Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is M ikill áhugi er á því í Vesturbyggð að láta hugmyndir um stofnun þjóðgarðs- ins Látrabjargs nú verða að veruleika. Ferðaþjón- ustufólk og fleiri telja það forsendu nauðsynlegra úrbóta á svæðinu og gæti það orðið lyftistöng fyrir at- vinnulíf. Þó er ljóst að ekki verður af stofnun þjóðgarðs nema samningar takist við hvern og einn einasta eig- anda Hvallátra en þeir eru að verða hundrað talsins. Unnið hefur verið að friðlýsingu Látrabjargs. Þannig var Látrabjarg og Rauðisandur, Örlygshöfn og allur skaginn inn að Kleifaheiði í nátt- úrverndaráætlun 2004 til 2008. Því var fleytt inn í núgildandi áætlun, eins og öðrum sem ekki tókst að frið- lýsa. Gert er ráð fyrir friðlýsingu Látrabjargs og nágrennis í aðal- skipulagi Vesturbyggðar. Nær yfir tána á skaganum Málið var aftur tekið upp á þessu ári þegar bæjarstjórn Vestur- byggðar kaus starfshóp um framtíðarskipulag Látrabjargs. Hópurinn starfar undir forystu Ást- hildar Sturludóttur bæjarstjóra og þar eru einnig fulltrúar landeigenda og Umhverfisstofnunar sem fer með friðlýsingarmál. Unnið var út frá hugmyndinni að friðlýsa Látrabjarg sem er í landi Hvallátra og ríkisins. Eigendur Breiðuvíkur sem er næsta jörð ósk- uðu eftir friðlýsingu og hafa unnið með starfshópnum. Er því unnið að friðlýsingu landsins frá Breiðuvík til Keflavíkur. Friðlýsingin verður í formi þjóðgarðs. Garðurinn mun því, ef af verður, ná yfir tána á skag- anum. Unnið er að samningum við landeigendur. Þeir eru fjölmargir. Þannig eru hátt í hundrað eigendur að Hvallátrum. Ríkið á hluta bjargs- ins. Ljóst er að stofnun þjóðgarðsins er flókin aðgerð því ná þarf samn- ingum við hvern einn og einasta. Anna Kristín Ólafsdóttir, sérfræð- ingur hjá Umhverfisstofnun, leggur áherslu á að málið sé á byrjunarstigi. Landeigendur utan þessa svæð- is hafa lýst áhuga á að taka þátt í þessari vinnu og jafnvel að friðlýsa sínar jarðir. Hugmyndin er að bjóða upp á útvíkkun þjóðgarðsins í fram- tíðinni, allt að Kleifaheiði, ef áhugi reynist vera fyrir því. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra kynnti málið á fimm fund- um með íbúum og hagsmunaaðilum í vikunni og á næstunni er fyrirhugað að funda með landeigendum sem bú- settir eru á höfuðborgarsvæðinu. Mikil fuglabjörg Ástæðan fyrir friðlýsingu Látrabjargs er verndun þeirra stór- kostlegu fuglabjarga sem þar eru og eru talin þau mestu við Norður- Atlantshaf. Bjargtangar eru vestasti tangi Íslands og Evrópu. Talið er að 40 þúsund ferðamenn komi þangað á hverju sumri. Nauðsynlegt er að stýra umferðinni með merkingum göngustíga og að bæta aðra aðstöðu fyrir ferðafólk. Þjóðgarðsfyrir- komulagið býður jafnframt upp á að ferðafólk verði frætt um svæðið og sögu þess. Ráðinn var sérfræðingur að Látrastofu í vor. Hann starfaði sem landvörður í sumar og vinnur áfram að þjóðgarðshugmyndinni í vetur. Landeigendur á Hvallátrum hafa óskað eftir flutningi veg- arins af túnunum. Anna Kristín segir að vilyrði hafi fengist fyrir þeirri framkvæmd. Þarf samþykki hundrað landeigenda Tillaga að þjóðgarði Hugmyndir um útvíkkun seinna meir Patreksfjörður Tálknafjörður Bíldudalur Breiðavík Látrabjarg Rauðisandur KleifaheiðiKeflavík Látrabjargsþjóðgarður Kollsvík Örlygshöfn Sauðlauksdalur Bjargtangaviti Grunnkort: Landmælingar Íslands 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Steingrímur J.Sigfússon,formaður Vinstri grænna, ræddi afstöðuna til aðildar að Evrópu- sambandinu á fundi í Háskóla Íslands í fyrra- dag. Í ræðunni sagðist hann í hópi þeirra sem teldu „að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið“, en sagðist samt ekki telja það góðan kost fyrir neinn „að setja málið á ís núna“. Þetta er auðvitað mjög mót- sagnakennd afstaða, því að þeir sem