Morgunblaðið - 13.10.2011, Side 6

Morgunblaðið - 13.10.2011, Side 6
FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Vegagerðin hefur óskað eftir tillögum frá Eimskipi og Sæferðum um hvern- ig verði hægt að haga ferjusiglingum milli lands og Eyja yfir vetrarmán- uðina. Herjólfur siglir nú til Þorláks- hafnar og bendir ekkert til annars en hann geri það áfram í næstu vikurnar því að nýjustu mælingar sýna að dýpi í hafnarmynni Landeyjahafnar er ekki nema 3,5 metrar en þyrfti að vera 5,5 metrar til að skipið geti siglt inn í höfnina. Það er tvennt sem veldur því að Herjólfur hefur átt erfitt með að sigla inn í Landeyjahöfn yfir vetrartímann, annars vegar er dýpi framan við hafn- armynnið of lítið vegna sandflutninga og hins vegar getur skipið ekki siglt inn í höfnina þegar ölduhæð fer upp fyrir 2-2,5 metra. Herjólfur er öflugt skip sem ristir mun dýpra en Breiða- fjarðarferjan Baldur, en Baldur leysti Herjólf af hólmi í haust þegar Herj- ólfur fór í slipp til Danmerkur. Dýpi í mynni Landeyjahafnar var mælt í byrjun október og kom þá í ljós að það vantar tvo metra upp á að dýp- ið sé nægjanlegt. Siglingastofnun hef- ur fjármagn til að dýpka höfnina og dýpkunarskipið Skandia er til reiðu, en það hefur ekki getað athafnað sig vegna veðurs. Það reyndist tímafrekt og erfitt verkefni fyrir Skandia að opna höfnina í fyrravetur, en á meðan sigldi Herjólfur til Þorlákshafnar. Málið er hins vegar ekki leyst þó að takist að dýpka Landeyjahöfn því að veður getur eftir sem áður komið í veg fyrir að Herjólfur geti notað höfn- ina. Reynslan frá því í haust bendir til að Baldur geti siglt inn í Landeyja- höfn í meiri ölduhæð en Herjólfur. Kallar eftir tillögum Kristín Sigurbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, seg- ir að í framhaldi af fundi með fulltrú- um frá innanríkisráðuneytinu, Eimskipi, sem gerir út Herjólf, Sæ- ferðum, sem gera út Baldur og full- trúa Eyjamanna hafi verið ákveðið að biðja stjórnendur Eimskips og Sæ- ferða að koma með tillögur um hvaða lausn þeir sæju fyrir sér í ferjumálum yfir vetrarmánuðina. Jafnframt sé Vegagerðin að kanna hvort hægt sé að fá leigt eða keypt skip til að sinna ferjuflutningum til Eyja. Fyrirtækj- unum voru gefnar tvær vikur til að skila tillögum. Kristín segist ekki vilja gefa nein fyrirheit um að það finnist betri lausn á þessum málum í vetur en auðvitað sé það æskilegt. Vegagerðin gerði langtímasamning við Eimskip um ferjusiglingar til Eyja. Samningurinn rann út árið 2010, en hann hefur tvívegis verið endurnýjaður til skamms tíma. Nú- verandi samningur rennur út 1. maí 2012. Ástæða þess að ekki hefur verið gerður langtímasamningur er sú óvissa sem ríkt hefur um hvaða skip verður notað til ferjusiglinganna. Í lok árs 2009 ákváðu eigendur Sæ- ferða ehf. að láta vinna áætlun um breytingar á Baldri svo að skipið stæðist kröfur um skip í B-flokki, en siglingaleiðin milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er á svokölluðu B- svæði. Páll Kr. Pálsson, stjórnarfor- maður Sæferða, segir að ástæðan fyr- ir þessu hafi verið sú að fyrirtækið hafi þá haft áhuga á að skoða mögu- leika þess að bjóða Baldur í siglingar milli Landeyjahafnar og Eyja. Ekki hafi orðið af útboði á siglingaleiðinni á árinu 2010, en fyrirtækið sé búið að vinna umtalsverða undirbúnings- vinnu og því ætti að vera mögulegt að gera nauðsynlegar endurbætur á Baldri fyrir jól, komi skipið til greina. Páll segir að Sæferðir hafi áhuga á að bjóða Baldur til siglinga til Vest- mannaeyja yfir vetrarmánuðina enda henti skipið vel í þetta verkefni að mati margra. Hann segir hins vegar ekki forsendur