Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 ✝ Hanna GuðnýBachmann fæddist í Reykjavík 20. nóvember 1935. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 16. september 2011. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Þórdís Jónsdóttir Bachmann kjóla- meistari, f. 1890, d. 1983, og Hallgrímur Bachmann, ljósameistari Leikfélags Reykja- víkur og Þjóðleikhússins, f. 1897, d. 1969. Systkini Hönnu eru tvíburadrengir sem létust á barnsaldri, Jón G. Hallgrímsson, f. 1924, d. 2002, Halla Bach- mann, f. 1925, d. 1994, Helgi Bachmann, f. 1930, og Helga Bachmann, f. 1931, d. 2011. Hanna giftist Jóni Karli Ólafssyni 9. febrúar 1957. Jón fæddist 7. maí 1935 og lést 4. september 2006. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1905, d. 1976, og Ólafur Guð- laugsson, f. 1897, d. 1959. Dætur Hönnu og Jóns eru: 1) Halla að- júnkt, f. 8.6. 1954, maki Gunnar Egill Finnbogason prófessor, f. lauk BA-prófi 1987 frá Háskóla Íslands í ensku og bókmenntum. Hanna stafaði við Handíðaskól- ann, rak verslunina Gluggatjöld á Laugaveginum með manni sín- um, starfaði við þýðingar hjá Orðabók Haskóla Íslands, við Myndlista- og handíðaskólann og við Listaháskólann frá stofn- un hans. Hanna sinnti einnig ýmsum félagsstörfum. Hún var virk í starfi Sinawik, þar sem hún var í stjórn og gegndi fo- mennsku, starfaði með mál- freyjum, var virk í friðar- samtökum og var í sjálfboðastarfi Rauða krossins, svo fátt eitt sé nefnt. Hanna var mikil áhugakona um bók- menntir og listir. Hún hafði oft frumkvæði að stofnun les- hringa, leikhúshópa auk ýmissa listviðburða. Hanna var fag- urkeri og naut þess að hlusta á góða tónlist, fara í leikhús og á málverkasýningar. Hún ræktaði garðinn sinn og naut fallegrar náttúru og einkum blómanna. Hanna og Jón ferðuðust mikið, bæði innanlands og utan. Hanna hafði prúða framkomu, reisn, sterka innri sannfæringu og ríka réttlætiskennd. Allt skyldi gert vel og fallega. Þar vísaði hún oft til uppeldis síns á Óðins- götunni. Útför Hönnu Guðnýjar verð- ur gerð frá Háteigskirkju í dag, 30. september 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. 5.6. 1952. Börn þeirra eru tvö: a) Jón Gunnar tölv- unarfræðingur, f. 14.9. 1979, maki Kristín Sigurð- ardóttir leikskóla- kennari, f. 16.12. 1983. Þau eiga börnin Emblu Guð- nýju, f. 23.4. 2006, og Egil Árna, f. 21.8. 2011, b) Hild- ur Björg læknanemi, f. 5.2. 1988, gift Elíasi Bjarnasyni, nema í byggingartæknifræði, f. 1.4. 1988. 2) Inga flugfreyja, f. 29.4. 1957, maki Ottó Guð- mundsson sölustjóri, f. 15.4. 1955. Börn þeirra eru tvö: a) Hanna Guðný kennari, f. 27.10. 1983, b) Kjartan laganemi, f. 7.5. 1989, c) áður átti Ottó Guð- mund Jón, f. 28.8. 1975, og á hann Kristínu Maríu, f. 9.1. 2004. Hanna gekk í Kvennaskól- ann. Eftir fertugt tók hún upp þráðinn að nýju og lét draum sinn rætast um meira nám. