Morgunblaðið - 30.09.2011, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.09.2011, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 ✝ Björn ThomasValgeirsson fæddist í Reykja- vík 14. september 1933. Hann lést á Landakotsspítala 19. september 2011. Foreldrar hans voru hjónin Val- geir Björnsson, f. 9. sept. 1894, d. 16. júní 1983, og Eva Björnsson, f. Borgen í Christiania (Osló), Noregi 12. júlí 1898, d. 3. júní 1984. Systkini hans eru: Dagný, f. 31. jan. 1924, d. 22. jan 2010; Björg, f. 12. maí 1925; Hall- varður, f. 11. nóv. 1926, d. 24. ágúst 1991. Eftirlifandi eig- inkona Björns er Stefanía Stefánsdóttir, f. 26. jan. 1935. Foreldrar hennar voru Hild- Unnur, f. 1988, c) Hildur, f. 1991, c) Stefán Björn, f. 2003. 3) Valgerður Helga, f. 29. maí 1970, leikskólakenn- ari og félagsliði, maki Jón Hafberg Björnsson, f. 1. mars 1965, byggingatæknifræð- ingur. Börn: a) Björn Emil, f. 1992, b) Eva María, f. 1999. Björn ólst upp í foreldra- húsum á Laufásvegi 67 í Reykjavík, og flutti þangað aftur fyrir 20 árum með eig- inkonu sinni. Hann útskrif- aðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955. Nam arkitektúr í NTH í Þrándheimi í Noregi og vann einnig þar. Hann vann hjá Teiknistofu Húsameistara Reykjavíkur 1964-73 og Teiknistofu Borgarspítala 1973-81. Síðustu starfsárin vann hann hjá Borg- arskipulagi Reykjavíkur. Útför Björns fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 30. september 2011, og hefst athöfnin klukkan 15. ur Emilía Páls- son, f. 10. sept. 1912, d. 19. des. 2006, og Stefán Andreas Pálsson, f. 2. feb. 1901, d. 21. des. 1989. Börn þeirra eru: 1) Hildur, f. 11. okt. 1960, kennari og mynd- listarkona, maki Ásgeir Bragason, f. 16. júní 1959, geðlæknir. Börn: a) Hans Óttar, f. 1980, maki Lisa Skarelius, f. 1979, dóttir þeirra Iris, f. 2008, b) Björn Bragi, f. 1985, maki Christine Haff, f. 1986, c) Hulda, f. 1988. 2) Dagný, f. 28. okt. 1961, flugfreyja, maki Skúli Gunnarsson, f. 22. feb. 1961, heimilislæknir. Börn: a) Gunnar, f. 1986, b) Nú er pabbi búinn að kveðja þennan heim. Hans tími er kominn en hann mun ávallt fylgja okkur í minningunni. Ég skrifa þetta fyrir ofan jörðina, í flugvélinni á leið frá Noregi til Íslands og horfi á skýin. Sé þig fyrir mér keyra um á fram- andi slóðir í fínum bíl með bros á vör. Þú situr undir stýri, glæsilega til fara og með sól- gleraugu. Í þeim heimi sem þú ert kominn í er gott veður og sól. Léttur vindur leikur um krullurnar í hári þínu. Í skott- inu á bílnum geymirðu allar minningarnar frá þínu fyrra lífi á jörðinni. Í útvarpinu heyri ég að þú spilar góða djasstónlist, Oscar Peterson ásamt fleirum. Ég veit að við fáum far hjá þér þegar við komum og að þú sérð um að finna pláss fyrir alla. Þá verð- urðu búinn að finna marga nýja og spennandi staði til að sýna okkur. Í framtíðinni held ég að þú verðir að skipta bíln- um í stóra rútu því ættin stækkar og stækkar. Hugurinn reikar til baka. Þú fylgdist alltaf vel með okk- ur systrum og keyrðir okkur út um allt. Í afmæli, spilatíma, dans, myndlistarskólann og svo sunnudagsbíltúra með fjöl- skyldunni. Ég var orðin ansi stór þegar ég tók strætó í fyrsta skipti. Þú hafðir svo gaman af því að fara í bíltúra hér á Íslandi og oft hjá okkur í Noregi. Eitt af því síðasta sem þú gerðir var að skipta um bíl og talaðir þú um hann eins og gimstein. Ég var svo ánægð með að þú lést drauminn ræt- ast með bílinn. Veit af eigin reynslu að það er svo gott að geta einbeitt sér að jákvæðum og gefandi hlutum þegar mað- ur mætir mótlæti. Margar sundferðir fórum við saman og það var svo auðvelt