ræða þýðingar sínar þeir Sigurður Karlsson og
Friðrik Erlingsson.
Bækur
Þýðendur koma
fram í leikhúsinu
Hrafnhildur
Hagalín
Um mánaðamótin verða opn-
aðar tvær sýningar eftir gesta-
listamenn Skaftfells, en Skaft-
fell tekur einnig þátt í RIFF –
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð
með sýningu á fjórum heimild-
armyndum 1. og 2. október.
Listamennirnir Barbara
Amalie Skovmand Thomsen og
Ulla Eriksen sýna í Bókabúð-
inni verk sem þær vinna sam-
eiginlega. Meðal annarra verka
sýna þær myndbandsverkið Bylgju, sem var tekið
upp í jarðböðunum við Mývatn, og teikningar af
steinum ásamt ljósmyndum sem unnar voru með
nemendum 9. bekkjar Seyðisfjarðarskóla.
Myndlist
Nýjar sýningar í
Skaftfelli
Úr myndbands-
verkinu Bylgju.
Þriðja hefti ársins af Tímariti
Máls og menningar er komið
út. Meðal efnis er umfjöllun
Úlfhildar Dagsdóttur um Er-
lend lögreglumann úr bókum
Arnaldar Indriðasonar og Stef-
án Jón Hafstein skrifar grein
um „Rányrkjubúið Ísland“ þar
sem hann ber saman Ísland og
Afríku. Guðni Elísson rekur
söguna af herferðinni gegn
Rachel Carson, höfundi bók-
arinnar Raddir vorsins þagna.
Auk þess eru í heftinu aðrar greinar, sögur, rit-
dómar og ádrepur og fleira efni. Guðmundur
Andri Thorsson ritstýrir tímaritinu.
Menningarrit
Tímarit Máls og
menningar
Þriðja hefti
TMM 2011.
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir
verkið Fullkominn dagur til
drauma í kvöld, föstudagskvöldið
30. september. Verkið er eftir Slóv-
akann Anton Lachky sem er stofn-
andi og meðlimur danshópsins Les
Slovaks. Danshópurinn er skipaður
fimm karldönsurum frá Slóvakíu og
er talinn einn af fremstu dans-
hópum Evrópu í dag. Les Slovaks
sýndu verk sitt Opening Night í
vor á Listahátíð í Reykjavík. Í
sköpunarferlinu fyrir Fullkominn
dag til drauma vann Anton Lachky
náið með dönsurum Íslenska dans-
flokksins og tekst honum í verkinu
að laða fram sérkenni hvers dans-
ara og flétta þeim sérkennum sam-
an við sinn hnyttna og duttlunga-
fulla stíl. „Hver dansari er í mínum
augum eins og teiknimyndafígúra.
Ég reyni að sjá þau eins og þau
eru, þó með mínum eigin augum,“
segir Anton Lachky. Þegar blaða-
maður spyr hann hvað hann eigi
við með að dansarinn sé einsog
teiknimyndafígúra segir hann að
það sé erfitt að koma þessu í orð.
„En þetta er ekki ósvipað ferli og
hjá málara,“ segir Lachky. „Stóru
meistarar myndlistarinnar gera
gott portrett en setja síðan örlítil
skringilegheit í karakterinn þannig
að hann fer á annað stig. Við fær-
um dansarann aðeins út úr eðlileg-
heitunum og gerum hann að teikni-
myndafígúru. Annar mjög mikil-
vægur þáttur í vinnslu verksins er
líkamlegi þátturinn, sem end-
urspeglar þéttleika og kraft lík-
amans, fegurð dansins í sínum
margbreytileika en um leið í ein-
faldleika sínum. Hver sena í verk-
inu líkist draumkenndum að-
stæðum. Verkið líkist súrrealískri
mynd með mismunandi sögum og
ólíkum litum, en þó allar innan
sama ramma, hangandi á sama
vegg.“ Tónlistin í verkinu er Sálu-
messa eftir Verdi. Í fréttatilkynn-
ingu um dansverkið segir: „Verdi
byggir sálumessu sína á kaþólskum
messutexta þar sem fjallað er um
allar dýpstu tilfinningar mannsins,
örvæntingu, gleði, von og að lokum
eilífan frið.“
Dagur fyrir dans og drauma
Slóvakískur
dansari stýrir
nýrri sýningu
dansflokksins
Danslist Myndin er af æfingum á verkinu Fullkominn dagur til drauma. En það er eftir Slóvakann Anton Lachky.