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Hún lét ekki staðar numið þar heldur Á kveðjustund langar mig að minnast tengdamóður minnar Hönnu með nokkrum orðum. Það eru fjörutíu ár liðin síðan ég fór að venja komur mínar á Fálkagötuna þar sem Hanna og Jón höfðu komið sér vel fyrir. Frá fyrstu stundu var mér vel tekið og fannst mér ég alltaf vel- kominn á heimili þeirra hjóna. Ég tók strax eftir því hversu smekklegt heimili þeirra var. Hanna var mikill fagurkeri og vildi hafa fallega hluti í kringum sig. Hún las mikið af ljóðum og skáldsögum og var tilbúin að deila með sér og um leið að hvetja aðra til að njóta lista. Margs er að minnast eftir fjörutíu ára samfylgd. Sérstak- lega eru minnisstæðar heim- sóknir þeirra Hönnu og Jóns til okkar í Svíþjóð. Þau komu oft til okkar um jól eða að sumarlagi. Við nutum þess að hafa þau hjá okkur og margt skemmtilegt gert. Til að vera í góðum sam- skiptum voru sendar „gular“ kassettur, frá sænska póstinum, milli landa þar sem Hanna söng m.a. fyrir barnabarnið. Hanna flutti með sér hefðir frá sinni eigin barnæsku. Það verður tómlegt á næstu jólum þegar Hanna gengur ekki lengur með okkur kringum jólatréð. Fyrir fimm árum lést Jón eft- ir stutta legu á sjúkrahúsi. Frá- fall Jóns var þungt högg fyrir Hönnu þar sem þau voru ákaf- lega samrýnd hjón. Síðustu tvö árin voru Hönnu erfið vegna veikinda. Á Hlíðarbæ naut hún góðrar aðhlynningar og einnig síðar þegar hún dvaldi á Fol- dabæ. Að leiðarlokum vil ég þakka Hönnu tengdamóður minni fyrir samfylgdina öll þessi ár. Blessuð sé minning hennar. Hún hvíli í friði. Gunnar. Ég bý við þau forréttindi að hafa átt alveg einstaka ömmu. Það eru ekki margir af minni kynslóð sem eiga ömmu svipaða minni og ótal sinnum hefur hún verið efni í góða sögu fyrir vina- hópinn. Amma mín var ekki þessi dæmigerða amma sem er heima að baka og hefur lambalæri í há- deginu á sunnudögum. Nei, amma mín stundaði jóga, bakaði aldrei, ferðaðist um allan heim og var eldklár á tölvur. Ekkert fannst ömmu betra en að fá sér ís og átti hún alltaf fullan frysti með öllum þeim tegundum sem mann getur mögulega dreymt um. Þetta kom sér ansi vel fyrir íssjúku mig en ég erfði þann hæfileika frá ömmu að hafa allt- af pláss fyrir ís. Ef ömmu lang- aði í uppáhaldsísinn sinn og hann var hvergi fáanlegur á höf- uðborgarsvæðinu (sem gerðist furðu oft) þá vílaði hún ekki fyrir sér að draga afa eða dætur sínar í bíltúr alla leið til Hveragerðis. Hún vissi nefnilega að Bónus í Hveragerði átti þennan ís yfir- leitt til. Amma var mikil blómakona og hafði alltaf nóg af blómum í kringum sig. Hún átti risastórar svalir sem voru eins og para- dísargarður þar sem hún naut lífsins á sólríkum dögum. Amma var líka mikil íslensku- kona og hún var mjög ánægð með að nafna hennar væri ís- lenskukennari. Ég hef sjaldan verið eins stolt og þegar amma las yfir lokaritgerðina mína og benti einungis á tvær málsgrein- ar sem henni þótti mega betur fara. Það þýddi bara eitt, restin var til fyrirmyndar. Svona stutt grein nægir að sjálfsögðu engan veginn til að gera þessari flottu konu skil en ég mun alltaf minnast ömmu minnar sem kjarnakonu. Hún var skemmtileg, góð, hress, op- in, ákveðin, klár, jákvæð og elsk- aði að ferðast. Sérstaklega minnist ég svo leikhúsferðanna, umræðnanna um íslenskt mál, kaffihúsaferðanna okkar, gisti- náttanna á gormabeddanum og alls hlátursins og gleðinnar sem einkenndu