að sjá hvar pabbi var. Hann var sá eini sem synti með sólgleraugu og svo krullurnar. Það var hans „vörumerki“ í Neslauginni, uppáhaldssundlauginni. Þegar ég var lítil man ég vel eftir því þegar mamma fór í sauma- klúbb og þú passaðir okkur systurnar. Þá var „Dýrðling- urinn“ í sjónvarpinu sem ég mátti eiginlega ekki horfa á. Það vildi svo einkennilega til að alltaf rétt áður en þátturinn byrjaði fékk ég annaðhvort illt í magann eða gat ekki sofnað. Þá kom ég fram á náttfötunum til þín og það virkaði alltaf! Ég fékk að leggjast í sófann með teppi þangað til mér leið betur og gat því séð „Dýrðlinginn“. Þetta var leyndarmál okkar pabba en það er nú líklega í lagi að segja frá þessu þegar ég sjálf er orðin amma. Lífið er hringrás. Einn kveður þennan heim um leið og nýtt líf myndast. Þannig heldur fjölskyldan og ættin áfram. Blessuð sé minning þín. Þín dóttir Hildur. Elsku pabbi minn. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hérna hjá mér hinum megin við götuna. Við höfum umgengist meira sl. níu ár eftir að við fluttum á Lauf- ásveginn. Ég þakka fyrir þær stundir og einnig var gott að hafa svona stutt á milli í veikind- unum. Þú tókst veikindum þín- um af miklu æðruleysi og ekki fann ég fyrir biturð, barnabörn- in hafa sagt „afi breyttist mikið við veikindin“. Það eru einungis þrír mánuðir síðan. Á yfirborðinu var hann stund- um dálítið fjarlægur en þar fyrir innan var hinn ljúfi og viðkvæmi pabbi. Fyrir tæplega níu árum eignaðist ég gullmolann þeirra mömmu og pabba, Stefán Björn, skírður í höfuðið á þeim. Hann veitti þeim mikla gleði því þau eiga nú okkur þrjár systurnar. Það var kannski ýmislegt sam- eiginlegt með þeim, báðir yngst- ir af sínum systkinum og bjuggu við Laufásveginn. Allt hefur upphaf og endi í þessu lífi – þeg- ar börnin mín voru lítil var ég alltaf að vakna á nóttunni og hlusta eftir hvort þau önduðu – hið sama gerði ég síðustu nótt- ina hans pabba þegar ég lá á dýnu á gólfinu á Landakotsspít- ala. Í síðasta skiptið sem ég tal- aði við þig á spítalanum sýndi ég þér myndir af vinunum Stefáni og Gísla en þeir fóru með þér í síðasta bíltúrinn út úr bænum – þú brostir. Ég sagði þér líka að mamma væri að koma og þá kom gleðisvipur á þig. Þannig vil ég muna eftir þér. Þið eruð nú líka búin að þekkjast ansi lengi – alveg frá því að mamma var 15 ára. Margs er að minnast því margt höfum við gert saman í gegnum tíðina. Fyrstu ár ævi minnar bjó ég með þeim í Nor- egi en við öll höfum sterkar taugar til Noregs. Móðir hans pabba, hún amma Eva, var norsk og það var haldið í norsk- ar hefðir í fjölskyldunni. Alltaf var haldið upp á þjóðhátíðardag- inn hinn 17. maí á Laufásveg- inum og þegar við systur vorum minni vorum við klæddar í norska þjóðbúninga. Pabbi hafði mikinn áhuga á því að taka myndir og tók bæði ljósmyndir og kvikmyndir af okkur systrum sem við eigum til minningar. Einnig hafði hann mjög gaman af því að spila á píanó en sjálfur átti hann Yamaha-flygil. Þú spil- ar fyrir okkur þegar við komum til þín. Elsku pabbi minn, við sjáumst síðar. Þín dóttir, Dagný. Það er skrýtið að sitja á af- mælisdaginn sinn og skrifa minningargrein um afa. Eina af- ann sem ég hef átt, afa Bjössa á Laufásveginum. Ég veit ekki af hverju en ég var handviss um að þú myndir fara á morgun, á 20 ára afmælisdeginum mínum. Reyndist ekki réttspá því þú fórst í gær. Skrýtið hvað þetta gerðist á skömmum tíma. Ég var úti á Ítalíu í júní þegar Unn- ur systir hringdi í mig og sagði að afi væri orðinn veikur. Aðeins þrír mánuðir eru síðan þetta símtal átti sér stað svo að hlut- irnir hafa gerst