Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21
H
itatölur á Íslandskortinu í
veðurfréttatímum sjón-
varpsstöðvanna verða
senn bláar, enda október
runninn upp og allra
veðra von á landinu bláa. Starfsfólk
bensínstöðvanna er þegar búið að
taka fram rúðusköfurnar og dekkja-
verkstæði undirbúa komandi vertíð í
dekkjaskiptum.
Ansi sniðug tæki
Stilling selur bílahitara, sem geta
verið hentug tæki fyrir þá sem vilja
losna við að skafa rúðurnar á köld-
um vetrarmorgnum, auk þess sem
notalegt er að setjast inn í hlýjan bíl-
inn. Og ekki skemmir fyrir að vélin
er heit og tilbúinn í vetraraksturinn.
„Já, þetta eru ansi sniðug og hent-
ug tæki. Við erum með tvenns konar
vélahitara, sá einfaldari er frá
sænska fyrirtækinu Calix. Tækinu
er einfaldlega stungið í samband við
heimilisrafmagn og hitarinn sér svo
um að halda bílnum heitum og fín-
um,“ segir Ísleifur Erlingsson hjá
Stillingu hf.
„Slíkir hitarar koma í veg fyrir
óþarfa slit á vélinni og draga líka
verulega úr eldsneytiseyðslu þegar
kalt er í veðri. Þægindin við að þurfa
ekki að skafa rúðurnar eru líka mikil
og svo sest fólk upp í bílinn sinn heit-
an, sem auðvitað er mikill plús. Hit-
ararnir frá Calix kosta á bilinu 30 til
50 þúsund krónur og það er til-
tölulega einfalt að koma þeim fyrir í
bílnum,“ segir Ísleifur.
Borgar sig á fjórum árum
Hin tegund bílahitara sem Stilling
er með umboð fyrir er frá þýska fyr-
irtækinu Eberspächer, sem er leið-
andi á þessu sviði. Hitararnir frá
þessu fyrirtæki eru mjög fullkomnir
og góðir og kosta 190 þúsund krón-
ur. Hitarinn, sem er fyrirferðalítill,
samanstendur af brunahólfi, loft-
mótor, vatnsdælu, tölvustýrikerfi,
slöngum og olíudælu.
„Það tekur nokkra tíma fyrir fag-
mann að koma hitaranum fyrir í
bílnum, en hann er jafnframt hægt
að fjarlægja ef til dæmis eigandinn
skiptir um bíl. Miðað við verð á elds-
neyti í dag er ekki ólíklegt að þessi
búnaður borgi sig upp á þremur til
fjórum árum. Eldsneytiseyðslan er
mikil þegar vélin er ísköld, auk þess
sem slíkur búnaður kemur í veg fyr-
ir slit á vélum og öðrum búnaði. Al-
gengast er að hitarar séu settir strax
í nýja bíla, enda í mörgum tilvikum
hægt að fá þá sem staðalbúnað, til
dæmis í Benz. Alltaf er þó töluvert
um að fólk komi og kaupi slíkt tæki
til að setja í eldri bíla,“ segir Ísleifur
Erlingsson hjá Stillingu.
karlesp@simnet.is
Tæknin sem heldur bílnum heitum og fínum
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Ylur Bílahitarar eru sniðug tæki og koma sér vel á veturna. Ísleifur Erlingsson heldur á tækinu sem fæst í nokkrum gerðum.
Bílahitarar spara elds-
neyti og koma í veg fyrir
slit véla. Stilling flytur
inn tvær gerðir af þess-
um tækjum sem eru
sannkallað þarfaþing.
Slíkur búnaður kemur í veg
fyrir slit á vélum og öðrum
búnaði. Algengast er að
hitarar séu settir strax í
nýja bíla, enda í mörgum
tilvikum hægt að fá þá sem
staðalbúnað
Meira í leiðinniWWW.DEKK.IS
HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI N1:
Fellsmúli 440 1322 | Ægisíða 440 1320 | Bíldshöfði 440 1318 | Réttarháls 440 1326 | Stórihjalli 440 1342 | Dalbraut Akranesi 440 1394
Langitangi Mosfellsbæ 440 1378 | Reykjavíkurvegur Hafnarfirði 440 1374 | Grænásbraut Reykjanesbæ 440 1372
FJÖGUR DEKK, VINNA OG VENTLAR ERU INNIFALIN Í ÖLLUM TILBOÐUNUM*
*Tilboðin fást aðeins á hjólbarðaverkstæðum N1 á meðan birgðir endast. Tilboðin gilda ekki með öðrum tilboðum eða afsláttum.
VETRARDEKK Á
FRÁBÆRU VERÐI
Á DEKKJAHÓTELI N1
BÝÐST ÞÉR AÐ GEYMA
SUMARDEKKIN GEGN
VÆGU GJALDI
VR. A97 3100
175/65 R 14
FULLT VERÐ: 62.835 KR.
TILBOÐ: 44.900 KR.
VR. A97 3102
185/65 R 15
FULLT VERÐ: 71.235 KR.
TILBOÐ: 51.900KR.
VR. A97 3103
195/65 R 15
FULLT VERÐ: 73.235 KR.
TILBOÐ: 54.900KR.
VR. A97 3104
205/55 R 16
FULLT VERÐ: 86.940 KR.
TILBOÐ: 64.900 KR.
VR. A97 3105
225/45 R 17
FULLT VERÐ: 102.460 KR.
TILBOÐ: 72.900 KR.
VR. A97 3101
185/65 R 14
FULLT VERÐ: 68.035 KR.
TILBOÐ: 49.900 KR.