heimili ömmu og afa, þar var alltaf gaman. Þau afi voru líka óþrjótandi í að styrkja góð málefni og beittu sér bæði í formennsku fyrir hin ýmsu fé- laga- og góðgerðarsamtök. Það var ömmu mikið áfall að missa afa fyrir fimm árum en þau voru mjög náin. Hún veikt- ist og það varð henni mikil gæfa þegar hún fékk að flytja í Fol- dabæ í Grafarvoginum. Þar leið ömmu vel og þangað var gaman að koma í heimsókn. Nú er amma komin til afa sem hún saknaði svo sárt. Ég treysti því að þau séu einhvers staðar saman, heil heilsu, að ferðast um heiminn og njóta lífsins. Elsku amma, takk fyrir allt! Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Þín Hanna Guðný. Elsku amma mín. Það er víst komið að kveðjustund. Þegar ég heyrði af því að þú værir farin frá okkur var sorgin mikil. En síðan fór ég að hugsa til baka til áranna sem við áttum saman, og þá var mér þakklæti efst í huga. Þakk- læti fyrir allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Þakklæti fyrir gleðina og hlýjuna sem geislaði alltaf af þér. Þakk- læti fyrir allar minningarnar. Já, minningarnar eru margar. Ég man þegar við dönsuðum Óla skans út um alla íbúð þegar við bjuggum í Svíþjóð. Ég man þegar við laumuðumst saman út í Skod- ann í Sandgerði og borðuðum saman heila dós af sælgæti. Ég man eftir því þegar við lékum okkur saman í garðinum á Þórs- götunni. Ég man eftir matarboð- unum á Háteigsveginum og leik- húsferðunum. Ég man eftir vináttu ykkar Emblu, sem þótti svo vænt um Hönnu langömmu sína. Ég man eftir þegar þú hittir Egil Árna litla í fyrsta og eina skiptið. Þetta eru allt yndislegar minningar. Enda varst þú alveg yndisleg manneskja, elsku amma mín, sem okkur þótti öllum svo vænt um. Ég man líka eftir því að á yngri árum var ég öfundaður af vinum mínum fyrir að eiga ömmu sem væri Batman. Ég var spurður hvort hún gæti flogið og gert alls kyns kúnstir. Ég svaraði auðvitað alltaf stoltur: „Jú, hún er sko al- gjör ofuramma.“ Ofuramma. Þegar ég varð eldri áttaði ég mig auðvitað á því að þú værir ekki Batman. En í mínum huga varst þú samt alltaf ofuramma. Amma sem kunni að lifa lífinu, ferðast út um allan heim, kunni að drekka í sig þá menningu og listir sem heimurinn hafði að bjóða. Og amma sem lét ekki segja sér að hún gæti ekki gert eitthvað. Sterk, tignarleg og glæsileg kona. Fyrir nokkrum dögum ræddi ég við Emblu Guðnýju um að nú væri Hanna langamma farin til himna. Embla var auðvitað mjög leið, en þegar leið á samtalið færðist bros yfir andlitið hennar og hún spurði mig: „Pabbi, er langamma þá komin til Jóns langafa?“ Og ég brosti út í annað og sagði: „Já, Embla mín, nú eru þau saman aftur.“ Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín verður sárt saknað. Jón Gunnar Gunnarsson. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Mig langaði að skrifa niður nokkrar minningar og rifja upp allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Ég gleymi ekki öllum þeim skiptum sem ég, þú, afi og Kjartan fórum saman í leikhús og oftar en ekki fengum við okkur ís eftir sýn- ingu. Einnig man ég vel eftir því þegar ég fékk að gista hjá ykkur afa og þú söngst alltaf Sofðu, unga ástin mín áður en ég fór að sofa. Viðurnefnið amma gull kemur einnig upp í hugann, þú varst alltaf svo smekkleg og átt- ir svo mikið af fallegum fötum og skóm. Allar þessar minningar og fleiri til munu lifa áfram í huga mér og hjarta sem og minning- arnar um þig og afa. Það var svo margt sem þið kennduð mér, t.d. það að njóta lífsins og alls þess góða sem það hefur upp á að bjóða. Í sorginni er gott að vita að þið afi nýttuð hvert tækifæri til að skoða heiminn og njóta samvista hvort við annað. Ég veit að síðustu árin voru þér erfið, elsku amma mín, en það veitir manni ómetanlega huggun að vita af þér á miklu betri stað. Á himnum hjá Guði, þar sem engin sorg né veikindi eru til. Aðeins faðmur Guðs sem tekur á móti barni sínu. Þar færðu líka loksins að hitta afa aftur og þar getið þið eytt eilífð- inni saman. Elsku mamma og Inga, ég bið Guð sérstaklega um að vera hjá ykkur í sorginni og veita ykkur huggun á þessum erfiðu tímum. Þar sem hún amma mín var alltaf svo ung í anda á það vel við að kveðjast með fyrstu línunni úr ljóðinu eftir Jóhann Sigur- jónsson, Sofðu, unga ástin mín. Hildur Björg Gunnarsdóttir. Hanna móðursystir mín var drottning. Hún var björt, stund- um eins og sólin, þótt hún gæti líka verið straumþung eins og Níl ef svo bar undir. Með sama prakkaralega húmor og systir hennar; við grétum báðar af hlátri þegar hún lýsti fyrir mér sælunni sem það var að deila rúmi með móður minni, sem bruddi kruður í rúminu. Hanna bakaði bestu krydd- köku í heimi; Jón eins og Dean Martin og ást þeirra með ein- dæmum djúp; Halla og Inga með frá fyrstu tíð. Á Óðinsgöt- unni, Hátúni og Fálkagötu var ég heimagangur hjá Hönnu. Þar lærði ég dönskuna mína, með því að stauta mig fram úr And- ers And, Billed Bladet og Alt for Damerne – gott ef ekki Familie Journalen líka – sem Hanna var áskrifandi að. Hanna var hlý og heilmikil veisla í farangrinum. Hún var af afa og ömmu alin upp við nægju- semi, orðheldni og trygglyndi. Mikill kærleikur og samheldni var á milli systkinanna og fjöl- skyldna þeirra; afi og amma sáu til þess og sístækkandi hópur kom saman jól eftir jól á Óðins- götunni. Þótt efnin væru ekki mikil ólst Hanna líka upp við mikla listræna smekkvísi, svo sem sjá mátti á heimili hennar og útliti. Þegar hún vann í Myndlistarskólanum spurði einn nemenda mig hvort hún væri ekki örugglega að reyna að ná sér í mann; hún væri alltaf svo glerhugguleg. Alls ekki, sagði ég; ung gafst hún Jóni; hún er bara svona mikil skvísa í sér. Elsku Hanna, þriðja móðir mín, heimurinn er fátækari án þín. Ég kveð þig af djúpri ást og virðingu. Skuldið ekki neinum neitt, nema að elska hver annan; því að sá sem elsk- ar náunga sinn, hefur uppfyllt lög- málið. (Róm 13:8) Þórdís (Fröken fix). Vinkona okkar og félagi í hópi sem varð til í Kiwanishreyfing- unni og stundaði ferðir í leikhús og á listsýningar í áratugi hér- lendis og erlendis, Hanna Bachmann, er farin til austursins eilífa. Það er ávallt mikill söknuður þegar horft er á eftir góðum félaga hverfa yfir móðuna miklu. Eftir sitja í huga okkar sem eftir stöndum minn- ingar um horfinn vin. Við fé- lagarnir í