mjög hratt, kannski alltof hratt. Á þessum þremur mánuðum breyttist afi mikið og held ég að flestir séu mér sammála. Það er ekki hægt að andmæla því að afi var af gamla skólanum, það þýddi ekk- ert að mótmæla hans skoðunum því ef hann hafði myndað sér skoðun þá var málið bara þann- ig. Ekkert annað. Vantaði kannski stundum smáumburðar- lyndi en auðvitað eru allir mis- munandi og lærðum við að lifa með þessu. Mér fannst skoðanir afa oft skondnar eins og til dæmis að gallabuxur væru fjósa- buxur og skyldu einungis not- aðar í fjósinu og tækninýjungar eins og dvd-tæki og gsm-símar fannst honum nú bara út í hött. Með árunum linuðust sumar skoðanir hans og keypti hann sér nú í lokin bæði dvd-tæki og gemsa en aldrei sá ég hann afa nokkurn tímann í fjósabuxum. Afi tók heilagan klukkutíma á hverjum degi, það mátti aldrei trufla hann á þessum heilaga tíma dags og alls ekki hafa nein læti en þetta var klukkan sjö, fréttatími ríkissjónvarpsins. Ef það vildi svo illa til að hann væri nú einmitt staddur í matarboði eða upptekinn klukkan sjö tók hann fréttirnar upp og horfði á þegar hann kom heim. Skilst mér að hann hafi verið svona alla sína tíð. Hann var því alltaf mjög vel upplýstur um allt sem var í gangi í heiminum og gat ég alltaf spurt hann ef ég var í vafa um eitthvað. Á mínum yngri ár- um, í öllu tómstundabrjálæðinu sem ég var í, skutlaði afi mér alltaf á milli staða og er sá tími í dag mér dýrmæt minning. Hann sagði mér oft skemmtilegar sög- ur frá því í gamla daga og ég sagði honum hvað væri í gangi í mínu lífi. Þar sem bílbelti voru ekki í bílum þegar hann var lítill gleymdi hann alltaf að setja á sig belti svo að það fyrsta sem ég þurfti að segja þegar ég kom upp í bíl til afa var alltaf: „Afi – beltið,“ og endaði á því að við Unnur systir teiknuðum litla mynd af afa með bílbelti og á stóð „mundu beltið“ og hengd- um upp í bílnum. Fyrir níu árum fluttum við fjölskyldan beint á móti ömmu Diddu og afa Bjössa og höfum því umgengist ömmu og afa mikið, sérstaklega litla örverpið okkar sem skírður var í höfuðið á þeim báðum, Stefán Björn. Afi hélt svo mikið upp á Stefán og hafði áhuga á öllu sem hann gerði og hann er mjög glaður með þær góðu minningar sem hann á um afa. Hann vildi vera inni í lífi barna- barna sinna sem mest, þó svo að helmingur þeirra byggi er- lendis, og mætti hann á hverja einustu danssýningu hjá mér, sem mér þykir óendanlega vænt um. Minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu, elsku afi. Hildur Skúladóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. (Vald. Briem) Mágur minn, Björn Th., hef- ur kvatt okkur alltof fljótt. Hann greindist með illkynja sjúkdóm í júní sl. sem varð hon- um að aldurtila hinn 19. sept- ember, fimm dögum eftir 78 ára afmælið sitt. Já, það er margs að minnast, margar mínar bestu bernsku- minningar tengjast Bjössa, en þau Didda voru farin að slá sér upp þegar ég fæddist. Þegar ég staldra við þær minningar er eingöngu birtu og kærleik að muna. Trúlofunarveislan þeirra á Flókagötu 45 – þegar mamma og pabbi héldu þeim flotta veislu og við fjölskyldan hittum allt hans fólk. Þá man ég svo vel eftir Eggerti heitnum, sem ég fékk að sitja á hnjánum á, þegar mamma vildi láta mig fara í rúmið. Og svo gifting- arveislan hinn 28. des. 1957, þar sem ég var í upphlutnum mín- um og fannst ekkert sjálfsagð- ara en að fá að sofa á milli á brúðkaupsnóttina, en sættist á næstu nótt á eftir. Fyrsta utanlandsferð mín var til þeirra til Þrándheims, þar sem þau bjuggu í nokkur ár, hvar hann nam arkitektúr. Ég var búin að vera að bera út dag- blöð – sem