Morgunblaðið - 13.10.2011, Page 4

Morgunblaðið - 13.10.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Egill Ólafsson egol@mbl.is Í framvinduskýrslu framkvæmda- stjórnar ESB um viðræður um aðild Íslands að ESB segir að búast megi við „erfiðum samningaviðræðum í ýmsum lykilmálaflokkum, s.s. hvað varðar frjálsa för fjármagns, sjávar- útveg, landbúnað og byggðaþróun, umhverfismál þ.á m. hvalveiðar, skatta- og tollamál, svæðisstjórnun og fæðuöryggi“. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að þau atriði sem nefnd eru í skýrslu Evr- ópusambandsins séu á þeim sviðum sem Ísland setti hvað sterkustu fyr- irvarana við þegar tillaga um aðild var samþykkt á Alþingi. „Það er einmitt á þessum sviðum sem við erum með hvað sterkustu fyrirvarana og settum þá fram í nefndaráliti utanríkismálanefndar. Það hefur alltaf legið fyrir að sjáv- arútvegs- og landbúnaðarmálin yrðu erfið. Landbúnaðarkaflinn tengist byggðamálunum. Varðandi frjálsa för fjármagns er það nú einu sinni þannig að við erum með gjald- eyrishöft. Það er augljóslega verið að vísa í þau. Við höfum verið með áætlun um að afnema þau á ein- hverjum tilteknum tíma. Við getum ekki hlaupið til og aflétt þeim einn, tveir og þrír, en það er enginn ásetningur annar en að reyna að gera það eins hratt og efnahags- legar aðstæður bjóða upp á,“ sagði Árni. Árni sagði að fæðuöryggið tengd- ist landbúnaðarkaflanum. Þar væri tekist á um afstöðu okkar til inn- flutnings á lifandi dýrum. Tollamál tengdust einnig landbúnaðarmálun- um. Hér heima hefði verið umræða um að halda í tollverndina, en það hefði reyndar ekki verið sett inn í þau markmið sem utanríkismála- nefnd setti. Þar væri þvert á móti sagt að búast mætti við að þeir myndu falla niður. „Ég er ekki viss um að þetta verði neitt erf- iðara en menn áttu von á. Það sem þarna er nefnt eru þau atriði sem við vissum að yrðu snúnust.“ Búast við erfiðum viðræðum  Formaður utanríkismálanefndar segir ekkert benda til að viðræðurnar verði erfiðar en reiknað var með því Ísland hefði sett sterka fyrirvara í nokkrum málum Það var drungalegt um að litast á göngustíg við Seljaskóla í gærmorgun, þegar ljósastaurarnir svikust um að sinna hlutverki sínu og nemendur máttu finna leið sína í myrkrinu. Það stóð þó ekki á skólastjóranum, Margréti Árnýju Sigursteins- dóttur, að grípa til aðgerða og lét hún rétta aðila innan stjórnkerfis borgarinnar samstundis vita þegar hún frétti af myrkraverkunum. Vænt- anlega mun því ljósið loga fljótlega að nýju. Feta menntaveginn í myrkrinu Morgunblaðið/Ómar Verkfall ljósastauranna Evrópusambandið getur ekki hafið samningaviðræður við Íslendinga um byggðamál fyrr en íslensk stjórnvöld leggja fram ítarlega og tímasetta aðgerðaáætlun um fram- kvæmd stefnunnar og þá stjórnsýslu sem nauðsynleg er. Þetta kemur fram í bréfi ESB til íslenskra stjórn- valda sem fylgir rýniskýrslu sam- bandsins um byggðamál. Í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu kemur fram að stefnt sé að því að ljúka áætlanagerðinni á næstu mánuðum svo hefja megi efn- islegar samningaviðræður um mála- flokkinn. Þróa þurfi verklag sem tryggi að reglum ESB um val verkefna og framkvæmd byggðastefnunnar verði fylgt og koma á fót samráðs- ferli á milli ráðuneyta, að því er segir í rýniskýrslunni. Ísland ætli að nýta núverandi stjórnsýslu eftir því sem kostur er og hafa hana smáa og ein- falda