Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 8
Þ
að eru óeðlileg afskipti af
starfsemi verkstæða, ef
tryggingafélög banna
mönnum að eiga við þau
viðskipti. Þau geta hins
vegar bent mönnum á það á hvaða
verkstæði óskað sé eftir að gert
verði við bílinn enda njóti trygg-
ingafélög þar ef til vill sérkjara um
viðgerðir. Allir eru þó í raun á svip-
uðum töxtum, sem tryggingarnar
hafa haft mikil áhrif á. Við viljum
að bíleigendur eigi val,“ segir Jón-
as Þór Steinarsson, talsmaður Fé-
lags réttinga- og málningarverk-
stæða.
Félagið var sett á laggirnar á sl.
ári en að því eiga aðild fulltrúar
alls 45 verkstæða þar sem bílar eru
réttaðir og málaðir. Talin var, að
sögn Jónasar, þörf á stofnun sam-
taka sem leggja áherslu á að gæta
hagsmuna verkstæða og vera mál-
svari þeirra. Óánægja er með sam-
skiptin við tryggingafélögin og
bendir Jónas á að verkstæðin hafi
ekki áhrif á framkvæmd og þróun
Cabas tjónamatskerfisins.
Fagmenn fái tjónabíla
„Kostnaður við varahlutaöflun hef-
ur vaxið og notkun á notuðum vara-
hlutum hefur aukist. Oft erum við
líka að fá óraunhæfar óskir og
kvaðir, meðal annars frá trygg-
ingafélögum, og einingarverð í við-
gerðum hefur ekki verið uppfært í
takt við þróun verðlags. Núgild-
andi kerfi um burðarvirkismælingu
og tjónabíla, eftirlit með tjónabíl-
um og ferli þeirra eru atriði sem sí-
fellt þarf að skoða. Við höfum líka
hamrað á því að hætt verði að
bjóða upp tjónabíla sem hver sem
er getur fest kaup á. Mikilvægt er
að aðeins fagmenn endurgeri
tjónabíla enda er viðgerð þeirra
vandasöm og allt verður að vera
samkvæmt ýtrustu reglum í for-
varnaskyni,“ segir Jónas.
Margt hefur verið í deiglunni á
fyrsta misserunum í starfi Félags
réttinga- og málningarverkstæða.
Miklu hefur verið áorkað á þessu
ári og mörg mál komist á hreyf-
ingu. Meðal annars hefur verið
útbúið sérstakt gæðakerfi og hald-
in námskeið.
90 verkstæði
„Verkstæðin verða að geta inn-
heimt eðlilegt verð fyrir sína fram-
leiðslu,“ segir Torfi Þórðarson hjá
Bílastoð í Kópavogi, formaður Fé-
lags réttinga- og málningarverk-
stæða.
„Verkstæðin verða að reikna út
sinn kostnað og sjá hver staðan er,
en ekki taka við sendingum frá öðr-
um. Ekki gengur að allir aðrir
hækki og þyki eðlilegt að hækka
með gengi og verðlagsþróun. Verk-
stæðin verða hins vegar að bera
kostnað af hækkun efnisliða án
þess að geta rukkað fyrir og í raun
að gefa með. Við höfum betri grunn
nú en áður til að byggja á og ég tel
nauðsynlegt að félagið eflist frekar.
Áætla má að það séu kringum 80-
90 verkstæði sem eru aðallega í
réttingu og málningu þannig að
okkar hlutdeild er orðin veruleg.“
sbs@mbl.is
Bíleigendur eigi val um verkstæði
Viðgerð Áætlað er að um 500 manns starfi við bifreiðasmíði og málningu. Menn í
greininni þurfa að kunna á ýmsu skil en umfram flest annað þurfa þeir að hafa
smiðsauga og tilfinningu fyrir góðum vinnubrögðum eins gildir í öllum störfum.
Fagmaður Verkstæðin verða að geta innheimt eðlilegt verð, segir Torfi Þórðarson hjá Bílastoð í Kópavogi sem er formaður Félags réttinga- og málningarverkstæða.
Tangarsókn gegn trygg-
ingunum. Réttingaverk-
stæði vilja rétta sinn
hlut. Stór atvinnugrein
sameinast í einu félagi
sem var stofnað á sl. ári.
Mikilvægt er að aðeins fag-
menn endurgeri tjónabíla
enda er viðgerð þeirra
vandasöm og allt verður að
vera samkvæmt ýtrustu
reglum í forvarna
Morgunblaðið/Golli
Frá árinu 1989 hafa tæplega 300
manns brautskráðst með réttindi
bifreiðasmíða og -málara. Annar
eins fjöldi manna nam fagið fyrir
nefnt ár, einhverjir hafa hætt störf-
um, haslað sér völl á öðrum vett-
vangi og svo mætti áfram telja. Að
öllu samanlögðu má því reikna með
að um það bil 500 manns starfi á
þessu sviði bíliðna. Þá er nokkur
hópur í námi í iðninni við Borg-
arholtsskóla en þar eru flestar grein-
ar er snúa að bílum kenndar.
„Þetta er starf sem býður upp á
ýmsa möguleika. Framleiðsla bíla er
í mikilli þróun og starfið er fyrir vikið
mjög fjölbreytt. Núna þurfa menn til
dæmis mjög að tileinka sér þær
miklu breytingar sem fylgja raf-
magnsbílum,“ segir Torfi Þórðarson
sem lauk námi í bifreiðasmíði fyrir
bráðum 25 árum. Nam fagið í Sví-
þjóð en þegar heim kom hóf hann
störf hjá Toyota og var þar í 15 ár og
síðan setti hann verkstæðið Bílstoð
sem er í Kópavogi á laggirnar.
Fimm hundruð manns starfa í faginu
Pússað Bifreiðasmíði er starf sem felur í sér margvíslega möguleika. Fram-
leiðsla bíla er í mikilli þróun og nú þurfa menn í faginu að fylgjast mjög vel
rafbílunum enda fjölgar þeim stöðugt.
Með bilaða bíladellu
„Þetta er smitandi. Ég er að vísu sá
fyrsti í minni fjölskyldu sem starfar á
þessu sviði. Synir mínir tveir eru
hins vegar með bilaða bíladellu eins
og pabbinn. Annar er búinn með
nám í iðninni og starfar á rétt-
ingaverkstæði Toyota. Hinn lærir
fagið í Borgarholtsskóla,“ segir Torfi
sem telur mikilvægt að styrkja
starfsskilyrði verkstæða sem sinna
réttingum og málum. Í dag séu þau í
næsta ójöfnum leik gagnvart trygg-
ingafélögunum sem eðli málsins
samkvæmt stjórni markaðnum.
„Stóru verkstæðin sem bílaum-
boðin reka eru allsráðandi og hafa
komist upp með að stjórna sinni
verðlagningu sjálf. Í viðskiptum við
tryggingafélögin höfum við sem
stöndum að minni verkstæðum og
erum kannski með þrjá til fimm karla
í vinnu alls ekki þessa sömu stöðu.
Þann aðstöðumun er nauðsynlegt að
jafna,“ segir Torfi að síðustu.
8 | MORGUNBLAÐIÐ