Thalíu, en svo nefndum við hópinn okkar, áttum saman ótal ánægjustundir þar sem við rifjuðum upp leikverk eða lands- hluta sem heimsóttir voru. Hanna var alla tíð vel inni í þeim hugmyndum sem upp komu. Hún var hvetjandi þess að allir í hópnum viðuðu að sér sem mestum upplýsingum um líf og list. Hanna var mikill náttúru- unnandi og var oft farið um land- ið okkar fallega. Listaskokk var það kallað að ganga um höfuð- borgarsvæðið og kynna sér hvað þar var markvert að sjá og heyra. Það var áfall þegar Hanna missti sinn góða maka, Jón Ólafsson, árið 2006. Stórt skarð var þá höggvið í vinahópinn. Alla tíð skiptumst við á að hittast hvert heima hjá öðru og borða saman. Þar var tekin ákvörðun um næstu skref og var léttleikinn í heiðri hafður. Á tímamótum sem þessum sem nú eru kemur ótal margt upp í huga okkar allra í Thalíu- hópnum sem hver og einn upp- lifir með sjálfum sér. „Hinn hæsti höfuðsmiður him- ins og jarðar“ fylgi þér um ókunnar slóðir og vaki yfir ást- vinum þínum. Hverf á vit þagnarinnar, hverf frá hversdagsleikanum svíf með draumunum eins og gullroðið ský í vorþeynum, geng sporlaust í flæðarmálinu lít sandkorn á ströndinni og stjörnur himinsins flýg í huganum frjáls sem örninn aleinn í þögninni. (Árni Grétar) Sjáumst síðar. F.h. Thalíufélaga, Sveinn Þorkell Guðbjartsson. Við minnumst vinkonu okkar með söknuði. Við kynntumst vegna kunningsskapar í fé- lagsskap, og síðar vináttu eigin- manna okkar, sem varð að vin- áttu okkar fjögurra meðan öll lifðu. Nú eru þau hjón Jón og Hanna farin og þessum kafla lífs okkar því lokið. Hanna var ekki allra, hún var fyrst og fremst sálufélagi eigin- manns síns, þau voru einstaklega samrýnd og varla hægt að hugsa sér annað án hins. Eiginmenn okkar störfuðu saman í Kiwanis- hreyfingunni og við Hanna í Sinawik Reykjavík. Hún gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum, t.d. sem formaður félagsins og for- maður Landssambands Sinawik o.fl. Allt sem hún tók að sér, hvort sem var í vinnu eða fé- lagsstörfum, gerði hún mjög vel. Hanna var vel greind, skemmtileg og falleg kona, vel lesin og stálminnug. Hún hafði yndi af söng og ljóðlist og kunni enda ógrynni ljóða og söngtexta. En leikhúsið og bókmenntirnar voru það sem hún unni mest. Hún var Reykvíkingur í húð og hár, miðbæingur og borgar- manneskja umfram allt. Henni féll best þar sem fólkið var flest og mest um að vera sem hægt var að fylgjast með og taka þátt í. Svo virðist sem Hanna hafi aldrei náð sér fyllilega eftir and- lát Jóns og fór eftir það að bera á sjúkdómi þeim sem síðar átti eft- ir að taka hana föstum tökum. Nú er hún farin, blessuð sé minning hennar. Við hjónin þökkum allar góðar samverustundir með vinum okk- ar og nú seinustu árin með Hönnu einni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sjöfn og Eyjólfur. Hanna Guðný Bachmann um gestakomur og oftar en ekki gestir utan af landi sem fengu þá gistingu. Sjaldan kom maður svo á heimilið að ekki væri þar a.m.k. einn eða fleiri gestir sem nutu velvildar og gestrisni í mat og hlýju. Fyrir mér voru Oddný og Kristján órjúfanleg heild og var alltaf rætt við okkur stelpur á