fyrir að nýta Breiða- fjarðarferjuna Baldur í siglingar í Landeyjahöfn í vetur nema fengið verði annað skip sem geti fullnægt siglingaleiðinni yfir Breiðafjörð. „Við erum reiðubúin til að setjast við borð- ið og ræða þessi mál. Siglingaleiðin yfir Breiðafjörð er hins vegar lífæðin í okkar starfsemi og því verður ekki breytt. Annars er þessi hugmynd mjög spennandi, ef það er hægt að finna leið sem þjónar hagsmunum allra, þ.e. einstaklingum og fyrirtækj- um í Vestmannaeyjum og á sunnan- verðum Vestfjörðum, Vegagerðinni og Sæferðum, sagði Páll Komi Baldur til greina muni Sæ- ferðir skoða að kaupa aðra ferju til að sinna flutningum yfir Breiðafjörð og raunar sé fyrirtækið að skoða skip í það verkefni, sem gæti hugsanlega verið komið til landsins eftir 4-6 vikur. Sæferðir eru einnig að skoða þann kost að fá aðra ferju til landsins til að sigla í Landeyjahöfn sem myndi þýða að Baldur yrði áfram í siglingum á Breiðafirði, en Páll segir að það sé erfitt að finna betra skip en Baldur í þetta verkefni. Eimskip og Sæferðir skili tillögum  Mælingar sýna að dýpka þarf Landeyjahöfn um tvo metra áður er Herjólfur getur siglt inn í höfnina  Vegagerðin hefur óskað eftir tillögum frá Eimskipi og Sæferðum um ferjusiglingar til Eyja í vetur Baldur Breiðafjarðaferjan Baldur siglir inn í Landeyjahöfn. BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þegar eigandi eða annar íbúi fjöl- býlishúss gerist sekur um gróf eða ítrekuð brot gagnvart sambýlisfólki sínu hafa fjöleignarhúsalögin frá 1994 að geyma mjög öflug úrræði. Sigurður Helgi Guðjónsson formað- ur Húseigendafélagsins segir 55. gr. laganna vera mjög kröftuga. „Viðurlög við brotum er brottvísun, bann við búsetu og/eða þvinguð sala íbúðar. Þessi úrræði eru öfl- ugri, ítarlegri og ganga lengra en í löggjöf annarra þjóða. Það er í fyrsta lagi húsfélag sem getur beitt þessum úrræðum en ef það gerir það ekki geta einstakir eigendur gert það upp á eigin spýtur.“ Ekki má raska svefnró fólks Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um mál fjölskyldu í vest- urbæ Reykjavíkur sem hefur ekki fengið svefnfrið í langan tíma vegna stöðugs partíhalds nágranna. Sigurður segist alltaf fá slík dæmi inn á borð til sín en 55. gr. fjöleign- arhúsalaganna sé þrautaúrræði sem grípa megi til þegar allt um þrýtur. „Brotin verða að vera al- varlegs eðlis og sýnt að fortölur og aðvaranir hafi ekki dugað. Þá verð- ur sá, hvort sem það er húsfélag eða einstakur eigandi, að sanna brotin en af hlutarins eðli verður að gera ríkar kröfur til sönnunar. Það getur hins vegar verið svolítið erf- itt núna því lögregluskýrslur hafa verið helstu sönnunargögnin. Nú er lögreglan mikið til hætt að skipta sér af nema alvarlegustu málum,“ segir Sigurður og bætir við að al- mennt séu deilur í fjölbýlishúsum ekki lögreglumál í eðli sínu. Sam- skipti fólks í fjölbýli eru yfirleitt á sviði einkaréttar. „Lögreglan hefur afskipti af brotum á hegningarlögum, þá með lögreglusamþykktum en í þeim eru m.a. ákvæði um að ekki megi raska svefnró fólks. Það er fyrst og fremst á þeim grundvelli sem lög- reglan hefur afskipti af samskipt- um í fjölbýli. Eins líka þegar um aðra háttsemi er að ræða sem brýtur í bága við refsilög, eins og ofbeldi og skemmd- arverk, eiturlyfjabrask- og neyslu.