Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 26
E f einhver áberandi stefnu- breyting hefur orðið hjá bílaframleiðendum síðustu ár hlýtur það að teljast til- hneiging þeirra til að minnka vélar í bílum sínum án afl- minnkunar og að létta þá án þess að pláss minnki. Bæði þessi atriði ber reyndar að sama brunni, það er að uppfylla síauknar kröfur og reglu- gerðir yfirvalda um eyðslugrennri og minna mengandi bíla. Þar á hækk- andi verð á eldsneyti mikinn þátt og krafa neytenda rímar við kröfur yf- irvalda. Sameiginlega hafa lönd Evrópu gert kröfur á bílaframleiðendur og sett fram markmið sem þeir allir þurfa að ná við lækkun eyðslu og út- blástur mengandi efna. Síðasti kvarði sem settur var á og allir bílaframleið- endur keppast við að hlíta nú er EURO5 staðallinn og næstu staðlar munu enn þrengja að framleiðendum og krefjast þess að þeir geri enn bet- ur á þessu sviði. Sumir hafa reyndar bent á að of langt verði gengið í kröf- unum en ekki verður litið framhjá ár- angrinum sem náðst hefur með ströngum kröfum hingað til. Líka í Bandaríkjunum Meira að segja í Bandaríkjunum eru fjögurra sílindra vélar orðnar al- gengastar, en bara fyrir 5 árum voru 6 sílindra vélar í því sæti. Uppáhald Ameríku í marga áratugi, 8 sílindra vélin, er á svo miklu undanhaldi að nú eru færri en 17% seldra bíla þar með svo stóra vél. Stutt er í að sú tala fari undir 10%. Þessi afgerandi breyting hefur t.d. orðið til þess að eftirspurn eftir bensíni í Bandaríkj- unum minnkaði talsvert í síðasta mánuði í samanburði við sama mán- uð í fyrra. Staðreyndin er sú að bíl- arnir eyða minna, bílunum er ekki að fækka eða fólk að aka minna. Sama er á hvaða bílaframleiðanda er litið, hver einasti þeirra er að minnka vél- ar í bíla sína. Það hefur þó ekki orðið til þess að minnka afl þeirra. Gott dæmi er ofurbíll BMW, M5 sportbíllinn. Hann hefur undanfarin ár verið knúinn 10 sílindra vél sem skilar 500 hestöflum en mun í næstu útgáfu fá 8 sílindra vél sem skilar 560 hestöflum. Mest munar þar um til- komu tveggja túrbína ofan á vélina. Þar kveður við sama tón og hjá mörgum öðrum framleiðendum, margir þeirra hafa einmitt gripið til þess ráðs að setja rafala í snar- minnkaðar vélar og fá sama eða meira afl út úr þeim fyrir vikið. Bíl- arnir léttast mikið og eyðslan snarm- innkar. Ótrúleg þróun véla Mikil þróun hefur átt sér stað í smíði véla og sú staðreynd að dísil- vélar eyða almennt minna en bensín- vélar hefur orðið til þess að augu framleiðenda hafa enn meira beinst Audi Þýski eðaljeppinn hefur vakið verðskuldaða athygli. Áætlanir eru um að næstu kynslóðir bíla þessara gerðar verði að mestu úr áli, magn- essíum og plastblöndum en þannig má létta bílinn og spara eldsneyti. KIA Í dag eru að koma á markaðinn stórir fólksbílar, hálfgerðar límósínur, sem eyða ekki nema fimm lítrum á hundraðið Minni vélar og léttari bílar Breytt menning í bílaframleiðslu í heiminum. Eyðslugrennri og minna mengandi bílar. Minni eyðsla bensínvéla hefur reyndar haldist í hendur við dísilvélarnar og með ólíkindum hvaða árangri fram- leiðendur hafa náð, segir Finnur Orri Thorlacius. 26 | MORGUNBLAÐIÐ Grænu kjör www.netbilar.is · www.ferdavagn.is · www.sportbilar.is · www.pallbilar.is #1 í bílum • Sérkjör fyrir vistvæna bíla • Lægsta söluprósentan Bíllinn þinn kostar Netbilar.is Almenn bílasala Sparnaður með 3,9% söluþ. 0-1.000.000 kr. = 29.900,- kr. m/vsk. 55.000,- 25.100,- 1.000.000-1.500.000 = 39.900,- kr. m/vsk. 73.417,- 33.517,- 1.500.000-2.000.000 kr. = 49.900,- kr. m/vsk. 97.890,- 47.990,- 2.000.000-2.500.000 kr. = 59.900,- kr. m/vsk. 122.362,- 62.462,- 2.500.000-3.000.000 kr. = 69.900,- kr. m/vsk. 146.835,- 76.935,- 3.000.000-3.500.000 kr. = 79.900,- kr. m/vsk. 171.307,- 91.407,- 3.500.000-4.000.000 kr. = 89.900,- kr. m/vsk. 195.780,- 105.880,- 4.000.000-4.500.000 kr. = 99.900,- kr. m/vsk. 220.252,- 120.352,- Allt að 50% afsláttur af sölulaunum fyrir græna bíla Grænu kjör, auka afsláttur af afsláttakjörum Netbíla, standa til boða við sölu á bílum í útblástursflokkum A – D. Netbílar vill styðja við fjölgun umhverfishæfari bíla á íslandi og býður því ný „græn kjör“. Græn kjör standa til boða við sölu á bílum í útblástursflokkum A, B, C og D (D er ekki grænn bíll en við bætum þeim flokki inn hjá okkur). Þetta eru þeir bílar sem eru með 0-140 g losun CO2 á hvern ekinn kílómetra. Með þessu vill Netbílar stuðla að hagkvæmari rekstri bifreiða, betri nýtingu eldsneytis og lækka þannig eldsneytiskostnað landsmanna. Stórlækkað sölugjald SKRÁÐUBÍLINN FRÍTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.