í sniðum. kjartan@mbl.is Ekki til- búnir til viðræðna Á fundi sameiginlegu þing- mannanefndar Íslands og ESB í Brussel í síðustu viku spurðu fulltrúar Ísland út í bréf ESB um landbúnaðarmál sem barst í sumar. „Svarið var að ESB vildi að lagt yrði fram plan um hvern- ig menn ætluðu að laga ís- lenska löggjöf að ESB þann- ig að það yrði tilbúið við inngöngu ef af yrði. Ekki þyrfti að breyta stofn- unum áður,“ segir Árni. Eru að biðja um plan FUNDUR Í BRUSSEL Árni Þór Sigurðsson Engan sakaði þegar fólksbíll fór út af Grenivíkurvegi upp úr klukkan þrjú í gær en bifreiðin er ónýt. Voru atvik þannig að maður sem ók í átt til Akureyrar fékk skyndilega bíl á móti sér og sveigði hann út af til þess að forðast árekstur. Bíllinn staðnæmdist utan við veg- inn en er ökumaðurinn fór út úr bif- reiðinni rann hún af stað, fór fram af klöpp og endaði 83 metrum neð- ar í fjörunni. Tveir hundar voru farþegar í bíl mannsins en þeir komu hlaupandi upp úr fjörunni og hafði ekki orðið meint af. Bílstjóranum var hins vegar að vonum brugðið. Ekki náð- ist í ökumanninn sem ók öfugum megin á veginum. Fór fram af klöpp og rann 83 metra niður Skúli Mogensen, fjárfestir og aðaleigandi MP banka, fær jarðir Orkuveitu Reykjavíkur, Hvamm og Hvammsvík í Kjósarhreppi með húsakosti en án vatns- réttinda, fyrir 155 milljónir króna en fyrir um þremur árum var boði upp á 230 milljónir ekki tekið. Á fundi borgarráðs 19. júní 2008 var lögð fram tillaga forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur um sölu á fyrrnefnd- um jörðum ásamt greinargerð, sem samþykkt var á fundi stjórnar Orkuveitunnar 14. apríl sama ár. Þar kemur m.a. fram að fasteignasali hafi metið jarðirnar með jarðhitaréttindum á 180 milljónir króna 2006. Árið 2007 hafi borist tilboð í jörðina upp á 180 milljónir og var þá gert ráð fyrir takmörkuðum nýtingarrétti kaup- anda á jarðhita. Lagt var til að OR seldi jarðirnar en stæði vörð um jarðhitaréttindin. Á borgarráðsfundi 3. júlí 2008 kom fram að hæsta til- boð í jörðina hafi verið 230 milljónir. „Það vekur spurn- ingar hvort það verð nægi fyrir kostnaði við golfvöll og veiðitjarnir sem eru í landinu burtséð frá öðrum gögn- um og gæðum sem jörðinni fylgja,“ sagði í bókun minnihluta borgarráðs, Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar. „Óháð stefnubreytingu meirihlutans um að selja útvistarsvæði Reykvíkinga þá getur það varla talist góður tími til að selja jarðir þegar horft er til stöðu efnahagsmála og samdráttar í efna- hagslífinu þar sem verð á fasteignum og jörðum er að lækka.“ steinthor@mbl.is Borginni bauðst 75 milljón- um meira fyrir Hvammsvík  Tilboði upp á 230 milljónir í jörðina var ekki tekið 2008 Morgunblaðið/Þorkell Land Töluverður jarðhiti er í Hvammsvík í Kjós. Um 8.000 færri ökutæki fóru um Hvalfjarðargöng sumarmánuðina þrjá en á sama tímabili í fyrra. Um- ferðin var meiri í ágúst en minni í júní og júlí, segir á vefsíðu Spalar sem rekur göngin. Þegar á heildina er litið hefur umferðin dregist saman um 4,5% það sem af er ári 2011 en Spal- armenn ætla að það megi rekja til efnahagssamdráttar og hækkandi eldsneytisverðs. Vegagerðin gerir ráð fyrir að umferð dragist saman um 4,8% að jafnaði á landinu en það sem af er ári hefur hún minnkað mest á Suð- urlandi en minnst á höfuðborg- arsvæðinu. Umferð um göngin minnkar um 8%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.