“ Í frétt gærdagsins kom fram að lögregl- an gæti ekkert gert í tilteknu máli því partíhaldarinn væri eigandi íbúðarinn- ar. Sigurður segir það vera mis- skilning, lögin nái jafnt yfir eig- endur íbúðar og leigjendur. Lögin endurskoðuð Nú stendur yfir, fyrir tilstuðlan velferðarráðherra, endurskoðun fjöleignarhúsalaganna og fer Sig- urður fyrir því verki. Kemur þar til skoðunar 55. gr., reynslan af henni og hvort breytinga sé þörf. „Ákvæði 55. greinar hafa reynst vel og þau hafa mikið varnaðargildi. Það er erfitt að hugsa sér að ganga öllu lengra. Hins vegar má hugs- anlega auðvelda málareksturinn og sönnunarfærslu í slíkum málum. Lögreglan hefur mikið á sinni könnu og því má hugsanlega byggja á öðrum sönnunargögnum en lögregluskýrslum í meira mæli en nú er gert, t.d. skýrslum eða vottorðum frá öryggisfyrirtækjum og upptökum og myndum.“ Úrræði gegn brotum í fjölbýli  Fjöleignarhúsalögin ganga langt í að vernda íbúa fjölbýlishúsa þegar annar íbúi gerist sekur um ítrekuð brot  Geta farið fram á brottvísun og þvingaða sölu  Lögreglan mikið til hætt að skipta sér af Morgunblaðið/Golli Húsnæði Íbúar í fjölbýlishúsum hafa stundum ónæði af nágrönnum sínum. Fjöleignarhúsalögin hafa oft ráð við því. Tilgangsleysi? » „Vandamálið er að þegar búið er að djöflast á hávaða- belgnum og koma honum út úr húsi hættir hann ekkert að vera til, flyst bara í eitt- hvert annað hús,“ segir Sig- urður. » „Ógæfulið getur haldið öllu í heljargreipum í húsi, aðrir íbúar þora ekki að kvarta. Oft er það með rang- hugmyndir og ef einhver kvartar finnst því eins og verið sé að ofsækja það.“ 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu berast um 20 til 30 hávaðaútköll á viku. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir flest koma um helgar og oft sé um sömu staðina að ræða. Tíðustu útköllin eru á miðborgarsvæð- inu og þar í kring. „Við fyrstu hringingu biðjum við fólk að kanna sjálft hvort það geti ekki talað við viðkomandi. Ef það gengur ekki förum við á staðinn og ræðum við húsráðanda, það dugar í yfir 90% tilvika. Lög- reglan skrifar þetta hjá sér og bendir þeim sem kvörtuðu á að hafa sam- band við húsfélagið og biðja um að veitt verði tiltal. Svo eru tilfelli þar sem við höfum þurft að grípa inn í heilu samkvæmin en það verður að meta á hverjum tíma,“ segir Geir Jón um aðgerðir lögreglu. „Fólk getur kært til lögreglu röskun á almannafriði. Harðasta úrræðið er að leita til sýslumanns með kröfu um útburð. Þá þurfa öll gögn að liggja fyrir frá lögreglu um fjölda afskipta og hvers eðlis þau eru.“ Geir Jóni finnst fólk yfirleitt ekki vera vel upplýst um réttindi sín. „Það heldur að með því að hringja í lögreglu sé málið leyst, en við getum bara gripið inn í. Það er ákvörðun húsfélags eða íbúa að halda málinu áfram.“ Fær 20-30 hávaðaútköll á viku LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Geir Jón Þórisson Jón Guðjónsson, bóndi í Hall- geirsey í Landeyjum, segir að svokallað „hlið“ sem Landeyja- höfn er byggð í hafi færst til í gegnum áratugina. Hann segir að þó að sandburður sé mikill við suðurströndina sé hann mestur þar sem Landeyjahöfn er, enda sjáist það vel á loft- myndum. Jón er fæddur 1930 og hefur búið í Hallgeirsey alla sína tíð. Hann segist sem strákur hafa skoðað flakið af seglskipinu Dragör sem fórst 1920, en það var þá á malarkambi í fjörunni. Það hafi ekkert færst til, en það sé núna í um 420 metra fjar- lægð frá sjó. Þetta sýni þá miklu sandflutninga sem eigi sér stað. Jón segist taka undir með Halldóri Nellett, fram- kvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, sem gagn- rýnt hefur staðsetningu hafn- arinnar. „Sandburðurinn er sýnu mestur þarna inn af Eyj- unum. Það berst mikið frá Markarfljóti eftir að það var sameinað í einn farveg. Menn tala um skjól af Eyjunum en á sama tíma myndar þetta skjól fyrir sandinn.“ „Hliðið“ hef- ur færst til JÓN BÓNDI Í HALLGEIRSEY Í LANDEYJUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.