jafnréttisgrundvelli. Kristján setti okkur niður í sófa, tók svo til við að æfa sig að lesa upp er- indi sem hann var að semja fyrir útvarpsþáttinn Um daginn og veginn. Hann rigsaði um gólf með blöðin svo þau sveifluðust í ákafanum og vildi síðan fá okkur í umræður um efnistök, fram- setningu og almennt spjall – krítiseringu! Oddný hafði nú gaman af þessu og var brosmild í bakgrunninum. Við höfum lík- lega verið um tíu eða ellefu ára. Móðir mín hafði oft orð á því hve vel þær systur væru alla tíð klæddar og myndarskapurinn í handverki Oddnýjar lýsti af þeim. Oddný var líka vel lesin og ákaflega viðræðugóð um menn og málefni. Oddný var sterk og gekk í verkin sem lágu fyrir. Eft- ir lát Kristjáns tók hún til við að reka verslun Últíma í Kjörgarði af miklum krafti. Þá hefur hún þurft að tileinka sér nýja kunn- áttu og læra jafnframt að vera í forystu fyrirtækis. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir konu af þessari kynslóð sem hafði fram að því verið heimavinnandi hús- móðir. Einnig rak hún áfram stórt heimili af skörungsskap og hefur hún áreiðanlega oft mátt halda vel á spöðum við misjafnar aðstæður eftir fráfall Kristjáns. Ég á ljúfar minningar um heim- sóknir til Oddnýjar á síðari árum og eftir að ég fluttist aftur til Ís- lands eftir áratuga búsetu er- lendis. Hún hafði mikinn áhuga á að heyra um börnin mín og barnabörn, setti sig inn í mína veröld af mikilli elskusemi og einlægni. Kveð ég nú Oddnýju með þakklæti fyrir þau góðu áhrif sem hún hefur haft á mig og mína daga. Sendi vinarkveðj- ur til dætranna Ásrúnar, Guð- rúnar, Heiðrúnar og Sigrúnar, maka þeirra og barnabarna Odd- nýjar. Edda Valborg Sigurðardóttir. Eitt af því sem er svo skrítið í heimsmynd nútímans er að al- heimurinn, allsherjarheimurinn skuli að stærstum hluta vera ósýnilegur. Mig minnir að 96% af efni alheims sé ósýnilegt, óþekkt. Þetta sem umlykur okkur og við berum kennsl á er aðeins lítil 4%. Hvernig vitum við þá að þetta hitt er til? Af því þess gætir. Það er hægt að reikna það út. Án þess gengi dæmið einfaldlega ekki upp. Einhverjum kynni að þykja skrítið að byrja minningargrein um Oddnýju Ólafsdóttur á um- ræðu um hulduefnið og huldu- orkuna, konu sem var mjög svo sýnileg og rækilega eftirminni- leg. Nei, ástæðan fyrir því að óýnilegu öflin – sem ráða úrslit- um – leita á hugann er hve orða- bók ríkjandi gildismats dregur skammt þegar kona af kynslóð Oddnýjar kveður. Kona sem lifði á tímum karlastríðsins. Þegar við kynntumst henni var hún að vísu orðin ekkja, dæturnar farn- ar út í heim og barnabörnin kom- in heim. Ættmóðir sem gekk undir nafninu Onna Ól. Falleg, djúpvitur með glaðvært viðmót, sennilega heimanfylgja þaul- ræktuð í einhverjum austfirsk- um fylgsnum. Ef hún hefði verið hljómleikahús myndi maður segja að hljómburðurinn hefði verið með miklum ágætum. Það var svo gaman að eiga með henni stund. Þá er ótalið hið hlýja þel, höfðingsskapur og umhyggja sem náði langt út fyrir raðir ætt- bogans stóra. Fyrir það þökkum við Hrafnhildur, vel vitandi að Onna Ól muni fylgja okkur um langa hríð enn. Pétur Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.