telja aðild að Evrópusam- bandinu ekki þjóna hags- munum Íslands hljóta að vilja hætta því ferli sem stjórnvöld hafa komið Íslandi í og hefur þann tilgang að búa landið und- ir aðild og gera það að full- gildum aðila eftir aðlögun. Í ræðu Steingríms kom líka fram skýringin á þessari mót- sögn þó að það hafi sennilega ekki verið ætlun hans. Hann sagði ekki gott „fyrir þann stóra hóp“, sem vilji „skýra þetta mál og vill taka afstöðu til þess á grundvelli vitrænna upp- lýsinga“ að setja það á ís. Stein- grímur bætti því við að þessi hópur „ætti heimtingu á því að hafa einhvern efnislegan grundvöll til þess að taka af- stöðu til málsins“. Og til við- bótar sagði hann að ef hætta ætti viðræðunum nú værum við litlu nær um hagsmunina og þræta héldi áfram. Af þessum orðum má skilja formann Vinstri grænna svo að hann telji ekki að hægt sé nú að taka afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu „á grundvelli vitrænna upplýs- inga“ eða að hafa „efnislegan grundvöll“ til að byggja afstöð- una á. Þá hlýtur sú spurning að vakna á hvaða forsendum Steingrímur sjálfur byggir meinta and- stöðu sína við aðild að Evrópusam- bandinu? Eða er andstaða hans ef til vill aðeins í orði en ekki á borði? Er ekki kominn tími til að Steingrímur geri hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli eftir að hafa siglt undir fölsku flaggi andstöðu við aðild í síðustu kosningum, sam- þykkt því næst aðildarumsókn en sagst svo vera andvígur að- ild um leið og hann færir rök gegn því sjónarmiði? Málflutningur Bjarna Bene- diktssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, á þessum fundi var öllu trúverðugri. Hann benti á að þegar málið hefði verið lagt fyrir þingið hefði ekki fylgt neinn rökstuðningur fyrir því að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Ástæðan væri sú að umsóknin um aðild væri „niðurstaða pólitískra hrossakaupa“ og hann ítrekaði þá afstöðu sína að hætta bæri við aðildarumsóknina. Auðvitað segir það mikla sögu að enginn rökstuðningur fyrir því að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið hafi verið lagður fyrir Alþingi þegar mál- ið var knúið í gegn fyrir rúmum tveimur árum. Það segir allt sem segja þarf um kosti aðildar fyrir Ísland að þeir sem bera málið fram treysta sér ekki til að nefna þá. En Steingrímur efast þrátt fyrir þetta og það er þess vegna ekki síður upplýsandi að for- maður Vinstri grænna sé þeirr- ar skoðunar að andstaða flokks hans við aðild að Evrópusam- bandinu hafi ekki verið tekin „á grundvelli vitrænna upplýs- inga“. Ætli almennir flokks- menn séu sammála þessu mati formannsins? Formaður VG efast um grundvöll af- stöðu flokksins til aðildar að ESB} Mótsagnir Steingríms J. Í sumar kom upptöluverð um- ræða um reglur sem hindra góð- gerðarsamtök í að halda kökubasara til að afla fjár. Morgunblaðið fjallaði ýtarlega um málið og félagasamtök skoruðu á stjórnvöld að breyta reglunum til að sú áralanga og jákvæða hefð að afla fjár til góðra málefna yrði ekki rofin. Nú hefur Morgunblaðið sagt frá því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, er með frum- varp í smíðum um breytingar á lögum um matvæli þar sem gert er ráð fyrir því að skapað verði „ákveðið svigrúm fyrir heimaframleiðslu og sölu beint til neytenda á til- teknum for- sendum“. Frumvarpið hef- ur ekki verið lagt fram og efni þess ekki kynnt í smáatriðum, þ.a. ekki er ljóst hvernig þetta verður útfært. Hitt er ljóst að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er með þessu að gefa afar gott fordæmi og sýna jákvætt frumkvæði. Það getur auðvit- að ekki gengið að ríkisvaldið bregði fæti fyrir starfsemi góðgerðarfélaga, sem ítrekað hafa sýnt og sannað mik- ilvægi sitt fyrir íslenskt sam- félag. Jón Bjarnason vill leyfa heimabakstur til