Morgunblaðið - 13.10.2011, Side 2

Morgunblaðið - 13.10.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele uppþvottavélar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Fimmtíu og eitt íslenskt ferming- arbarn sækir nú fermingarfræðslu hjá íslenska söfnuðinum í Noregi en þau voru tíu árið 2009 og tutt- ugu og þrjú 2010. Arna Grét- arsdóttir, prestur safnaðarins, segir fjöldann endurspegla gríðarlega fjölgun Íslendinga í Noregi en um helmingur barnanna býr í eða ná- lægt Ósló en hin víðsvegar um Nor- eg. Helmingurinn fermist á Íslandi Arna segist eins og undanfarin ár gera ráð fyrir að ferma um helming barnanna. „Ég sé um að fræða þau en hins vegar mun ég ekki ferma þau öll. Þau fara inn í fermingar- hópa á Íslandi með frændsystkinum eða inn í bekkinn sem þau voru í áður en þau fluttu,“ segir hún. Mörg þeirra vilji eðlilega fermast þar sem ættingjar og vinir geti samglaðst með þeim og þess vegna fermi hún einnig í Seltjarnar- neskirkju fyrstu helgina í júlí auk þess að ferma í Noregi um vorið. Í Noregi eru börn fermd ári seinna, að hausti, og því segir Arna að ekki sé óalgengt að í einum og einum fermingarhópi sé einhver sem er á fimmtánda ári. Sameiginlegar fermingarbúðir Efnt er til sameiginlegra helgar- námskeiða fyrir íslensk ferming- arbörn í Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku og sóttu alls 75 börn síðasta námskeið. „Við vorum í fermingar- búðum í Svíþjóð og vorum bara að sprengja staðinn utan af okkur,“ segir Arna. Hún segir að sem standi sé eng- inn íslenskur prestur í Danmörku en foreldrar hafi hlaupið í skarðið og börnin sæki fermingarfræðsluna hjá prestinum í Svíþjóð, sem m.a. nýti sér netið til að eiga samskipti við fermingarbörnin. Metfjöldi í fermingarfræðslu  Prestur íslenska safnaðarins í Noregi með 51 barn í fermingarfræðslu í vetur  Endurspeglar mikla fjölgun Íslendinga í landinu  Tíu fermingarbörn 2009 Fjör Íslensk fermingarbörn búsett í Noregi, Svíþjóð og Danmörku í ferm- ingarbúðum í Åh Stiftgård í Svíþjóð í september síðastliðnum. Stúlkan sem lést í bílslysinu á Fagradal í gær- morgun hét Þor- björg Henný Ei- ríksdóttir frá Eskifirði. Var hún fædd þann 3. mars árið 1994. Slysið varð á níunda tímanum skammt ofan við Grænafell þegar vörubifreið og fólksbifreið sem voru að mætast skullu saman. Önnur stúlka á átjánda ári var í bílnum og var hún flutt með sjúkra- flugi til Reykjavíkur. Ökumaður vörubifreiðarinnar var fluttur á heilsugæslu á Egilsstöðum minna slasaður. Hálka var á vettvangi en veður annars gott að sögn lögreglu á Eskifirði. Minningarathöfn um Þorbjörgu Hennýju var haldin í kirkjunni á Eskifirði í gærkvöldi. kjartan@mbl.is Lést í um- ferðarslysi á Fagradal Þorbjörg Henný Eiríksdóttir Airwaves-tónlistarhátíðin hófst með pompi og prakt í gær en hún hefur aldrei verið umfangs- meiri að sögn aðstandenda. Margir biðu í röð eft- ir miða á tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur í Silfurbergi í Hörpu sem fram fóru í gærkvöldi en þar frumflutti listakonan tónlist af nýjustu plötu sinni, Biophilia. Á myndinni hér fyrir ofan má hins vegar sjá hljómsveitina Skorpulifur rokka af innlifun á skemmtistaðnum Nasa. Morgunblaðið/Eggert Tónað inn í Airwaves Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Stjórnendur Landspítala hafa boðað til funda með starfsfólki í dag til þess að kynna því væntanlegar aðgerðir og breytingar á starfsemi spítalans á komandi ári. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að síðastliðna þrjá daga hafi verið rætt við starfs- fólk um þær breytingar sem fram- undan eru og því ættu þær ekki að koma fólki óþægilega á óvart. „Ég myndi segja að rúmlega 90% þeirra sem breytingarnar snerta væru búin að fá upplýsingar um það síðan á mánudag,“ segir Björn. „Það er búið að ræða við það fólk á spít- alanum þar sem þetta mun hafa mikil og varanleg áhrif á vinnu þess og vinnufram- lag.“ Þegar hefur verið tilkynnt að St. Jósefsspítala verði lokað um næstu áramót og réttargeðdeildinni á Sogni í mars á næsta ári. Björn segir að væntanlega verði flestum starfsmönnum á Sogni boðin störf á nýrri deild á Kleppi en á ekki von á því að þeim verði greiddur ferðastyrkur. Drífa Eysteinsdóttir, hjúkrunar- deildarstjóri á Sogni, segir tilkynn- inguna í gærmorgun hafa verið áfall. Ekki sé víst að allir muni sækjast eftir starfi í bænum. Eru að hugsa sinn gang „Fólk verður að hugsa sitt mál og ræða við sína fjölskyldu. Það er ekk- ert grín að ætla að fara að keyra í bæinn fyrir kannski 2.500 krónur á dag, fyrir utan tímann sem fer í það. Þetta er einn og hálfur til tveir tímar, eftir því hvar fólk á heima,“ segir Drífa en fólkið sæki m.a. vinnu frá Stokkseyri, Eyrarbakka, Selfossi og Hveragerði. Búið að gera fólki aðvart um væntanlegar breytingar  Aðgerðir kynntar starfsfólki Landspítala á fundum í dag Björn Zoëga Rúmlega fertugur karlmaður lést í alvarlegu vinnuslysi við höfnina á Djúpavogi laust fyrir klukkan þrjú síðdegis í gær. Verið var að losa salt úr skipi í höfninni þegar krani úr landi sem notaður var við verkið brotnaði og féll á manninn sem var þar við vinnu sína, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Lögreglan á Eskifirði fer með rannsókn málsins ásamt Vinnueft- irliti ríkisins en lögreglubíll frá Höfn í Hornafirði kom einnig til aðstoðar á slysstað. Ekki var unnt að veita frekari upplýsingar um slysið í gær- kvöldi. kjartan@mbl.is Lést í vinnuslysi á Djúpavogi Þrír menn reyndu að lokka 14 ára gamla stúlku upp í bíl til sín í grennd við Álftamýrarskóla um klukkan þrjú síðdegis í gær. Hljóp einn mannanna á eftir henni þegar hún flúði undan þeim. Var stúlkunni brugðið og fær hún aðstoð í skólanum í framhaldinu að sögn Guðna Kjartanssonar, aðstoð- arskólastjóra skólans. Hefur málið verið tilkynnt lögreglu. Reyndu að tæla stúlku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.