Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 24

Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 24
24 | MORGUNBLAÐIÐ Viltu aka með hættulegan farm í Evrópu? Aflaðu þér réttinda á ADR-námskeiðum Vinnueftirlitsins TOYOTA Avensis stw EXE 2.0. Skráður 9/2008, ekinn 51 þ.km. bensín, sjálfskiptur, leður, krókur, bakkskynjarar. Verð 4.150.000. Skipti ód. Rnr. 240372. TOYOTA Rav4 GX. Skráður 2/2006, ekinn 99 þ.km. bensín, sjálfskiptur. Verð 2.350.000. Skipti ód. Rnr. 116269. BMW X5 3.0 tdi. Skráður 8/2007, ekinn 60 þ.km. dísel, sjálfskiptur, leður, krókur. Verð 7.390.000. Skipti ód. Rnr. 116288. NISSAN Patrol GR 35“. Skráður 11/2006, ekinn 65 þ.km., dísel, sjálfskiptur, sumar & vetrardekk, krókur. Verð 4.550.000. Skipti ód. Rnr. 115771. TOYOTA Land Cruiser 120 GX. Skráður 6/2008, ekinn 69 þ.km. dísel, sjálfskiptur, húddhlíf, húd- dmerki, spoiler, krókur. Verð 6.940.000. Skipti ód. Rnr. 121378. TOYOTA Land Cruiser 120 GX 33“. Skráður 10/2005, ekinn 71 þ.km, dísel, sjálfskiptur, krókur, sumar & vetrardekk á felgum. Verð 5.350.000. Rnr. 132026. Toyota Akureyri Baldursnes 1 Sími 460 4300 www.toyotaakureyri.is Toyota Akureyri TOYOTA Yaris Terra 1.0. Skráður 6/2010, ekinn 35 þ.km. bensín, 5 gírar. Verð 1.980.000. Skipti ód. Rnr. 121519. TOYOTA Prius 1.5 Hybrid. Skráður 6/2008, ekinn 45 þ.km. bensín, sjálfskiptur. Verð 2.980.000. Skipti ód. Rnr. 121509. O kkur hefur gengið vel með þennan bíl alveg frá því hann kom á markað í byrjun líðandi árs. Að fá útnefningu sem bíll árs- ins gaf okkur svo byr í seglin,“ segir Marinó Björnsson, sölustjóri Heklu hf. Bandalag íslenskra bílablaða- manna valdi Volkswagen Passat Metan á dögunum sem bíl ársins; það er bestan allra þeirra bíla sem dómur var lagður á. Einnig voru veitt verðlaun fyrir efsta bíl í hverj- um flokki. Í flokki smærri fólksbíla bar sigur úr býtum Audi A1. Í flokki stærri fólksbíla var sigurveg- arinn Volvo S60 og í flokki vist- vænna bíla Volkswagen Passat Met- an sem jafnframt varð hlutskarpastur þeirra allra. Stjórn- endur Heklu sem hafa umboð bæði fyrir Volkswagen og Audi mega því vel við una. Þegar kreppan svarf að haustið 2008 ákváðu bílablaðamenn að setja val á bíl ársins á ís. Með vaxandi sölu bíla þótti hins vegar ástæða til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. 105 seldir Alls hafa 105 bílar af Volkswagen Passat Metan selst á árinu. Passat Metan er að sögn blaða- manna rúmgóður bíll, þægilegur í notkun, vel búinn og veitir fólki sem í honum er mikla vernd ef slys hendir. Þetta er verksmiðjufram- leiddur metanbíll sem ekki er breytt eftir á. Er drifinn áfram af innlendum orkugjafa og með há- marksöryggi. Er góður í akstri og með aflmikla sparneytna vél. Sjötta kynslóð í sölu „Volkswagen Passat hefur fengið góða dóma alveg frá því bíllinn kom fyrst á markað fyrir bráðum fjöru- tíu árum. Sjöunda kynslóðin sem nú er í sölu er glæsilegur bíll með tilliti til hönnunar, aksturseiginleika, sparneytni og öryggis. Þessi við- urkenning þarf því ekki að koma á óvart,“ segir Marinó Björnsson um Volkswagen Passat EcoFuel sem notar metangas sem aðalorkugjafa en einnig er hann með 31 lítra bens- íntak. Hámarksdrægni á metangasi er um 450 km og 430 km á bensín- inu. Þannig er hægt að aka 880 km að hámarki án þess að taka elds- neyti. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Stálstýri Volkswagen Passat Metan var á dögunum valinn bíll ársins og fengu Heklumenn verðlaunagripinn Stálstýrið. Bíllinn hefur fengið afar góðar viðtöku á markaði hérlendis. Marinó Björnsson hefur því sannarlega ástæðu til að vera ánægður. Bíll ársins með byr í seglum Volkswagen Passat Metan völdu blaðamenn á dögunum bíl ársins á Íslandi. Rúmgóður og þægilegur. Bílar frá Heklu reyndust mjög sig- ursælir í valinu. Kemur ekki á óvart, segir Marinó Björnsson sölustjóri. Er drifinn áfram af inn- lendum orkugjafa og með hámarksöryggi. Er góður í akstri og með aflmikla sparneytna vél. Frakkar taka ökufanta engum vettlingatökum eins og 26 ára maður í Suður-Frakklandi fékk að kenna á í vikunni. Hann var mældur á 225 km/klst ferð og varð það til þess að hann var dæmdur í fimm ára fangelsi. Lögreglumenn við umferðareftirlit hugðust stöðva manninn er þeir mældu hann á 156 km/klst ferð þar sem hámarkshraði er 130 km/klst. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum, heldur steig bensín- ið í botn eftir A6-hraðbrautinni milli Lyon og Parísar. Lagði lögreglan til eftirfarar og dró ekki saman þótt hún æki á 225 km hraða. Þung umferð var á hraðbrautinni þar sem fólk var að snúa heim úr sumarleyfi og vegna slysahættu hætti lögreglan eftirförinni. Hún fann bílinn og ökumanninn síðar á heimaslóðum hans við París. Er fanturinn loks náðist reyndist hann bæði rétt- indalaus og á ótryggðum bíl. Hann starfaði sem sölumaður hjá bílasölu í París. Og aukinheldur kom í ljós, að þarna var á ferð ökumaður sem áður hafði verið refsað fyrir akstur án réttinda og m.a. þurft að bera senditæki á ökkla af þeim sökum svo hægt væri að fylgjast með ferðum hans. Við það losnaði hann hálfum mánuði fyrir nýjasta brotið. Auk þess sem hann þarf að dúsa fimm ár í fang- elsi – óskilorðsbundið – var bifreið mannsins, þýsk- ur eðalvagn, gerð upptæk. agas@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Bíll Hraðakstur getur verið dauðans alvara. Fimm ár í steininum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.