að afla fjár til góðra mála} Jákvætt frumkvæði ráðherra U nglingspiltur er með nýrnabilun á lokastigi og þarf á nýju nýra að halda. Enginn fæst líf- færagjafinn og í örvæntingu sinni auglýsir amma hans eftir nýrnagjafa á Facebook. Ekki stendur á svör- unum, fjöldi bláókunnugs fólks býðst til að und- irgangast tímafrekar rannsóknir, hugsanlega viðamikla skurðaðgerð með tilheyrandi líf- færanámi, vinnutapi, röskun á daglegu lífi og fyrirhöfn til þess að bjarga lífi pilts, sem það hefur aldrei séð og aldrei haft nokkrar spurnir af fyrr en það sá beiðnina á Facebook. Þetta gerist á Íslandi í dag. Þeir sem vilja ólmir halda því fram að náungakærleikur, fórnfýsi og ósérhlífni hafi fokið á haf út alla leið til Tortóla með öllum platmilljörðunum á góðæristímunum hafa sem betur fer rangt fyrir sér. Vissulega má með góðum rökum halda því fram að um tíma hafi slíkar dygðir legið í dvala og ýmsir lestir á borð við græðgi og eiginhagsmunagæslu orðið yfirsterkari. En það var þá. Þetta er núna. Dygðir eru skilgreindar sem jákvæð skapgerðareinkenni. Löstur er andstæða dygðar og að öllu jöfnu hefur þótt lítt eftirsóknarvert að tileinka sér þá. Um tíma leit þó helst út fyrir að löstur hefði á dularfullan hátt umbreyst í dygð og öf- ugt. Þannig má t.d. lesa í skýrslum sem voru skrifaðar um útrásina alræmdu að lykillinn að henni væri hömlulaust taumleysi þeirra sem að henni stóðu og voru þessir eig- inleikar mærðir mjög. Hófsemi er ein þeirra fjögurra höf- uðdygða sem Platón skilgreindi til forna, en hún var ekkert sérlega hátt skrifuð á þessum tíma. Í þessu sambandi hvarflar hugurinn ósjálf- rátt að öllum þeim útrásarvíkingum sem enn húka í gullslegnum skattaskjólum, gaddfreðnir í tíma, þar sem dagatalið sýnir 2007 að eilífu og engin verða reikningsskilin. Öfugt við téða vík- inga hefur þorri þjóðarinnar nefnilega þurft að breyta lífsstíl sínum allverulega frá haustinu 2008, burtséð frá tekjum, menntun og fjöl- skylduhögum, og breyttum lífsstíl fylgja breytt viðhorf. Ómögulegt er að fullyrða nokkuð um það hvaða viðbrögð neyðarkall ömmu nýrnaveiks unglings hefði fengið á svokölluðum góð- æristímum, en líklega hefðu margir brugðist já- kvætt við og viljað hjálpa honum, rétt eins og nú. Pilturinn er sextán ára gamall og á Facebook-síðunni sem amma hans stofnaði segir að hann þurfi að fara á sjúkrahús oft í viku. Þar segir ennfremur að baráttan hafi staðið lengi yfir og að hann hafi eingöngu haft stuðning frá móður sinni og ömmu. En ekki lengur. Tugir, ef ekki hundruð manna, vilja hjálpa honum og aðstandendum hans og sumir vilja meira að segja gefa líffæri úr sjálfum sér til að lina þján- ingar og auka lífslíkur drengsins. Það er ósköp gott að fá staðfestingu á því af og til að við erum ennþá þjóð, en ekki bara fólk sem fyrir tilviljun hafnaði á sama stað í veröldinni. Alvöru þjóð með öllu sem í því felst. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Dygðug þjóð - alvöru þjóð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Þetta er það sem okkur vant- ar til að laga vegi og upplýsingagjöf til ferðamanna. Það gæti orðið okkur til bjarg- ar, þeim sem enn eru að þrjóskast úti á þessu bjargi,“ segir Guðjón Bjarnason, bóndi í Hænuvík. Hann er með ferða- þjónustu og styður þjóðgarðs- hugmyndina. Guðjón segir mikilvægt að gera úrbætur á Látrabjargi, sérstaklega á leiðinni frá vit- anum og upp undir Barð en víðar megi sjá skemmdir. Guðjóni líst einnig vel á stækkun þjóðgarðsins en tekur fram að það megi ekki hefta uppbygginu og búskap á jörðinni. Eins verði að halda refaveiðum áfram, annars flæði tófan inn á svæðið og eyðileggi fugla- varp. „Það verður að halda náttúrunni í jafnvægi.“ Gæti bjargað okkur LÍST VEL Á ÞJÓÐGARÐ Guðjón Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.