Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskitpi | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Framtakssjóður Íslands hefur keypt 39% hlut Arion banka í N1. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er kaupverðið ríflega fjórir milljarðar króna. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnun- ar og samþykki Samkeppniseftir- litsins. Samkvæmt upplýsingum frá Framtakssjóðnum verður kaupverð- ið gefið upp þegar þau ganga form- lega eftir. Nafnverð hlutafjár í N1 er einn milljarður. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gengi hlutabréf- anna í viðskiptunum 11 og þar af leiðandi er kaupverðið ríflega 4 milljarðar. Markaðsverð N1 miðað við þessi viðskipti er því 11 millj- arðar. Eignir N1 eru metnar á um 23 milljarða en vaxtarberandi skuld- ir eru tæplega 9 milljarðar. Fyrrum skuldabréfaeigendur N1 hafa svo rétt á að kaupa 10% af þeim 39% sem Framtakssjóðurinn keypti af Arion. Kauprétturinn gild- ir fram til ársins 2013 eða þegar fé- lagið verður skráð á markað. Kaup- réttarsamningurinn felur í sér að hluturinn verði seldur á genginu 14. Fyrir kaupin hafði Framtakssjóð- urinn fest kaup á tæplega 16% hlut í félaginu sem var í eigu Íslands- banka annarsvegar og skilanefndar Glitnis hinsvegar. Framtakssjóður- inn fer því nú með 55% hlut í N1. Framtakssjóðurinn var stofnaður af lífeyrissjóðunum við árslok 2009 og er markmið hans að taka þátt í endurreisn atvinnulífsins eftir bankahrunið. Auk þess að fara nú með meiri- hluta í N1 er Framtakssjóðurinn stór eigandi í Icelandair og Pro- mens. Auk þess á sjóðurinn eign- arhaldsfélagið Vestia, en í eigna- safni þess eru fyrirtæki á borð við Icelandic, Teymi, Húsasmiðjan og Plastprent. Kaupir 39% í N1 á ríflega fjóra milljarða  Framtakssjóðurinn kaupir hlutinn af Arion banka Morgunblaðið/Ómar N1 Framtakssjóðurinn fer nú með 55% hlut í félaginu. N1 » Framtakssjóðurinn fer nú með 55% hlut í N1. » Samkvæmt heimildum blaðsins var 39% hluturinn keyptur af Arion á ríflega 4 milljarða króna. » Miðað við það er markaðs- virði N1 11 milljarðar. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að bókaútgáfan Forlagið hafi brotið gegn sam- keppnislögum þegar hún fór á svig við sátt fyrirtækisins og Sam- keppniseftirlitsins um samruna JPV-útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. sem gerð var árið 2008. Komst hún enn fremur að þeirri niðurstöðu að Samkeppniseftirlitið hefði ekki brotið stjórnsýslulög og að Forlaginu bæri að greiða 25 milljóna króna sekt sem á það hefði verið lögð. Forsaga málsins er sú að Sam- keppniseftirlitið sektaði Forlagið um 25 milljónir í júlí síðastliðnum fyrir að hafa brotið á sáttinni (ákvörðun nr. 8/2008) með því m.a. að hafa gefið smásöluaðilum leiðbeinandi verð á bókum sínum. Forlagið hins vegar hafnaði því að hafa reynt að hafa áhrif á smá- söluverð útgáfuverka sinna og sagðist enn fremur hafa ítrekað reynt að fá sáttina fellda niður eða endurskoðaða, þar sem fyr- irtækið væri ekki í ráðandi stöðu á markaði og því ósanngjarnt að það væri bundið af fyrrnefndri sátt. Áfrýjunarnefndin segir hins vegar í úrskurði sínum að Forlag- inu hafi borið að virða sáttina og lætur sektarupphæðina standa þar sem álagðar sektir verði að hafa varnaðaráhrif. Ákvörðun um sekt staðfest  Forlagið þarf að greiða 25 milljónir Greiningardeild Arion banka telur að fasteignaverð muni hækka á næstunni þrátt fyrir mikinn slaka í hagkerfinu. Ástæðan er að sérfræð- ingar bankans gera ráð fyrir að eft- irspurn á fasteignamarkaði muni aukast en á sama tíma mun framboð standa í stað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildarinnar um þróun á fasteignamarkaði fram til ársins 2013. Ástæðan er að sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að eftirspurn á fasteignamarkaði muni aukast en á sama tíma muni framboð standa í stað. Ekki er búist við að nýfram- kvæmdir á íbúðamarkaði hefjist að ráði fyrr en árið 2013 þá er gert ráð fyrir að markaðsverðið á fast- eignamarkaði hafi nálgast bygging- arkostnað. Í ljósi þessa spáir grein- ingardeildin að skortur verði á íbúðahúsnæði eftir tvö ár. Þrátt fyrir að sérfræðingar Arion spái hækkunum á fasteignamarkaði er ekki gert ráð fyrir miklum hækk- unum. Ástæðan fyrir því er að spáin gerir ráð fyrir að kaupmáttur heim- ila verði áfram lítill og fjárhagsleg staða þeirra að jafnaði þung. Fram kemur í skýrslunni að eftirspurn eft- ir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman í fyrra og það hafi skapað ládeyðu á markaði. Hins- vegar séu teikn á lofti um að þessi þróun hafi stöðvast: Dregið hefur úr brottflutningi frá landinu og á sama tíma er útlit fyrir fjölgun íbúa á