Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 10

Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ B ílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga lands- ins með um 2.200 bíla í rekstri yfir sumartím- ann. Steingrímur Birg- isson forstjóri segir að þessi fjöldi hafi verið svipaður undanfarin tvö til þrjú ár. „Vertíðin í ár var í raun aðeins tveir mánuðir, en venjulega eru mánuðirnir þrír. Júní var hins vegar frekar dapur en júlí og ágúst voru ágætir,“ segir Steingrímur. „Bílaflotinn okkar er fjöl- breyttur, allt frá litlum fólksbílum upp í lúxusbíla, enda er góð þjón- usta og sveigjanleiki okkar að- alsmerki. Eftir hrun fjölgaði ein- yrkjum í ferðaþjónustu til mikilla muna, margar litlar bílaleigur hafa til dæmis á boðstólum ódýra bíla og þar með eru ákveðin gæði sett til hliðar. Þetta getur verið stór- hættulegt fyrir ferðaþjónustuna og skaðað hana verulega. Sumir er- lendir ferðamenn gera sér grein fyrir þessu, greiða minna og fá þess vegna ekki eins góða bíla. Aðrir átta sig ekki á stöðunni og telja sig oft á tíðum svikna. Þegar heim er komið segja þeir frá óánægju sinni á bloggsíðum og öðr- um miðlum, sem auðvitað bitnar á allri ferðaþjónustunni.“ Múlakvísl var mikið átak Mjög reyndi á þjónustu bílaleiga er vegurinn yfir Múlakvísl rofnaði um miðjan júlí sem sagt á háannatíma. Steingrímur segir að strax hafi verið ákveðið að opna tvær útleigu- stöðvar eftir að vegurinn rofnaði. „Við settum upp stöðvar á Kirkjubæjarklaustri og í Hraun- eyjum og buðum upp á rútuferðir á milli þessara staða um Fjallabaks- leið nyrðri tvisvar á dag. Þannig gátu okkar viðskiptavinir skilað bílunum á öðrum hvorum staðnum, tekið rútuna og fengið nýjan bíl þegar komið var á leiðarenda. Mik- ið var í húfi fyrir okkur og ekki síð- ur viðskiptavinina. Þetta tókst með samstilltu átaki allra starfsmanna fyrirtækisins. Ég er viss um að margir þeirra útlendinga sem lentu í þessu eiga eftir að koma aftur til Íslands, enda voru þeir mjög hrifn- ir af þjónustunni og hvernig brugð- ist var við á þessum tímapunkti. Þetta kostaði vissulega sitt, en mun örugglega skila sér í framtíðinni.“ Mælirinn má ekki sýna of mikið Steingrímur segir þá breytingu helsta hafa orðið í starfsumhverfi bílaleiga á síðustu misserum að í dag noti bílarnir yfirleitt dísil. Hlutfallið er um 70% á móti 30% bensínbíla. Bílarnir megi sömuleið- is ekki vera of mikið eknir. „Ef kílómetramælirinn er kom- inn upp í 70 þúsund fyllist við- skiptavinurinn tortryggni, þannig að við kappkostum að halda bíla- flotanum sem yngstum. Það eru ekki mörg ár síðan bílaleigur keyptu ódýra og hráa bíla, en í dag eru þeir mun betur útbúnir. Við tökum mikið tillit til eyðslu elds- neytis og kolefnislosunar þegar ákvörðun er tekin um bílakaup. Bílaleiga Akureyrar er eina bíla- leiga landsins sem er bæði með gæða- og umhverfisvottun. Mark- mið okkar er meðal annars að draga árlega úr kolefnislosun. Krafa viðskiptavina hefur í raun alltaf verið einföld, að fá traustan og góðan bíl og við reynum eftir megni að uppfylla þær óskir.“ Allir leggjast á eitt Steingrímur fullyrðir að stærstu bílaleigur landsins bjóði upp á betri þjónustu en víðast hvar annars staðar. „Já, það leyfi ég mér að gera. Víða erlendis eru bílaleigur með „heilagan afgreiðslutíma“, en hérna leggjast allir á eitt að bjarga hlutunum ef eitthvað fer úrskeiðis. Til dæmis ef flugi til landsins seinkar er einfaldlega beðið, slíkt gerist ekki oft erlendis. Reyndar er opið nánast allan sólarhringinn á Keflavíkurflugvelli yfir háannatím- ann. Þjónustustig bílaleiga og reyndar ferðaþjónustunnar í heild sinni er mjög hátt hérna á Íslandi. Þess vegna er einmitt svo skemmtilegt og gefandi að starfa í greininni,“ segir Steingrímur Birg- isson, forstjóri Bílaleigu Akureyr- ar. karlesp@simnet.is Ljósm/Karl Eskil Pálss Flotinn Díselbílar eru orðnir ráðandi í starfsemi bílaleiga á Íslandi, þar á meðal bílaleigu Akureyrar sem er alls með um 2.200 bíl í útgerð sinni. Umhverfissjónarmið eru ráðandi í rekstrinum. Fljótið Bílaleigur voru í vanda þegar brúna á Múlakvísl tók af sl. sumar. Bílaleiga Akureyrar setti upp leigustöðvar beggja vegna Mýrdalssands og ófáir létu ferja trukka bíla sína yfir sem leysti mikinn vanda þá fáu daga sem smíði nýrrar brúar tók. Forstjórinn Steingrímur Birgisson segir þjónustustig bílaleiga á Íslandi mjög hátt. Ef kílómetramælirinn er kominn upp í 70 þúsund fyllist viðskiptavinurinn tortryggni, segir Stein- grímur Birgisson hjá Bílaleigu Akureyrar. Umhverfisþátturinn vaxandi í starfseminni. Markmið okkar er meðal annars að draga árlega úr kolefnislosun. Krafa við- skiptavina hefur í raun allt- af verið einföld, að fá traustan og góðan bíl Krafan er traustur og góður bíll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.