Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ
07.10.2011
BÍLAR
07 | 10 | 2011
Útgefandi Árvakur
Umsjón
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Blaðamenn
Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is
Finnur Orri Thorlacius
finnurorri@gmail.com
Karl Eskil Pálssonkarlesp@simnet.is
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Auglýsingar
Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is
Forsíðumyndina tók Sigurður Bogi
Sævarsson.
Prentun
Landsprent ehf.
Dauðadjúpar sprungur
jökla kortlagðar. Mikilvægt
forvarnastarf.
12
Leigja út rafmagnsbíla í
breiðstrætaborginni.
Nýmæli í París.
22
Ökukennsla öðruvísi en áð-
ur var. Læra að taka ábyrgð.
Læra á erfiðar aðstæður.
16
Réttingamenn þétta rað-
irnar. Tangarsókn gegn
tryggingafélögunum.
8
B
ílamenningin er að breytast. Einu
gildir hvað átta horft er til; áherslan
er hvarvetna sú að þróa og smíða
bíla sem eru minni, ódýrari, nettari
og menga minna en þeir sem áður
hafa runnið af færiböndum bílaverksmiðja um
veröld víða. Útblástur bíla á gróðurhúsalofti er
orðinn sáralítill miðað við hvað var, enda er
krafa dagsins sú. Með hverri nýrri árgerð og
tegund bíla eru stórstígar framfarir í þessa
veruna sem eru mjög athyglisverðar.
Á Íslandi eru bílar miklu meira en bara far-
artæki til að komast milli reita; frá A til B.
Hérlendis eru þeir aflvaki skemmtilegrar
menningar og sagna. Við þekkjum öll sögur af
körlum sem bröskuðu með bíla og létu sér ekki
allt fyrir brjóti brenna. Slíkir ævintýramenn
eru nú á undanhaldi og aðrar persónur meira
áberandi á leiksviðinu. Ung kona, Sif Björk
Birgisdóttir, sem opnaði fyrir fáeinum dögum
bílasölu við Klettháls í Reykjavík, segir að
fyrst sé að læra hverjar séu helstu tegundir
bíla og hvaða atriði ráði verðmyndun. Mestu
skipti þó samskiptin við fólkið og að skapa við
það tengsl sem geti leitt til viðskipta.
„Muna eftir því hvenær tiltekinn við-
skiptavinur kom við, hvernig bíl hann var að
leita eftir og slá svo á þráðinn og færa viðkom-
andi þær góðu fréttir að nú sé draumabíllinn
kominn og bíði eftir nýjum eiganda,“ segir Sif.
Svo eru það stórlaxarnir. Steingrímur Birg-
isson rekur Bílaleigu Akureyrar og er með 2.200
bíla í útgerð yfir sumartímann. Hann segir
áherslur í sínum ranni hafa breyst talsvert á síð-
ustu misserum. „Við tökum mikið tillit til eyðslu
eldsneytis og kolefnislosunar,“ útskýrir Stein-
grímur og greinir frá því að markmið í sinni
starfsemi sé jafnt og þétt dregið úr kolefnislosun.
Og veitir víst ekki af, nú þegar markmið
stjórnvalda eru æ þyngri skattar á bíleigendur
þar sem meginreglan er sú að þeir borga sem
menga. En þá gleymist að í strjálbýlu landi á
norðurhjaranum þar sem allra veðra er von
skiptir Íslendinga öllu að vera á traustum og
góðum bílum. Auknar álögur mega aldrei vera
á kostnað öryggis, en eins og málum virðist í
dag háttað virðist stundum að slíku stefnt.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti
Atgangur Bílar hafa áhrif á líf okkar með ýmsu mót. Þegar snjórinn fellur hefst mikill atgangur á dekkjaverkstæðum. Það er mikið að gera í mjöllinni, eins og sjá mátti á verkstæði Hölds á Akureyri sl. miðvikudag.
Bílarnir, fólkið og allar framfarirnar
Aflgjafar aðrir
en var. Volvo
aðeins sem
dísilbíll.
19