höf- uðborgarsvæðinu vegna áframhald- andi brottflutnings frá landsbyggð- inni. Þetta leiðir til þess að það fjölgar í hópi þeirra sem þarf að finna sér þak yfir höfuðið á höf- uðborgarsvæðinu. Fram kemur í skýrslunni að nægj- anlegt framboð sé á íbúðum á mark- aðnum. En að sama skapi sé nýbygg- ing um þessar mundir nánast engin og að öllu óbreyttu sjá sérfræðingar Arion fyrir sér skort á framboði á íbúðarhúsnæði eftir tvö ár. Eins og bent er á í skýrslunni þá er ólíklegt að nýbygging taki við sér meðan að byggingarkostnaður er 26% hærri en markaðsverð fasteigna. Spá Arion er háð ýmsum óvissu- þáttum. Það sem einna helst getur unnið gegn hækkunum á fast- eignamarkaði, annað en breytingar á framboði, er há krafa útlánastofn- anna um eigið fé til íbúðakaupa en sem kunnugt er þá eru íslensk heim- ili mjög skuldsett og hafa því lítið svigrúm til stórra fjárfestinga. Einn- ig geta áframhaldandi vaxtahækk- anir Seðlabanka Íslands dregið úr eftirspurn á fasteignamarkaði. ornarnar@mbl.is Skortur sagður yfirvofandi  Byggingavísitala 26% hærri en markaðsverð fasteigna að mati Arion banka Staðfesting þýska þingsins á breyt- ingum á valdheimildum og stækkun björgunarsjóðs Evrópusambandsins vegna skuldakreppunnar, auk fregna um meiri slagkraft í banda- ríska hagkerfinu en búist var við, studdi við gengi hlutabréfa á mörk- uðum beggja vegna Atlantsála í gær. Þýska þingið samþykkti með af- gerandi meirihluta áframhaldandi þátttöku stjórnvalda í björgunar- sjóðnum og heimilaði þar með stækkun hans og að hann fengi fleiri úrræði til þess að glíma við skulda- kreppuna sem plagar verst stöddu evruríkin. Öll aðildarríki evrusvæð- isins þurfa að staðfesta breytingarn- ar áður en þær koma til fram- kvæmda en ólíklegt verður að teljast að málið nái ekki fram að ganga þar sem stuðningur þýskra stjórnvalda liggur nú fyrir. Hlutabréfamarkaðir tóku annan fjörkipp þegar endurmat á lands- framleiðslu í Bandaríkjunum á öðr- um ársfjórðungi leiddi í ljós að hag- vöxtur hefði verið umtalsvert meiri en fyrstu mælingar sýndu. Sam- kvæmt hagtölum sem birtar voru í gær óx landsframleiðslan vestanhafs um 1,3% á öðrum fjórðungi. Vöxt- urinn var drifinn áfram af auknum útflutningi, vaxandi einkaneyslu og ríkisútgjöldum. Fyrstu mælingar sýndu 1% hagvöxt á fjórðungnum. Endurmatið sýnir umtalsverða aukningu frá fyrsta fjórðungi en þá mældist hagvöxtur aðeins 0,4% og kann þetta að vera vísbending um að bandaríska hagkerfið stefni ekki á ný í samdráttarskeið eins og margir hafa óttast. ornarnar@mbl.is Fjörkippur á erlendum hlutabréfamörkuðum  Þýska þingið staðfesti breytingar á björgunarsjóði ESB Reuters Léttir Verðbréfamiðlari fylgist með atkvæðagreiðslu í þýska þinginu. ● Þórarinn Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs hjá Kaupþingi, gerði upp persónulega skuld sína við bankann sumarið 2007. Ranghermt var í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær að hann hefði fengið 2,5 milljarða króna lán frá bankanum árin 2006 og 2007. Tölurnar voru fengnar úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, en þær sýndu stöðu lána í byrjun árs 2006 og 2007, ekki fengin lán á hvoru ári. Stað- an var komin niður í núll árið 2008, sem þýðir að hann var búinn að end- urgreiða bankanum lánin. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Gerði upp persónulega skuld við bankann ● Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, hefur ákveðið að segja sig úr nefnd- inni frá og með morgundeginum. Í tilkynningu frá slit- astjórn bankans segir að til að tryggja sem mesta samfellu í starfsemi Glitnis hafi hann fallist á þá ósk slitastjórnar að sitja áfram í stjórn Íslandsbanka og að að- stoða við söluferli á eignarhlut í bank- anum, auk þess að gegna tilfallandi störfum sem slitastjórn kann að óska eftir vegna fyrri starfa hans fyrir Glitni. Haft er eftir Árna í tilkynningunni að tilflutningur verkefna frá skilanefnd Glitnis til slitastjórnar gangi vel, telji hann nú svigrúm til að fækka fulltrúum í skilanefnd Glitnis og flýta þannig því ferli sem Alþingi ákvað með breytinum á lögum um fjármálafyrirtæki í júní- mánuði síðastliðnum. Samkvæmt þeirri breytingu er gert ráð fyrir því að verk- efni skilanefnda falli til slitastjórna ekki síðar en 1. janúar 2012 og að skila- nefndin ljúki þar með störfum. Árni hættir í skilanefnd Árni Tómasson Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-+ +./-+, ++/-00 1+-213 14-/4/ +,-1,. +/4-03 +-310/ +./-2, +35-2, ++,-/. +./-01 ++/-55 1+-233 14-/0/ +,-/15 +/+-4+ +-3/4. +.2-41 +35-51 1+2-5+++ ++,-00 +.2-4, ++2-/1 1+-33+ 14-21/ +,-/. +/+-/, +-3/3/ +.2-3, +04-/, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.