Hljómfegursti klúbburlandsins, Kammermús-íkklúbburinn, hóf 54.starfsvetur sinn á
sunnudag fyrir troðfullri Bústaða-
kirkju; kannski síðasta veturinn á
þeim fasta samastað, náist samn-
ingar við Hörpu. Verður í því falli
forvitnilegt hvort Norðurljósasal-
urinn reynist hentugri en guðshúsið
í Smáíbúðahverfi – ekki sízt hvað
heyrð varðar, því Bústaða-
hljómburðurinn er að mínu viti í
daufara lagi. Sérstaklega fyrir
ómengaðan strengjahljóm eins og að
þessu sinni þar sem tveir háróm-
antískir strengjasextettar (fyrir
tvær fiðlur, tvær víólur og tvö selló)
voru í boði, enda saknaði maður
óneitanlega ríkari enduróms.
Ef marka má „sagnfræði“-flipa
heimasíðu KMK virðist hvorugur
sextetta kvöldsins hafa verið fluttur
áður á vegum klúbbsins. Það úti-
lokar þó engan fyrri flutning á öðr-
um hérlendum vettvangi, og hefði
vissulega verið forvitnilegt ef tón-
leikaskráin hefði tilgreint slíka vitn-
eskju, í stíl við „Tónlistina á Íslandi“
í fyrirmyndarskrám SÍ. Allt um það
er vísast langt um liðið frá því Upp-
ljómuð nótt og Flórensminningar
hljómuðu hér síðast, hafi svo verið á
annað borð, og því kærkomin til-
brigði frá algengustu klassísku við-
fangsefnum.
Þekktasta æskuverk formbylting-
armannsins Arnolds Schönberg
(1874-1951), Verklärte Nacht frá
1899, er „forritað“ að tvennu leyti.
Ekki aðeins innblæstri frá ljóði
Richards Dehmels um framhjáhald í
tilhugalífi, heldur líka, og enn nær-
tækara, frá öðru eins af hálfu kær-
ustu tónskáldsins! Því skyldi engan
undra kvalablandna ástríðu hákróm-
atíska tónmálsins í anda Tristans og
Ísoldar Wagners, er sextettinn skil-
aði af samstilltri innlifun og eft-
irtektarverðri fágun þá lægra lét, þó
að rytmískir innviðir ættu stundum
til að drukkna í ólgusjó tilfinninga.
Ekki tókst alveg jafn vel til í
þokkafullum Flórensminningum
Tsjakovskíjs. Stíllinn var þar gegn-
særri og miskunnarlausari gagnvart
misfellum, enda vildi heildarblærinn
verða frekar groddafenginn á kraft-
meiri stöðum þótt virða beri þrótt og
áræði út af fyrir sig. Viðkvæmasta
röddin í inntónun var auðheyranlega
í 1. fiðlu, er lá oft í hæstu hæðum, og
jafnvægið milli radda var ekki alltaf
hið bezta. Engu að síður naut óvið-
jafnanleg melódíkin sín oftast sem
skyldi, og þjóðlagaskotnu lokaþætt-
irnir tveir vöktu almenna ánægju að
verðleikum.
Sjaldheyrðir sextettar
Bústaðakirkja
Kammertónleikarbbbnn
Strengjasextettarnir Verklärte Nacht
eftir Schönberg og Souvenir de Flor-
ence eftir Tsjaikovskíj. Ari Þór Vil-
hjálmsson & Pálína Árnadóttir fiðla,
Þórunn Ósk Marinósdóttir & Þórarinn
Már Baldursson víóla og Sigurgeir Agn-
arsson & Hrafnkell Orri Egilsson selló.
Sunnudaginn 25. september kl. 20.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Ánægja Frá æfingu fyrir tónleika Kammermúsíkklúbbsins. Flytjendurnir
skiluðu Verklärte Nacht af samstilltri innlifun og eftirtektarverðri fágun.
Undanfarið hef-
ur Listasafn
Reykjavíkur
staðið fyrir sýn-
ingum þar sem
teikningin er í
forgrunni. Af
þessu tilefni efn-
ir safnið til
teiknisamkeppni
þar sem grunn-
skólanemum í 7.
bekk og á unglingastigi (8.-10.
bekkur) um land allt og almenningi
16 ára og eldri er boðið að vera
með.
Markmið samkeppninnar er að
auka skilning, þekkingu og áhuga
almennings og nemenda á teikn-
ingu sem listformi. Samkeppnin
felst í því að senda inn teikningu á
pappír samkvæmt verkefnalýsingu
sem finna má á vefsetri safnsins,
listasafnreykjavikur.is, en skila-
frestur fyrir innsend verk rennur
út 1. nóvember.
Veitt verða verðlaun í hvorum
flokki, auk þess sem sextíu verk
verða valin til sýningar í F-sal
Hafnarhúss í haust og fram yfir
áramót.
Teikni-
samkeppni
Sigurmynd í klippi-
myndasamkeppni.