elsku mamman mín ók mér nú með í verstu vetr- arveðrum – og hitt og þetta, til að safna upp í þá ferð, sem var heldur betur ævintýraleg. Hún var farin með Dagnýju systur hans og við sigldum með gömlu Heklu til Færeyja og þaðan til Noregs. Svo fórum við í rútum og ferjum alla strandlengjuna upp til Þrándheims. Og þar biðu þau okkar, elsku Hildur mín á öðru ári og Dagný lítil dúlla á fyrsta ári. Það var ynd- islegt sumar, sem endaði á því að mamma kom í byrjun sept- ember og átti 50 ára afmælið sitt þar hinn 10. Já, margar eru minningarnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Megi almættið vaka yfir þeim sem sárast syrgja. Guð blessi minningu Björns Th. Valgeirssonar. Hrafnhildur. Í dag kveðjum við vin og fé- laga okkar til margra ára. Það eru rúm 50 ár frá því að ungir menn sem voru við nám í Þrándheimi í Noregi kynntust þeim Birni Valgeirssyni og Stef- aníu Stefánsdóttur eiginkonu hans, Bjössa og Diddu eins og þau voru alltaf kölluð á meðal okkar. Samfélag Íslendinganna var náið og oft var litið inn í kaffi hjá þeim. Bjössi var norsk- ur í móðurætt og vissi því meira um siði og venjur Norðmanna en við. Hann átti líka bíl og gat farið víða og frætt okkur um samgöngur og áhugaverða staði. Hann var flinkur píanóleikari og lék þá oftast af fingrum fram. Eitt sinn er við fórum á veit- ingahús settist hann við píanóið þar á staðnum og lék íslensk lög, bæði gömul og ný, sem vöktu athygli gestanna, er kunnu vel að meta þessa óvæntu tónlist og vildu fá meira að heyra. Þannig liðu árin við nám og félagsskap og flest okkar héldu heim, að námi loknu, til að tak- ast á við þá þekkingu sem við höfðum aflað okkur, en aðrir settust að í Noregi. Eftir að Bjössi og fjölskyldan fluttu heim héldu þau stöðugu sam- bandi við vini erlendis. Vina- böndin voru líka ræktuð hér heima. Nokkrir vinir frá Þránd- heimsárunum og eiginkonur þeirra hafa myndað samveruhóp sem hefur hist nokkrum sinnum á ári í matarboði hvert hjá öðru eða í gönguferðum saman. Það var alltaf gefandi að umgangast Bjössa og Diddu, þau voru við- ræðugóð og kunnu að gleðjast með glöðum. Aldrei leyndi sér hversu fjölskyldan var þeim kær. Þau báru hag dætra sinna, systra Bjössa og fjölskyldu Diddu mjög fyrir brjósti. Bjössi var mikill Reykvíking- ur. Æskuheimili hans var á Laufásvegi 67 og að foreldrum hans látnum eignuðust þau hjónin húsið. Minnisverð er gönguferð sem við áttum saman um Þingholtin og umhverfi þess. Hann þekkti sögu húsanna og íbúanna sem þar bjuggu. Auð- velt var að skynja að heimaslóð- irnar voru honum afar hugleikn- ar. Fyrir um þremur mánuðum greindist hann með krabbamein. Baráttan var ströng, en stóð ekki lengi. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samveru hans í ágúst síðastliðn- um uppi í sveit. Þá átti hann góðan dag, í einstakri veður- blíðu, var glaður og hress, þar sem hann sat úti á palli og lýsti fyrir okkur bílnum, sem hann var nýbúinn að kaupa, og bún- aðinum sem fylgdi honum. En hann stóð ekki einn í veikinda- stríðinu. Hún Didda hans var alltaf til staðar eins og ævin- lega. Við sendum henni og dætrunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Gulli og perlum að safna að sér sumir eilíft reyna, vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. (HF) Guðmundur og Sigrún, Sveinbjörn og Véný. Það var í lok apríl árið 1969 að kynni tókust með okkur Bjössa. Leið okkar hafði legið upp í fjallaskála í Tindfjöllum þar sem við höfðum næturdvöl að aflokinni útivist ásamt eig- inkonum okkar, frænkum þeirra og mökum, en þær höfðu þá þegar hist í sínum saumaklúbbi í nokkur ár. Við höfðum lagt í hann á þremur jeppum, en ann- ars ágætur Willys-jeppi Bjössa vildi ekki lengra en að Hellu. Alvarleg vélarbilun var stað- reynd og ekki varð undan því vikist að koma hópnum fyrir í þeim tveimur jeppum sem heilir voru. Því var það að á sólbjört- um sunnudagsmorgni lögðu nokkur okkar í hann fótgang- andi niður hlíðar Tindfjalla, áleiðis í Fljótshlíð þar sem áð var við rjúkandi kaffi og staðan tekin. Á gönguferð okkar bar margt á góma. Við Bjössi – báð- ir ungir fjölskyldufeður – rædd- um heima og geima og þarna í fjallasalnum tókust með okkur kynni og vinátta sem varað hef- ur æ síðan. Á þeim langa tíma sem liðinn er frá Tindfjallaferð- inni góðu höfum við Bjössi ásamt hópnum öllum átt ótal góðar stundir, í ferðunum okkar, eða kvöldstundunum sem við áttum með frænkuklúbbnum sem fljótlega fékk á sig nafnið „Mafían“ vegna samheldni og hjálpsemi þeirra frænkna. Í þau skiptin sem okkur félögunum leyfðist að vera með í Mafíunni var sérlega glatt á hjalla. Væri nothæft hljóðfæri til staðar leið ekki á löngu þar til Bjössi settist við og seiddi fram hljóma, laglín- ur og rytma með einstökum hætti. Í mínum huga var hann gæddur náðargáfu að þessu leyti. Hann hafði sótt tíma til Rögnvaldar Sigurjónssonar í klassískum píanóleik á yngri ár- um og tengdi fyrirhafnarlaust frábærlega agaða spilamennsku við léttleikandi sveiflu og blús í bland. Hann var músíkant af bestu gerð, en hélt hæfileika sín- um til hlés og naut sín best í góðra vina hópi. Þessara stunda verður minnst með gleði og eft- irsjá um ókomin ár. Björn Valgeirsson er okkur öllum minnisstæður. Hann var hár vexti og hinn gjörvilegasti á allan hátt. Hann var rökfastur, glöggur í allri framsögn og ein- arður í skoðunum. Síðustu árin höfum við félagarnir hist mán- aðarlega í Perlunni og átt þar hinar bestu samverustundir. Nú er skarð fyrir skildi þar sem vin- ur okkar Bjössi er allur. En þótt drengur góður og vinur til fjölda ára sé kvaddur lifa hinar mörgu góðu stundir samveru og fé- lagsskapar. Við vottum eftirlif- andi eiginkonu, Stefaníu Stef- ánsdóttur, og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigvaldi og Margrét (Lína). Til Berlínar barst okkur harmafregn, að Björn væri allur. Við kynntumst í Þrándheimi á seinni hluta áttunda áratugar þegar hann dvaldist þar um nokkurra mánaða skeið og urð- um strax miklir mátar. Við urð- um nágrannar á stúdentabænum Móholti og hann féll svo vel inn í litla hópinn okkar þar að það var eins og hann hefði verið með okkur árum saman. Honum var mjög umhugað um frænku sína sem bjó þar í borginni um hríð og tók okkur með til hennar. Didda kom líka út og það var sama sagan, vináttan blómstr- aði. Svo héldu þau heim til Ís- lands en við bjuggum þar áfram og fluttum svo til Danmerkur áður en haldið var til Íslands. Eftir það urðu alltaf fagnað- arfundir þegar við hittumst, hvort sem það var í Hlíðunum og síðar á Laufásveginum hjá þeim eða hjá okkur. Stundum liðu ár á milli þess við hittumst en það skipti engu, vináttan var sterk og samtalið hélt óhindrað áfram, við sögðum frá okkur og okkar og þau Björn og Didda frá sínu og sínum. Það var gam- an fyrir Heidi og Björn að kom- ast að því að frænka hans og frændi hennar eru hjón í Nor- egi, enn eitt dæmið um þann litla heim sem við hrærumst í. En nú er Björn horfinn úr þeim heimi, mikill harmdauði okkur öllum sem hann þekktu. Við sendum Diddu og fjölskyldu hans allri og afkomendum inni- legar samúðarkveðjur. Maður- inn deyr en minningin lifir. Heidi og Matthías. Björn Thomas Valgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.